Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 41
I MORGUNBLAÐIÐ 3 i J J ! 1 I DAG ÁRA afmæli. I dag, þriðjudaginn 30. september, verður sjötíu og fimm ára Magnús H. Magnússon, fyrrverandi ráðherra, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Hann tekur á móti sambýlisfólki sínu, Sléttuvegi 11-13, svo og vinum og vandamönnum í Þjónustuselinu, Sléttuvegi 11-13, á afmælisdaginn frá kl. 15-17. ÁRA afmæli. í dag, þriðjudaginn 30. september, verður sjötug Guðbjörg Li^ja Guð- mundsdóttir, Kleppsvegi 2, Reykjavik. Eiginmaður hennar er Krisiján Páll Sigfússon, kaupmaður. Þau hjónin eru að heiman. ÁRA afmæli. í dag, þriðjudaginn 30. september, verður fímmtug- ur Gunnar Ingi Birgisson, verkfræðingur, Austur- gerði 9, Kópavogi. Eigin- kona hans er Vigdís Karls- dóttir, sjúkraliði. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 1, föstudaginn 3. október frá kl. 20-22. I BRIDS IJmsjön Guómundur Páll Arnarson I a a j i I a 4 i i 4 4 i „ÞÚ ert ekki á skotskónum í dag, makker. Með tólf ör- ugg útspil á hendinni, fmn- urðu það eina sem gefur spilið.“ Austur er af þeirri gerð spilara sem enginn hringir í þegar fjórða mann vantar. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ K32 Y K72 ♦ 1096 ♦ 10876 Vestur Austur ♦ 54 ♦ 108 V G963 IIIIH V ÁD105 ♦ G87532 111111 ♦ ÁD4 ♦ 2 ♦ DG53 Suður ♦ ÁDG976 ♦ 84 ♦ K ♦ ÁK94 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Lauftvistur. Sagnhafi var fljótur að innbyrða tíu slagi: Hann drap laufgosa austurs með ás, tók þrisvar tromp og endaði í borði til að svína fyrir lauf- drottningu. Reyndi svo við yfirslaginn með því að spila hjarta á kónginn. Vestur stundi mæðulega undir skammarræðu austurs, sem hann vissi að var óumf- lýjanleg: „Ef þú spilar ekki út laufi fæ ég alltaf slag á litinn," hélt austur áfram, „blindur á aðeins eina inn- komu á spaðakóng og ég get stungið á milli og tryggt mér slag.“ „Það verður að hafa það,“ svaraði vestur þreytulega. „Mér fannst ekki óeðlilegt að koma út með einspilið." Þegar hér var komið sögu fékk vestur óvæntan stuðn- ing frá sagnhafa: „Það er rétt að tólf útspil eru örugg. Hitt er rangt að lauftvistur- inn gefi spilið. Góður spilari í austursætinu lætur lítið lauf í fyrsta slag. Þá er engin leið að fá fjóra slagi á litinn.“ Kinnar austurs snögg- breyttu um lit, því hann var nógu góður til að sjá að þetta var rétt athugað. „Og hvaða útspil gefur samninginn?" spurði hann skömmustuleg- ur. „Nú, auðvitað tígulgos- inn.“ Með morgunkaffinu COSPER ÉG var bara að athuga hvort kviknað hefði í teppinu og það reyndist vera rétt. HÖGNIIIREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ ertir Franccs Drakc b VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur ríkum hæfi- leikum sem þú þarft að nýta þérásem farsælastan hátt. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það getur hefnt sín að tefla á tæpasta vað í fjármálum. Söðlaðu um og gættu hófs í hvívetna. Naut (20. april - 20. maf) Vinnan göfgar manninn, en það er fleira sem gefur líf- inu gildi. Sinntu hugðarefn- um þínum líka. Tvíburar (21. maí - 20.júní) AX1 Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra, hvorki í einkalífi, né í starfi. Vertu á varðbergi í fjármálum. Krabbi (21. júnf — 22. júlf) H86 Það eru peningar í fleiri hlutum en hlutabréfum. Gættu þess þó að hafa rétt við bæði í fjármálum og einkalífi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu athugasemdir ann- arra sem vind um eyru þjóta því nú hefur þú rétt fyrir þér og átt að láta slag standa. