Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 30
( 30 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Titiingnr Kjartans KJARTAN Guðjónsson fer mik- inn, ef ekki offari í skrifí sínu til mín í blaðinu sl. föstudag, sparar hvorki stór orð né mergjaða fyrirsögn. Slík frumhlaup er farsælast að leiða hjá sér, því þau svara sér sjálf. En eitt- hvert yfirgengilegt óðagot hefur verið á Kjartani ný- komnum úr sólinni og . þýða blænum á Kanarí, r hefur trúlega ekki þol- að gustinn á norður- slóðum hvorki í lofti né samræðunni, Dialóg- unni. Kjartan hefur verið iðinn við að með- höndla strigann á und- anförnum árum sem er vel, en lakara þegar tal- og skriffærin fá svip af þessu sama efni. Gos Kjartans á rit- vellinum geta verið ærið hressileg, einkum ef hann hefur gefið sér tíma til að fara í saum- á hlutunum, ana a hlutunum, en þegar svo gerist ekki er óæskilegra að verða fyrir stjórnlausri elfunni. Rýnirinn kannast alls ekki við að hafa í gegnum tíðina verið þrúgaður af neinu tregðulögmáli gagnvart Ein- ari Hákonarssyni og því síður Kjart- ani Guðjónssyni. En hann hefur síður þann háttinn á að vera í þjónustu meintra vina sinna um einslitan áróð- Eitthvert yfirgengilegt óðagot hefur verið á ■> Kjartani nýkomnum úr sólinni og þýða blænum á Kanarí, segir Bragi — — Asgeirsson í svari sínu til hans. ur fyrir list þeirra, gamalla nemenda né samstarfsmanna á vinnustöðum. Það er eina tregðulögmálið sem hægt er að saka hann um og hefur ekki alltaf mæist vel fyrir, né komið hon- um vel. Félagamir geta þó naumast kvartað út af rýni minni í tímans rás, en í sýningahaldi hafa þeir sem aðrir verið mistækir. Nýleg skrif mín um Listaskálann og hið afar virðing- arverða framtak Einars ættu að taka af allan vafa. Hef þó fengið hnipping- ar frá einstökum úr hinu liðinu sem Kjartan mætti frekar beina spjótum sínum að. Hannes Sigurðsson var líka undir smásjá af sama liði fyrir að heija Sjónþing sín á málaranum Braga Ásgeirssyni, þrátt fyrir að það hafí trúlega verið íjölmennasta sjón- þing sinnar tegundar sem haldið hef- ur verið hér frá upphafí vega og öll seinni þing hafa dregið dám af. Tók mér lengi fyrirhugað frí, sem ég notaði öðru fremur til að skoða stórsýningu í Berlín, sem ég átti brýnt erindi á og var að ljúka. Er eina ástæðan til að skrif mín um * Einar komu fullseint og svo áttu skrifin að birtast fyrir helgi en ekki á þriðjudegi en er ekki við mig að sakast. Tvær vikur voru þá eftir af sýningartímanum og hvernig gat nokkrum undir himinhvelfingunni dottið í hug að hann yrði styttur um viku vegna þess að sýningarstjóri næstu framkvæmdar þurfti að flýta sér í bókaðan sólarbakstur? Slíkt er yfirleitt ekki venjan og eru hér marg- ir grallaralausir. Kjartani er mjög í mun að koma að aðdáun sinni á þrælstöðluðu upp- hengingarkerfí, sem meinlætafólk úr Septembersýningarhópnum kom á og syndu fyrir vikið í nær tómum sölum. Agengni þeirra var svo mikil á sam- sýningum heima og erlendis um langt árabil að það er ljótur blettur á ís- lenzku sýningarhaldi og hollast að hafa sem fæst orð um á opinberum vettvangi. Kom ég í veg fyrir öll slík meint forréttindi um bestu veggina Bragi Ásgeirsson og sérþjónustu er ég var í forsvari sýningarnefndar um tveggja ára skeið, með því að taka saman reglu- gerð, samda upp úr alþjóðlegum staðli um framkvæmd slíkra. Var ekki of vel séð af sumum en gjör- breytti stöðunni um viðgang Haust- sýninganna eins og ein- hvetjir muna vonandi. Hver einasti maður sem tekur þátt í slíkum sýn- ingum þar sem dóm- nefnd velur úr aðsend- um verkum, verður að nálgast slíka pappíra, útfylla þá samvisku- samlega og láta nafn sitt undir. Einnig eru