Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bók um ævi Díönu end- urútgefin London. Reuter. ANDREW Morton, sem skrifaði þekkta bók um lífshlaup Díönu prinsessu, sagði í gær að hún hefði sjálf verið helsti heimildarmaður bókarinnar. Hún hefði m.a. skýrt frá tilraunum sínum til að svipta sig lífi, matgræðgiköstum sínum og sálarangist vegna ótryggðar eiginmannsins fyrrverandi, Karls Bretaprins. „Sagan eins og hún er sögð í þessari bók er komin frá henni,“ sagði Morton í viðtali við The Tim- es. „Bókin átti að vera sjálfsævi- saga hennar, persónulegur vitnis- burður konu sem taldi sig ekki fá að hafa áhrif á gang mála.“ Veitti viðtöl og valdi myndir Morton sagði að Díana hefði veitt sex leynileg viðtöl fyrir milli- göngu umboðsmanns vegna bókar- innar, lesið handritið og óskað eft- ir ýmsum breytingum á textanum. Hún hefði einnig útvegað ljós- myndir, sem birtar voru í bókinni, og jafnvel valið ljósmynd á kápuna. Díana lést í bílslysi í París 31. ágúst og hafði alltaf neitað að hafa haft samstarf við höfund bók- arinnar og vinir hennar höfðu ver- ið gagnrýndir fyrir að veita upplýs- ingarnar. Bókin var gefin út í júní 1992, nokkrum mánuðum áður en Karl og Díana skildu að borði og sæng. Morton sagði að konungsfjöl- skyldan hefði reynt að hindra að prinsessan gæti látið í ljós skoðan- ir sínar á hjónabandinu. „Henni var mjög umhugað um að saga hennar kæmi fram,“ sagði hann. „Hún hafði áhyggjur af því að þar sem hjónabandinu var í raun Iokið yrði hún álitin óhæf móðir og að þau myndu taka bömin frá henni.“ Endurútgáfa fordæmd Endurskoðuð útgáfa bókarinnar kemur út um næstu helgi. Talsmað- ur Bretadrottningar fordæmdi end- urútgáfuna og sagði það sorglegt að bókin skyldi koma út svo skömmu eftir dauða prinsessunnar. Bróðir Díönu, Charles Spencer, tilkynnti í gær að minnisvarði um hana yrði reistur á landareign fjöl- skyldu hennar í Althorp og skýrt yrði frá áformunum í smáatriðum í október. Mánuður er nú liðinn frá því bílslysið varð og franska lögreglan sagði í gær að flest benti til þess að of hraður akstur og ölvun bíl- stjórans hefði valdið því. Hún kvaðst þó ekki útiloka þann mögu- leika að annar bíll hefði stuðlað að því að ökumaðurinn missti stjóm á bílnum. London, Helsinki. Reuter. FRÉTTIR um að brezk stjórnvöld íhugi að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) í kringum aldamót hafa ýtt undir bjartsýni í öðrum ríkjum Evrópu- sambandsins á að vel muni takast að hleypa EMU af stokkunum. Brezkir ráðherrar segja þó að ekki standi til að halda I skyndi þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild að EMU. The Financial Times birti á föstu- dag frétt þess efnis að von væri á yfirlýsingu frá brezku ríkisstjórn- inni um að hún myndi sækjast eftir aðild að EMU fljótlega eftir að myntbandalagið tekur gildi í árs- byrjun 1999. í gær greindi blaðið síðan frá því að þessar fréttir hefðu ýtt mjög undir trú á gott gengi EMU í öðrum aðildarríkjum Evr- ópusambandsins. Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, sagði á ráðstefnu í Hels- inki í gær að frétt blaðsins væri „athyglisverð“. „Nú lítur út fyrir að Bretland ætli að flýta ákvörðun sinni um EMU,“ sagði hann. ERLENT Flokksþing breska Verkamannaflokksins hafið Lofa að tryggja atvinnu fyrir alla Brighton. Reuter. BRESKI Verkamannaflokkurinn hóf í gær fyrsta flokksþing sitt sem stjórnarflokkur frá árinu 1978 með loforðum um að tryggja atvinnu fyrir alla Breta á næstu öld. