Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ flttfipittMfifrtfe Stefan Sagmeister og Hjalti Karlsson hönm utan umnýjasta geisladisk Rolling St< STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STEFNUMÓTUN í ENDURVINN SLU ÞUSUNDIR heimila safna nú blöðum, tímaritum og öðrum pappír, sem þeim berst, og koma síðan fyrir í sérstökum söfnunargámum. Þetta gerir fólk, þótt pappírssöfnunin kosti fyrirhöfn og jafnvel nokkur út- gjöld, vegna þess, að það vill leggja sitt af mörkum til umhverfisverndar og stuðla að endurnýtingu pappírs- ins. Allt frá stofnun 1991 hefur Sorpa flutt út þennan pappír og bylgjupappa og haft af því nokkrar tekjur. Nú er svo komið, að fyrirtækið tapar verulegu fé á pappírsútflutningnum eða sem svarar 3-4 krónum á hvert kíló. Astæðan er sú, að endurvinnslufyrirtækin erlendis borga ekki lengur neitt fyrir pappírinn og krefjast jafnvel greiðslu fyrir að taka á móti honum, svo mjög hefur framboðið aukizt vegna söfnunar í ná- grannalöndunum. Sorpa íhugar nú alvarlega að hætta útflutningi og urða pappírinn í staðinn, sem er miklu ódýrara. Það er skiljanlegt, að Sorpa getur ekki til langframa tapað verulegum fjárhæðum á pappírnum, enda ber fyrirtækinu í raun engin skylda til að koma honum í endurvinnslu erlendis. Hins vegar yrði það mikil aftur- för að endurnýta ekki pappírinn og áfall fyrir umhverf- isvernd í landinu. Framkvæmdastjóri Sorpu, Ögmund- ur Einarsson, kom fram með þá hugmynd í viðtali hér í blaðinu sl. laugardag, að Islendingar endurvinni papp- írinn sjálfir á eigin forsendum og nýti þessa vistvænu vöru til landgræðslu. Full ástæða er fyrir yfirstjórn umhverfismála að taka þessar ábendingar alvarlega og láta kanna með hvaða hætti er hægt að nýta pappírinn sem áburð á eyðimörkum landsins. Vafalaust mun það kosta talsvert fé, en ávinningurinn getur einnig verið mikill. I viðtalinu bendir Ögmundur á, að engin lög eða reglur gildi í landinu um hvort og með hvaða hætti beri að standa að endurnýtingu. Hann lýsir eftir fastmót- aðri stefnu löggjafans og stjórnvalda í þessum efnum. Full ástæða er til að taka undir það. GRÓSKAN í ÚTFLUTN- INGI HUGBÚNAÐAR EG DÁI hann! Ég þurfti aðeins að líta einu sinni í kynning- argögnin til að sjá að leitinni var lokið. Honum tókst í senn að vera trúr og túlka með stórkost- legum hætti upphaflegu hugmyndina. Ef Stefan væri kvikmynd fengi hann fimm stjörnur," segir tónlistarmaður- inn Lou Reed um hönnuðinn Stefan Sagmeister í nýlegu hefti tímaritsins Graphis 303. Sagmeister rekur virta vinnustofu í New York. Hann hefur í samvinnu við Hjalta Karlsson, eina fasta starfsmann sinn, nýlokið við umslag utan um nýjasta geisladisk hinnar þekktu rokkhljómsveitar Roll- ing Stones. Geisladiskurinn heitir „Bridges to Babylon" og kemur út í dag, 30. september. Sagmeister hefur vakið athygli fyr- ir ýmiss konar hönnun undanfarin ár. Teiknistofan hefur hins vegar smám saman verið að sérhæfa sig í hönnun umslaga utan um geisladiska. „Mér finnst hreint út sagt frábært að hanna geisladiska. Skemmtilegast er að fá tækifæri til að hitta og vinna með viðskiptavinunum. Ég elska tón- list. Ég hef litla ánægju af því að selja hveríúlan iðnaðarvarning. Ég hef ánægju af því að glíma við að tengja við tónlistina allar hliðar viðfangsefn- isins. Mér finnst yndisleg tilfinning að leggja jafn mikla vinnu í jafn lítinn og handhægan hlut,“ segir Sagmeist- er í Graphis 303 og tekur fram að ólíkt öðrum umbúðum endi umslag utan af geisladisk ekki í öskutunn- unni. I tímaritinu Print kemur fram að Sagmeister vilji vinna í nánu sam- starfi við tónlistarmennina frá upp- hafi. „Fyrst,“ segir hann „koma tón- listarmennirnir með upptöku af tón- listinni. Ég velti því upp í umræðunni um hvað tónlistin sé, en engar áþreif- anlegar hugmyndir eru nefndar. Við viljum aðeins að þeir segi frá því af hverju þeir sömdu tónlistina. I fram- haldi af því, áður en hafist er handa við sjálfa vinnuna, leikum við tónlist- ina aftur og aftur á teiknistofunni - án þess þó að hlusta. Tónlistin er meira í bakgrunni. Þá, með hliðsjón af því hvað þeir sögðust hafa verið að hugsa um og ég veit að ég er að