listhús erlendis með sín- ar lágmarksreglur um upplýsingar um sýnend- ur og vei þeim sem bijóta þær. Enginn er hér að biðja um ævisög- ur, en örstutt kynning á viðkomandi, upplýs- ingar um efni og ártal, er einungis sjálfsögð lágmarksþjón- usta og kurteisi við sýningargesti. Þetta er einkum nauðsynlegt þegar svo _er komið, að ungir á lokaári í MHÍ eru sagðir hafa verið svo „vel“ upplýstir í íslenzkri sjónlistarsögu nú í vor, að enginn kannast við prófdóm- arann, sem var málarinn Jóhannes Jóhannesson! Svo fer einnig fyrir Kjartani og okkur öllum ef ekki verð- ur gerð breyting á óheillaþróun innan skólans sem ég barðist gegn og var því settur til hliðar og þekkir Kjartan hér vel til mála, einnig hvetjir grófu undan stöðu minni og áhrifum. Þá getur Kjartan fengið það upp- lýst hjá fisksalanum sínum, að ný ýsa verður ekki gömul af því að flytj- ast milli herjtergja og þannig síður hægt að tala um gamlar myndir, þegar í hlut eiga nýleg skilirí undan pentskúfum gerenda þótt sýnd hafa verið áður. Kjartan staðfestir þetta um sumar myndir Péturs Gauts, minnist ekki á Gunnar Karlsson, en ber til baka að myndir Soffíu séu „gamlar" eða hafí verið sýndar áður, en hér munu málverkasalar Kjartans sjálfs í listhúsinu Fold fúsir að fræða hann betur um. Þá er sá háttur und- arlegur, að taka gjald af fólki fyrir að betja það augum sem það hefur nýverið skoðað áður án ijárútláta. Klaufalegt af Kjartani, að ekki sé fastar að orði kveðið, að draga inn í skrif sín örfáar h'nur um upplífg- andi framtak gistiheimilisins á bökk- um Varmár, sem myndlistarmönnum kemur einmitt mikið við. Hagur okk- ar væri blómlegri ef fleiri drægu hér dám af. Þá var mér tjáð, að myndir hins ágæta Iistamanns, Magnúsar Kjartanssonar, í ganginum,_ hefðu ekki verið sýndar áður á íslandi, minnist þess ei heldur. Má svo enn einu sinni vísa til og minna á, að uppsetning pistla minna á síður blaðs- ins er annarra verk og var ekki alveg í samræmi við skrifín að þessu sinni. Rétt er, að ég hef haldið fram ýmsum nýyrðum í skrifum mínum, sem svo hafa fest í málinu eins og listhús, sjónlistir, sjónmenntir (sbr. bókmenntir) núlistir og gerandi í stað höfundur, þar sem mér finnst það full bókmenntalegt. Orðið listsp- íra er tekið úr erlendum umfjöllunum um listir og á vel við í sumum tilvik- um, og gæti Kjartan sannfærst um það ef hann tæki með sér erlent les- efni um listir næst þegar hann fer í sólina. Helst er ég fráhverfur því, að taka upp þá siðfræði prakkara og hrekkja- lóma á ritvellinum, að fara út fyrir málefnið og veitast að persónu og list þeirra sem ég deili við í skrifum mínum, tel fokið í flest skjól um haldbær rök þegar menn þurfa á slíku að halda. Hef svo ekki fleiri orð hér um. Höfundur er listmálari og myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Fj órðungssj úkrahúsið á Akureyri og framtíð þess STJÓRN Fjórðungs- sjúkrahússins á Akur- eyri hefur komið á framfæri við stjórnvöld, sveitarstjórnir og flöl- miðla þeirri staðreynd að rekstrarhalli varð á rekstri sjúkrahússins á síðasta ári sem nam tæpum 14 milljónum króna og að í ár stefnir í að rekstrarhalli verði um 6-7 milljónir á mánuði, ef rekstrar- framlög fást ekki end- urmetin. Mikilvægt er að fjárveitingavaldið standi þannig að málum að nauðsynlegar leið- réttingar verði gerðar á framlögaint til sjúkrahússins svo það geti með eðlilegum hætti þjónað íbú- um þessa svæðis. Hér er um gríðar- legt hagsmunamál að ræða fyrir íbúa þessa landshluta. Auknar kröfur landsmanna til góðrar heilbrigðisþjónustu verða stjórnvöld að leysa með þeim hætti að horft sé á rekstur sjúkrahúsa sem hluta úrlausnar en ekki sem vanda- máls. Því miður hefur