Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 39 Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Hárið á þér lít- Þakka þér fyrir, ... fyrstu spurningar ur vel út í dag, Magga ... mig langar til að herra... líta vel út þegar kennarinn spyr mig þessarar al... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 VIÐ hvetjum ykkur til að fara á svona umferðarnámskeið því við höfðum mjög gaman af því og lærðum mjög margt. Hvernig væri að rifja upp umferðarreglurnar? Frá hópi 39-40: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum á Reyðarfirði og Egilsstöðum í byrjun september. Við skoðuðum ýmis atvik í umferð- inni sem valda okkur ungu öku- mönnunum stundum vandræðum og leiða til óhappa. Við viljum benda ykkur á ýmis atriði sem okkur finnst skipta máli við eftirfarandi aðstæður. Útafakstur Of mikill hraði úti á vegum er oft orsökin til þess að ungir öku- menn missa stjórn á bílnum og aka útaf. Því hvetjum við ykkur til að aka í samræmi við aðstæður hvetju sinni og taka tillit til veðurs, ástand bíls sem þið akið og vegarins sem þið akið á. Verið ekki með glanna- skap, og akið á löglegum hraða. Við hvetjum ykkur til að hafa ein- beitinguna í lagi. Mætingar á vegum og við brýr Akið alltaf í samræmi við að- stæður. Hægið vel á bílnum. Víkið vel til hliðar þegar þið mætið bíl. Gætið einnig vel að bílum sem koma á eftir ykkur. Þegar við komum að brúm og sjáum bíl í fjarlægð, er best að stoppa og hleypa honum yfir. Við getum slökkt á aðalljósum og þannig gefið ökumanninum sem kemur á móti til kynna að hann megi fara yfir. Biðskylda á gatnamótum Við sjáum að allt of mörg slys verða þar sem bið- eða stöðvunar- skylda er ekki virt. Því hvetjum við ykkur til að stilla hraða í hóf og gæta öryggis í hvívetna. Huga vel að því að útsýni sé nægt á gatna- ■ mótum og sýna sérstaka varúð sé það lélegt. Og ekki síst að virða umferðarmerkingar við gatnamót- in. Bakkað á annað ökutæki Næstalgengustu óhöppin hjá okkur 17-20 ára ökumönnum eru að bakka á. Einföld ráð til að forð- ast slíkt er að líta í speglana og í kringum sig áður en og meðan við bökkum. Hafa spegla rétt stillta og allar rúður hreinar og beina athygl- inni að því sem við erum að gera. Þá er komið tæki á markaðinn sem heitir „bakkvari" og varar okkur við ef við förum of nálægt næsta bíl. Hvernig væri að skella sér á> „bakkvara“? Að lokum viljum við minna ykkur á að aka ekki ölvuð. Við vitum nú hversu alvarlegt það er. Með kveðju frá hópunum á Reyð- arfirði og Egilsstöðum. F.h. hóps 39-40, EINAR GUÐMUNDSSON, fræðslustjóri Sjóvá-Almennra. Hugrakkir Norðmenn Frá Arnljóti Bjarka Bergssyni: FÁTT er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Nú hafa Norð- menn sýnt að þeir hafa þor til að standa í vegi fyrir Evrópuskrifræð- isskrímslinu. Þeir eru í alvöru að velta því fyrir sér að hafna Brussel- ættuðum tilskipunum um hvað skuli standa í lögum EES-ríkjanna. Ef Norðmenn hafna tilskipun ESB um genabreyttar lifverur, eiga þeir heiður skilinn. Skrifstofufíklarnir í Brussel eiga skilið að fá höfnun af þessu tagi, eftir að hafa hrist upp í íslensku þjóðlífi með vinnutilskipun ESB. Ekki er nóg með að fólki sé bann- að að vinna, heldur er okkur einnig gert erfiðara fyrir að keppa við erlend fyrirtæki því við getum ekki notað til fulls mannaflann og tím- ann sem við höfum yfir að ráða. Höfnun Norðmanna gæti sett^ EES-samninginn í hættu, jafnvel kollvarpað honum, og þá yrði EES ekki einsleitur markaður. Þá þyrft- um við ekki að sitja uppi með lög ESB stundinni lengur, löggjafar- valdið yrði heimt úr helju daginn sem EES-samningum yrði rift. Upp frá því yrðu samningar okkar við ESB tvíhliða tollasamningar án nokkurra lögformlegra skuldbind- inga. Við gætum tekið upp þráðinn þar sem frá var horfíð við Bókun VI. Ef Norðmenn hafna þessu sýna þeir hugrekki og áræðni sem ekki verður hægt að draga í efa. ARNLJÓTUR BJARKIBERGSSON, Helsingjaeyri, Danmörku. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 669 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.1S / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.