Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Firring o g nátt- úruvemd TÓNLIST Listasafn íslands KAMMERTÓNLEIKAR Caput-hópurinn og fleiri fluttu á vegum UNM tónlist eftir Bjðm Skjelbred, Klaus Ib Jörgensen, Lottu Wennakoski, og Dagfinn Rosnes. Einleikarar voru André Fjortoft, Geir Draugsvoll og einsöngvarar Susanna Tollet og M^ja S.K. Fatkje, lesari Dagfínn Rosnes og sljómandi Thomas Rimul. Föstudagurinn 26. september, 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á verki sem ber nafnið Head or Gut og er samið fyrir slagverk. Hljóð er hægt að nota til að flytja ýmiss konar skilaboð en að öðru leyti er hljóðið merkingarlaust, jafnvel þau hljóð sem notuð eru til skilaboða í dag- legu umhverfi manna, t.d. bílflaut og símhringing, eða blæbrigði, sem tengjast ýmsum tilfinningaþáttum eins og t.d. jarðarför og að ekki sé talað um eftirlíkingu náttúruhljóða og „speis“ effekta. Ef tónlist á segja eitthvað, þarf að tilgreina fyrirfram að miklu leyti hvað tónlistin á að túlka, þó einna lengst verði komist í að túlka með hljóðum með að „líkja eftir“ ýmsum hegðunarmynstrum í mannlegum samskiptum. Þetta atriði hefur kvikmyndalistin nýtt sér en þegar upp er staðið er hljóðið sjálft merk- ingarlaust. Með margvíslegri notk- un hljóða hafa vissar gerðir fengið ákveðna notkunarmerkingu, svo sem átti sér stað fyrr á öldum að lúðrablástur tengdist hernaði, flautuleikur dansi, kórsöngur kirkjulegum athöfnum og streng- leikar hirðlífi aðalsins. Notkun slag- hljóðfæra á sér upphaf I óperunni og síðar meir verða þessi hljóðfæri mikilvæg með tilkomu margvíslegr- ar danstónlistar. Glíman við slag- hljóðfæri og það sem er skemmti- legt við hana, er að hægt er að búa til tónlist og vera óháður lagferli og samhljóman radda en samt að fást við hina „mótorísku" innviði tónlistarinnar. Ýmislegt í verki Skjelbreds var vel gert en þar gat að heyra sterkar andstæður í styrk og veikan leik, sem á slaghljóðfæri er oftlega mjög fallega hljómandi og taktskiptan hljóðfallsleik, er á köflum tók svip af valsi í þrem ij'órðu. Temperature fyrir stóra kamm- ersveit og harmoníku, eftir Jorgen- sen, er verk sem eins og slagverk Skjelbreds er á margan hátt vel unnið og var sérlega vel flutt af einleikaranum Geir Draugsvoll. Þarna gat að heyra gamalkunnar lummur, eins og að banka á harm- oníkuna, þrástefjaleik, röð effekta, kaotík, stutt stefbrot og yfirleitt allt sem búið er að gera í nútímatón- list í hálfa öld. Það sem þó gerði þessa tónlist áheyrilega, var sérlega góður flutningur, ekki hvað minnst hjá Draugsvoll, sem er frábær nikk- ari og lék sinn þátt mjög vel. í þremur sönglögum eftir Wennákoski var tónbilaleikurinn allt að því truflandi, síendurtekin sömu tónbilin, litlar níundir og átt- undir. Undirleikurinn hjá flautu og bassaklarinetti, ásamt strengja- kvartett, var oftlega sparlega not- aður og stundum á einhæfan máta. Lokaverk tónleikanna, Briefe von einer Reise, er einnig söngverk, eða eitthvað sem nefna mætti raddverk, eftir Dagfínn Rosnes. Þrátt fyrir að Rosnes sé ekki að boða eitthvað nýtt, verður þó að segja, að hann fer leiðina