Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 31 HALLDOR ORN ÞÓRÐARSON + Halldór Örn Þórðarson var fæddur 9. febrúar 1934 í Reykjavík. Hann lést á sjúkra- húsi Reykjavíkur 21. september síð- ast liðinn. Foreldr- ar hans voru Þórð- ur Eiríksson skipa- smiður frá Vatt- arnesi við Reyðar- fjörð, f. 14. júní 1884, d. 1965 og seinni kona hans Símonardóttir, f. 2. ágúst 1913, d. 1942. Alsystkini hans eru Gunnar Þór pípulagningameistari, f. 1935, giftur Sigríði Óskarsdóttur, f. 1936, búsett í New Jersey og Erna, f. 1936, gift Hallgrimi Friðrikssyni húsasmíðameist- ara, f. 1931, þau búa í New York. Hálfsystkini samfeðra: Guðbjörg, f. 1912 (iátin), Eirík- ur, f. 1914 (látinn), Jónína, f. 1915, Þuríður, f. 1915 (látin), Brynja, f. 1921 og Jónas, f. 1923. Hinn 2. september 1961 kvæntist Halldór Örn Jónínu Guðrúnu Andrésdóttur, f. 27. nóvember 1932 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Andr- és Jóhannsson, f. 1902 d. 1954 og kona hans Ólöf Guðmunds- dóttur, f. 1903 d. 1969. Synir þeirra eru: 1) Rúnar Þór, f. 25. nóvember 1960 í sambúð með Hrafnhildi Þórðardóttur, f. 1963 og þeirra barn er Lilja Heiður, f. 10. október 1990. Sonur hans frá fyrri sambúð er Halldór Örn, f. 1. maí 1982, hann er uppeldissonur Halidórs og Jónínu. 2) Gunnar Þór, f. 4. nóvember 1964 í sambúð með Ingu Dóru Ingvadóttur, f. 1964 og á hún 2 börn. Fósturbörn Halldórs eru 1) As- laug Asmundsdótt- ir, f. 23. febrúar 1950, gift Gunn- laugi St. Gíslasyni myndlistarmanni og eiga þau tvo syni og eitt bamabarn. 2) Ásdís Herrý Ásmundsdóttir, f. 7. des- ember 1952, gift Bergi J. Hjal- talín húsasmíðameistara og eiga þau tvo syni og 3) Andrés Ásmundsson, f. 15. mars 1955 byggingafræðingur og á hann þrjá syni. Halldór stundaði nám í Hér- aðsskólanum á Eiðum, veturna 1949-1951. Lærði skipasmíði í Landssmiðjunni 1955-1959 og vann þar samfleytt til 1965. Vörubílstjóri hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar 1965-1967. Timburmaður á Brúarfossi um nokkurt skeið. Skipasmiður í Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði í 25 ár eða þar til hún hætti starfsemi. Síðustu mánuði vann Halldór hjá Form- ax þar til hann veiktist í júní sl. Utför Halldórs Arnars fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við lifum í vinum okkar í meira mæli en við gerum okkur grein fyrir. Þegar þeir deyja þá deyr eitt- hvað innra með okkur. Það var árið 1960, sem systir mín kynnti hann fyrir okkur hjónum, sem mannsefni sitt. Okkur leist strax vel á ráðahaginn. Hann reyndist traustur lífsförunautur, reglusam- ur, ráðvandur og raungóður. Þau bytjuðu svo sannarlega sinn bú- skap með tvær hendur tómar eins og sagt er. Framlag hennar voru þrjú yndisleg börn 5, 8 og 10 ára, sem hún átti með fyrri manni sín- um. Saman eignuðust þau 2 drengi. En Halldór hugði hátt og byijaði fljótlega að byggja þeim einbýlis- hús. Þá þurfti ekki að byija á að greiða gatnagerðargjöld og stund- um var gantast með það að þau hefðu aðeins átt fyrir skóflu, haka, nokkrum sementspokum og móta- timbri í 50 fermetra kjallara. Þetta var ekki einsdæmi á þeim árum hjá því unga fólki, sem fullt af bjartsýni, ósérhlifni og viljastyrk, fékk miklu áorkað. Á þessum árum 1960-70 þegar allur frítími fór í þessa endalausu vinnu við að koma sér upp eigin húsnæði var alltaf tekin frá helgi sumarsins til að fara í útilegu með börnunum. í þessar ferðir fóru 4-5 fjölskyldur, 8-10 fullorðnir og 20-25 börn. Helginni var eytt á Laugarvatni, í Fljótshlíð- inni eða bara í hrauninu í kring um Hafnarfjörð. Þarna léku sér saman foreldrar og börn og vináttubönd milli fjölskyldna voru styrkt. Þetta eru samverustundir sem lýsa skært í minningunni. Seinna kom að því að ferðast um ókunn lönd. Nína vann hjá Flugleiðum í 20 ár og því fylgdu fríðindi að ferðast með flugi. Þau fóru oft til Ameríku því þar búa bæði alsystkini hans. Og skíða- ferðir til Austurríkis voru