Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 32
í32 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ > Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA F. GÍSLADÓTTIR, Hamraborg 14, Kópavogi, andaðist í Sunnuhlíð, sunnudaginn 28. sept- ember. Halldór Jónsson, Guðmunda S. Halldórsdóttir, Samúel Richter, Ólöf Svava Halldórsdóttir, Ágúst Árnason, Gfsli Halldórsson, Ása Margrét Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÚLÍANA BJARNADÓTTIR frá Svarðbæli, fyrrum starfsstúlka á Heilsuhælinu á Vífilsstöðum, Fannborg 1, Kópavogi, lést á heimili dóttur sinnar Staðarvör 3 í Grindavík þann 15. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til Sigurðar Björnssonar, krabbameinslæknis og starfsfólks á krabbameinsdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur (Borgarspítala) fyrir frábæra umönnun og alúð. Einnig alúðarþakkir til hjúkrunarkvenna Heilsugæslu Grindavíkur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát hinnar látnu. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. t Systir okkar og fóstursystir, HELGA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, Fossheiði 48, Selfossi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi fimmtudagsins 25. september. Jaröarförin fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 4. október kl. 13.30. Gylfi Pálsson, Sverrir Pálsson, Móeiður Helgadóttir, Oddur Helgason og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR TRAUSTI FRIÐRIKSSON rafmagnsverkfræðingur frá Borgarnesi, lést sunnudaginn 28. september. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Sigurveig Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, Virginia Wood, Friðrik Þór Guðmundsson, Kristín Dýrfjörð, Kristrún Jóna Guðmundsdóttir, Joel Colburn og barnabörn. t Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR, Boðahlein 9, Garðabæ, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðju- daginn 23. september, verður jarðsungin frá v Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 30. september, kl. 15.00 Óskar J. Sigurðsson, Magnús Matthíasson, Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Brandsson, Björg S. Óskarsdóttir, Guðmundur Ó. Óskarsson, Ágústa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR OSKAR JÓNSSON + Óskar Jónsson var fæddur á Þúfu í Kjós 10. október 1921. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Bjarna- son, bóndi á Þúfu í Kjós, og Guðrún Bjarnadóttir, kona hans. Óskar var yngstur í níu barna hópi og eru þijú þeirra enn á lífi. Systkini Óskars voru: Bjarni Halldór, f. 1908, d. 1972, Þor- björn, f. 1909, d. 1975, Harald- ur, f. 1911, d. 1936, Rannveig, f. 1912, d. 1981, Kristín, f. 1913, Oddur, f. 1915, Guðmundur, f. 1916, d. 1994, og Ásta, f. 1917. Óskar kvæntist árið 1954 Guðrúnu Egilsdóttur, f. í Reykjahjáleigu í Ölfusi árið 1922. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún Jóna, f. 1954. Maki Magnús S. Magnússon. Börn þeirra eru þrjú. 2) Svanborg Eygló, f. 1956. Maki Guðjón Antonsson. Börn hennar eru fimm. 3) Ragna Stefanía, f. 1963. Sambýlismað- ur Bergsveinn Jóhannsson. Hún á tvö börn. Útför Óskars fer fram frá Bústaðarkirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Óskar Jónsson er fallinn frá eft- ir veikindi undanfarinna missera. Hans er sárt saknað af öllum vinum hans og ættingjum. Ég var lánsam- ur að verða tengdasonur hans og Guðrúnar fyrir rúmum tuttugu árum. Strax við fyrstu kynni mín af Óskari fann ég þá eiginleika í fari hans sem ég kunni best að meta alla tíð síðan; þægilegt við- mót, gott skap, stillingu, iðjusemi, barnagæsku og spaugilegar at- hugasemdir hans um menn og málefni líðandi stundar. Stoltur var hann og góður fjölskyldufaðir. En lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá Óskari og íjjölskyldu. Hann ólst upp í barnmargri bænda- fjölskyldu í Kjósinni á þeim tímum þegar ísland var óðum að breytast úr sveitasamfélagi í borgarsamfé- lag. Sú samfélagsþróun fór ekki fram hjá Óskari og fluttist hann snemma á mölina í Reykjavík til að leita sinnar eigin gæfu. Þar vann hann ætíð við ýmis iðnaðar- störf og almenna verkamanna- vinnu. Oskar er því um margt merkisberi þeirrar kynslóðar sem breyttu íslandi með landnámi og vinnusemi í þéttbýlinu og færði sjálfum sér og öðrum sanninn um að framtíð atvinnulífsins lægi þar en síður í sveitum landsins. í Reykjavík kynntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni og varð gæfumaður í fjölskyldulífi. Mér er enn í fersku minni iðjusemi Óskars eftir að venjulegum vinnudegi var lokið og vænta mætti að þá tækju við náðugar kvöldstundir. Óskar sat þá alla jafna við pijónavélina á heimilinu og skiluðu þau hjónin drjúgu verki við þá iðju. Alíslensk ulíarplögg fóru í verslanir til að drýgja tekjur heimilisins og sýndu þau Óskar og Guðrún mikla ráð- deildarsemi í hvívetna. Þá er mér ofarlega í minni einstök hjálpsemi og stuðningur þeirra hjóna við börn sín og barnabörn. Var