Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 4
 4 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prófkjör sjálfstæðismanna fyrir b orgar stj órnarko sningar nar 1998 Sex konur og tíu karlar tilkynntu framboð sitt Morgunblaðið/Golli LANDSBERGIS fór til Þingvalla í fylgd Ólafs G. Einarssonar. Landsbergis í heimsókn Verður við setningu Alþingis VYTAUTAS Landsbergis, for- seti þings Litháens, kom í opin- bera heimsókn til íslands í gær. Hann mun ræða við for- ystumenn í stjómmálum og embættismenn og skoða menn- ingarstofnanir. Landsbergis verður viðstaddur setningu Al- þingis á morgun. Landsbergis ræddi í gær við Davíð Oddsson forsætisráð- herra í bústað hans á Þingvöll- um. í dag fer hann í móttöku til Ólafs Ragnar Grímssonar forseta íslands. Hann mun síð- an eiga fund með ráðuneytis- stjóranum í utanríkisráðuneyt- inu og fleiri embættismönnum. Eftir hádegi skoðar hann Þjóð- minjasafnið undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. A morgun verður Landsberg- is viðstaddur setningu Alþingis. Síðdegis flytur hann fyrirlestur á vegum Háskóla íslands. Eftir fyrirlesturinn mun hann ræða við blaðamenn. Heimsókn Landsbergis lýkur á fimmtudag, en áður er áform- að að hann fari í útsýnisflug yfír Suðurland. Landsbergis var í forystu fyrir þjóð sinni þegar Litháen öðlaðist sjálfstæði frá Sovétríkj- unum. Hann var fyrsti forseti landsins, en er núna forseti þingsins. Hann kom fyrst til Islands 1990 til að sækjast eft- ir stuðningi við sjálfstæðisbar- áttu Litháa og hefur verið í góðum tengslum við ísland og íslenska stjórnmálamenn. Landsbergis er 64 ára gam- all, kvæntur og þriggja barna faðir. Sjö manna sendinefnd kemur með honum til landsins. SEXTÁN manns, sex konur og tíu karlar, tilkynntu framboð sitt í prófkjör sjálfstæðismanna sem fram á að fara 24. og 25. október vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Þrír af sjö borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins hyggj- ast ekki gefa kost á sér. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson tilkynnti í gær að hann styddi Árna Sigfússon í fyrsta sæti listans og óskar eftir stuðningi sjálfstæðismanna í annað sætið. Af þeim 16 sem tilkynntu skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins framboð sitt í gær eru 9 ný nöfn. Kjörnefnd getur samkvæmt prófkjörsreglum leitað til fleiri um að gefa kost á sér en hafði í gær ekkert afráðið í þeim efnum. Borgarfulltrúarnir Guðrún Zo- ega, Gunnar Jóhann Birgisson og Hilmar Guðlaugsson gefa ekki kost á sér áfram og sömuleiðis ekki Þorbergur Aðalsteinsson, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins. Fram hefur komið áður að Hilmar og Þorbergur gæfu ekki kost á sér. Gunnar Jóhann kvaðst hafa af- ráðið að einbeita sér að rekstri lög- mannsstofu sinnar. „Ég hef ákveð- ið að bjóða mig ekki fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni,“ sagði hann. „Ég mun hins vegar halda áfram að starfa í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og ég mun styðja vel við bakið á félögum minum í komandi kosningabaráttu og leggja mitt af mörkum til þess að góður árangur náist í kosningunum sem framund- an eru. Ég hef á þessu kjörtíma- bili reynt að samhæfa annars veg- ar tímafrekt starf borgarfulltrúa og hins vegar rekstur lögmanns- stofu og í Ijós hefur komið að það fer ekki saman til lengdar. Ég stóð því frammi fyrir ákveðnu vali sem nú er ljóst. Prófkjörið núna býður upp á mikla möguleika fyrir ungt fólk vegna þess að um verulega endurnýjun verður að ræða á list- anum þar sem ijórir af efstu átta í síðasta prófkjöri hafa ekki gefið kost á sér. Það er ánægjulegt og hlýtur að skila ákveðinni endurnýj- un sem prófkjörin eiga að hafa í för með sér.“ Villyálmur styður Árna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gaf í gær út þá yfirlýsingu að hann styddi Áma Sigfússon í fyrsta sæti listans en Vilhjálmur hefur setið í VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson afhendir Ágústi Ragnarssyni framboð sitt í Valhöll Guðlaugsson fylgist með. Morgunblaðið/Golli í gær. Hilmar Eftirtaldir hafa skilað inn framboði sínu vegna prófkjörs sjálfstæðis- manna sem fram fer 24. og 25. október næstkomandi: útlitshönnuður líkamsræktarþj. borgarfulltrúi leikari framkv.stjóri verkfræðingur útvarpsstjóri Anna F. Gunnarsdóttir Ágústa Johnson Ámi Sigfússon Baltasar Kormákur Eyþór Arnalds Friðrik Hansen Guðmundss. Guðlaugur Þór Þórðarson Halldóra M. Steingrimsdóttir snyrtifræðingur Helga Jóhannsdóttir húsmóðir Inga Jóna Þórðardóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir Kjartan Magnússon Kristján Guðmundsson Ólafur Friðrik Magnússon Snorri Hjaltason Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi borgarfulltrúi blaðamaður húsasmiður læknir byggingameistari 45 ára borgarfulltrúi 51 