Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 33 'r MINNIIMGAR RAGNHEIÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR + Ragnheiður G. Guðmundsdótt- ir fæddist í Hafnar- firði 10. ágúst 1928. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 11. janúar 1899, d. 12. desember 1974, og Guðmundur Þ. Magnússon, kaup- maður, f. 26. okt. 1900, d. 25. apríl 1979. Systkini hennar voru Guðbjörg, f. 25. sept. 1922, Sig- urður f. 30. nóv. 1923, Jón M., f. 20. jan. 1926, látinn, Krislján, f. 14. apríl 1927, hálfsystir sam- feðra Unnur Breiðfjörð, f. 7. sept. 1941. Fyrri maður Ragn- heiðar var Matthías Þ. Guð- mundsson með honum eign- aðist hún tvö börn. 1) Magnús, f. 7. júlí 1946, var kvæntur Sig- rúnu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru Brynja f. 1969, Magnús Rúnar, f. 1973, og eitt barnabarn Arnar, f. 1989. 2) Ragnheiður, f. 28. nóv. 1947, maki Guðmundur Brandsson, börn þeirra eru: Matthías, f. CrfiscJrykkjur M Veitingohú/ið GAn-mn Síllli 555-4477 1965, d. 1992, Guð- mundur Ragnar, f. 1967, Ragnheiður Björg, f. 1971, Ægir Örn, f. 1974, Örvar Þór, f. 1977. Bama- böm: Sara, f. 1990, Guðmundur Ileiðar, f. 1991, Inga Björk, f. 1994. Seinni mað- ur Ragnheiðar Ósk- ar J. Sigurðsson, f. 2. febr. 1921 í Vest- mannaeyjum. Þau giftust 1. jan. 1952. Börn þeirra eru: 1) Björg Sigríður, f. 27. júlí 1954, var gift Birai Jóns- syni. Börn þeirra em: Auður Ragnheiður, f. 1972, Þóra Perla, f. 1976, Óskar, f. 1978, barnaböm Leifur, f. 1991, Björn Axel, f. 1994, Arnór, f. 1996. 2) Guðmundur Óskar, kvæntur Ágústu Sigurðardóttir börn þeirra em: Iris Ósk, f. 1983, Óskar Jón, f. 1986, Aron Heiðar, f. 1991. Fósturdóttir Guðmundar er Guðrún Anna, f. 1981. Ragnheiður vann við verslunarstörf um árabil. Útför Ragnheiðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég ferðast og veit, hvert för mín stefnir á, ég fer til Guðs himnesku landa, ég fer, uns ég verð mínum frelsara hjá og framar ei skilnaðarsorgin má né annað neitt ástvinum granda. Ég lifi nú þegar Drottni i dag, ég dey, svo að erfi ég lífíð, ég ferðast mót eilífum unaðarhag. Hví er þá min sál ei með gleðibrag? Ég á þegar eilífa lífíð. (Stef. Thor.) í dag er til moldar borin elskuleg frænka mín, Ragnheiður Guð- mundsdóttir, sem ég nefndi alltaf „Bússý Frænka“. Frænka með stór- um staf. Það snart mig djúpt, að sjá þessa myndarlegu og elskulegu konu, þar sem ég sat við sjúkrabeð hennar, biðja mig um hjálp, fyrirbæn, er hún var orðin fársjúk og kvalin, daginn áður en hún dó. Sársaukann gat ég séð á andliti hennar en aug- un voru full af tárum. Aldrei áður hafði ég heyrt hana kvarta um sárs- auka, þó að oft hafi verið ærið til- efni til á undanfömum árum eftir að heilsan fór að láta undan. Þessi kona, sem var alltaf eins og klettur f lífi mínu. Ég gat alltaf leitað til hennar í raunum mínum, nú leitaði hún til mín. Ég minnist þess fyrir tuttugu og átta árum, við veikindi og fráfall móður minnar og okkar systkin- anna, þá gaf hún okkur allan sinn tíma. Hún var komin á morgnana, áður en við vöknuðum og fór seint á kvöldin heim til sín. Þetta sýndi hve hjarta hennar var stórt. Þó að hún ætti sjálf börn, eiginmann og heimili, þá tók hún sér frí frá vinnu og gaf sig alla í að hlúa að okkur, systkinunum sex. Hún fann og vissi hve missir okkar var mikill. Aftur seinna er pabbi, bróðir hennar, dó, reyndist hún haldreipið mitt. Éftir þetta tengdumst við, ég og Bússý Frænka trúnaðarböndum. Oft var það er ég hugsaði til hennar, þá hringdi síminn, þá var Bússý frænka í símanum. Henni fannst að hún þyrfti alltaf að fýlgjast með okkur þannig að mjög sterk tengsl mynduðust með okkur. Hjarta hennar var stórt, hún var gestrisin og góð heim að sækja. Fagurkeri mikill, heimili hennar bar alla tíð vott um hve fáguð og smekk- leg hún var í einu og öllu. Enda var hún ákaflega handlagin. Hún vann í Vogue í gamla daga og var því vön að handfjatla efnin. Ekki var komið að tómum kofunum ef vant- aði leiðsögn við saumaskapinn. Hún talaði alltaf tæpitungulaust við mig. Hún var alltaf heil. Þess vegna var svo gott að leita til henn- ar. Það var alveg sama