Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Opið hús hjá Rafveitu Akureyrar
í tilefni 75 ára afmælis
Stefnt að frek-
ari verðlækkun
RAFVEITA Akureyrar er 75 ára í
dag, 30. september. Af þvi tilefni
verður opið hús í húsakynnum veit-
unnar við Þórsstíg frá kl. 9 til 19.
Þar verður sett upp sögusýning,
haldin fræðsluerindi og boðið upp á
veitingar. Erindin ei-u ætluð al-
menningi og er það fyrsta um gjald-
skrá Rafveitunnar og hefst kl.
16.30, þá verður fjallað um raforku-
notkun heimilistækja kl. 17 og hálf-
tíma síðar verður fjallað um hættur
af völdum rafmagnstækja. Síðasta
erindið fjallar um rafsegulsvið og
hefst það í fundarsal veitunnar kl.
18.
Notkun úr 100 kWh
í 9.700 kWh á ári á bæjarbúa
Rafveita Akureyrar er með elstu
rafveitum landsins. Glerárstöð var
tekin í notkun og rafmagni hleypt á
bæjarkerfíð 30. september 1922. í
upphafí voru notaðar um 100 kWh
af raforku á hvem bæjarbúa, en
notkun fór vaxandi og árið 1939 var
rafmagni hleypt á línuna frá Laxár-
virkjun sem notuð hefur verið allar
götur síðan. Nú eru notaðar um
9.700 kWh af raforku á hvem bæj-
arbúa á ári.
Svanbjörn Sigurðsson rafveitu-
stjóri sagði að áður en hitaveita
kom til sögunnar hafi um 60% af
heildarsölu rafveitunnar verið
vegna húshitunar, en hlutfallið sé
nú komið niður í 5%. Svanbjörn
sagði að reynt hafí verið í kjölfarið
að finna nýjan markað til að koma í
veg fyrir tekjutap og hækkun á
gjaldskrá. Mestur árangur varð í
sölu á ótryggu rafmagni til gufu-
framleiðslu í iðnaði og er Rafveita
Akureyrar nú langstærsta rafveitan
á því sviði í landinu.
Lágt raforkuverð
Síðasti áratugur hefur verið mik-
ill framkvæmdatími hjá rafveitunni
og sagði Svanbjörn að nú væri búið
að endumýja og styi'kja kerfið
mjög mikið. „Við höfum náð þeim
markmiðum sem við settum okkur
og sjáum nú fram á rólegra tímabil
með minni framkvæmdum. Við
munum því einbeita okkur að því á
næstu árum að lækka raforkuverð,“
sagði Svanbjörn en raforkuverð á
Akureyri er það næstlægsta á land-
inu. Meðalraforkukostnaður heim-
ila á Akureyri á síðasta ári var
2.153 krónur á mánuði. Raforku-
verð á Akureyri er 12% lægra en á
höfuðborgarsvæðinu og um 20%
lægra en annars staðar á Norður-
landi. Samkvæmt reiknilíkani raf-
veitunnar er gert ráð fyrir að raf-
magnsverð lækki um 15% á næstu
15 árum. Um síðustu áramót lækk-
að gjaldskráin um 3% og einnig um
Morgunblaðið/Kristján
Rafveitan á rafmagnsbíl
SVANBJÖRN Sigurðsson rafveitustjóri í rafmagnsbíl sem Rafveita
Akureyrar hefur fest kaup á. Hann er notaður við hirðingu lóða fyrir-
tækisins, en veitan á um eitthundrað lóðir við spennistöðvar víðs vegar
um bæinn. Bíllinn er af gerðinni Melax og var fluttur inn frá Svíþjóð.
Hámarkshraði er 30 km á klukkustund og rafhleðslan endist um 70
kflómetra vegalengd. Orkukostnaður er 85 aurar á kflómetra miðað
við verð á heimilistaxta rafveitunnar, sem er um það bil tiundi hluti af
orkukostnaði bfls með bensínvél. Svona bflar hafa náð vinsældum í Sví-
þjóð og öðrum Norðurlöndum á síðustu árum og eru mikið notaðir á
iðnaðarsvæðum, lijá sveitarfélögum við götuhreinsun og garðyrkju-
störf, við útburð á pósti, á íþróttavöllum, golfvöllum, flugvöllum og
ferðamannastöðum í ýmiss konar sendiferðir.
