Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Málþing um siðaregl- ur í viðskiptalífinu SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Is- lands efnir til málþings um siðferði í íslensku viðskiptalífi þann 3. októ- ber á Hótel Sögu frá kl. 9-17. Eink- um verður tekið til umfjöllunar efni sem töluvert hefur verið rætt á síðustu misserum en það eru siða- reglur fyrirtækja, stofnana og starfsgreina. Sífellt algengara er að fyrirtæki, stofnanir og starfs- greinar í Evrópu og Norður-Amer- íku móti siðareglur og bjóði starfs- mönnum þjálfun í að takast á við siðferðileg álitamál sem upp geta komið í daglegum störfum þeirra. Vaxandi áhugi á þessu málefni er einnig hér á landi þó svo að í fáum fyrirtækjum og stofnunum hafí enn sem komið er verið teknar upp eig- inlegar siðareglur, segir í fréttatil- kynningu. Málþingið er ætlað öllu áhuga- fólki um jákvæðan fyrirtækjabrag í íslensku atvinnulífí, ekki síst stjórnendum og öðrum þeim sem taka ákvarðanir í fyrirtækjum og stofnunum. Á málþinginu hefur framsögu fólk úr viðskiptalífínu jafnt sem fræðimenn, launþegar jafnt sem vinnuveitendur. Þannig gefst gestum tækifæri til að kynn- ast eðli siðareglna og jafnframt þeim þáttum í íslensku viðskiptalífi sem þær verða að taka mið af. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í síma Siðfræðistofnunar. Samkomuröð með Helga Hróbjartssyni SAMKOMUR verða haldnar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík dagana 1.-5. október. Ræðumaður verður sr. Helgi Hró- bjartsson en hann hefur um árabil starfað sem kristniboði bæði í Eþí- ópíu og Senegal. Sr. Helgi snéri aftur til Íslands sumarið 1996 og hefur frá miklu að segja. Síðastliðin ár hefur hann starfað í Lúthersku kirkjunni í S- Eþíópíu og m.a. I Ogaden eyði- mörkinni. Þar vann sr. Helgi að þróunarverkefnum jafnframt kristniboði. Hann hefur því frá miklu að segja. Á samkomunum verður kórsöng- ur, einsöngur og mikill almennur söngur. Allar samkomurnar heflast kl. 20.30 nema samkoman 5. októ- ber hún hefst kl. 17. Allir eru hjart- anlega velkomnir í hús KFUM og KFUK við Holtaveg. Samkomurnar hefjast allar kl. 20.30. Lögreglan leitar vitna RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum að árekstri á mótum Bústaðavegar og Suðurhlíð- ar sl. laugardag kl. 11.44. Tveir fólksbflar, Colt og Saab, rákust saman á gatnamótunum og greinir ökumenn þeirra á um stöðu umferðarljósanna. Dagbók lögreglunnar * A100 km hraða í miðri borg UM HELGINA voru rúmlega 300 mál færð til bókunar hjá lögregl- unni í Reykjavík. Margir ökumenn voru stöðvað- ir af lögreglu vegna hraðaaksturs og urðu nokkrir þeirra að sjá á eftir ökuréttindum sínum. Ekki er of oft brýnt fyrir ökumönnum að virða hraðamörk og gera sér grein fyrir þeirri hættu sem menn skapa með vítaverðum hraðakstri í íbúahverfum borgarinnar. Einn ökumaður var stöðvaður á Grensásvegi er hann var mæld- ur á rúmlega 100 km hraða en leyfilegur hámarkshraði við bestu aðstæður er 50 km þar. Ökumað- urinn var færður niður á stöð og sviptur ökuréttindum. Ánnar ökumaður var færður á lögreglustöð og sviptur ökurétt- indum eftir að hafa ekið ökutæki sínu á rúmlega 100 km hraða á Miklubraut. Umferðarslys Slys varð í Breiðagerði við Grensásveg á föstudag en tvö ökutæki skullu saman. Okumaður og farþegi urðu fyrir minniháttar meiðslum, en flytja varð bæði ökutækin með kranabifreið af vettvangi. Um miðjan dag á laugardag varð umferðarslys á Bústaðavegi við Suðurhlíð er þrír bílar skullu saman. Ein bifreiðanna lenti á