Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU NEYTENDUR Ályktun samþykkt á aðalfundi SF Hlutfall hrá- efnisverðs er orðið of hátt Gengisþróunin hefur aukið á vandann ÚTREIKNINGAR Þjóðhagsstofn- unar um afkomu í sjávarútvegi i staðfesta þann gríðarlega rekstrar- ' vanda, sem við er að glíma í fryst- ingu og saltfiskvinnslu hér á landi. Þá sýna þessir útreikningar að af- koma í rækjuvinnslu er erfið um þessar mundir, en góður gangur er ■ í mjöl- og lýsisvinnslu, segir í álykt- un aðalfundar Samtaka fískvinnslu- stöðva, sem hatdinn var sl. föstu- : dag. „Við þessar aðstæður er fisk- vinnslunni mjög brýnt að ná niður ýmsum kostnaðarliðum í rekstri fyrirtækjanna. Hlutfall hráefnis- verðs af útflutningstekjum fisk- vinnslunnar er einfaldlega orðið of hátt og hefur ekki fylgt lækkun afurðaverðs. Gengishækkun krón- j unnar og óhagstæð gengisþróun flestra Evrópugjaldmiðla undanfar- , in misseri hefur aukið á vandann. Það er orðið aðkallandi verkefni að hraða endurskoðun vinnslu- og launakerfa og bæta nýtingu fram- leiðslutækja og vinnutíma með það að leiðarljósi að auka framleiðni í íslenskri fiskvinnslu. Menntun starfsfólks í fiskvinnslu verði efld, ekki síst á sviði framleiðslu og stjórnunar. Eftirlitsaðilum verði fækkað í sjávarútvegi, eftirlitskerf- ( ið einfaldað og dregið úr kostnaði vegna þess,“ segir í ályktuninni. Getur ekki sætt sig við hágengisstefnuna Ennfremur segir: „Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva getur ekki undir neinum kringumstæðum sætt sig við þá hágengisstefnu Seðlabankans sem fylgt hefur verið á þessu ári. Það er gjörsamlega útilokað fyrir fiskvinnsluna að búa við lægra skilaverð á sjávarafurðum vegna gengishækkunar íslensku krónunnar og greiða með því niður verðbólgu á íslandi. Núverandi vaxta- og gengisstefna skekkir alla afkomu og samkeppnishæfni út- flutningsgreina og er í engu sam- ræmi við yfírlýsta stefnu stjórn- valda um að rekstrarumhverfi hér á landi verði á við það, sem gerist best í nálægum löndum. Háir raunvextir eru enn ráðandi hér á landi, þó að aukin samkeppni á lánamarkaðnum hafi leitt til lækk- unar fjármagnskostnaðar. Góð af- koma bankastofnana og minnkandi útlánatöp gerir þeim kleift að búa við minni vaxtamun en áður. Lækk- un vaxta skiptir sjávarútveginn miklu máli og afar brýnt er að inn- lendir vextir verði sambærilegir og hjá okkar helstu samkeppnisþjóð- um,“ segir í ályktun SF. Fallið verði frá hækkun tryggingagjalds Aðalfundur Samtaka fískvinnslu- stöðva skorar á stjómvöld að falla nú þegar frá frekari hækkun trygg- ingagjalds á sjávarútveginn sem taka á gildi um næstu áramót. Þessi hækkun launaskatts muni kosta sjávarútveginn aukalega um 700 milljónir á ári komist hann að fullu til framkvæmda. Útflutningsgreinar búi við þá sérstöðu að geta ekki velt þessum nýju sköttum út í af- urðaverðið, sem ráðist af framboði og eftirspum á erlendum mörkuðum. STAKFELLIÐ ÞH hefur nú verið selt fyrirtæki í Færeyjum sem Hraðfrystistöð Þórshafnar er aðili að. Stakfellið selt til Færeyja Fer í Barentshaf og Norðursjó þorsk og ýsu, og í Norðursjó þar sem það er aðallega með ufsa. Jóhann sagði, að ekkert væri ráðið með framtíðina að öðru leyti, til dæmis hvort keypt yrði annað skip. Sagði hann, að Hraðfrystistöð- in væri aðili að þessu fyrirtæki og ætlaði að taka þátt í þessari út- gerð. Hér heima hefði verkefnaleysi blasað við en þarna hefði gefist tækifæri, sem taiið hefði verið rétt að nýta. Jóhann sagði, að það ætti að vísu eftir að skýrast betur en stefnt væri að því, að einhveijir úr fyrri áhöfn Stakfellsins fylgdu því til að byrja með. HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hefur gengið frá sölu á frystitogar- anum Stakfeilinu til Færeyja en skipið kom nýlega heim úr 50 daga túr í Smuguna. Var flestum skip- verjanna sagt upp við komuna til Þórshafnar vegna verkefnaleysis en einhveijir þeirra munu fá pláss á skipinu áfram að því er fram kom hjá Jóhanni A. Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar- innar. Kaupandi Stakfellsins í Færeyj- um er fyrirtækið Arnbæk í Suðurey en Hraðfrystistöðin á hlut í því. Mun skipið veiða úr kvóta, sem fyrirtækið hefur í Barentshafi, Spurt og svarað um neytendamál Mozzarella, mygluostar og rjómaostar án saltpéturs - ER SALTPÉTUR notaður í alla íslenska ostagerð og ef svo er hversvegna? Svar: „Við notum saltpétur í þessa hefðbundnu osta sem við er- um að framleiða, brauðosta, gouda- ost, óðalsost, og svo framvegis," segir Geir Jónsson forstöðumaður rannsóknastofu hjá Osta- og smjör- sölunni. „Saltpétur gegnir hlutverki rot- varnarefnis. Hann er settur í mjólk- ina þegar við erum að hefja fram- leiðslu á osti til að stoppa óæskilega gerlastarfsemi. Innihaldi íslenskur ostur saltpétur eiga neytendur að geta gengið úr skugga um það með því að lesa á umbúðir. Þar á að koma fram E252 sem þýðir saltpét- ur.