3% í byrjun árs 1996. Gjaldskrá raf-
veitunnar hækkaði síðasta í ágúst
1993 um rúm 4%.
Engar skuldir
Fjárhagur veitunnar er mjög
góður og er hún er skuldlaus. Eign-
ir hennar eru metnar á um 2 millj-
arða króna. Hagnaður varð um 32
milljónir króna á liðnu ári.
í tilefni 75 ára afmælis Rafveitu
Akureyrar ætlar veitan að verja
1.250 þúsund krónum á næstu 5 ár-
um til skógræktar meðfram Glerá
og einnig hefur veitan látið hanna
göngubrú yfír stífluna í Glerá og
mun sjá um útboð, framkvæmdir og
eftirlit með verkinu.
Hádegis-
samvera
I Glerár-
kirkju
HÁDEGISSAMVERA verður
í Glerárkirkju á miðvikudögum
í vetur líkt og liðna vetur. Þær
standa frá kl. 12 til 13. Að lok-
inni helgistund í kirkjunni sem
samanstendur af orgelleik, lof-
gjörð, fyrirbænum og sakra-
menti er boðið upp á léttan há-
degisverð á vægu verði.
Samvera þessi eru sprottin
af viðleitni til að auka fjöl-
breytni í kirkjustarfí og fjölga
þeim stundum sem fólki gefst
tækifæri til að koma til kirkj-
unnar til tilbeiðslu og trúar-
uppbyggingar.
Fyrsta hádegissamvera
vetrarins verður á morgun,
miðvikudaginn 1. október.
Morgunblaðið/Kristján
CtD pioneer
The Art of Entertainment
• Sjónvörp.myndbands- og hljómtæki
• Ljósritunarvélar • Faxtæki
• Örbylgjuofnar • Reiknivélar
• Skipuleggjarar
• Búðarkassar
Hljómtækja-
verslun Akureyri ~ ®462 3626
Norðurlands örugg þjónusta ífjörtíu dr
Sorpeyðing Eyjafjarðar og Hringrás
Um 2.500 tonnum af
brotajárni skipað út
FYRSTA farmi af brotajárni var
skipað út frá Krossanesi um helgina
og var því lokið í gærkvöld. Alls er
um að ræða tæp 2.500 tonn af brota-
járni sem send verða utan til Spánar.
Sorpeyðing Eyjaíjarðar opnaði
brotajárnsmóttöku í febrúai- á síð-
asta ári og er hún í Krossanesborg-
um. Gámaþjónusta Norðurlands sér
um daglega umsjón á svæðinu og
Hringrás útvegar tæki og tekur við
brotajárninu. Sveinn Asgeirsson
framkvæmdastjóri Hringrásar sagði
að vel hefði gengið að skipa brota-
járninu út þrátt fyrir misjafnt veður.
Byrjað var á laugardagsmorgun og
fyiTa skipið fyllt, en það tók samtals
2.052 tonn. Þar af komu um 640 tonn
frá Sauðárkróki. Unnið var við að
lesta síðara skipið í gær en það mun
svo sigla suður til Reykjavíkur þar
sem það verður fyllt. Sveinn sagði að
von væri á þriðja skipinu eftir um
þrjár vikur og væri áætlað að í það
færu um 800 til 1000 tonn. Þá gæti
verið að fjórða og síðasta skipið í bili
kæmi fyrii1 áramót.
„Sorpeyðing Eyjafjarðar sem
sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu
standa að auk Hálshrepps í Suður-
Þingeyjarsýslu er fyrst til að taka af
skarið, taka þessi mál fóstum tökum.
Þetta er til mikillar fyrirmyndar
hér,“ sagði Sveinn.