umferðarvita og hlutu ökumaður og farþegi nokkra áverka. Þá slasaðist 15 ára unglingur á fæti er hann datt af óskráðu torfæruhjóli. Drengurinn var við akstur utan vegar við Suður- landsbraut. Þá slasaðist ökumaður í andliti er tvö ökutæki skullu saman á Borgartúni við Kringlumýrar- braut á laugardag. Líkamsmeiðingar Karlmaður var sleginn í andlit- ið á skyndibitastað í morgunsárið á sunnudag. Manninum var ekið á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Þá var karlmaður handtekinn á mánudagsmorgun eftir að hafa barið annan mann með flösku í höfuðið. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild. Innbrot/þjófnaður Brotist var inn í sex fyrirtæki á Ártúnsholti aðfaranótt laugar- dags. Innbrotsaðilar höfðu tekið til mikið af tölvubúnaði og ætlað að taka af vettvangi. Afskipti voru höfð af konu sem staðin hafði verið að því að stela þvotti nágranna sinna. Fíkniefnamál Ætluð fíkniefni fundust á manni sem handtekinn var á Laugavegi. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Skemmdarverk Mikið var unnið af skemmdar- verkum um helgina. Lögreglu bárust rúmlega 30 slíkar tilkynn- ingar. Ástæða er til að hvetja alla til að láta lögreglu vita verði þeir varir við aðila sem eru að vinna skemmdir á eigum borgara. Skemmdir voru unnar á fímm ökutækjum í vesturbænum að morgni laugardags. Alþjóðadagnr eldri borgara 1. október SAMEINUÐU þjóðirnar hafa út- nefnt 1. október ár hvert sem Al- þjóðadag eldri borgara. Með hug- takinu eldri borgari er átt við fólk 60 ára og eldra. Talið er að ein af hveijum tíu manneskjum í heiminum sé nú 60 ára og eldri. Árið 2030 er áætlað að þriðja hver manneskja í þessum löndum verði 60 ára og eldri. Hagsmunamál eldri borgara snerta því ekki einungis þá sem nú eru 60 ára og eldri heldur líka alla þá sem á ókomnum árum ná þessum aldri, segir í frétt frá fé- lagi SÞ. ■ FÉLAG ábyrgra feðra efnir til kynningarfundur á Grand Hótel miðvikudagskvöldið 1. október kl. 20. Erindi flytja Jóhann Loftsson, sálfræðingur, hann mun fjalla um tengsl barna og foreldra, Össur Skarphéðinsson, sem fer nokkrum orðum um skyldur sínar sem föð- ur, Helgi Birgisson, lögfræðingur, ijallar um rétt barns til beggja for- eldra samkvæmt lögum og Davíð Þór Jónsson, fjallar um forsjár- deilur og fjölmiðla. ■ FÉLA GSFUNDUR í VINNÍS, Vinnuvistfræðifélagi íslands, verður haldinn miðvikudaginn 1. október. Fundurinn verður haldinn í fundarsal BHM í Lágmúla 7, 3. hæð, kl. 16.30. Niðurstöður könn- unar meðal félagsmanna um áhugasvið og leiðir í starfí verða kynntar. Stofnaðir verða þverfag- legir hópar um hin ýmsu áhugasvið félagsmanna. Nýir félagar vel- komnir. ■ NÁMSKEIÐ í skyndihjálp hefst fimmtudaginn 2. október. Kennt verður kl. 19-23 dagana 2., 8. og 9. október. Námskeiðið er 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Félagar í RKÍ og nemendur í framhaldsskólum fá 50% afslátt. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í hönd- um ávísun á námskeið í skyndi- hjálp gefna út af Rauða krossi íslands en þær elstu fara að falla úr gildi, segir í fréttatilkynningu. Dregur upp- sögn á sér- fræðisamningi til baka MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfírlýsing frá Siguijóni Sigurðssyni, lækni: „Vegna auglýsingar um sér- fræðilæknisþjónustu sem birtist í Morgunblaðinu hinn 28. september sl. vil ég taka fram að ég get ekki á nokkurn hátt borið ábyrgð á inni- haldi hennar enda var það ekki borið undir mig. í auglýsingunni er sjúklingum bent á að framvísa reikningum til Tryggingastofnunar ríkisins. Sem starfsmaður Trygg- ingastofnunar get ég ekki tekið undir þetta enda er ljóst að Trygg- ingastofnun er ekki heimilt að greiða reikningana þannig að hér er einungis verið að skapa sjúkling- um óþarfa snúninga. Vegna vinnu minnar á Tryggingastofnun hef ég afráðið að draga uppsögn mína á sérfræðisamningi mínum við Tryggingastofnun til baka.