“ Geir segir að saltpétur sé ekki notaður við gerð mygluosta. Þá er enginn saltpétur notaður við fram- leiðslu Mozzarella og ekki heldur í ijómaosta. Enginn viðbættur salt- pétur er í smurostum. „Við notum á hinn bóginn önnur rotvarnarefni í ijómaosta og smurosta." Saltpétur er leyfilegur við fram- leiðslu osta í takmörkuðu magni. Magn hans hefur á hinn bóginn minnkað með árunum þar sem gæði mjólkur hafa aukist. „Saltpétur brotnar niður í geijun- inni en það sem menn hafa óttast er svokallað nítrit og það hefur ekki fundist við mælingar í íslensk- um ostum.“ Geir telur óraunhæft að ætla að hægt sé að vera án salt- péturs við íslenska ostagerð. „Fyrir- komulagið hér á landi er þannig að mjólk er sótt á tveggja til þriggja daga fresti. Ef það ætti að vera raunhæfur möguleiki að framleiða osta án saltpéturs þyrftum við að sækja mjólkina daglega." Sala á lökum frá Ikea bönnuð í Noregi Rauðu lökín ekki til í VIKUNNI birtist í norska dag- blaðinu Aftenposten frétt þess efn- is að búið væri að banna sölu á ákveðinni tegund laka frá Ikea vegna krabbameinsvaldandi efna sem væru notuð við framleiðsluna. Að sögn Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar framkvæmdastjóra hjá Ikea var gæðaskoðun fram- kvæmd af norskum heilbrigðisyfír- völdum í júní. Þar kom í ljós að ein tiltekin tegund rauðra laka sem framleidd er fyrir Ikea undir nafn- inu Sömn inniheldur efnið ACO sem notað er við litun í meira magni en leyfilegt er. „í kjölfarið á þessum niðurstöðum lét Ikea óháða þýska rannsóknarstofu gera gæðakönnun fyrir sig á þessum lökum. í ljós kom þá að engin lök innhéldu þetta efni utan eitt lak sem var rautt. Það innihélt 10 mg á kíló en ströngustu gæðastaðlar í heiminum leyfa 30 mg á kíló.“ Jóhannes Rúnar segir að eigi að síður hafi forsvarsmenn Ikea ákveðið að taka rauð lök þessarar tegundar af markaðnum og finna nýja leið til að lita þau í framtíð- inni. - Fást þessi lök hér á landi? „Þessi tiltekna tegund fæst ekki hérlendis núna og við höfum feng- ið yfirlýsingu frá Ikea í Svíþjóð um að öll önnur lök fyrirtækisins séu hættulaus með öllu.“ Jóhannes Rúnar segir að stöðugt sé verið að framkvæma gæðaprófanir fyrir Ikea og strangir gæðastaðlar sem eru bak við hveija vöru eigi að tryggja að verið sé að selja vöru sem er skaðlaus með öllu. - Kemur oft fyrir að þið þurfið að innkalla vörur? „Ikea selur um 12.000 vöruliði þar sem úrvalið er mest. Um 2.000 fyrirtæki sjá um framleiðslu þess- ara vöruliða. Það telst til algjörra undantekninga að tilfelli sem þessi komi upp. Þegar minnsti vafi leik- ur á að varan sé í lagi er hún tek- in úr sölu á meðan verið er að komast til botns í málinu. Það er engin áhætta tekin hjá Ikea þó óþægileg umræða í íjölmiðlum kunni að sigla í kjölfarið." Rétt notkun hjálma getur skipt sköpum NOKKUR atriði er vert að hafa í huga þegar notkun hjálma er annarsvegar. 1. Hjálmurinn má ekki siija of aftarlega því þá ver hann ekki ennið sem skyldi. 2. Hjálmurinn á að sitja það þétt að hann hvorki detti af né skekk- ist þegar á reynir. 3. Böndin eiga að vera rétt stillt. Aftara bandið skal stillt á móti fremra bandi, þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu sem böndin mynda. 4. Hvorki má líma merki á hjálm- inn né mála hann því þá getur höggþolið minnkað og haft áhrif á viðnám hjálmsins lendi hann í götunni. 5. Hjálminn má aðeins hreinsa með vatni og sápu en ekki með uppleysandi efnum s.s. þynni og bensíni. Slik efni kunna að eyði- leggja ysta lag hjálmsins. 6. Hjálminn má ekki nota í leik- tækjum því hjálmurinn getur fest í tækjunum. Nýtt Vistvænar rafhlöður HAFINN er innflutningur á nýjum vistvænum rafhlöðum frá Philips, Powerline. í fréttatilkynningu frá Heimilistækjum hf. segir að Power- line rafhlöðurnar séu vistvænar, þ.e. hægt er að henda þeim með heimil- isruslinu þegar líftíma lýkur. Rafhlöðurnar eru einnig sagðar með lengri endingartíma en tíðkast. Powerline rafhlöðurnar fást hjá Heimilistækjum, Sætúni 8 og hjá söluaðilum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.