Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fordómar eða fyrirhyffgia UNGLINGAR hafa verið mikið til umræðu á opinberum vettvangi, þá einkum ýmiss konar vanlíðan ungl- inga. Hér verður einungis fjallað um eina af þeim ástæðum sem valda unglingum áhyggjum, þ.e. samkyn- hneigð. Á þessu aldursskeiði, þegar sjálfs- myndin er I mótun, eru unglingar oft ráðvilltir og efast um hveijir þeir eru í raun og veru. Uppgötvi unglingur samkynhneigð verður það oft til þess að gera honum þennan tíma enn erfiðari en ella. Hann get- ur orðið fyrir miklu áfalli við þessa uppgötvun. Hann getur óttast fyrir- litningu og fordæmingu annarra og fundið til sektarkenndar af því að hann fer að trúa því að hann eigi þetta skilið. Afleiðingarnar geta ver- ið margs konar. Unglingurinn getur farið í algjöran baklás og sett sig upp á móti öðrum af því að honum finnst að aðrir hafni sér eða bara hæðist að sér. Hann á til að ein- angra sig og forðast félagana. Hann getur orðið mjög sjálfhverfur og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til lengdar getur þetta hamlað eðlileg- um þroska og valdið því að hann sér hvorki sjálfan sig né aðra í réttu ljósi, framtak getur orðið I lágmarki og einbeitingarskortur áberandi. Þann- ig getur hann orðið raunveruleika- firrtur og rótlaus og finnur sig ekki í tilverunni. Sjálfsmyndin verður óskýr eða brengluð og sjálfsmat lágt. Hér er orðin mikil hætta á flótta frá raunveruleikanum, neyslu áfeng- is og annarra vímuefna og í fram- haldi af því afbrotum. Rannsóknir sýna að flestir samkynhneigðir ein- staklingar hafa hugsað um eða reynt að fremja sjálfsmorð á unglingsá- rum. Og það er vel hugsanlegt að hátt hlutfall sjálfsvíga í aldurshópi 15-24 ára karla hér á landi eigi að einhveiju leyti rætur sínar hér. Eigum við aðeins að velta fyrir okkur ástæðum þessarar vanlíðanar. Það sem nefnt var hér áðan var Sunnudaginn 12. október í hinni árlegu sérútgáfu Bílum verður fjallað vítt og breitt um bíla, bæði nýja og notaða. Að vanda verða kynntir fólksbílar, jeppar og pallbílar ársins '98 frá öllum bílaumboðum landsins í máli og myndum. Auk þess verður ýmis umfjöllun tengd bílum og bílaeign. Meðal efnls: O Væntanlegir bílar hingað © Heilræði um bílakaup • Tryggingar @ Spjall við bílstjóra/bíleigendur ® Heilræði um akstur ® Hljómtæki ® Nýjar rekstrarvörur/bílavörur ® Forvitnilegir bílar hérlendis • O.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 6. október. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Símbréf 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is höfnun og háðung, fyr- irlitning og fordæming. Bæta má við niðurlæg- ingu og ótta við að vera talinn annars flokks þjóðfélagsþegn. Hvað- an kemur þetta? Frá samfélaginu væntan- iega, en varla þó frá samkynhneigðum, heldur okkur sem erum gagnkynhneigð og höf- um til langs tíma talið okkur þess umkomin að sýna samkynhneigð- um lítilsvirðingu, eða a.m.k. viljað hafa ákveðinn fyrirvara á gagnvart þeim. Það er spurning hvort hér hef- ur verið um fyrirhyggju eða fordóma að ræða. Að öllum líkindum höfum við fellt þennan dóm á þeim forsend- um að einhveijir þeirra hafa haft tilhneigingu til að áreita aðra og jafnvel beita kynferðislegu ofbeldi. Annað virðist byggt á gömlum bá- biljum sem virðast býsna lífseigar og ganga t.d. út á það að samkyn- hneigð sé óeðlileg; sé sjúkdómur eða einhvers konar brenglun; að sam- kynhneigðir séu með hugann ein- göngu við kynfæri og kynlíf og eigi í vandræðum með sig innan um fólk af sama kyni. Er hugsanlegt, að það sem menn hafa talið fyrirhyggju sé í reynd byggt á fordómum? spyr Guðný Rögnvalds- dóttir í grein sinni um samkynhneigð. Nú skulum við skoða þessar for- sendur betur. Vissulega eru þeir til á meðal samkynhneigðra sem hafa verið til óþæginda eða jafnvel áreitt aðra og þannig valdið óbætanlegu tjóni. Hér er ekki verið að bera í bætifláka fyrir þá. En það er ekkert réttlæti í því að draga samasem- merki á milli þeirra og allra hinna. Eru ekki til á meðal gagnkyn- hneigðra líka menn sem hafa gert sig seka um vítaverða framkomu af svipuðum toga. Okkur þætti lítið vit í því ef dregið væri samasemmerki á milli þeirra og allra gagnkyn- hneigðra og því haidið fram að allir hljóti þar með að vera afbrotamenn sem best væri að vara sig á. Hér er bara verið að tala um þá ógæfumenn sem eru siðlausir eða siðblindir eða á einhvern hátt truflaðir og geta verið hvort sem heldur er samkyn- eða gagnkynhneigðir. Samkyn- hneigðum er að sjálfsögðu eðlilegt að laðast að fólki af sama kyni. Það er eðli þeirra. Það gagnar lítið að dæma fólk á þeim forsendum að það sé ekki eins og meirihlutinn. Væntan- lega er þetta meðfætt; enginn hefur beðið um það og enginn getur að því gert; ekki er það sjúkdómur sem