„Það er virkilega ánægjulegt að
sjá þetta hverfa af landi brott, það er
stór áfangi í starfsemi brota-
járnsmóttökunnar," sagði Guðmund-
ur Guðlaugsson verkfræðingur hjá
Akureyrarbæ.
Á 148 km
hraða
ÖKUMAÐUR var sviptur öku-
leyfi fyrir að aka á 148 kfló-
metra hraða á Svalbarðsströnd,
en þar er hámarkshraði 90 kfló-
metrar.
Lögregla á Akureyri kærði
27 ökumenn fyrir of hraðan
akstur í liðinni viku og um helg-
ina. Fjórir voru teknh- grunaðir
um ölvun við akstur og númer
voru tekin af 22 bifreiðum
vegna vanrækslu á að færa þær
til skoðunar. Tveir voru kærðir
fyrir að vera ekki með öryggis-
belti og einn fyrir að aka yfir
gatnamót á rauðu ljósi. Að öðru
leyti virtu ökumenn umferðar-
reglur.
Lögregla vekur athygli á því
að á morgun, 1. október, tekur
gildi ný reglugerð um notkun
hjálma á reiðhjólum og verður
þá öllum 14 ára og yngri skylt
að nota hjálma á reiðhjólum.
Hvetui- lögreglan á Akureyri
eldri hjólreiðamenn til að nota
hjálma líka, að venja sig við, því
örugglega verði stutt í að öllum
verði skylt að nota hjálma.
Af bifhjóli
og á bfl
ÖKUMAÐUR bifhjóls slapp
betur en á horfðist er hann
missti vald á hjólinu á Þing-
vallastræti. Hann datt af hjól-
inu og rann nokkra vegalengd
og hafnaði á bíl sem ók í sömu
átt. Var hann fluttur á slysa-
deild en reyndist svo til
ómeiddur.
Ekið var á kyi-rstæða bifreið
á bflastæði við Furulund síðast-
liðinn föstudagsmorgun. Volvo
bifreið hafði verið ekið í hlið
Subaru bifreiðar og valdið þó
nokkru tjóni. Ökumaður Volvo
bifreiðarinnar fannst hvergi og
umráðamaður hennar kvaðst
hafa beðið annan að geyma
lyklana. Sá sagðist hafa týnt
þeim um nóttina en lyklar og
ökumaður eru enn ófundnir.
Finni einhver Volvo bfllykla
sem hann kannast ekki við í
fórum sínum er hann vinsam-
legast beðinn um að láta lög-
reglu vita.
Konur og
stjórnmál
JAFNRÉTTISNEFND Akur-
eyrar og Menntasmiðja kvenna
efna til námskeiðs fyrir konur
sem áhuga hafa á stjórnmálum.
Það verður haldið í Mennta-
smiðju kvenna í Glerárgötu 28,
3. hæð og stendur yfir í október
og nóvember, samtals í 9 skipti.
Námskeiðið hefst á morgun,
miðvikudaginn 1. október og
verður þá fjallað um konur og
stjórnmál og fulltrúar stjórn-
málaflokka kynna hugmynda-
fræði og stefnu flokka sinna. Á
laugardag, 4. október verður
farið í sjálfstyrkingu. Næstu
miðvikudagskvöld verður fjall-
að um sveitarstjórnarmál, tjá-
skipti, upplýsingaöflun, stjórn-
málaheimspeki, framsögn og
raddbeitingu, framkomu í
ræðustól og sjónvarpi, greina-
skrif og samskipti við fjölmiðla.
Síðasta kvöldið, miðvikudaginn
19. nóvember, halda þátttak-
endui- fund í bæjarstjórnar-
salnum. Námskeiðsgjald er
8.000 krónur.
Mömmu-
morgnar
FYRSTI mömmumorgunn vetr-
arins verður í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju á morgun,
miðvikudag, frá kl. 10 til 12.
Mömmumorgnar eru fastur lið-
ur í vetrarstarfi kirkjunnar og
eru opnir ungum börnum og for-
eldrum af báðum kynjum.
I
!
I
|
í
I
I
I
lJ