Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 19 ERLENT Glæpasamtök í al- þj óðlegu samstarfi Washington. Reuter. RÚSSNESK glæpasamtök hafa haf- ið samvinnu við kólumbíska eit- urlyfjasmyglhringa í löndum við Karíbahaf, fengið frá þeim kókaín sem þau selja í Evrópu og séð glæpa- samtökum í Rómönsku Ameríku fyr- ir vopnum og vígvélum, að sögn Washington Post. Blaðið hefur eftir embættismönn- um í Bandaríkjunum, Evrópu og Rómönsku Ameríku að rússnesku glæpasamtökin hafi einnig stofnað banka og fyrirtæki í Karíbahafslönd- unum til að stunda peningaþvætti. Embættismennimir sögðu að auk- in samvinna rússneskra og kól- umbískra glæpasamtaka væri nú hættulegasta þróunin í eiturlyfja- smygli á vesturhveli jarðar. „Rúss- nesku samtökin, ásamt þeim níger- ísku, eru nú hættulegustu glæpasam- tökin í Bandaríkjunum," sagði Barry R. Caffrey, sem hefur yfirumsjón með baráttu Bandaríkjastjómar gegn eiturlyflasmygli. Selja herþyrlur Washington Post hefur eftir Caffrey og fleiri embættismönnum Rússarnir útvega Kólumbíumönn- unum vopn og fá í staðinn eiturlyf að rússnesku glæpasamtökin hafi séð eiturlyfjasmygihringunum fyrir há- þróuðum vopnum sem þeir hafi ekki getað keypt áður. Rússamir hafi einnig veitt Kólumbíumönnunum að- gang að nýjum mörkuðum í Rúss- landi og fleiri fyrrverandi sovétlýð- veldum á sama tíma og eiturlyfja- neyslan minnkar í Bandaríkjunum. Heimildarmennirnir sögðu að yf- irvöld hefðu nýlega komist að því að rússneskir glæpahópar hefðu reynt að selja kólumbískum eitur- lyfjasmyglumm kafbát, þyrlur og flugskeyti til að granda flugvélum. Vitað væri að Rússarnir hefðu selt Kólumbíumönnunum að minnsta kosti tvær herþyrlur. Með flugskeytunum geta eitur- lyfjasmyglararnir ráðist á þyrlur, sem yfirvöld hafa notað til að flytja hermenn til árása á kókaín- og heró- ínverksmiðjur í frumskógum Róm- önsku Ameríku. Herþyrlur gera þeim einnig kleift að flytja eiturlyf með öruggum hætti og hindra árásir. Peningaþvætti í bönkum Rússar, sem eru grunaðir um tengsl við glæpasamtök, hafa einnig stofnað a.m.k. tólf banka í Karíba- hafslöndum og greitt milljónir Bandaríkjadala fyrir nokkra af arð- vænlegustu nektardansstöðunum suðurhluta Flórída. Bandarískir emb- ættismenn segja að bankarnir og skemmtistaðirnir séu notaðir til pen- ingaþvættis. Margir bankanna tengj- ast rússneskum bönkum sem eru undir stjóm glæpasamtaka. Rússnesku glæpahóparnir hafa starfað í Bandaríkjunum í tvo ára- tugi en að sögn heimildarmannanna er þetta í fyrsta sinn sem þeir taka þátt í eiturlyfjasmygli og peninga- þvætti í þessum heimshluta. Rúss- arnir hafa hingað til tengst mannrán- um, fjárkúgunum, vændi og fjár- hættuspili. Vilja aðgerðir gegn úlfum TVÖ ÞÚSUND kindur voru reknar um hina frægu götu Promenade des Anglais í frönsku Miðjarðarhafs- borginni Nice í gær. Með því vildu fjárbændur mót- mæla árásum úlfa á kindahjarðir í Mercantour-þjóð garðinum. Úlfar, sem njóta verndunar, hafa drepið um 2.000 kindur í garðinum á síðustu fimm árum. Stjórnvöld í Bretlandi Andvíg lögleið- ingu kannabis London. Reuter. JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, kvaðst á sunnudag vera andvígur því að bann við kannabis yrði afnumið og sakaði sunnudagsblað The Independent um að hafa tekið ábyrgðarlausa afstöðu í málinu. Þetta voru viðbrögð ráðherrans við tillögu sunnudagsblaðsins um að bannið yrði afnumið. Tónlist- armaðurinn Paul McCartney og kaupsýslumaðurinn Richard Bran- son höfðu lýst yfir stuðningi við tillöguna. „Það sem Independent on Sunday segir byggist á því svart- sýna viðhorfi að við séum að tapa í baráttunni gegn eiturlyíjum. Það er ekki satt,“ sagði Straw. Ráð- herrann bætti við að með því að heimila kannabis myndi eiturlyfja- neyslan stóraukast. Auk McCartneys og Bransons lýstu nokkrir virtir læknar og fyrr- verandi lögreglumenn yfir stuðn- ingi við afnám bannsins í umíjöll- un sunnudagsblaðsins. Blaðið sagði að æ algengara væri að lög- reglan veitti mönnum áminningu fyrir að eiga kannabis fremur en að sækja þá til saka. Áminning hefði verið veitt í 47% tilvikanna árið 1992 en aðeins í 1% tilvika 1981. Samkvæmt nýlegri könnun Exeter-háskóla hafa þrír af hverj- um tíu nemendum í Bretlandi á aldrinum 14-15 ára reynt kannabis að minnsta kosti einu Clinton reyndist Dönum dýr Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö. REIKNINGURINN fyrir sólarhrings heimsókn Bills Clintons Bandaríkja- forseta til Danmerkur hljóðar upp á 80-90 þúsund vinnutíma, um 50 ársstörf eða 100-150 milljónir ís- lenskra króna. Þingmenn Sameining- arlistans danska, vinstriflokks, fóru fram á yfirlit yfir kostnaðinn af heim- sókn forsetans og nú hefur Mogens Lykketoft fjármálaráðherra gert grein fyrir honum. Mestur kostnaður var af hertri löggæslu vegna forsetaheimsóknar- innar. Clinton kom fram á opnum fundi á Nýja torgi og kostnaður við að útbúa svið og ganga frá aðstöðu þar var um 24 milljónir íslenskra króna. Þingmenn Sameiningarlistans segja að greinilegt sé að lögreglan sé ekki í fjársvelti, fyrst hægt sé að nota svo mikið fé til iöggæslu vegna einnar heimsóknar, meðan kvartað sé yfír að ekki sé til nægilegt fé til að halda uppi almennri löggæslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.