umræðan á stundum einkennst af því síð- arnefnda. Við gerum okkur þó öll ljóst að takmörkuðum fjármunum verður að vetja af skynsemi. Það þarf hins vegar að viðurkenna ákveðna þætti í breyttri heilbrigðis- þjónustu og ganga til lausnar, sem ekki getur sífellt falist í endurskoðun einstakra rekstrarþátta, eða hinni svokölluðu hagræðingu. Stefnan í heilbrigðismálum hlýtur að snúast um mun viðameiri þætti. Þegar stefna er mörkuð og skýrð verður öll framkvæmdin auðveldari. Þegar horft er til hlutverks Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri eins og það er skilgreint er verkefni þess ljóst hvað varðar hlut- verk þess sem héraðs- sjúkrahúss fyrir Akur- eyri og nærsveitir, sem sérgreinasjúkrahús fyr- ir Norður- og Austur- land og sem aðalvara- sjúkrahús fyrir allt landið. Málið verður hins vegar flóknara þegar horft er til þess á hvern hátt þessi stefna er framkvæmd í raun. Ef takmarkaðar fjárveitingar fást til að sinna fyrstu tveim þátt- um málsins, hvað verð- ur þá um hlutverk þess sem aðalvarasjúkra- húss landsins? Þegar horft er til talna úr starf- semi sjúkrahússins á liðnum árum er ljóst að verulegar breytingar hafa átt sér stað. Aukning er nánast á öllum sviðum, svo skiptir tugum pró- senta milli ára. Þetta er framkvæmt án þess að til hafi komið hlutfallsleg- ar breytingar á útgjöldum. Útgjöld hafa að vísu vaxið en ekki í neinu samræmi við þjónustuna. Þó saman- burður í tölum segi ekki allt hefur verið sýnt fram á það að kostnaður á sjúkling og kostnaður á legudag er verulega lægri nú en var. Sértekj- ur hafa vaxið nokkuð, sem kemur til af auknum rannsóknum og kostn- aðarhlutdeild sjúklinga. Ákveðið var að heíja nýbyggingu við sjúkrahúsið, sem nú er upp- steypt. Sú stefnumörkun fól í sér ákvörðun stjórnvalda um að bæta m.a. aðstöðu barnadeildar og sjá sjúkrahúsinu fyrir húsnæði til að mæta vaxandi þörfum. Barnadeild mun væntanlega flytja í þessa nýju byggingu á næsta ári. Fjárveitingar verða að gera ráð fyrir þeim aukna kostnaði sem af slíkri breytingu leið- Horfa verður raunsætt á framtíðarhlutverk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Sigurður J. Sigurðsson bendir á að hlutverk þess sem héraðssjúkrahúss fari vaxandi. ir. Strípaðar stöðuheimildir sem veittar hafa verið, hljóta t.d. að leiða til tiifærslu fjármuna frá öðrum rekstrarþáttum eða hallareksturs. Að undanförnu hefur framtíð sjúkrahúsa á landsbyggðinni verið til skoðunar. Jafnframt hefur fram- tíð stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík verið í endurmati. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri hefur þá sérstöðu að vera þarna í milli með sitt hlut- verk og sérstöðu. Það er brýnt að hlutverk þess í heilbrigðisþjónustu verði markað með þeim hætti að hér sé til staðar öflug sérgreinaþjónusta fyrir ákveðin landsvæði og aðstaða í samræmi við það. Hlutverk þess sem héraðssjúkrahúss fer líka vax- andi. Framtíð byggðar í landinu öllu felst meðal annars í því að öflug heilbrigðisþjónusta verði til staðar víðar en í Reykjavík. Horfa verður því raunsætt á fram- tíðarhlutverk sjúkrahússins. Fjár- muni þarf til að hægt sé að veita nútíma heilbrigðisþjónustu og opna möguleika til eðlilegrar þróunar í samræmi við nýjungar á sviði hjúkr- unar og lækninga. Höfundur er bæjarfuhtrúi á Akureyri. Sigurður J. Sigurðsson Lygilegir kennarasamningar í SKÓLANUM er ein starfsstétt sem allt velt- ur á. Hlutverk allra ann- arra starfsmanna skóla, skólanefnda, fræðs- luráða og ráðuneyta á að sjálfsögðu að vera að aðstoða hana. Svo lengi sem húsið heldur vatni getur kennarinn hjálpað nemandanum að tileinka sér námsefni og margvísleg menning- argildi. Vilji menn