Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDBÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 13 U mfer ðar öry ggis átak í Borgarnesi Boi'garnesi - í sumar hafa slysa- varnakonur í Borgarnesi staðið fyrir umferðaröryggisdögum í Borgarnesi og nágrenni í samvinnu við lögregl- una og umferðaröryggisnefnd. Stilltu konurnar sér m.a. upp með sérstök varúðarskilti á stöðum norð- an Borgarness, þar sem orðið hafa alvarleg umferðarslys á liðnum árum. Sýndu vegfarendur þessu framtaki mikla athygli, að sögn slysavarnakvenna, og hægðu flestir ferðina og sumir spenntu á sig bíl- beltin um leið og þeir óku fram hjá. Þá var sett upp hraðamælingar- skilti, svokallaður hraðaviti, á nokkr- um stöðum í Borgarnesi. Á skiltinu gátu ökumenn séð á hvaða hraða þeir óku. Fram kom að full þörf var á að minna ökumenn á leyfðan há- markshraða á götum bæjarins, sér- staklega í nánd við gangbrautir. Hraðavitinn var fenginn að iáni hjá Umferðarráði og hefur hann verið settur upp víða um land. Til að gefa þessari sýnilegu öku- hraðamælingu aukið vægi var lög- reglan öðru hvoru skammt undan með sínar radarmælingar og voru nokkrir ökumenn sektaðir sem óku of hratt og tóku ekki mið af hraðavit- anum. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi hafa álíka margir verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæminu og á sama tíma í fyrra eða rúmlega 500 ökumenn. En þó að fjöldinn sé svipaður er töluvert hraðar ekið nú í sumar, að mati lögreglumanna. Fyrir nokkrum dögum var ökumaður mældur á 143 km hraða og annar á 152 km hraða, en sá sem hraðast ók í sumar mældist á 165 km hraða. Viðkomandi ökumenn voru að sjálf- sögðu sviptir ökuleyfi í kjölfar mæl- ingar. Morgunblaðið/Theodór HELGA Björk Bjarnadóttir slysavarnakona við hraða- gæslu á Borgarbraut í Borg- arnesi. SLYSAVARNAKONURNAR Áslaug Þorvaldsdóttir og Jór- unn Jónsdóttir við viðvörun- arskilti ofan Borgarness. Morgunblaðið/Sig. Fannar. FRÁ útskrift húsasmíðasveina á Suðurlandi sem fram fór á dögunum. Frá vinstri: Örlygur Karlsson, aðstoðarskólameistari F.Su., Árni Erlingsson, kennari við F.Su., Einar Magnússon, nýsveinn, Sigmund- ur Ámundason, prófmeistari, Líney Kristinsdóttir, f.h. Bents Larsen, Hilmar Björnsson, formaður meistarafélagsins, Magnús Þorbergsson, prófdómari, og Ármann Ægir Magnússon, formaður Sunniðnar. Útskrift húsasmíðasveina Selfossi - Þrír sveinar í húsa- smíði útskrifuðust frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands nú í haust. Sveinarnir heita Einar Magnússon, Bent Larsen Fróðason og Ingvar Guðni Brynjólfsson. Þeir eru allir frá Selfossi. Það var Sigmundur Ámundason, prófameistari, sem afhenti sveinsbréfin. Það kom fram í máli Ármanns Ægis Magnússonar, formanns Sunniðnar, sem er félag bygg- ingarmanna á Suðurlandi, að iðngreinar eigi undir högg að sækja í dag. Armann talaði um mikilvægi endurmenntunar og hann kom einnig inn á félags- mál byggingarmanna og mikil- vægi þess að vera skráður í stéttarfélag. Örlygur Karlsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suð- urlands, árnaði sveinunum og fjölskyldum þeirra heilla og talaði um mikilvæg tengsl skóla og atvinnulífs. 4 w Hvað táknar þetta gulldebetkort? Gull debetkort Landsbankatis táktiar traust. Með þátttöku ( Vörðunni njóta traustir viðskiptavinir betri fyrirgreiðslu °g þjónustu með gulldebetkorti. Hvað segir þetta gulldebetkort um þig? Þú ert virkur viðskiptavinur og gerir kröfu um að viðskipti þín séu metin að verðleikum. Þú ert traustsins verður. Hvað segir jþetta gulldebetkort um ba-nkatvn þinn? Landsbankinn er í viðskiptum hjá þér. Þín viðskipti eru metin að verðleikum og bankinn ábyrgist þig. Gulldebetkort Traustið er hjá þér ábyrgðiti er hjá okkur! L Landsbanki íslands Einstaklingsviðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.