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, lofaði að færa efnahag- inn, menntakerfið og velferðarkerf- ið í nútímalegt horf til að binda enda á fátækt og tryggja öllum Bretum atvinnu á næstu öld. Hann sagði að sterk viðbrögð bresku þjóð- arinnar við dauða Díönu prinsessu sýndu að hægt væri að sameina bresku þjóðina undir forystu stjórn- ar sem legði áherslu á sanngirni og réttlæti. Fréttaskýrendur sögðu að Brown hefði aðallega rætt stjórnmálin al- mennt og fátt nýtt hefði komið fram um efnahagsstefnu stjórnarinnar. Orðrómur hafði verið á kreiki um að ráðherrann myndi mæla með aðild Breta að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU, en Brown fjallaði ekki um það mál. Hvergi hvikað frá aðhaldsstefnunni Ráðherrann sagði að stjórnin myndi breyta skatta- og velferðar- kerfinu í þágu hinna lægst launuðu. Hann sagði þó ekki koma til greina að verða við kröfum vinstrivængs Verkamannaflokksins um að slaka á aðhaldsstefnunni í fjármálum. Hann lofaði ennfremur að koma í veg fýrir mikla verðbólgu vegna of mikilla launahækkana og aðstoðar- menn hans lýstu ræðunni sem skýr- ustu skilaboðunum til þessa frá Brown um að hvergi yrði hvikað frá aðhaldsstefnunni. Brown staðfesti að stefnt væri að nýju 10% skattþrepi fyrir hina lægst launuðu og skattaafslætti sem myndi tryggja að þeir héldu meira af launum sínum í stað þess að þurfa að reiða sig á félagslegar bætur. 1,5 milljónir Breta eru nú án atvinnu, eða um 5,3% vinnufærra manna, sem er minnsta atvinnu- leysi í Bretlandi í 17 ár. Brown vill að gerðar verði ráðstafanir til að hvetja ungt fólk og einstæðar mæð- ur, sem hafa verið án atvinnu í lang- an tíma, til að fara út á vinnumark- aðinn. Hann sagði að það væri sóun á opinberu fé að vetja 20 milljörðum punda, andvirði 2.300 milljarða króna, í atvinnuleysisstyrki á ári. Harriet Harman, félagsmálaráð- herra Bretlands, kvaðst vera að kanna reynsluna af nýju kerfi í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem velferðargreiðslur til einstæðra mæðra eru takmarkaðar. Hún sagði að stjórnin gæti ekki „setið að- gerðalaus hjá“ og leyft milljón ein- stæðra mæðra að vera á fram- færslu ríkisins. Reuter Feginn ferskum ávöxtum BANDARÍSKI geimfarinn Michael Foale tekur við poka með ferskum ávöxtum sem fluttir voru til Mír með geimfeijunni Atlantis. Foale hefur verið um borð í Mír síðan í maí en verður leystur af hólmi af landa sínum, David Wolf, og snýr til jarðar með Atlantis. í gær voru vistir og annar varningur sem Atlantis kom með, m.a. ný stjórn- tölva, flutt um borð í Mír. Á morg- un er gert ráð fyrir að Vladímír Títov, rússneskur geimfari í áhöfn Atlantis, og flugvélstjóri hennar, Scott Parazynski, fari í geim- göngu og freisti þess að finna gat sem kom á einn hluta Mír í árekstri birgðafars við stöðina í sumar. Suðaustur-Asía Mengun minnkar Jakarta, Genf. Reuter. MIKIÐ úrhelli og hvass austanvind- ur nú um helgina hreinsuðu loftið í Sarawakhéraði í Indónesíu, þar sem mengað loft blandað reyk frá skóg- areldum hefur legið yfír í nokkrar vikur. Veðurfræðingar segja að þetta sé þó ekki nóg tii þess að slökkva eldana, og búast megi við að monsúnregn hefjist ekki á þessum slóðum á næstunni. Skógareldar á Súmötru og indó- nesíska hluta Bomeó hafa valdið