bæta skóla er auðvitað aðeins ein leið. Hún er sú að létta af kennaranum óviðkomandi verkefnum svo hann geti einbeitt sér að kennslunni. Ef kennslunni hnignar koma sími og viðtalsherbergi, bæjarstjórar og ráð- herrar að engu gagni. Góður er að- eins sá skóli sem hefur góða kennara. I júní gengu stjórnir kennarafé- laganna frá nýjum kjarasamningi við ríkið fyrir framhaldsskólann þar sem öllum fyrri gildum er steypt á hvolf. Útkoman er LÆGRI laun og AUKIN kennsluskylda. Annaðhvort hafa fyrirsvarsmenn kennara ekki skilið hvað þeir voru að semja um eða þeim hefur þótt kominn tími til að taka höndum saman við ríkið og klekkja duglega á félagsmönnum sínum. Mjög var þá hvíslað í vindinn að útgjöld ríkisins myndu stóraukast en nú er komið á daginn að það verður ekki vegna bættra kjara kennara. Almenn kennaralaun hafa hækkað um tæplega 8% sem er svipað og hjá öðrum. Ef til vill er þessi hækkun einu eða tveimur prósentum meiri en einhverra annarra og væri mér eink- ar kært að mega vísa greiðslu þeirra írá mér til þeirra - ef ég aðeins gæti fengið kjör gamla kjarasamningsins. Þó tekur út yfir allan þjófa- bálk þegar nefndir eru kennarar sem orðnir eru 55 ára. Af þeim hefur endanlega verið stolið þeirri lækkun vinnu- skyldu sem Brynjólfur ráðherra Bjarnason með semingi féllst á að skila þeim eftir að hafa AUK- IÐ kennsluskylduna þegar hann komst til valda. Þessir kennarar höfðu unnið aukna kennsluskyldu svo lengi að þeir voru búnir að vinna lækkun- ina af sér. Öll orðaleikfimi um að kennsluskyldulækkunin hafi aðeins átt að gilda um kennsluna sjálfa er tilhæfulaus eins og alltaf hefur verið staðfest í fyrri kjarasamningum. Þrettándi mánuðurinn Til eru stéttarfélög sem hafa náð því fram að félagsmenn þeirra fá greiddan meiri tíma en þeir vinna svo sem óunna yfirvinnu eða jafnvel þrettánda mánuð ársins. Kennarafé- lögin hafa bætt um betur. Þau hafa bæði tvö samið um að binda fram- haldsskólakennara til vinnu þrett- ánda mánuðinn án þess að fá greitt fyrir! Ef einhver neitar má lengja á honum kennsluskylduna! Kennarinn skal áfram vinna allt sem fylgir kennsluskyldunni en til viðbótar skal hann nú vinna ýmisleg ritarastörf í 130 klst. á ári eða tæp- lega heilan mánuð! Að hugsa sér! Þegar þessi niðurstaða er loksins Gísli Ólafur Pétursson kynnt núna við upphaf kennslu kem- ur í ljós að þetta er allt einn reiknik- únstaleikur sem samningameistarar ríkisins hafa dregið upp úr töfra- hatti sínum og auðveldlega reiknað börn í forystu beggja kennarafélag- anna að hætti Sölva Helgasonar. Grunnskólakennarar! Hjálp! Ef fram fer sem horfir gengur þetta yfir framhaldsskólann. Þá er það stríðið tapað ef ekki verður upp- reisn. Þá er grunnskólinn það vígið sem eftir er. Ef fram fer sem horfir gengur þetta yfir fram- haldsskóiann. Gísli Olafur Pétursson telur að þá sé það stríðið tapað ef ekki verður uppreisn. Grunnskólakennarar! Látið forystu kennarafélaganna aldrei komast upp með það að víkja frá kennsluskyld- unni sem grunni kennslustarfsins. Látið þá aldrei komast upp með það að skylda kennara til ritarastarfa. Takið eftir því að öll þessi önnur störf, sem nú á að skreyta skólana með, eru þeirrar gerðar að til þeirra þarf ekki kennara frekar en lækna þarf til að sinna hjúkrun. I nýjum lögum er gert ráð fyrir að vinna slík störf og því er sjálfsagt að ráða til þess skrifstofufólk. Athugið að felldur kjarasamning- ur merkir ekki ákvörðun um að fara í verkfall. Gamli samningurinn gildir uns nýr hefur verið gerður. Þess vegna er aldrei nauðsynlegt að gera samning sem er verri en sá sem er í gildi. Höfundur er framhaldsskólakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.