“ ■ FORELDRARÁÐ Austurbæj- arskóla samþykkti eftirfarandi á fundi sínum þann 24. september 1997: „Foreldraráð Austurbæjarskóla lýsir þungum áhyggjum vegna yfír- standandi kjaradeilu grunnskóla- kennara og sveitarstjórna. Sveitarstjórnir máttu vita að yfir- taka grunnskóla þýddi aukin út- gjöld. Annaðhvort axla pólitískir valdhafar þá ábyrgð eða vísa þann veg að rétturinn til grunnskólanáms verði einungis tryggður þeim sem til þess hafa fé. Það hæfír ekki pólitískt kjörnum fulltrúum að skýla sér á bak við launanefnd sveitarfélaga sem er ekkert annað en starfsnefnd stjórn- valda. Foreldraráðið skorar á stjórnvöld Reykjavíkurborgar að gar.ga þegar til samninga við kenn- ara og meta að verðleikum mikil- vægi kennarastarfsins. Foreldraráð Austurbæjarskóla hafnar framtíðarsýn ójafnaðar og ítrekar að jafnrétti barna til náms er grundvöllur velfarnaðar í samfé- laginu og á ábyrgð samfélagsins." I Foreldraráði Austurbæjarskóla eru Helga Nína Heimisdóttir, Birna Þórðardóttir og Hjörleifur Stefánsson. ■ MENNINGAR- og friðarsam- tök íslenskra kvenna halda opinn fund í kvöld þriðjudaginn 30. sept- ember kl. 20 á Vatnsstíg 10 (MIR- salur). Sigríður Lillý Baldurs- dóttir frá Félagsmálaráðuneyti gerir grein fyrir skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Kvennaráðstefnuna í Kína 1995 og María S. Gunnars- dóttir segir fréttir frá Alþjóðasam- tökum lýðræðissinnaðra kvenna. ■ FFA - Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur heldur fræðslu- kvöld fyrir aðstandendur fatlaðra barna miðvikudaginn 1. október kl. 20.30 1 sal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlands- braut 22. Ingibjörg Georgsdóttir, barna- læknir og Sigríður Ólafsdóttir, yfír- félagsráðgjafi, báðar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins kynna breyt- ingar á reglugerð um umönnunar- bætur sem tók gildi 1. september sl. Kaffigjald er 300 kr. Tilkynna þarf þátttöku til Landssamtak- anna Þroskahjálpar. LEIÐRÉTT Villa í minningargrein INNSLÁTTARVILLA varð í minn- ingargrein um Önnu Maríu Einars- dóttur í blaðinu sunnudaginn 28. september. Hljóðaði setningin svo: vFélagið leigði þá skrifstofu í húsi Óryrkjabandalagsins í Hátúni 10, en flutti sama ár í eigið húsnæði á Skólavörðustíg 21 þar sem starf- semin var næstu fimmtán ár- in“ .... þarna hefði átt að standa ... næstu fímm árin. Viktor Frankl RANGHERMT var í frétt sl. sunnu- dag að Viktor Frankl, höfundur bókarinnar Leitin að tilgangi lífs- ins, hafí látist sl. þriðjudag. Hið rétta er að Frankl lést þriðjudaginn 2. september sl. Stúkufélagi „Mínervu" í greininni „Ég vil ekki timbur- mennina" sem birtist sl. sunnudag var m.a. sagt frá Ingu Guðmunds- dóttur, sem varð eiginkona Jóhanns J. Kristjánssonar héraðslæknis. Athugull lesandi hringdi og sagði að Inga væri önnur frá hægri í miðröð á mynd sem fylgdi grein- inni. Ingu var ekki getið í mynda- textanum og er beðist velvirðingar á því. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu. „í nýlegu fréttaviðtali við Mörtu Bergmann, félagsmálastjóra í Hafnarfírði, um kynferðisafbrota- mál manns gegn ungu bami, sem vistað var af barnaverndarnefnd í hans umsjá, lýsir hún málinu sem martröð barnaverndar. Enginn getur efastum sannleiksgildi þess- ara orða. Útilokað var að sjá þá sorglegu atburði fyrir sem fólust í því ofbeldi sem hið varnarlausa unga bam var beitt. I yfirlýsingu aðstoðarmanns fé- lagsmálastjórans, Einars Inga Magnússonar, í Mbl. sl. laugardag er komið á framfæri athugasemd- um vegna tiltekinna atriða er fram komu í fréttaviðtali við undirritað- an. Fréttamaður leitaði í því tilviki m.a. eftir upplýsingum um hvaða almennu reglur giltu um mat á hæfni fólks til að taka börn í fóst- ur, sem eðlilegt er að spurningar vakni um í kjölfar þessa óhugnan- lega máls. Undirritaður skýrði þær reglur sem í gildi em en þær fara eftir því hvort barni er ráðstafað í fóstur til langs tíma eða um vist- un barns er að ræða í skemmri tíma en sex mánuði. i fyrra tilvik- inu annast Barnaverndarstofa umrætt hæfnismat og er þá hæfn- isvottorð látið í té eftir mjög ítar- lega rannsókn á högum og aðstæð- um viðkomandi. Sé um skamm- tímavistun að ræða er hæfnismat- ið framkvæmt af barnaverndar- Athugasemd við yfir- lýsingu nefndinni þar sem væntanlegir fósturforeldrar eiga lögheimili jafnframt því sem sú nefnd sem vistar barn á því tiltekna heimili gerir gjarnan sínar eigin athugan- ir. í fréttaviðtalinu kom jafn- framt fram að umrætt heimili hafði ekki hæfnisvottorð frá Barnaverndarstofu en að barna- verndarnefndirnar fyrir norðan og í Hafnarfirði hafi framkvæmt sínar athuganir eins og reglur kveði á um, enda hafi fósturráð- stöfun þeirra barna sem dvöldu á heimilinu einungis verið ætlað að vara í sex mánuði. Aðstoðarfélagsmálastjórinn hefur greinilega lesið eitthvað allt annað og meira út úr þessu frétta- viðtali en efni standa til. Hann gerir því skóna að það sé ósatt sem fram kemur í fréttaviðtalinu að heimilið hafi ekki fengið hæfn- ismat frá Barnaverndarstofu. Vís- ar hann til þeirrar umsóknar sem hjónin höfðu lagt inn hjá stofunni, í framhaldi hafí Barnaverndar- stofa óskað eftir umsögn frá barnaverndamefnd S-Þingeyjar- sýslu og fengið mjög ítarlega út- tekt þaðan. Að auki hafí starfs- maður Barnaverndarstofu fylgt málinu eftir með heimsókn á heim- ilið. Á grundvelli þessa fullyrðir aðstoðarfélagsmálastjórinn að „heimilið uppfyllti öll skilyrði Barnaverndarstofu um langtíma- fóstur". Það má vera að það sé mat hans að svo hafí verið en ekkert liggur fyrir um það af hálfu Barna- vemdarstofu. Umsókn um að ger- ast fósturforeldrar, öflun upplýs- inga og gagna jafngildir augljós- lega ekki leyfísveitingu. Stofnunin hafði ekki lokið vinnslu málsins enda er mun fleiri gagna aflað en aðstoðarfélagsmálastjórinn til- greinir auk þess sem leggja þarf mat á gögnin. Engu breytir þótt „fólkið hafí talið sig vera á skrá hjá Barnaverndarstofu“. Fullyrð- ingar aðstoðarfélagsmálastjórans þess efnis að Barnaverndarstofa „hafi beðið heimilið fyrir vistun á einstaklingi í beinu framhaldi af þessari skráningu“ eiga ekki við nein rök að styðjast. Hvorki kannast sá starfsmaður stofunnar sem hefur umsjón með fósturmálum við slíkt né heldur er það á verksviði Barnaverndar- stofu að ráðstafa börnum í fóstur, en slíkt er alfarið hlutverk barna- verndarnefnda. Loks eru fullyrð- ingar aðstoðarfélagsmálastjórans um að félagsmálastjórinn á Húsa- vík hafí komið á framfæri athuga- semdum við undirritaðan símleiðis vegna þessa máls ekki réttar held- ur, því hvorugt könnumst við við að hafa átt samræður um hæfnis- mat á umræddu heimili.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.