Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR RAKEL ' HJÁLMARSDÓTTIR þínar var svo gott að •kyssa, Felix sagði að ég væri búinn að kyssa þig fjög- urhundruðsinnum en ég var örugglega búin að kyssa þig miklu oftar. Og svo var svo gott að halda á þér og leika við þig á gólf- inu, þú varst oft að spjalla við mann og hlæja og sýna hvað þú varst orðin dugleg og sprikla og sparka. Ég sakna þín mikið, þín systir Rut. + Rakel Hjálm- arsdóttir fædd- ist 19. júlí 1997. Hún lést 24. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hjálmar Ingv- arsson, f. 20.4. 1961, og Hulda Jónsdóttir, f. 6.2. 1961. Systkini hennar eru: Rut, f. 14.5.1986, og Felix, f. 8.3. 1990. Útför Rakelar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Rakel systir mín, þessir tveir æðislegu mánuðir sem við fengum að hafa þig voru mjög góðir. Þessar stóru bollukinnar Elsku Rakel, ég sakna þín svo mikið, þú varst svo sæt. Ég hlakkaði svo til að koma heim + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og fraenku, HULDU GUÐNÝJAR BENEDIKTSDÓTTUR, Baldurshaga, Akureyri. Guðrún Benediktsdóttir, Barði Benediktsson, Erna Guðjónsdóttir, Ebba Eggertsdóttir, Helgi Már Barðason, Anna G. Barðadóttir, Benedikt Barðason og fjölskyldur. t Við þökkum innilega öllum þeim sem sýnt hafa vináttu og samúð við fráfall KARLSJÓHANNSSONAR. Aldís Hafliðadóttir, börnin, og fjölskyldur þeirra. + Þakka auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sonar míns, SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR, Lerkihlíð 9, Sauðárkróki. Þóra Helgadóttir. >1 Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför, ÁSLAUGAR MAGNÚSDÓTTUR. Magnús Guðmundsson, Kristín J. Arndal og börn. Lokað verður í dag, þriðjudaginn 30. september frá kl. 12.00 á hádegi vegna jarðarfarar HALLDÓRS ARNARS ÞÓRÐARSONAR. Formax hf. Lokað Lokað í dag frá kl. 12 — 16 vegna jarðarfarar, ÓSKARS JÓNS- SONAR. Barnafataverslunin Krílið, Laugavegi 28. úr skólanum og hitta þig, þú varst svo skemmtileg. Þinn bróðir, Felix. í dag verður til moldar borin lítil frænka okkar, hún Rakel, eftir sitj- um við með sárt enni og spytjum af hveiju? Af hverju hún svona lítil og saklaus, aðeins tveggja mánaða hnáta? Þú varst einn gimsteina foreldra þinna og systkina og naust allrar þeirra umhyggju og ástúðar. Lífið blasti við þér. Elsku Rakel okkar, við ætlum að muna þig eins og þú varst í 85 ára afmæli langömmu þinnar hinn 7. september síðastliðinn, falleg, kát og allra hugljómi. Við ætlum að kveðja þig, litla rós- in okkar, með ljóðinu sem hann lang- afi þinn k\’addi móður sína með. Foldarinnar friður faðm þér móti breiðir, hvíl þú í friði, sofðu rótt, þig Alfaðir styður, hann allra götu greiðir, við bjóðum öll þér góða nótt. (Hannes Amason.) Við biðjum góðan guð að styrkja Hjálmar, Huldu, Rut og Felix í þeirra miklu sorg. Elsku Rakel okkar, minning þín lifir, ljós í huga okkar. Kveðja frá þínum frændsystkin- um. Guðrún, Hanna Dóra, Ólöf Fanný og Egill. Ef fuglar mínir fengju vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himinsölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. (Davíð Stefánsson) Elsku litla frænka okkar, þinn tími var ekki langur hér á meðal okkar, en þér fylgdi samt mikil gleði og hamingja. Þú sem varst svo heilbrigð og kröftug að okkur óraði ekki fyrir því að þú myndir kveðja svo_ fljótt. Á stundu sem þessari er okkur orða vant. Því er svona augasteini eins og þér ekki leyft að vaxa og dafna með foreldrum þínum og systkinum, eins og við teljum eðli- legt? En við því fást engin svör, aðeins Guð veit það. Það er okkur þó huggun að trúa því að hlutverk þitt sé stærra og veigameira á öðrum stað í faðmi Guðs. Með þessum fátæklegu orðum okkar viljum við kveðja þig, elsku Rakel. Megi ljós þitt lifa. Ástkærum bróður okkar, mág- konu og börnum vottum við okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Vilborg, Sigurður, Hild- ur, Sigfús og fjölskyldur. „Hulda, ertu búin að fæða barn- ið?“ spurði Narfi Hrafn systur mína í hvert sinn sem hann heyrði í henni. Honum fannst biðin löng. Fleiri biðu spenntir eftir þessu barni sem var svo langþráð og mikið velkomið, ekki síst stóru systkinin Rut og Felix. Þegar daman fæddist falleg og hraust, datt engum í hug að hún yrði ekki alltaf hjá okkur. Hún var sannkallað óskabarn, alltaf svo vær og góð. Svo kom áfallið, skyndilega var hún dáin, án nokkurrar viðvör- ELÍSABET LILJA LINNET + Elísabet Lilja Linnet fædd- ist á Sauðárkróki 1. nóvem- ber 1920. Hún lést í Reykjavík 8. september siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 12. september. Ég átti þijár yndislegar mágkon- ur, en nú hefur sú elsta safnast til feðra sinna eftir langvinn og erfið veikindi. Lóló, þessi geislandi lífsglaða kona sem smitaði alla nærstadda af glaðværð sinni og lífsþrótti, er öll. Mér _er minnisstætt hvað föður mínum Ólafi Magnússyni heitnum skipstjóra, þótti vænt um hana, og að sjálfsögðu var það gagnkvæmt. Hjónin, bróðir minn Svavar og El- ísabet, eignuðust fjögur mannvæn- leg börn: Guðrúnu Svövu, Kristján, Jóhann, Hlíf og Eddu, sem var ættleidd. Hjónabönd rofna sem og önnur bönd, og svo varð um þeirra Svav- ars og Elísabetar. Þau slitu sam- vistir og Lóló giftist aftur eftirlif- andi eiginmanni sínum Gunnari Dal. Lífsgangan er ekki alltaf dans á rósum. Mörg eru élin, ágjafir, boðar og sker sem ber að varast, en oft brosir lífið við manni, byr í seglin, afli góður og siglingin í höfn, þá „gæfan“ er við stjórnvölinn, ánægjuleg. Minningin um elskulega mág- konu varir til eilífðarnóns. Eftirlifandi mökum, ástvinum, öllum niðjum og venslafólki hinnar látnu votta ég samúð mína. Matthías Ólafsson. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar i símbréfi (5691115) og i tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakiing birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. H H H H H H H H H H Vl Erfidrykkjur Sími 562 0200 IIIIIIIII H H H H H H H H H H £ SJ/VÐLJ 's r \ \V^ Laugavegi40 unnar. „Ég var búin að halda svo lítið á henni,“ sagði Erla Sóldís. En tíminn sem við fengum með henni varð ekki lengri. Við biðjum Guð að geyma Rakel litlu og veita Huldu, Hjálmari, Rut og Felix styrk í sorg sinni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar, jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara.“ (Úr Spámanninum.) Anna Guðrún og fjölskylda. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblað- inu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.