Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 57 M YN DBÖN D/KVIKM YIM Dl R-ÚTV ARP-S JÓIM VARP Upprenn- andi Evrópu- stjömur ÞÓ að Frakkar kvarti og kveini yfir erfiðleikum í kvikmynda- gerð er framleiðslan hjá þeim alltaf virk og nýjar stjörnur koma fram á sjónarsviðið á hveiju ári. Þessir leikarar eru oft geysivinsælir í heimalandi sínu þó að nöfnin séu ekki þekkt annars staðar. Þeir sem hafa hlotið náð fyrir augum bíógesta undanfarið eru Charles Berling (>,Ridicule“), Laurence Cote („Les Voleurs"), Albert Dupontel (>,Bernie“), Clotilde Courau („Fred“, ,,Marthe“), og Alain Chabat („Didier"). Þar sem „Ridicule" var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna rataði hún til ís- lands en líklega komast hinar fnyndirnar ekki hingað nema í myndbandsformi. Chedric Klapisch er ungur kvikmyndaleiksljóri sem á tvær af söluhæstu frönsku myndunum á síðasta ári. Þær heita „Un air de famille" og Kattarhvarfið. Klapisch hefur vakið eftirtekt bandarískra kvikmyndafram- leiðanda en segist ekki hafa áhuga á Hollywood. „Ég er Frakki og vil gera myndir um Frakkland." Á Ítalíu eru einnig nokkrir ungir kvikmyndaleiksljórar sem heilla landsmenn sína. David Ferario slóg í gegn með þriðju niynd sinni, gamanmyndinni Allt á niðurleið. Pappi Corsicato hef- ur vakið athygli með sérstökum stíl í myndunum „Libera", og Svarthol, og Mario Martone hlaut mikið lof frá gagnrýnendum fyr- ir „L’amore molesto". Valerio Mastrandrea, Stefania Rocca, og Asia Argento eru ung- ir leikarar á uppleið á Ítalíu. Matrandrea lék bæði í Allt á nið- urleið og annarri vinsælli gaman- mynd, Að rækta körfukál í Mim- HELENA Bonham Carter Bonham Cart- er og Branagh saman á ný HELENA Bonham Carter og Kenn- eth Branagh sem léku seinast saman í „Mary Shelley’s Frankenstein" ætla að vinna saman í „The Theory of Flight". Myndin fjallar um konu sem þjáist af vöðvarýrnunarsjúk- dómi, og samskipti hennar við mann- inn sem hugsar um hana. Það er Paul Greengrass sem leikstýrir myndinni en Richard Hawkins skrif- aði handritið. Tökur eiga að fara af stað í sumar í London og Wales. Bonham Carter hefur síðustu ár verið að reyna að losna út úr hlut- verkum í búningadrömum og lék til að mynda í Woody Allen-myndinni „Mighty Aphrodite", en Branagh stefnir á að leika í sinni fyrstu Allen- mynd í haust. JAVIER Bardem er talinn arftaki Antonio Banderas á Spáni. ASIA Argento er upprenn- andi ítölsk kvikmyndastj arna. ongo. Stefania Rocca hefur vakið athygli fyrir leik sinn í „Nirv- ana“, sem Gabriele Salvatore leikstýrir, og Á röngunni í leik- stjórn Rob Tregenza, en báðar myndirnar voru sýndar á Cann- es-kvikmyndahátíðinni. Asia Argento, dóttir ítalska hryllingsmeístarans Dario Arg- ento, hefur leikið í myndum leik- sljóra eins og Michele Placido, Carlo Verdone, og Peter Del Monte, auk þess að hafa leikið fyrir pabba sinn í „The Stendhal Syndrome“. Nýjasta mynd henn- ar er reyndar bresk en ekki ít- ölsk, „B Monkey" í leikstjórn Michael Radford. Á Spáni er einnig að finna nokkur nýstirni meðal leikstjóra og leikara. Manuel Gomez Pe- reira hefur heillað Spánverja með gamanmyndunum Munn við munn og Ástin getur eyðilagt heilsuna. Kvikmyndaleikstjórinn Alex de la Iglesia er meira í list- ræna kantinum með hryllings- myndirnar Stökkbreytingar og Dagur dýrsins. Nýjasta mynd hans var tekin upp með ensku tali í Nýju-Mexíkó. Hún ber titl- inn „Perdita Durango" og fara Rosie Perez og Javier Bardem með aðalhlutverkin. Javier þessi Bardem er talinn arftaki Antonio Banderas. Hann lék m.a. í Munn við munn og „Jamon, Jamon“ sem Bigas Luna leikstýrði. Af nýrri myndum má nefna að Bardem fer með lítið hlutverk í nýjustu mynd Pedro Almadovar „Live Flesh“. Annar spænskur sjarmur sem hefur vakið athygli undanfarin ár er Carmelo Gomez. Hann er í tveimur nýjum myndum, Jörð í leikstjórn Julio Medem og Leyndarmál þjartans í Ieikstjórn Montxo Armendariz. símtæki Samnetssímar geta haft á bilinu muó Tn átta símanúmer hver, og hvert númer sína hringingu. Talgæðin eru mbiri, og þar eð númera- birting er innifahn í samnetinu er hægt að siá hvbr er að hringia þótt síminn sé í notkun. Samnetssímtækið skráir þau númer sem ekki er svarað til að hægt sé að hringja í þau síðar. 800 7007 Gjaldfzjálst þjónustunúmer »»6STUIR 08 SÍMINF NÓATXJN GÓÐ TILBOÐ! mamma BESW MZM 400 - s teBUBWr NÓATÚN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP.* FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI6, MOS. • JL-HÚSIVESTURIBÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.