með hvað ég leitaði til hennar, hvort sem ég ætlaði að fara að kaupa efni, halda veislu eða annað. Hvort sem hún var í margmenni eða við tvær sátum yfir kaffibolla, var hún alltaf mjög orðheppin, hrókur alls fagnaðar. Það var gott að hlæja með henni. Hún var létt, kát og ung í anda. Hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja frá bemsku sinni, sem yljaði mér um hjartarætumar. Hún var sjóður minninga um uppvaxtarár hennar, pabba, systkina þeirra, afa og ömmu í Hafnarfirði. Gott var að hlusta á hana fræða mig um ætt mína. Oft sátum við og rifjuðum upp m.a. sumarferðir fjölskyldunn- ar, afmæli og jólaboðin hjá afa og ömmu á Hellisgötu 16. Alltaf var það tilhlökkunarefni, þegar von var á henni á hárgreiðslu- stofuna. Það geislaði af henni. Hún var svo hress og kát og hreif alla með sér, bæði starfsstúlkur og við- skiptavini. Hún kom alltaf færandi hendi. Kom með eitthvað sem hún vissi að gladdi stúlkurnar hennar á stofunni, t.d. sætabrauð. Það verður sárt til þess að hugsa að Bússý Frænka hvorki hringir né kemur á fund okkar hér. Elsku frænka, ég þakka þér sam- fylgdina og hugulsemina í minn garð. Ég efast ekki um að við hitt- umst aftur, heima hjá Drottni. Hún var trúuð kona, lét sér annt um hagi annarra í fjölskyldunni minni er fundum okkar bar saman. Elsku Óskar og fjölskylda, góður Guð blessi minninguna um yndis- lega konu og gefi ykkur styrk í sorginni. Helga Jónsdóttir. t HJÖRLEIFUR SVEINSSON frá Skálholti, Vestmannaeyjum, andaðist í Hraunbúðum aðfaranótt mánu- dagsins 29. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hins látna. t RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR frá Valadal, Skagafirði, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju laugar- daginn 4. október kl. 15.00. Jarðsett verður f Víðimýrarkirkjugarði. Kveðjustund verður í Háteigskirkju fimmtu- daginn 2. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, sími 587 8388., Gissur Jónsson, Valdís Gissurardóttir, Jón Gissurarson, Friðrik Gissurarson, Kristján Gissurarson, Stefán Gissurarson, Þórarinn Marteinn Friðjónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN ÁGÚSTA GEIRSDÓTTIR, Leifsstöðum, Austur-Landeyjum andaðist á dvalarheimilinu Lundi, föstudaginn 26. september. Fyrir hönd aðstandenda, börnin. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSTA KRISTRÚN SKÚLADÓTTIR frá Stykkishólmi, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. september síðastliðinn. Lovísa Kristjánsdóttir, Kristján Mimisson, Sunna Mímisdóttir, Mímir Arnórsson, Zulema Sullca-Porta, Kári Mímisson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON, Langholtsvegi 167, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. október kl. 13.30. Unnur Steingrímsdóttir, Benedikt Steinar Steingrímsson, Eggert Steingrímsson, Herdís Steingrímsdóttir, Steinunn Steingrímsdóttir, Steinunn Margrét Steingrímsdóttir, Einar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Júlía Ásmundsdóttir, David Gillard, Bergsveinn Þór Gylfason, t Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur, mágkonu og tengdadóttur, DAGRÚNAR HELGU HAUKSDÓTTUR, Hlíðarhjalla 63, Kópavogi, fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 1. október kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á heima- hlynningu krabbameinsfélagsins. Bergþór Bjarnason, Sigrún Steinsdóttir, Vignir Bragi Hauksson, Gislfna Vilhjálmsdóttir, Andri Már Bergþórsson, Haukur Harðarson, Þóra Valgerður Jónsdóttir, Bjarni Sæmundsson. ■H* t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns mfns, föður, sonar, bróður, tengdasonar og mágs, JÓNS FREYS SNORRASONAR, Skógarási 2, Reykjavík. Huglægar þakkir þakkir sendum við öllum þeim, er stóðu að og aðstoðuðu við björgunaraðgerðir. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Huld Þórðardóttir. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUNNÞÓRUNNAR ERLINGSDÓTTUR, Bólstaðarhlfð 41, Reykjavfk, sem lést 12. september síðastliðinn. Kristfn Rygg, Olav Rygg, Hafdís Einarsdóttir, Jón Ármann Jakobsson, Elfas Einarsson, Ólöf Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.