Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 5 __________________________FRETTIR______________ Árskort í sund og líkamsrækt í Sundlaug Kópavogs kostar 14.990 krónur 1.000 sóttu um á fyrsta degi ALLS voru afhent um 1.000 umsóknareyðu- blöð um árskort í sund og líkamsrækt í kjall- ara Sundlaugar Kópavogs á sunnudag. Guð- mundur Harðarson, forstöðumaður, sagði að ekki væri búið að telja útfylltar umsóknir í gær. Árskortin verða seld á 14.990 kr. fram til áramóta. Eftir áramót er/áætlað að verðið hækki í 19.990 kr. Venjulegt árskort í sund kostar 10.000 kr. Guðmundur sagði að bærinn leigði sænska fyrirtækinu Medic Operating AB húsnæði und- ir líkamsræktina í kjallaranum. „Svíarnir kynntu sér aðstæður á nokkrum stöðum hér á landi í fyrrahaust. í framhaldi af því fóru af stað viðræður um að nota hluta kjallarans und- ir húsinu fyrir líkamsrækt. Tækjasalurinn er 260 fm og bætt hefur verið við sturtu- og bún- ingaaðstöðu fyrir laugina í kjallaranum. Sú framkvæmd var orðin mjög aðkallandi enda hefur gestafjöldi aukist um 100.000 manns á síðustu fjórum árum,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að sænska fyrirtækið ræki 40 til 50 aðrar líkamsræktarstöðvar við sundlaug- Morgunblaðið/Þorkell FJÖLDI fólks mætti í tækjasalinn í Sund- laug Kópavogs í gær. ar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. „Svíar verða hér til að byija með til að leiðbeina íslensku leiðbeinendunum. íslendingarnir taka svo við undir stjóm íslensks framkvæmdastjóra. Hérna verða alltaf leiðbeinendur og skylt er að leið- beinandi fylgi hvetjum og einum fyrsta klukku- tímann,“ segir hann. Samkeppnisstofnun gerir ekki athugasemdir Hann segir að lágt verð skýrist m.a. af því að ekki sé boðið upp á jafn fjölbreytta þjón- ustu og víða annars staðar. „Þeir eru ekki með hóptíma, spinning eða eróbik, aðeins tækjasal. Hér er engin lóð enda er lögð áhersla á að slysa- hætta sé lítil. Barnapössun er engin,“ sagði hann og tók fram að Kópavogsbær hefði gert að skilyrði að samningurinn við Svíana stæðist samkeppnislög. „Við gerðum samning við Svíana í apríl. Samkeppnisstofnun gerði engar athugasemdir við hann.“ Líkamsræktin í Sundlaug Kópavogs er opin á sama tíma og sundlaugin. Kanna ástand á meðferðar- heimilum SÉRFRÆÐINGAR á vegum félags- málaráðuneytisins hafa undanfarið kynnt sér ástand á meðferðarheimil- um ríkisins fyrir böm og unglinga í því skyni að rannsaka hvort börn séu beitt þar harðræði. Rannsókn þessi fer fram í kjölfar athugasemda sem umboðsmaður barna setti fram síðastliðið sumar. Umboðsmaður barna ritaði grein- argerð síðastliðið sumar þar sem því var m.a. haldið fram að það tíðkað- ist að beita börn harðræði inni á meðferðarheimilum ríkisins. Þvi var harðlega mótmælt af hálfu Barna- verndarstofu, en umboðsmaður barna krafðist þess að tilnefndir yrðu óháðir aðilar sem myndu rannsaka þetta mál. í ágúst fól félagsmálaráð- herra þeim Davíð Þór Björgvinssyni prófessor við Lagadeild Háskóla ís- lands og Nönnu Sigurðardóttur fé- lagsráðgjafa að hafa rannsóknina með höndum og hafa þau undanfarið verið að afla sér gagna í málinu en rannsókninni er ekki lokið. Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- lega og VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR, JLX 5-D. 1.940.000 KR, DIESEL 5-D 2.180.000 KR,V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu innl Sjádu plássid og alúdina við smáatriði. Vitara er vinscelasti jeppinn á Islandi. Og skyldi engan undra. SUZUKl AFL OC ÖRVGGI SUZUKI BILAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf, Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalaahf., Miðási 19, simi 4; Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. 471 20 11. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Alvöru ieppi á verði jepplinss iVITARA 1998

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.