Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 25 tmt ,007000 iVið uPWlÍPð5 Stuðlar kærunefnd jafn- réttísmála að jafnréttí? Vildís K. Guðmundsson LÖG nr. 28 frá 1991 um jafna stöðu kvenna og karla og Jafnréttis- ráð eru mjög skýr varð- andi það að óheimilt sé að mismuna eftir kyn- ferði við veitingu í stöðu. Þau skulu eink- um stuðla að bættum hag kvenna í þjóðfélag- inu. Samkvæmt lögun- um skipar félagsmála- ráðherra þijá menn í svokallaða kærunefnd jafnréttismála, einn án tilnefningar og tvo samkvæmt tilnefningu hæstaréttar. Verkefni nefndarinnar er að taka við ábendingum um brot á lögunum, rannsaka mál og senda að rannsókn lokinni niðurstöður til þeirra aðila sem málið varðar. Kærunefndinni var augljóslega ætlað að veita at- vinnurekendum og ríkisvaldi aðhald og reyna að stuðla að jafnrétti kynja við stöðuveitingar. Ekki er til nein reglugerð um starfsemi nefndarinn- ar þótt gert sé ráð fyrir henni í lög- unum og hefur nefndin sjálf mótað sér starfsreglur. Aðilar með áþekkt hlutverk og kærunefnd jafnréttis- mála á öðrum sviðum eru t.d. um- boðsmaður alþingis, umboðsmaður bama og félagsdómur. Vinnuum- hverfí kærunefndarinnar er hins vegar mjög frábrugðið vinnuum- hverfí þessara aðila þar sem félags- málráðherra skipar nefndina, greiðir henni nefndarlaun og skrifstofa jafnréttismála sem þjónar nefndinni og Jafnréttisráði er ríkisstofnun sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Ljóst er að tengsl við pólitískt ráðu- neyti gerir nefndina og einkum skrif- stofu jafnréttismála ekki eins óháða og sjálfstæða aðila og æskilegt væri. Þetta á augljóslega einkum við í málum þar sem ríkisvaldið sjálft er annar aðilinn. Vinnubrögð kæruefndar jafnrétt- ismála á síðari árum hafa oft verið gagnrýniverð og vakið upp grun- semdir um að pólitískur þrýstingur eða hagsmunatengsl innan stjórn- kerfisins hefðu áhrif á störf henn- ar. í nýlegu máli sem nefndin af- greiddi vék formaður nefndarinnar, kona, sæti án nokkurra vanhæfis- ástæðna strax í upphafi umfjöllunar nefndarinnar og án trúverðugra skýringa. Tveim vikum áður en úrskurður var kveðinn upp í því máli, eftir sjö mánaða umfjöllun og að lokinni allri gagnaöflun og munnlegum málflutningi, var skip- aður nýr maður (karl tengdur fé- lagsmálaráðherra flokksböndum) í nefndina. Gekk þessi maður inn í gerð úrskurðarins og voru mótmæli lögmanna konunnar ekki tekin til greina. Úrskurður kærunefndar var að ekki hefði verið um brot á jafn- réttislögum að ræða. „Röksemdin", sem úrskurðurinn byggðist einkum á, var sá að karlinn, sem stöðuna hlaut, hafi haft „meiri þekkingu á þeim skipulagsbreytingum sem ver- ið var að koma á“ á viðkomandi ríkisstofnun. í öðru máli sem afgreitt var fyr- ir nokkru ríkisvaldinu í hag vék hins vegar öll nefndin vegna van- hæfis eins nefndarmanns og ný nefnd var skipuð. „Röksemdin“, sem þá var byggt á, var: að „vegna sérstöðu starfsins hafi átt að vera nokkuð meira svigrúm til vals á starfsmanni heldur en um fastmót- aða stöðu hefði verið að ræða“. Þessi huglægu rök og ýmislegt fleira, sem kærunefnd jafnréttis- mála hefur byggt á í úrskurðum sínum, bera þess glöggt vitni að lögin um jafna stöðu karla og kvenna hafa tæplega verið höfð að leiðarljósi. Nefndin byggir úrskurði sína á huglægum rökum, sem sýn- ast andstæð tilgangi og markmiði jafnréttislaga. Fyrr- greind dæmi snerust um háar stöður innan ríkiskerfisins og úr- skurður um brot á jafn- réttislögum hefðu komið háttsettum emb- ættismönnum og/eða ráðherrum illa. Erfitt er að sanna að ákveðin niðurstaða hafi verið pöntuð fyrirfram, sem kerfinu var þóknanleg. Sá grunur læðist þó óneitanlega að þegar framvinda, vinnubrögð og niðurstaða þessara mála og fleiri sambæri- legra er skoðuð. Hafa ekki stjórnvöld kippt i spotta og búið til þæga nefnd til að kveða upp úrskurð þóknanlegan ríkisvald- inu? Með slíkum vinnubrögðum mótar kærunefnd jafnréttismála „reglu“ Starfsemi kærunefndar jafnréttismála hefur verið að snúast upp í andhverfu sína, segir Vildís K. Guðmunds- son, og nefndin „er orð- in varðhundur kerfísins í stað þess að vernda hagsmuni einstaklings- ins gegn kerfinu“. sem veitir stjórnendum tækifæri til að sniðganga jafnréttislög með því einfaldlega að skilgreina stöður þröngt eða að veita þeim