Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 15 VIÐSKIPTI Hagnaður Bertels- mann eykst um 13% Auknum hagnaði spáð á yfirstandandi fjárhagsári Giltersloh, Þýzkalandi. Reuter. BERTELSMANN AG, hið kunna fjölmiðlafyrirtæki sem hefur met- söluhöfundinn John Grisham og söngvarann Toni Braxton á sínum snærum, segir að hagnaður þess hafi aukizt um tæplega 13% á síð- asta fjárhagsári, aðallega vegna góðrar afkomu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið spáir einnig auknum hagnaði á yfirstandandi fjárhags- ári sem lýkur í júní á næsta ári. Bertelsmann sagði að nettóhagn- aður hefði aukizt í 1,02 milljarða marka á íjárhagsári því sem lauk 30. júní úr 905 milljónum árið áður. Þriðju stærstu í heiminum Sala jókst um 4% í 22,4 millj- arða marka úr 21,5 milljörðum marka þannig að Bertelsmann er þriðja stærsta afþreyingarfyrir- tæki heims á eftir Time Warner Inc. og Walt Disney Co. í Banda- ríkjunum. Salan minnkaði í Þýzka- landi, en jókst í Bandaríkjunum. Mark Wössner stjórnarformaður lét í ljós ánægju með útkomuna og sagði að stafrænt sjónvarp og tölvuþjónusta Bertelsmanns myndi búa fyrirtækið undir 21. öldina. Wössner spáði því að salan mundi aukast í 30 milljarða marka fyrir árið 2000, því að sjónvarps-, kvik- mynda- og tölvuþjónusta mundu aukast í 45% sölunnar úr 35% nú. Annar söluhagnaður Bertelsmanns er af bóka- og tímaritaútgáfu fyrir- tækisins og iðnrekstri. Eiga 50% í AOL Europe Bertelsmann mun einnig njóta góðs af 50% hlut í AOL Europe þegar AOL tekur við notendum keppinautarins Compuserve. Am- erica Online Inc. og WorldCom Inc. samþykktu 8. september að skipta fyrirtækjum Compuserve með 1,2 milljarða dollara samn- ingi, sem talið er að muni um- breyta tölvuþjónustugeiranum. Wössner spáði því að 1,65 millj- ónum evrópskra áskrifenda AOL og Compuserve mundi fjölga í „nokkrar milljónir" fyrir miðjan næsta áratug. Siegfried Luther aðalfjármála- stjóri sagði að fyrirtækið mundi gjaman vilja auka bókaútgáfu sína í Bandaríkjunum, ef það fyndi réttu eignina fyrir rétt verð. Það á nú þegar Dell, Bantam og Doubleday. Sala tónlistardeidarinnar BMG Entertainment í Bandaríkjunum jókst um 10% í 7,3 milljarða marka, en bóksala jókst um 3% í 7,1 millj- arð marka. Tilhamingju Kísiliðian hf ■Mývatnssveit Á íslandi eru nú 20 fyrirtæki með ISO 9000 vottuð gæðakerfi og hefur Ráðgarður hf aðstoðað 13 þeirra. Ráðgarður hf hefur aðstoðað eftirtalin fyrirtæki við uppbyggingu vottaðra gæðakerfa: Lýsi hf ♦ Bakkavör hf ♦ Borgarplast hf ♦ Osta- og smjörsalan sf Össur hf ♦ Islenskar sjávarafurðir hf ♦ Umbúðamiðstöðin hf Verk- og kerfisfræðistofan hf ♦ Vinnslustöðin hf Þorlákshöfn BM Vallá hf ♦ Vikurvörur ehf ♦ Kassagerð Reykjavíkur hf Kísiliðjan hf Mývatnssveit RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Mesta sala ríkiseigna á Spáni til þessa Madrid. Reuter. MESTA einkavæðing á Spáni er hafin með sölu hlutabréfa í raf- magnsveitunum Endesa og sérfræð- ingar spá því að hún muni heppnast vel. Spænska ríkið hyggst selja að minnsta kosti 25%, eða sem nemur 800 milljörðum peseta, 384 milljörð- um króna, af 66,9% hlut sínum End- esa, en hægt verður að auka söluna í 35% ef eftirspurn verður mikil. Hvert hlutabréf mun kosta um 3,090 peseta, en verð þeirra í kaup- höllum hefur verið um 3,090 peset- ar. Litlir fjárfestar fá 4% afslátt. Hlutabréf í Endesa hafa lækkað úr 3,215 pesetum 8. september eða um 4%. Á sama tíma hefur Ibex-35 hlutabréfavísitalan hækkað um tæp- lega 5% í 7125,44 úr 6796,11. Mikil umframeftirspurn í hlutabréf ríkisins Ríkið seldi 20,9%, sem það átti eftir í fjarskiptafyrirtækinu Tele- fonica de Espana, fyrr á þessu ári og var það fyrsta mikilvæga einka- væðingin af nokkrum, sem hafa ver- ið áformaðar. Næst kom röðin að Repsol, þar sem boðið var I 45 sinn- um fleiri hlutabréf en voru til sölu. Þegar sölu bréfa í Endesa lýkur er.búizt við að staða þeirra styrkist þegar fram í sæki. Líklegt er talið að bréfin kunni að standa illa fyrst I stað vegna óstöðugleika af því að mörg hlutabréf eru í boði. MYLLAN HJALPAR MEÐ HVERJUM BITA Myllan leggur kr. af nverju Heimilisbrauði til hjálparstarfs. HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Lýslng hf. var fyrst tll að bjóða BÍLASAMNINGA sem eru nýjung I fjármögnun á bOakaupum og hafa ekki boðlst éður á Islandi. BÍLASAMNINGAR Lýslngar hf. eru svelgjanlegri en önnur grelðsluform vlð blfrelöakaup og gefa mlkla mögulelka. Lýslng hf. er ( eigu eftirtalinna aðlla: 4F J Lýsing hf. EHHI3 ösis SUÐURLANDSBRAUT 22 > StHI 533 1500 • FAX 533 1505 ...þegar þú tekur ákvörðun um greiðslutilhögun. Með BÍLASAMNINGI Lýsingar hf. getur þú endurnýjað bilinn þinn á þriggja ára fresti án þess að greiða lokaafborgun en áfram greitt sömu lágu mánaðargreiðslurnar. Sveigjanlegri greiðsluform Möguleiki á framlengingu samnings Greiðsludreifing á allt að 48 mán. Jafnar mánaðargreiðslur ílh Engir ábyrgðarmenn 'rf Leigutaki verður þó að vera orðinn 25 ára e p a v>*'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.