Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
iðu umslag
^nes
ast viðfangsefnið á heildstæðan hátt
og veltir fyrir sér hvaða huglæg áhrif
verða að komast til skila til til að
hönnunin beri með sér meiri merk-
ingu én hönnun ber yfirleitt í hugum
okkar,“ segir hann.
Teiknistofan hefur verið tilnefnd til
nokkurra Grammy-verðlauna. I fram-
haldi af því óskaði hljómsveitin Roll-
ing Stones eftir því að Sagmeister og
Hjalti Karlsson, starfsmaður hans,
sæju um að hanna umslag utan um
nýjasta geisladisk hljómsveitarinnar
„Bridges to Babylon.
Aðalmyndefnið á
Brítish Museeum
Stefan hitti hljómsveitina í Los
Angeles. „Fundurinn var fyrst og
fremst haldinn til að fara yfir fyrstu
hugmyndirnar. Eftir að ákveðið var
að fara aðra leið komum við okkur
saman um að ég kæmi til London.
Með tilvísun til titilsins stakk Jagger
upp á því að ég leitaði hófanna í Brit-
ish Museeum. A safninu er stór
assírsk deild og er assírska ljónið þar
mest áberandi. Ljónið er ekkert
venjulegt ljón enda eru því gefnir
mannlegir eiginleikar á borð við
skegg. Við ákváðum að gera okkar
útgáfu af ljóninu og niðurstaðan varð
sú að assírska ljónið var í árásarstell-
ingum eins og ljón á evrópskum
skjaldarmerkjum. Með því fékkst
skemmtileg blanda af evrópskum og
austurlenskum áhrifum. Aferðin er
heldur ekki einsleit heldur felur í sér
eins konar menningarlegt tímaferða-
lag því að ljónið ber með sér einkenni
samtímalistar á meðan aðrir fletir
bera meira svipmót assírskrar og
miðaldalistar. Jagger var mjög sáttur
við hugmyndina og ákveðið var að
vísa í ólíka menningarheima í sviðs-
myndinni," sagði Stefan.
Hann segir að ólíkt mörgum
stjörnum hafi Jagger sjálfur virst
halda utan um allan undirbúning.
„Hann stóð sjálfur í hringiðunni og
átti fundi með fjölda manns um und-
irbúninginn þessa viku. Jagger var
greinilega sjálfur við stjórnvölinn og
bar sig mjög fagmannlega að. Hann
var kurteis og ákaflega vinalegur,“
sagði hann. „Hingað til hefur hljóm-
sveitin skipt um hönnuði frá einni
plötu til annarrar en við myndum
gjarnan vilja vinna með þeim aftur.
Ekki spillti svo ánægjunni að okkur
var boðið á fyrstu tónleikana í
Chicago 23. september. Tónleikarnir
voru hreint út sagt meiriháttar."
Hjalti segir að samvinnan við Stefan
gangi mjög vel. „Ég sóttist sjálfur eft-
ir því að fá að vinna með Stefan enda
hafði ég séð mjög góða hönnun eftir
hann. Núna höfum við unnið saman í
um ár. Samvinnan gengur bara ágæt-
lega. Við leggjum fyrst og fremst
áherslu á að vinna út frá góðri hug-
mynd. Ótrúlega margir velja aðeins
flotta ljósmynd, setja inn flott letur og
skugga án þess að hafa góða hug-
mynd. Fyrir _ okkur er hugmyndin
gnmnurinn. Án hennai- verður yfir-
borðið alltaf innantómt."
I
4=
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 27 *
RÆTT var og ályktað meðal annars um kjaramál, menntunarmál og vinnutíma á aðalfundi Læknafé- , @m:Morgunblaðið/jt
lagsins og lýstu læknar áhyggjum sínum af upplausn í heilbrigfliskerfinu. LÆKNARNIR Jdn Snædal (t.h.) og Helgi Sig-
urðsson hlýða á mál ráðherra á aðalfundinum.