á enda og þegar verkinu lýkur á því að söngkonan gargar, í bókstaflegri merkingu, er spurn- ingin hvort slík „listsköpun" sé ekki aðeins lýsing á þeirri firringu sem alsýkt hefur svo allt nútímasamfé- lag manna, að náttúruvernd er að verða mál nr. eitt og mesta hags- munamál mannsins. Á köflum minnti míkrafónsöngl Maju S.K. Ratkje á Björk og miðkaflinn, sem var eingöngu lesinn af höfundi, var einstaklega langdreginn og hvers- dagslegur, enda geta „ferðalög" verið leiðinleg. Hvað sem þessu líður var verk Rosnes það sem oftar fór út fyrir fagramma „akademíunnar“ en önn- ur verk á þessum tónleikum, sem voru hið besta framfærðir af flytj- endum, svo að álíta verður að „aka- demían" standi sig vel í þjálfun tónflytjendá, þrátt fyrir íhaldssemi og stöðnun i tónsköpun. Jón Ásgeirsson Sýningu Ingu Elínar að ljúka SÝNINGU Ingu Elínar Krist- insdóttur á skúlptúrum úr steinsteypu og gleri í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, lýkur miðvikudaginn 1. októ- ber. Sýningin ber yfírskrift- ina Leyndarmálið. Inga Elín er bæjarlista- maður Mosfellsbæjar 1997. Söngfélagið úr Neðsta í tónleikaferð ísafirði. Morgunblaðið. SÖNGFÉLAGIÐ úr Neðsta, sem stofnað var á síðasta ári í tengslum við Sumarkvöldin í Neðstakaupstað á ísafírði, heldur í tónleikaför til Hollands og Belgiu um miðjan októ- ber. Þann 15. október mun söng- hópurinn halda tónleika í Hollandi og næstu tvo daga á eftir syngur hann i Brussel i Belgiu, annars veg- ar í tilefni af 75 ára afmæli nor- rænu félaganna í Belgiu og hins vegar í tilefni opnunar íslenskrar höggmyndasýningar í borginni. „Söngfélagið var stofnað í júní í fyrra í tengslum við Sumarkvöld- in í Neðstakaupstað. Upphaflega var ætlunin að syngja aðeins á Sumarkvöldunum, en siðan þá hafa hlutimir þróast á þann veg að við höfum sungið við ýmis tækifæri. í upphafi skipuðu sönghópinn niu manns en í dag emm við sjö,“ sagði Margrét Gunnarsdóttir, einn félag- anna í Söngfélaginu, en auk henn- ar skipa það þau Elisabet Gunnars- dóttir, Guðrún Bjarnveig Magn- úsdóttir, Einar Jónatansson, Ag- ústa Þórólfsdóttir, Páll Gunnar Loftsson og Jón Hallfreð Engjil- bertsson en auk þess leikur Jón Sigurpálsson á bassa í nokkmm lögum. „Á efnisskrá okkar em gömul íslensk lög sem og nýrri sem hafa verið útsett sérstaklega fyrir okk- ur. Nokkur lög eru af léttara tag- inu og önnur sígildari. Efnisskráin spannar allt frá Brahms til BG, en eftir þá ágætu hyómsveit sem starfaði á ísafirði um árabil, höfum við flutt lagið „Þín innsta þrá“. Auk þess að syngja á Sumarkvöld- unum í Neðstakaupstað, höfum við komið fram á stómm þingum eins og Lionsþingi sem haldið var hér í sumar, þingi Oddfellow-reglunn- ar og minni samkomum. Viðtök- urnar hafa verið góðar og það hvetur okkur áfram. Við höfum sjálf mjög gaman af þessu og meðan svo er höldum við áfram að koma saman.