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það er ýmislegt sem veitir þér erfiðleika í starfi en ef þú heldur ró þinni leysast hlutirnir farsællega. v°8 _ (23. sept. - 22. október) (þ*® Það er ýmislegt á starfsvett- vangi þínum sem kallar á sérstaka athygli þína. Gefðu þér tíma til að leysa málið. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) H|j0 Eitthvað er að angra þig á fjármálasviðinu. Earðu þér hægt og reyndu að öðlast heildarsýn í málunum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Það getur verið auðveldara að ákveða hvað gera skal heldur en að framkvæma það. Mundu að láta athöfn fylgja orðum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú getur haft góða stjórn á fjármálunum ef þú gætir þes að lána ekki peninga út og suður. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Eitt og annað er skrafað í kringum þig. En á meðan þú hefur þitt á hreinu getur þú látið allt umtal sem vind um eyru þjóta. Fiskar (19. febrúar- 20. mars) iSí Þú færð vitneskju sem kem- ur sér vel fyrir þig í starf- inu. Haltu ró þinni þó ein- hveijir vilji egna þig til átaka. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 41 Karlakórinn Þrestir Vetrarstarfið er að byrja. >Nýir söngmenn velkomnir. Upplýsingar hjá Sigurði í síma 555 3232 og hjá Rúnari í síma 565 1607 Jœja lubbamir mínir þá er sumarfríið búið. Ég hef störf á Kúlturu, Glæsibæ, þann 3. október. Hlakka til að sjá ykkur. Tímapantanir í síma 538 9895 \V|öll Daníelsdóttir, Hárgreidslumeistari. Handunnin húsgögn frá Pakistan og vetrarleðurflíkur, ekta pelsar og margt fleira. Opið frá 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. Verið velkomin. skólar/námskeSð ____skjalastjórnun_ ■ Inngangur að skjalastjórnun Námskeið haldið 27. og 28. okt (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. tónlist ■ Píanókennsla - Tónfræðikennsla Kenni á píanó, byrjendum og lengra kom- num, bömum og fullorðnum. Tónfræði- kennsla innifalin. Einnig sértímar í tón- fræði. 25 ára starfsreynsla. Guðrún Birna Hannesdóttir, sími 557 3277 ýmlslegt ■ Yoga-námskeið Acarya Ashiishananda Avadhuta sérþjálfaður yo- gakennari heldur reglulega 6 vikna yoga-námskeið. Hópkennsla og einkátímar. Lærðu að hugleiða á árang- ursríkan hátt með persónu- legri leiðsögn. Lærðu yoga-líkamsæfingar, einstaklingsbundin kcnnsla sem tekur mið af líkamlegu ástandi hvers og eins. Ný námskeið byrja miðvikdaginn 8. október og þriðjudaginn 14. október. kl. 17—19. Uppl. og skráning í síma 551 2970 kl. 9—12 og eftir kl. 21 á kvöldin. Verð kr. 6.000, afsláttur fyrir skólafólk. Ananda Marga Yogahreyfing á ís- landi, Lindargata 14, Rvík. myndmennt ■ MYND-MÁL Myndlista rskóli Málun — ijölbreytileg verkefni. Teiknun, myndvefnaður. Byrjendur, fram- haldsfólk í fámennum hópum. Upplýsingar og innritun kl. 14.00—21.00 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. MUNIÐ SÉRPANTANIR ÁHÚSGÖGNUM TÍMALEGA FYRIR JÓLIN Mörkinni 3, sími 588 0640 1 E-mail: casa@islandia.is VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ Þ.ÞORGRÍNISSON & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 Glugginn Lausavesi 60 sími 551 2854. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.