mönnum, sem þeir óska að ráða í stöður, betri aðgang að upplýsingum um viðkomandi stofnanir og áform þeirra. Lög um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla verða mark- laus ef slíkar forsendur eru teknar gildar. Vandséð er hvernig konur eiga sér uppreisnar von innan stofn- ana ríkisins sé unnt að búa til ramma fyrirfram sem hentar krón- prinsum ráðherra eða ríkisforstjóra, sem stöðurnar veita. Það er einnig sérkennilegt og ekki sérlega trúverðugt að núver- andi formaður kærunefndarinnar (karl) var aðili að einu umdeildasta máli kærunefndarinnar á síðari árum. Ætla mætti að unnt væri að finna til setu í nefndinni hæfa ein- staklinga, sem ekki hafa tengst persónulega deilumálum hjá sömu nefnd. Á síðari árum hefur rekstur mála fyrir kærunefndinni orðið æ viða- meiri. Nefndin og skrifstofa jafn- réttismála hafa sjálf mótað vinnu- brögð sín við rannsókn kærumála og virðist málareksturinn verða æ ÞAK-0G VEGGKLÆONINGAR þyngri í vöfum og dýrari. Þannig ráðleggur framkvæmdastjóri skrif- stofu jafnréttismála kærendum að leita lögfræðiaðstoðar við vinnslu greinargerða og annan málarekstur fyrir nefndinni. Úrskurðir kæru- nefndar hafa hins vegar enga laga- lega þýðingu og hún hefur ekki aðra möguleika á að framfylgja áliti sínu en tilmæli. Verður ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að gera málarekstur fyrir nefndinni eins umfangsmikinn og dýran og hann er nú orðinn bæði fyrir ein- staklinga og skattgreiðendur, nema ef vera skyldi hærri nefndarlaun í vasa kærunefndarmanna. Þvert ofan í það sem upprunalega var tilgangur kærunefndar jafnrétt- ismála hafa kærendur verulegan kostnað af rekstri mála fyrir nefnd- inni, þar sem með núverandi fyrir- komulagi er lögmannsaðstoð nauð- synleg. Þar er einnig um verulega mismunun á milli aðila að ræða og ekki jafnrétti, þar sem brotaþolar verða sjálfir að kosta málarekstur sinn en ríkið greiðir að sjálfsögðu lögfræðikostnað þeirra forstjóra sinna sem brjóta lögin. Einungis þrjú mál sem byggjast á broti á jafnréttislögum hafa hing- að til fengið fullnaðarafgreiðslu fyr- ir dómstólum. Það hversu þungt, seinlegt og dýrt er að fá úrskurð kærunefndar virkar hamlandi á að fleiri mál fái raunverulegan úr- skurð, þ.e. fari fyrir dómstóla. Heimildarákvæði er í lögunum um að kærunefnd geti höfðað mál fyrir hönd brotaþola í samráði við hann. Þetta ákvæði hefur nefndin sjaldan nýtt sér þó úrskurður hafí verið konunni í hag. Einnig er ljóst að með neikvæðum úrskurði kæru- nefndar er hætt við að mörg mál stoppi þar sem brotaþolar leggja ekki í dýr málaferli á eigin kostnað og hafa einnig oft fengið nóg af því stappi sem málarekstri fyrir kærunefnd fylgir. Mjög æskilegt er að fá dómsúr- skurð í fleiri slíkum málum til að skapa fordæmi og skerpa réttar- stöðu. Verði ekki látið reyna á slík mál fyrir dómstólum er hætta á að úrskurðir kærunefndar jafnréttis- mála fari að hafa fordæmisgildi, þótt mjög fjarri sé að nefndin hafí sömu stöðu og dómstólar, þar sem hún er að hluta pólitískt skipuð og hún og starfsmenn hennar launaðir af félagsmálaráðuneytinu. Þar sem starfsemi kærunefndar jafnréttismála hefur verið að snúast upp í andhverfu sína og hún er orðinn varðhundur kerfisins í stað þess að vemda hagsmuni einstakl- ingsins, einkum kvenna, gegn kerf- inu er kominn tími til að leita nýrra leiða til að stuðla að því að jafnrétt- islögum sé framfylgt. Þeim 25 m. kr., sem varið er árlega til skrif- stofu jafnréttismála, væri líklega betur varið á annan hátt í þágu þessa málaflokks. Þannig mætti veija þeim fjármunum sem nú renna til starfsemi kærunefndar til greiðslu málareksturs fyrir dóm- stólum að undangenginni ódýrri forathugun óháðs aðila eins og umboðsmanns alþingis með jafn- rétti að tilgangi. Höfundur er verzlunarmaður. ÍSVA\L-EJOÍ<GA\ Ei-IF. HÖFDABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SiMI 587 8750 - FAX 587 8751 Gotu- oq numera^krain 1515/, er komin ut Öll símanúmer í númeraröð á höfuðborgarsvæðinu Allar götur í stafrófsröð ásamt símanúmerum. Nauðsynleg bók fyrir alla sem eru með númerabirtingu á símanum sínum. Skráin er til sölu hjá pósthúsum og söludeildum Pósts og síma. kr. m.vsk. Verð aðeins 0 3t Z. j* PÓSTUR OG SIMI HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.