Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikil röskun á samgöngum og skemmdir á eignum í óveðrinu Morgunblaðið/RAX TVEIR bflar stórskemmdust og a.m.k. fjórir aðrir urðu fyrir nokkrum skemmdum þegar vinnupallur við flugturninn á Reykjavíkurflugvelli fauk og hrundi niður í gærmorgun. Slys urðu ekki á mönnum. Dýpsta september- læg'ðin frá árinu 1900 Lægðin sem gekk yfir landið á sunnudag- inn og í gær var sú dýpsta sem sögur fara af á landinu í septembermánuði frá árinu 1900, eða um 953 millibör, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Hann segir lægðina einna helst líkjast kröftug- um miðsvetrarlægðum. MIKIL röskun varð í óveðrinu á innanlandsflugi, rafmagnsstaurar brotnuðu í Hjaltastaðaþinghá og í Jökulsárhlíð, hlaða sprakk á Borg- arfirði eystra og plötumar fuku um allt, bflar skemmdust þegar vinnu- pallar hrundu ofan á þá við flug- turninn á Reykjavíkurflugvelli og kanadísk herflugvél fór út af braut- inni á Keflavíkurflugvelli. Einar segir að lægðin, sem var mjög djúp og vatnsþrungin, hafi komið upp að landinu á sunnudag með suðaustan- og austanátt. Lægðarmiðjan hafi svo farið norður með fyrir vestan landið í fyrrinótt og vindur snúist til vestanáttar, fyrst sunnanlands. Síðan hafi vind hert af alvöru í gærmorgun um land allt, og víða farið í 9-10 vind- stig og sumstaðar jafnvel 11, eink- um til fjalla. „Þar sem þessi vestan- átt slær sér niður hlémegin fjalla verður vindur oft mjög byljóttur, eins og í Skagafirði, víða á Aust- fjörðum og í Jökulsárhlíð," segir hann. Skaplegt veður í dag Lægðarmiðjan fyrir norðan land- ið fór að grynnast síðdegis í gær og dró þá kaldara loft inn á Vestfirði, þar sem fór að snjóa um hádegisbil- ið og var víða hált á vegum. Víða á hálendinu var mikið moldrok og sandfok. Af þeim sökum var til dæmis ekki nema um 500 metra skyggni á Grímsstöðum á Fjöllum um miðjan dag í gær. Einar gerði ráð fyrir að veðrið myndi ganga niður í nótt og í morg- un, og verða skaplegt víðast hvar á landinu í dag en þó rigning allra syðst. í kvöld myndi svo ganga í norðanátt með kólnandi veðri. Næstu daga er útlit fyrir nokkuð rysjótt veður. Mikil röskun á innanlandsflugi Mikil röskun varð á flugi innan- lands í gær. Snemma í gærmorgun flugu þó vélar frá íslandsflugi til Akureyrar, Sauðárkróks, ísafjarð- ar og Bfldudals en önnur vél sem lagði af stað á Isafjörð eftir hádegið varð að snúa við og lenda í Reykja- vík. Undir kvöld var flogið á Sauð- árkrók og frá Vestmannaeyjum og til baka en öðru flugi var aflýst. Flugfélag Islands fór eina ferð til Akureyrar í gærmorgun og aðra á ísafjörð um hádegið en úr því var ekkert hægt að fljúga fyrr en undir kvöld. Þá stóð til að fara til Vest- mannaeyja og á Sauðárkrók og jafnvel á Húsavík og Hornafjörð. I gærmorgun varð ófært yfir i Mýrdalssand vegna sandfoks en um miðjan dag var aftur orðið fært. Þá var ófært yfir Möðrudalsöræfi vegna mikils sandroks og þar voru jafnvel steinar á flugi í 9-10 vind- stigum, að sögn Pálma Jónssonar, vegaeftirlitsmanns hjá Vegagerð ríkisins. Á Holtavörðuheiði var einnig verulega hvasst um miðjan dag í gær, eða 10-11 vindstig. Staurar brotna á Austurlandi Staurastæða