hægt er að lækna, hvorki andlegur né líkamlegur, og ekki er það smit- andi. Ekkert er óeðlilegt hér nema viðkomandi hafí látið samfélagið ýta sér inn í skáp og lifí með öðrum af hinu kyninu gegn eigin eðli. Slíkur feluleikur getur verið skaðlegur, og þannig er verið að hvetja fólk til blekkinga og hindra það í að þora að vera það sjálft og trútt sínu innsta eðli. Samkynhneigðir hafa sömu þarf- ir og þrár og aðrir, laðast að og verða stundum ástfangnir af einhveijum en alls ekki öllum. Kynlífsþankar og áhugi þeirra er væntanlega líka af svipuðum toga og annarra. Sjálfsagt eru til þeir sem hafa meiri áhuga á því sviði en aðrir og geta sængað með nánast hveijum sem er, en ef við grípum aftur til samanburðar við gagnkynhneigða, er einhver sem get- ur haldið því fram að ekki séu til þó nokkrir þeirra á meðal sem haga sér á sama hátt. Samkynhneigðir virðast því hvorki betri né verri en annað venjulegt fólk. Við skulum líta á fáein dæmi úr daglega lífínu sem sýna vel nokkuð ríkjandi viðhorf eða hugsunarleysi í garð samkynhneigðra. Þetta hefur verið að gerast nýlega og er enn að gerast. Til eru þeir sem ijúka í of- boði út úr sturtunum í sundi, þegar lesbía eða hommi koma þangað. Við hveiju býst fólkið? Til eru þeir sem ganga út af vinnustað ef al- næmisjúkur hommi er ráðinn til starfa. Hvaða hugsun skyldi liggja að baki? Til eru þeir sem ráðast á homma eða lesbíur af engu tilefni og jafnvel valda miklum og alvarlegum áverkum. Til eru þeir sem reyna að hafa áhrif á kynhvöt samkynhneigðra. Þetta fólk heldur að þeir eigi eitthvað bágt með sig og reynir þetta samt. Það er hugsun í því. Ef við grípum aftur til samanburðar og ímyndum okkur að við konur færum að fíflast í karlmönnum, t.d. með því að reka rassinn eða sperra btjóstin framan í þá, bara svona í gamni, af því við vitum að þeir hafa kynhvöt. Fárán- leiki þess konar framkomu er aug- ljós, svo og lítilsvirðingin við mann- eskjuna. Það var eitt sinn í nokkurra manna hópi að einn las frétt í dag- blaði um morð sem framið hafði verið í íbúð í Reykjavík. Fréttin var stutt og gagnorð og endaði á orðun- um „hinn myrti var hommi“. Sá sem las hafði vart sleppt orðinu þegar hann sagði „þá er nú samúð mín með morðingjanum". Ef hér hefði verið gagnkynhneigt fórnarlamb hefði frétt blaðamannsins tæplega endað á orðunum: „hinn myrti var gagnkynhneigður", og spurning um hugsun og samúð þess sem las. Það var eitt sinn í bekk hjá mér að nemandi benti allt í einu út um gluggann og sagði stundarhátt: „Sjáiði, þarna er homminn, sjáiði hvað hann er ógeðslegur.“ Drengur- inn sem bent var á er hins vegar einkar geðslegur og jákvæður og hefur góða framkomu. Ég hef kennt honum og get borið vitni um það. En sessunaut þess sem talaði var greinilega brugðið og bað um að fá að fara fram. Engum dytti í hug að benda á jafn myndarlegt ungmenni gagnkynhneigt og kalla ógeðslegt. Og eflaust ætlaði drengurinn ekki að særa vin sinn og skólafélaga í mörg ár. Það var eitt sinn í skóla fyrir þá daga þegar nemendur vinna að öðr- um verkefnum en þeim venjulegu, að tillaga kom fram um að fá full- trúa úr samtökum samkynhneigðra í heimsókn í skólann. (Rétt er að taka fram að þetta var ekki á núver- andi vinnustað mínum). Yfirleitt hafði tillögum nemenda verið vel tekið, en sú varð ekki raunin á hér. Ákvörðun var slegið á frest og stjórnendur þreifuðu á skoðunum starfsmanna og létu sína eigin jafn- framt í ljós. Þar kom að atkvæða- greiðsla var látin fara fram á kenna- rastofu. Allflestir voru á móti, einn kennari með, og nokkrir sátu hjá. Nú sinna starfsmenn þessa skóla starfi sínu vel og stjórnendur hans tala um það í ræðu og riti að okkur beri að sýna umburðarlyndi og hveij- um einstaklingi umhyggju. Ætla menn þá að í mörg hundruð manna skólum séu engir samkynhneigðir. Hefur fyrirbærið verið svo bannhelgt að menn sjá það í fjarlægð og sem eitthvað þeim óviðkomandi. Sam- kynhneigðir nemendur, sem og aðrir nemendur skóla, fá skýr skilaboð við svona afgreiðslu. Er hugsanlegt að það sem menn hafa talið fyrirhyggju sé í reynd byggt á einhveijum þeim fordómum sem að framan greinir. Ég fæ ekki betur séð en þessi dæmi sýni gagnkynhneigða áreita samkynhneigða, bæði líkamlega og andlega, en ekki öfugt. Unglingur- inn verður að fá að læra að þekkja sjálfan sig og þora að vera hann sjáifur. Hann verður að geta fundið til lífslöngunar og vilja til að njóta hæfileika sinna. Hann verður að fá frið til að læra að meta eigið ágæti. Hann verður að njóta stuðnings og styrks umhverfisins. Við getum ver- ið að tala um nemendur okkar eða skólasystkin, frænku eða frænda, systur eða bróður, eða bara börnin okkar. Guðný Rögnvaldsdóttir Höfundur er enskukennari við MS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.