hugsa um, verður fyrsta hugmyndin til,“ segir Sagmeister. Hjalti segir að oft noti tvímenning- arnir svokallaða hugarflugsaðferð. „Við látum hugann reika og í fram- haldi af því verða kannski til 3 til 4 góðar hugmyndir. Hugmyndirnar eru bomar undir tónlistarmanninn. Eftir að hann hefur tekið afstöðu er línan lögð og vinnan heldur áfram þar til allir eru ánægðir,“ segir Hjalti. Kímni og fijótt ímyndunarafl HUGBÚNAÐARÚTFLUTNINGUR hefur vaxið ótrú- lega mikið að undanförnu. Hann nam á 1.129 milljón- um króna árinu 1996, en áætlað er að hann verði á þessu ári um 1.700 milljónir króna. Aukning milli ára stefnir því í að verða um og yfir 50%. Það er því að rætast sem spáð hefur verið, að hugbúnaðargerð yrði einn helzti vaxtar- broddur atvinnulífsins. Hann er nú þegar orðinn mikil- væg atvinnugrein. Gróskan í útflutniningi hugbúnaðar er langt umfram spár, en Seðlabankinn taldi aukninguna á þessu ári verða um 300 milljónir. Nú er aukningin á árinu áætluð rúmlega 570 milljónir króna. Mest er flutt út af hugbúnaði til Bandaríkjanna eða meira en helmingur. Útflutningur hugbúnaðar á sér tiltölulega stutta sögu. Ekki eru nema sex ár frá því hann nam aðeins 25 milljón- um króna, árið 1991, en vöxturinn hefur verið hraður síð- an, einkum undanfarin þrjú ár. Þróunin lýsir færni og hugviti tölvukynslóðarinnar svonefndu, unga fólksins, sem hefur náð að tileinka sér þessa nýju tækni. Full ástæða er því til að hlúa að þessari ungu atvinnugrein, sem allt bendir til að muni vaxa ört áfram í næstu fram- tíð. í upphafi tölvualdar var sú ákvörðun tekin að leggja ekki innflutningstolla á tölvur og tölvubúnað. Var meðal annars vonast til, að tölvur yrðu almenningseign og Is- lendingar tileinkuðu sér þar með þessa nýju tækni. Þessi framsýni er nú að skila sér. Vaxið hefur úr grasi nýr iðn- aður, sem margfaldlega hefur endurgreitt þjóðarbúinu tollfríðindin. Mest er þó um vert, að þjóðin hefur eignazt hóp hugvits- og tæknimanna, sem virðist fyllilega sam- keppnisfær á alþjóðlegum tölvumarkaði. Kímni er aldrei langt undan og frjótt ímyndunarafl endurspeglast í allri hönnuninni. Umslagið utan um nýlegan geisladisk neðanjarðarhljóm- sveitarinnar H.P. Zinker’s „Mounta- ins of Madness" er þar engin undan- tekning. Aðalmyndefnið er andlits- mynd af eldri manni. Plastið varpar rauðum blæ á niðurdregið andlitið en þegar myndin er dregin undan kemur í ljós skelfingu lostið, rautt og grænt andlitið. Hönnunin hefur verið talin gefa til kynna hversu stutt sé frá einu hugarástandi til annars. Sagmeister segist í Print í rauninni ekki hafa áhuga á yfirborðinu. „Yfir- borðið kemur langt á eftir hugmynd- inni - að lokum hvers verkefnis og oft á síðustu mínútunni. Hugmyndin er færð í fallegan búning. Eg hef í rauninni aðeins áhuga á því - og ég veit að einföldunin er mikil - að fá út sterka túlkun, að hönnunin hafi áhrif,“ segir hann og tekur fram að leiðin að hinni réttu hönnun sé oft grýtt. „Erfiðasti hlutinn felst einfald- lega í því að gera vel. Ég þarf fyrst og fremst að varast að falla ekki í þá gryfju að hætta þegar hönnunin lítur vel út og nauðsynlegt er að fara aftur til baka og byrja upp á nýtt. Að sætta mig ekki við að hönnunin sé undir meðallagi." Heildstæð nálgun Hönnunin hefur svo sannarlega vakið viðbrögð og ýmsir af þekktustu N Slíf ntr it'U, d’t »#f~t m \v« "V ... •> • f y %■ íffSKf Cfjfc flJHíCrtl .' 1 *‘u . ,r * jfíBmft Æk • j&Ba S I nánu sam- bandi við tón- listarmennina TVÍMENNINGARNIR Stefan Sagmeister og Hjalti Karlsson. Sagmeister opnaði teiknistofuna árið 1993. Hjalti hefur starfað með honuin í um eitt ár. UNDIR rólegu yfirbragðinu leynist skelfingu lostinn maður á geisladisk neðanjarðarhljómsveitarinnar H.P. Zinker. tónlistarmönnum heims hafa leitað til Talking Heads er einn af þeim og ber teiknistofu Sagmeisters vegna hönn- hann lof á Sagmeister í Graphis. unar umslaga utan um nýja geisla- „Hönnunin snýst ekki aðeins um stíl, diska. David Byrne úr hljómsveitinni liti og lögun á fleti. Sagmeister nálg- LOU Reed er einn af ánægðum viðskiptavinum vinnustofu Sag- meisters.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.