í stofnlínunni frá Lagarfossvirkjun til Vopnafjarðar, nánar tiltekið í Jökulsárhlíð, brotn- aði um tíuleytið í gærmorgun í norðvestanhvassviðri. Erfitt var að vinna að viðgerð í gær vegna veð- urs en að sögn Sigurðar Eymunds- sonar, umdæmisstjóra RÁRIK á Austurlandi, var Vopnafjarðar- | svæðinu séð fyrir rafmagni með i díselvélum. Unnið var að því að flytja efni á staðinn í gær og undir- I búa viðgerð, sem ráðgert var að hefja snemma í morgun. Sigurður sagði vonir standa til að viðgerð yrði lokið um hádegi í dag. Á sunnudag féll einnig staur um koll í Hjaltastaðaþinghá og orsakaði stráumléýsi þár í sveit í á þriðju klukkustund. Á bænum Bakka í Borgarfirði , eystra sprakk hlaða bókstaflega í | loft upp í gær og dreifðust járnplöt- umar um allt þorp og jafnvel út á ' sjó. Ekkert hey var í hlöðunni. Guð- mundur Sveinsson, bóndi á Bakka, telur að plata hafi losnað af hlöð- unni rokmegin og þar sem hlaðan hafí verið þétt hinumegin hafi eitt- hvað orðið að láta undan. „Þannig að hún hreinlega sprakk og steypt- ur sjö metra hár stafn lagðist út af, . rétt eins og maður leggur aftur > Morgunblaðið,“ sagði Guðmundur. ; Hann tók fram að veggurinn hefði k verið rammlega jámbentur og hefði átt að standast jarðskjálfta en hlað- an hefði ekki staðist allt þetta loft, sem blés inn í hana af miklum krafti en komst hvergi út. Rörið elti Danann Þá lenti danskur ferðamaður í hremmingum á Skeiðarársandi í k hávaðaroki um hádegi á sunnudag þegar rör úr ræsi kom fjúkandi á » fleygiferð á eftir honum. Að sögn j Önnu Maríu Ragnarsdóttur, hótel- stjóra á Hótel Skaftafelli, gaf mað- urinn í en það dugði ekki til, rörið náði honum, klippti afturbrettið af bflnum og skemmdi hann mikið. Kanadísk herþota fauk út í móa Keflavík. Morgunblaðíð. FLUGMENN kanadískrar her- þotu lentu í erfiðleikum eftir lendingu í suðvestanrokinu í gærmorgun. Þegar verið var að aka vélinni inn á flughlað eftir lendingu misstu flugmennimir sljóm á henni með þeim afleið- ingum að vélin hafnaði úti í móa og sat þar föst. Slökkviliðsmenn vom fljótir til og lögðu bílum sínum áveðurs til að verja hana frá því að fjúka aftur auk þess sem þeir settu loftpúða undir vængina. Að sögn Haralds Stefánssonar slökkviliðs- stjóra má telja fullvíst að með því móti hafi tekist að vetja vélina frá vemlegum skemmdum. Vélin, sem er af tegundinni CL-60, var að koma frá Kanada og millilenti á Keflavíkurflug- veili. f henni vom 5 manns og sakaði engan. Mjög hvasst var af suðvestan þegar óhappið varð. Vélin lenti á braut 29 sem liggur frá austri til vesturs. Henni var siðan ekið eftir akstursbraut flugvéla sem liggur meðfram norður-suður flugbrautinni. Þar misstu flugmennimir vélina út af til hægri og þegar þeir keyrðu hana inn á akstursbrautina aftur flaug hún nánast út af hinum megin. Slökkviliðið náði vélinni upp síðdegis með því að lyfta lienni upp með loftpúðum og síðan var hún dregin upp á brautina aftur. Talið er að litlar sem engar skemmdir hafi orðið á vélinni. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal SLÖKKVILIÐSMENN á Keflavíkurflugvelli vinna við að ná vélinni upp í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.