alltaf eftir- tektarvert að sjá hve Óskar var barngóður maður og góður félagi þeirra við leik og uppeldi. Dætur sínar þijár hvatti hann með ráðum og dáð til að afla sér góðrar mennt- unar. Var sá stuðningur þeim ómet- anlegt veganesti og seint þakkaður að fullu. Óskar var maður hæglátur að eðlisfari og lét fátt raska stillingu sinni. Hann flikaði skoðunum sín- um aldrei og bar persónuleg hugð- arefni sín ekki á torg. Hann var kjarnyrtur og ekki gefinn fyrir málalengingar. Oft komu skoðanir hans á mönnum og málefnum fram sem spaugilegar athugasemdir sem fengu viðstadda auðveldlega til að brosa. Hann var seinþreyttur til vandræða og aldrei bar á illkvittni hans í garð annarra. Óskar hafði jákvæða afstöðu til tilverunnar og hæglátt fas hans hafði róandi áhrif á þá sem nálægt honum voru. Lengst af bjuggu Óskar og Guðrún í Skaftahlíð 40 í Reykjavík en í næstum sex ár var heimili þeirra á Hæðargarði 35 og eru það tvímælalaust góð ár í minning- unni. Fyrir nær áratug kom í ljós að Óskar hafði alvarleg hjartamein og gekkst í Lundúnum undir skurðaðgerð sem heppnaðist í alla staði vel. Þrátt fyrir skerta heilsu síðustu æviárin naut Óskar lífsins og komst óhindrað á bíl sínum þangað sem hann vildi. Hann bar gæfu til að fylgjast með barna- börnum sínum tíu vaxa og dafna og sáði í hjörtu þeirra minningu um mætan afa. Að leiðarlokum vil ég þakka Óskari fyrir dýrmæta vináttu hans og allar góðar stund- ir sem ég og fjölskylda mín átti í nærveru hans. Minningin um Óskar Jónsson er gott veganesti um ókomin ár fyrir alla þá sem honum kynntust. Magnús S. Magnússon. Hann afi minn var ein yndislegasta persóna sem ég hef þekkt og kem- ur mér þá helst til hugar hversu góður hann var. Hann hafði alltaf tíma til þess að hlusta á mig og fylgdist alltaf vel með hversu fáránlegt sem umræðuefnið var. Ég vissi aldrei til þess að afí væri að rífast og skammast, hann var alltaf góður við alla. í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Veriö velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. §g . SkEMMUVÉGÍ 48, 2ÖÖ KÖRrSÍMI: 557-6677/FAX: 557-8410 Ég tel mig heppna að hafa þekkt afa og á eftir að sakna hans. Og að lokum vil ég þakka öllum sem að komu í veikindum hans. Vertu sæll afi. Matthildur Magnúsdóttir. í dag verður afi okkar Óskar Jónsson borinn til hinstu hvílu og langar okkur til að minnast hans með nokkrum orðum. Úr mörgu er að velja því minningarnar sem við eigum um hann hrannast upp, enda hafa afi og amma verið órjúf- anlegur hluti af tilveru okkar allt frá því að við fæddumst. Fyrstu æviárin okkur bjuggum við ásamt móður okkar hjá þeim afa og ömmu í kjallaranum í Skaftahliðinni og er það eftirminni- legt hvernig við lékum okkur fyrir utan húsið í sólskininu og biðum eftir að hann afi kæmi spígspor- andi eftir götunni heim úr vinn- unni, með hendur í vösum og litlu bláu húfuna á höfðinu. Þá var hlaupið af stað til að taka á móti honum og litlum barnslófum stung- ið inn í stórar, þykkar og hlýjar hendurnar hans afa. Það er ekki hægt að skrifa minn- ingargrein um afa án þess að minn- ast þess að hjá afa var aldrei langt í húmorinn og átti hann afar auð- velt með að sjá spaugilegu hliðarn- ar á hlutunum. Hann átti það til að stríða okkur og koma með létt skot og brosa síðan sposkur á svip um leið og hann ruggaði sér til og frá. Var þá oft sem hann yngdist upp um mörg ár. I gegnum tíðina hefur samband okkar við afa og ömmu ætíð verið sterkt og eru þau ófá skiptin þar sem við höfum notið góðrar hand- leiðslu þeirra og aðstoðar við hin ýmsu mál sem hrjáð hafa okkur í gegnum árin. Hvort sem við þurft- um aðstoð þegar við urðum bensín- laus á bílnum eða þegar við skruppum í heimsókn til afa og ömmu frá erli dagsins og fengum í gogginn, þá gátum við verið viss um að þaðan færum við örugglega ekki nema þau væru búin að full- vissa sig um að allt gengi vel hjá okkur og okkur vanhagaði ekki um neitt. Ein saga lýsir kannski vel því hversu auðvelt var að nálgast þau afa og ömmu og höfum við oft hleg- ið glatt að frásögninni af Hag- kaupsferðum okkar með þeim. Því þrátt fyrir mannmergðina í búðinni týndum við þeim aldrei, því ef við fundum ekki ömmu gátum við allt- af fundið afa þar sem hann gnæfði yfir fólkið i kringum sig. Þá var amma aldrei iangt undan. Nú þegar komið er að kveðju- stundinni er leitun að góðum orðum sem ná að lýsa því hvað okkur býr í hjartastað þegar okkur verður hugsað til þín, elsku afi. Þó virðist aðeins eitt orð bera ægishjálm yfir önnur sem náð gætu því að lýsa þínum innra manni. Þú varst góð- ur. Þú varst góður afi, góður faðir og góður eiginmaður eða einfald- lega góður maður. Guð geymi þig, elsku besti afi okkar. Við viljum biðja guð um að styrkja elsku ömmu, mömmu, Guð- rúnu Jónu og Rögnu á þessari sorg- arstundu sem og aðra aðstandend- ur hans afa okkar. Þín barnabörn, Eygló Þóra Harðardóttir og Óskar Rúnar Harðarson. Erfidrykkjur HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.