“ „Vinur okkar, Gunnar Snorri Gunnarsson, er sendiherra í Belg- íu, og fyrir hans tilstilli emm við að fara í söngferðalag til Hollands og Belgíu. Við komum til með að syngja á 75 ára afmælishátið nor- rænu félaganna í Bmssel auk þess sem við munum syngja fyrir starfsfólk EFTA-byggingarinnar og við opnun íslenskrar högg- myndasýningar í borginni. Þá munum við halda eina tónleika í Hollandi í borg rétt við Amster- dam, en ástæðan fyrir tónleikun- um þar em tengsl min og eigin- manns míns, Jóns Sigurpálssonar, við landið, en við bjuggum þar um nokkurra ára skeið.“ Margrét sagði að ferðin í næsta mánuði væri fyrsta utanlandsferð Söngfélagsins og vonandi ekki sú síðasta. „Við emm öll mjög spennt fyrir þessu og við munum halda áfram meðan við höfum gaman af þessu," sagði Margrét. Hún sagði jafnvel koma til greina að ísfirðingum yrði gefinn kostur á að heyra efnisskrána áður en haldið yrði út, en það kæmi í ljós á næstunni. Blásið og sungið í Selfoss- kirkju TÓNLEIKAR hafa verið hvert þriðjudagskvöld í Sel- fosskirkju þessar vikurnar og verður svo enn tvo næstu þriðjudag- inn 30. september, gefst kost- ur á að heyra Blás- arakvintett Reykjavík- ur en með þeim syngur Mar- grét Bóasdóttir í tveimur verkum. Meðal höfunda sem verk eiga á þessum tónleikum eru: J. Sweelinck, Jón Hlöðver Áskelsson, W.A. Mozart, J.S. Bach og Hándel - Vatnasvít- an. Tónleikar þessir eru sér- staklega styrktir af Sel- fossbæ í tilefni 50 ára afmæl- is sveitarfélagsins og er að- gangur ókeypis. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Margrét Bóasdóttir Morgunblaðið/Jón Ottó Gunnarsson SÖNGFÉLAGIÐ úr Neðsta. Elísabet Gunnarsdóttir, Páll Gunnar Loftsson, Ágústa Þórólfsdóttir, Einar Jónatansson, Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir, Jón Hallfreð Engilbertsson og Margrét Gunnarsdóttir. Sindrandi Schubert TONHST Ilafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Píanótríó í Es-dúr Op. 100 D929 og B-dúr Op. 99 D898 eftir Franz Schu- bert. Tríó Reykjavíkur: Guðný Guð- mundsdóttir, fíðla; Gunnar Kvaran, selló; Peter Máté, píanó. Félagsmið- stöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 28. september kl. 20. ENN einu sinni var verið að flíka „ijómatertum fortíðar" úr „topp 50 listanum," eins og einn ágætur gagnrýnandi orðaði það nýverið í tengslum við UNM og nauðsyn ný- sköpunar, þegar Tríó Reykjavíkur flutti ofangreind píanótríó Schuberts í Hafnarborg á sunnudagskvöldið var. Og mátti það svosem til sanns vegar færa. En hvílíkar rjómatertur! Es-dúr tríóið frá 1827 og B-dúrinn ári síðar eru ekki aðeins meðal mestu meist- araverka Schuberts, heldur einnig í tóngreininni allri og tilheyra flokki mest leikinna píanótríóa allra tíma. Þau boðuðu ný rómantísk viðhorf, þar sem stefjum var ekki lengur stillt upp sem gagnkvæmum and- stæðum eins og í klassíkinni, heldur sem jafnvægum hliðstæðum með mismunandi skapgerð, og útþrá rómantismans birtist í ferðalögum hljóðfæranna um víðlend og fjarlæg tóntegundasvið, þar sem andstæður komu fram í mismunandi ómbrigð- um (Klang, sonority). Snilld Schu- berts í meðhöndlun lagferlis og mód- úlasjónar (enn vantar ísl. orð) gera að verkum, að oft koma tóntegunda- sviptingamar ekki eins sterkt fyrir nútímasjónir og tilefni er til, þó að margar hljóti að hafa gengið fram af samtíð tónskáldsins. Fyrsti þáttur Es-dúr tríósins er aðeins merktur