ofarlega á vinsældalista. Í mörg ár áttu þau fellihýsi sem þau ferðuðust mikið með, vítt og breitt um landið. Árið 1987 tóku þau í fóstur son- arson sinn Halldór Örn Rúnarsson. Þar hefur hann átt gott atlæti. Þau höfðu hann með sér í allar ferðir bæði innanlands og utan, og afi og amma létu sig ekki muna um að fara með honum á útihátíð í Galta- lækjarskógi um Verslunarmanna- helgi ár eftir ár. Nú geta þau Hall- dór yngri og amma notið þessara minninga saman. Mágur minn Halldór og maður minn Hans voru miklir mátar. Voru alltaf tilbúnir að liðsinna hvor öðr- um ef nokkur möguleiki var á. Halldór var geðríkur og hreinskilinn og lét í ljósi skoðanir sínar umbúða- laust. Hans gaf heldur ekkert eftir af sinni sannfæringu. Það hrikti stundum í þegar landsmál eða póli- tík voru til umræðu, en alltaf end- aði þetta í sátt og vináttu og glettn- in var aldrei langt undan. Þvílík gæfa fyrir okkur systurnar, að mennirnir okkar skyldu verða svona samrýndir. Sigrún móðir hans andaðist úr berklum 1942, þá var Halldór 8 ára, Gunnar bróðir hans 7 ára og Erna 6 ára. Þá hafði hún verið á Vífilstöðum einhver ár, en kom stöku sinnum heim. Ema fékk fljót- lega fóstur hjá móðurafa sínum Símoni og Margréti konu hans, en bræðurnir fóru á milli barnaheimila og hefi ég heyrt minnst á Silunga- poll og Stykkishólm. Árið 1944 fóru þeir bræður til Austfjarða. Halldór fór í fóstur að Fossgerði í Eiðaþing- há hjá eldri hjónum, Önnu Sigfinns- dóttur og Gunnari Þór Þorsteins- syni, þar var hann til 17 ára aldurs og minntist þessara hjóna með hlýju. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa átt hann að vini og biðjum algóðan Guð að fylgja honum og leiða á þeirri vegferð, sem hann er lagður út á. Nínu og ástvinum hans öllum biðjum við blessunar Guðs. Málfríður Linnet. Við söknum þín. Ég kynntist þér fyrir tæpum 10 árum, þegar ég hóf sambúð með syni þínum, Rúnari. Mér og dóttur okkar Rúnars, Lilju, var alltaf tekið opnum örmum á heimili ykkar Nínu. Það voru ófá skiptin sem hún fékk að sofa hjá afa og ömmu, fyrir henni var fátt annað ánægjulegra. Eftir að við fjölskyidan fluttum til Svíþjóðar fundum við hversu mikils virði það er að eiga góða að. Þegar ég hugsa um þig kemur fyrst upp í huga minn, hve einstaklega fórnfús og hjálpsamur þú varst þegar til þín var leitað. Þú varst kletturinn okkar. Fyrir þér voru ekki til nein vandamál, heldur að- eins lausnir. Þú hafðir líka alltaf skoðanir á öllum hlutum og lést þær í ljós. Þegar þú veiktist í sumar hvarfl- aði ekki að okkur að þinn tími væri senn á enda. Það var erfitt að vera svona langt í burtu frá þér þegar dró að leiðarlokum. Alltof fljótt, en við þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og ekki síst nú í sumar, sem reyndist vera okkar kveðjustund. Elsku Nína og aðrir aðstandend- ur, Guð styrki ykkur á erfiðri stundu. Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki. Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar. Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki. (Hannes Pétursson.) Guð blessi minningu þína. Hrafnhildur Þórðardóttir og Lilja Heiður Rúnarsdóttir. t Elskuleg móðursystir mln og vinur, INGVELDUR B. HANNESDÓTTIR, Skúlagötu 80, Reykjavík, andaðist á Droplaugastöðum föstudaginn 26. september. Jarðarförin auglýst sfðar. Gunnar Ágústsson, Elfn Höskuldsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GÍSLI WÍUM HANSSON, Holtsgötu 12, Sandgerði, andaðist aðfaranótt 28. september á Land- spitalanum. Sigurlína Sveinsdóttir, Sveinn Hans Gíslason, Helga Hrönn Ólafsdóttir, Jónína S. Gísladóttir, Ragnar Antonsson, Daði Gfslason og barnabörn. Síminn hringir seint um kvöld. Hann Halldór er dáinn, segir mamma, sem tjáir mér þessa harmafregn. Maður heldur alltaf í síðasta haldreipið um að kær vinur nái sér í sínum veikindum, en hann átti nú ekki lengi við þau að stríða. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tóku hann allt of fljótt burt. Mamma mín og Nina eiginkona Halldórs voru systur. Alltaf á Hall- dór eftir að vera ofarlega i huga manns, sérstaklega þó þegar ég fer á handboltaleik með FH-ingum, því þar átti hann fast sæti á áhorfenda- pöllunum og þá var nú spjallað um eitt og annað, við áttum sameigin- legt áhugamál, sem er ljósmyndun. Þau Halldór og Nína bjuggu sínum börnum fallegt og hlýlegt heimili og ólu þau vel upp, sem þau búa að alla ævi. Halldór kom fyrir sem traustur og öruggur maður. Þau voru ófá jólaboðin sem við fórum í til þeirra hérna á árum áður, útileg- ur og annað, allt góðar minningar. Ég veit að honum líður vel þar sem hann er núna. Nína, Áslaug, Ásdís, Andrés, Rúnar Þór, Gunnar Þór, þið hafið misst ástkæran eiginmann og föð- ur sem batt saman stóra fjöl- skyldu, einnig Halldór Örn afa- barn, sem þau Nína og Halldór ólu upp frá þriggja ára aldri. Öll tengdabörn og afabörn, þið hafið misst sterkan hlekk úr lífinu og eigið í mikilli sorg, en öll él birtir upp um síðir. Ég bið góðan Guð að veita ykkur styrk á þessum erf- iða tíma sem sorgin er. Allir sem þekktu Halldór vita hversu góður maður hann var. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt og allt. Ragnar Óli Ragnarsson. í dag verður góður starfsfélagi okkar, Halldór Örn Þórðarson, kvaddur hinstu kveðju. Halldór greindist með alvarlegan sjúkdóm snemmsumars og nú þegar fyrstu lauf haustsins falla berast okkur þær fregnir að hann sé látinn. Þrátt fyrir að við hefðum um tíma haft vitneskju um hvert stefndi, þá kom andlátsfregnin okkur í opna skjöldu. Okkur setti öll hljóð og minningarn- ar helltust yfir eins og í hviðum. Það er ljóst að Halldór skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Nú við leiðarlok langar okkur að minn- ast hans fáeinum orðum. Halldór kom til starfa hjá Form- ax snemma árs 1996. Það var strax ljóst að ráðning Halldórs var mikið heillaspor fyrir fyrirtækið. Orðið „þúsundþjalasmiður" fékk aðra og dýpri merkingu við kynni okkar af Halldóri. Það skipti litlu máli hvort Halldór var að vinna með tré, plast eða stál. Það sem Halldór tók sér fyrir hendur var framkvæmt óað- finnanlega. Verkin voru unnin af slíku hugviti og vandvirkni að aðrir léku ekki eftir. Þó svo að verkin hafi verið snarlega unnin, var alltaf sama stóíska róin sem einkenndi^- vinnubrögð Halldórs. Halldór hafði einstakt jafnaðargeð og var alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd eða miðla af reynslu sinni og visku. Halldór hafði ríka kímnigáfu og það var stutt í brosið og hnyttin tilsvör þegar við ræddum verkefni okkar eða dægurmálin. Hvort það var vegna þess að Halldór var elstur okkar eða ekki, naut hann óbland- innar virðingar okkar og reyndist góður félagi innan sem utan vinnu- staðarins. Við kveðjum frábæran hand- verksmann og góðan dreng með söknuði og virðingu. Jónínu og fjöl- skyldu Halldórs sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Starfsfélagar í Formax. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR JÓSEPSSON frá Patreksfirði, lést föstudaginn 26. september á Sjúkrahúsi í Álasundi, Noregi. Jarðsett verður í Álasundi. Tove Jósepsson, Guðbjörg Þórðardóttlr, Jens Ringstad, Anna Þórðardóttir, Steinþór Agnarsson, Edith Þórðardóttir, Auðbergur Magnússon og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL LÚÐVÍKSSON fyrrv. apótekari, Starhaga 16, Reykjavfk, lést sunnudaginn 28. september, Anna Þóra Karlsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir Sigurður Karlsson, Guðrún Hlfn Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín og systir mín, ÞURfÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, Uppsalavegi 1, Sandgerði, lést laugardaginn 27. september á hjúkrunardeild Víðihlíðar, Grindavík. Jarðarförin verður laugardaginn 4. október kl. 13.30 frá Hvalsneskirkju. Júlíus Eiriksson, Halidór Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.