gíf- urlegri loftmengun og þykkur mökk- ur legið yfír stórum hluta Suðaustur- Asíu undanfamar vikur. Neyðar- ástand hafði ríkt í Sarawak undan- farna tíu daga, en í gær létti þar nokkuð til. Loftmengunarstuðull fór þar yfír 800, en 500 telst hættulegt. I gær var hann kominn niður í 35. Ástandið hafði einnig skánað í Riauhéraði á Súmötru í gær, og hafði skyggni þar hundraðfaldast úr fimm metrum í 500. Flugvellir víða í Malasíu voru opnaðir aftur í gær eftir að hafa verið lokaðir vikum saman. Indónesískir embættismenn segja þó, að mikill eldur kraumi í jarðlög- um undir skógunum, og því komi slökkvistarf fyrir lítið, og nauðsyn- legt sé að rigni lengi til þess að eld- arnir slokkni að fullu. Áform um Efnahags- og myntbandalag Aukin bjartsýni vegna hugs- anlegrar aðildar Bretlands Yfirlýsing um áramót Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, lagði í viðtölum við fjöl- miðla á sunnudag áherzlu á að ríkis- stjórnin hefði ekki tekið endanlega ákvörðun um aðild að EMU og ekki væri von á yfirlýsingu frá henni fyrr en í kringum áramót. Cook ítrekaði fyrri ummæli sín, um að ýmsar hindranir væru í vegi þess að Bretland yrði með í EMU frá upphafi, en að ef vel tækist til með myntbandalagið yrði erfítt að standa lengi utan þess. „Það á við um lengri tíma, ekki tímann fyrst á eftir,“ sagði Cook. Gordon Brown fjármálaráðherra sagði að ekkert væri til í vangavelt- um um að ríkin hygðust fljótlega efna til skyndiatkvæðagreiðslu um aðild að EMU. Hann vildi hins veg- ar ekki svara því hvort hann kysi að Bretland yrði komið inn í mynt- bandalagið fyrir árið 2002. Afram hindranir í veginum Þótt Bretar ákvæðu að ganga í EMU í kringum árið 2000 væri björninn ekki þar með unninn. Sér- fræðingar benda á að llklegt sé að deilt verði um aðild Bretlands að framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu, sem verður skipuð fjórum til sex fulltrúum. Sennilegt sé að ríki, sem verði með í EMU frá upp- hafi, muni leggjast gegn því að Bretar fái fulltrúa í framkvæmda- stjóminni á þeirra kostnað. Samsetning ráðsins verður ákveðin á næsta ári. Sérfræðingar telja að vilji Bretland eiga kost á fulltrúa í því verði ríkisstjórnin fyr- irfram að gefa sterklega til kynna að hún sé hlynnt aðild að EMU. Þá er því ósvarað hvort það sé algert skilyrði fyrir EMU-aðild Bretlands að landið gerist á ný aðili að Gengissamstarfi Evrópu (ERM). Sumir sérfræðingar halda því fram að geti Bretar sýnt fram á að pundið sé stöðugur gjaldmiðill sé ekki nauðsynlegt að hafa verið í ERM í tvö ár til að fá aðild að EMU, eins og Maastricht-sáttmál- inn kveður á um. Hátt settur starfs- maður framkvæmdastjórnar ESB segir að um þetta atriði þurfi að taka pólitíska ákvörðun, sem verði afar erfið. Hlutabréf hækka í verði Eftir að frétt Financial Times birtist á föstudag tóku fjármála- markaðir í Bretlandi kipp og hækk- aði verð hlutabréfa og ríkisskulda- bréfa verulega. Um leið féll gengi pundsins, þvl að markaðurinn telur að það myndi ekki renna inn I evró- ið á núverandi gengi. Sumir fjár- málasérfræðingar töldu fréttina dæmi um árangursríka „frétta- stjórn“ Verkamannaflokksins. „Mig grunar að fréttin sé höfð eft- ir áreiðanlegum heimildum og markaðurinn geri rétt í að trúa henni,“ segir John Shepperd, yfir- hagfræðingur hjá Yamaichi Inter- national.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.