árs 35 ára Suðurhúsum 1, 112 Rvk 33 ára Birtingakvísl 62,110 Rvk 41 árs Álftamýri 75, 108 Rvk 31 árs Miðstræti 5, 101 Rvk 32 ára Hringbraut 45,107 Rvk 38 ára Baughúsum 49, 112 Rvk 29 ára Framnesvegi 20b, 101 Rvk 31 árs Logafold 146, 112 Rvk 54 ára Neðstaleiti 5, 103 Rvk 46 ára Granaskjóli 20, 107 Rvk 62 ára Búlandi 28,108 Rvk 29 ára Hávallagötu 42, 101 Rvk 51 árs Háaleitisbraut 47,108 Rvk 45 ára Vogalandi 5, 108 Rvk Funafold 61, 112 Rvk Máshólum 17, 111 Rvk Kjömefnd hefur skv. prófkjörsreglum heimild til að leita til fleiri aðila til að taka þátt í prófkjörinu. Ekki liggur enn fyrir hvort iqömefnd nýtir þá heimild. öðru sæti. Kvaðst hann óska eftir áframhaldandi stuðningi sjálfstæð- ismanna í það sæti. Sagði hann marga hafa hvatt sig til að sækjast eftir kosningu í fyrsta sætið og þakkaði hann það traust. Vilhjálmur sagði mikilvægt á þessum tímamótum að sjálfstæðis- menn standi sameinaðir og velji samhentan hóp frambjóðenda. .Væri það mikilvæg forsenda þess að árangur næðist og að valda- tímabili R-listans lyki á næsta ári. „Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- isflokksins er samhentur og í hon- um ríkir mjög gott samstarf. Ein- ungis með slíkum vinnubrögðum og góðu málefnastarfi öðlast flokk- urinn traust og tiltrú kjósenda." Hilmar Guðlaugsson, sem skip- aði fjórða sæti á lista flokksins við síðustu borgarstjórnarkosningar, lýsti því yfir í síðustu viku að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. Hann hefði starfað að borgarmál- um frá árinu 1974, sem aðal- eða varaborgarfulltrúi og væri mat hans að yngra fólk ætti að fá tæki- færi í prófkjöri og þar með á kjöri til borgarstjórnar. Þorbergur Aðalsteinsson, sem skipaði áttunda sæti listans, sagði í samtali við Morgunblaðið að störf sín í Vestmannaeyjum gerðu það að verkum að hann gæti ekki bund- ið sig næstu fjögur árin í tímafreku starfi borgarfulltrúa. Ekki náðist í Guðrúnu Zoega I gærkvöld en hún er stödd erlendis. Nýju nöfnin á listanum eru Anna F. Gunnarsdóttir, Ágústa Johnson, Baltasar Kormákur, Eyþór Arn- alds, Friðrik Hansen Guðmunds- son, Guðlaugur Þór Þórðarson, Halldóra M. Steingrímsdóttir, Kristján Guðmundsson og Snorri Hjaltason. Fegursta íslandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurj'ónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson iarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Laugavegl 18 • Slml 515 2500 • Sfðumúla 7 • Slml 510 2500 Kaupsamningur um fjórar nýjar þotur Flugleiða 3-400 ný störf verða til FLUGLEIÐIR gera ráð fyrir að 300-400 ný störf verði til vegna þeirra fjögurra flugvéla sem samið hefur verið um að kaupa og koma hingað til lands næstu fjögur árin. Gert er ráð fyrir að velta félagsins aukist um 9% að meðaltali næstu árin vegna aukinna flutninga og flugs til nýrra áfangastaða. Tæplega 1.900 manns störfuðu hjá Flugleiðum síðastiiðið sumar. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði að reiknað væri með að með hverri nýrri 757 flugvél yrðu til störf fyrir 80-100 starfsmenn. Mest væri þörfm fyrir flugmenn, flugfreyj- ur og flugvirkja, en einnig fjölgaði störfum fyrir innritunarfólk, af- greiðslufólk og hlaðmenn í Keflavík. Einnig megi búast við auknum verk- efnum í flugeldhúsinu og að eitthvað fjölgi starfsfólki erlendis, þegar um sé að ræða nýja viðkomustaði. Hins vegar sé hlutfallslega miklu minni þörf fyrir aukningu á öðrum sviðum, svo sem við yfirstjóm, bókhald, mark- aðsmál og annað slíkt. Fyrirtækið sé enn það lítið að það geti stækkað verulega án þess að það kalli á tilsvar- andi kostnaðarauka. Hægt sé að stækka það í allt að 20 flugyélar og ná jafnframt fram hagræðingu og aukinni framleiðni, en nú rekur félag- ið 8 þotur. Fyrsta þotan eftir áramót Samkvæmt samningnum kemur fyrsta þotan strax eftir áramót og sú næsta í ársbyijun 1999. Síðan er gert ráð fyrir að ein vél bætist við áriega fram til 2006. Gengið hefur verið endanlega frá kaupum á fjórum flugvélum, fastur kaupréttur er á fjórum til viðbótar og síðan eiga Flug- leiðir svonefndan lausan kauprétt á öðrum fjórum. Sigurður sagði að með aukinni tíðni ferða og nýjum viðkomustöðum erlendis mætti gera ráð fyrir fjölgun ferðamanna hingað til lands. Þannig hefði þetta áhrif á allt efnahagslífið með beinum og óbeinum hætti. Vegna þessarar fjölgunar væri nauð- synlegt að stækka flugstöðina í Keflavík og væri félagið mjög ánægt með fyrirætlanir stjórnvalda þar að lútandi. Félagið væri sjálft að gera áætlanir um að hefja byggingu nýrr- ar vörugeymslu á Keflavíkurflugvelli, sem væri bæði með frysti- og kæli- aðstöðu. Vörugeymslan væri nú í sama húsi og flugeldhúsið en með stórauknum vöruflutningum og einn- ig fyrirsjáanlegum auknum umsvif- um í flugeldhúsinu þyrfti að finna vörugeymslunni nýjan stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.