Allegro, þótt vel hefði mátt bæta „maestoso" aftan við, því ákveðinn höfgi svífur þar yfír vötn- um. Engu að síður verkaði tempóval- ið svolítið hægt. Aftur á móti kom þegar { upphafi fram rpjög gott jafn- vægi milli radda, sem virtist hafa batnað frá því er maður heyrði síðast í hópnum, nema hvað sellóið er enn stöku sinni of veikt. Hinn sorgar- marsleiti 2. þáttur (þar sem fyrstu 5 nótum svipar til „Deerhunter" í moll) var mjög fallega leikinn, sérstaklega þó „Maggiore“-kaflinn við pizzicato- undirplokk í síðasta hluta, enda þótt fermötu-þögnin fyrir ítrekun væri ívið of löng og vekti óeirð í stað íhug- unar. Tremóló-kaflinn með sinni „Angst und Beben“-stemningu var önnur vísbending þessa makalausa þáttar um mörk lífs og dauða í hug- sýn tónskáldsins. III. þáttur, Scherzo - Allegro moderato í þrískiptum takti, hófst sem tvíradda kanon og minnti á svipaðar hugdettur í strengjakvart- ettum Haydns. Síðar komu m.a. til skjala sérkennilegar sneriltrommu- Iegar mars-fígúrur og beethovensk- ar sforzando-áherzlur. Píanóleikur Mátés var hér sem oftar spriklandi tær, en strengirnir hefðu kannski mátt leggja ögn meiri snerpu af mörkum. Finale-þátturinn byrjaði með nærri því hæðnislegu sakleysi á góðborgaralegu samkvæmisdans- stefí í ætt við skotadans (eccosaise) eða álíka léttvægt ungmennaskopp Biedermeiertímans, líkt og hér færi aðeins efni í tvær mínútur eða svo. En það var tóm blekking, því þátt- urinn er í raun tröllaukinn strúktúr með mörgum nýlundum (t.d. tilvitn- un - á tveim ólíkum stöðum - í hjartarskyttustef II. þáttar), óhemju langur (með tveim kódum eins og í síðari verkum Beethovens) og að sama skapi kröfuharður við flytjend- ur, sem stóðu sig engu að síður eins og hetjur og vörpuðu ljósi á marga skinfleti þessa mikla gimsteins af vandvirkni og innlifun. B-dúr tríóið Op. 99 eftir hlé hófst á andríku Allegro moderato, sem náði afburða góðu jafnvægi, kannski ekki sízt vegna óhemju tillitssams píanóleiks, og ekki var heldur að vefengja innlifunina, er Andante un poco mosso (II.) hóf söng sinn á ljúfsárri gullrendri laglínu í sellói og stuttu síðar í fíðlu. Náði samspils- fágunin þar sennilega hvað hæst þetta kvöld. Scherzóþátturinn (III.) hefði að líkindum þolað meiri hraða, að mað- ur segi ekki skap. Hættan sem blas- ir við nútíma Schuberttúlkendum er e.t.v. ákveðin tilhneiging til að láta mótast um of af ímynd hlédrægrar og yfírlætislausrar manngerðar. Jafnvel þótt hún væri alsönn, þýðir það ekki endilega að maðurinn hafí verið skaplaus, þótt verið hafi með öðrum brag en títanískur jötunmóð- ur Beethovens. Samt var margt vel spilað, ekki sízt syngjandi staccató- staðimir í píanóinu, sem sindmðu sem snjókristallar í morgunroða. Slagharpan átti sömuleiðis mikinn og tæknilegan leik í fínalnum fjör- uga (Rondo - Allegro vivace), sem úði og grúði af taugalýjandi tremóló- um, leifturhröðum tríólurunum I samstígum áttundum o.fl., og strengimir tóku þar líka á hinum stóra sínum og luku glæsilegu Schu- bertkvöldi við hlýjar og verðskuldað- ar undirtektir tónleikagesta. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.