Umræður á aðalfundi Læknafélags Islands
Ahyggjur vegna kjaramála
og flutnings lækna úr landi
FJÖLMARGIR læknar
tóku til máls á aðalfundi
Læknafélags íslands fyr-
ir helgina í kjölfar ræðu
heilbrigðisráðherra. Þeir
átöldu seinagang í kjaraviðræðum
milli lækna og viðsemjenda, gagn-
rýndu skýrslu um framtíðarsýn
sjúkrahúsa á suðvesturhorni lands-
ins, lýstu áhyggjum sínum vegna þess
að slæm kjör og starfsaðstaða væru
farin að hrekja lækna frá störfum
hérlendis og töldu að skipulags-
hyggja væri farin að bera umhyggju
fyrir sjúklingum ofurliði.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra greindi frá ýmsu því sem
unnið hefði verið að í heilbrigðisráðu-
neytinu að undanförnu. Hún sagði að
nokkrar hræringar hefðu verið meðal
lækna, einkum vegna kjara- og að-
stöðumála. Enn væri beðið eftir úr-
skurði kjaranefndar um laun heilsu-
gæslulækna, dregist hefði að finna
leiðir í samningum sjúkrahúslækna
svo og sérfræðinga við Trygginga-
stofnun ríkisins. Læknar væru teknir
að segja sig frá samningum við TR,
ágreiningur væri um greiðslu fyrir
ferliverk og ekki hefði fengist niður-
staða vegna vinnutímatilskipunar
ESB sem leiða myndi til breytinga á
yfirvinnu hjá unglæknum. Sagði ráð-
herra þetta vera stóru vandamálin í
hnotskurn.
Þá gerði ráðherra stöðu og hlut-
verk ráðuneytisins að umtalsefni:
„Öllum mögulegum og reyndar
ómögulegum afgreiðslumálum er
hent inn á borð ráðuneytisins sem
tefur oft á tíðum stóru málin. Ég á við
að það tíðkast mjög að minni háttar
vandamál á sjúkrahúsum
og stofnunum eru ekki
leyst á staðnum heldur
færð til heilbrigðisráðu-
neytisins. Þessu þurfum
við að breyta. Við verðum
Læknar ræddu ýmsar hliðar á kjara- og
menntamálum sínum á aðalfundi Læknafé-
------7-----------------------—_——------
lags Islands fyrir helgina og ályktuðu um
áhyggjur sínar vegna niðurskurðar. Jóhann-
es Tómasson fylgdist með umræðum í kjöl-
far ræðu heilbrigðisráðherra sem sagði að
endurskoða þyrfti launakerfí lækna.
Ekki tekið á
málum fyrr en
þau eru í
kreppu
að gera þá kröfu að stórar heilbrigð-
isstofnanir geti útkljáð sín smáu
vandamál."
Ráðherra sagði umræðu um heil-
brigðismál oft á villigötum. „Fyrir
nokkru var lögð til 320 milljóna króna
aukafjárveiting til sjúkrahúsanna í
Reykjavík sem er nokkuð há fjárhæð.
Það er ekki fyrr búið að leggja fram
þessa fjárupphæð en menn fara að
tala um niðurskurð og það er tíska að
tala um að við séum alltaf að fara 40
ár aftur í tímann. Það er sama hvað
við gerum, það er alltaf talað um að
við förum 40 ár aftur í tímann." Ráð-
herra rakti uppbyggingu á heilsu-
gæslustöðvum og breytta stjórnskip-
an í heilbrigðisþjónustu með stærri
stjórnunareiningum og flutningi
ákvarðana heim í hérað.
Heilbrigðisráðherra sagði um
kjaramál lækna að augljóst væri að
sérfræðingar hefðu mismikla mögu-
leika eftir greinum til að starfa á eig-
in stofum og bæta laun sín á þann
hátt. „Ennfremur er augljóst að
taxtahlutföll innan og á milli sér-
greina byggjast ekki á nákvæmri
kostnaðargreiningu. Það virðist jafn-
vel vera svo að sjúkrahúsin greiði
töluvert með ýmsum af þessum
ferliverkum sem svo mjög hafa verið
til umræðu að undanförnu."
Endurskoða þarf
launakerfi lækna
Minntist ráðherra á samninga sér-
fræðinga við TR og sagði að leysa
yrði mál þannig að friður héldist og
að menn fengju sanngjörn laun fyrir
vinnuna og sjúklingar mættu ekki
gjalda togstreitu og skipulagsleysis.
„Inn í þá umræðu hafa komið hug-
myndir um algjöra helgun sem kölluð
er, að til verði hópur lækna er starfi
eingöngu á sjúkrahúsum og göngu-
deildum þeirra. Slíkt mundi kalla á
töluverða endurskoðun
launakerfis, þar með talið
ferliverka og er slíkt í
rauninni löngu tímabært."
Sverrir Bergmann, frá-
farandi formaður LÍ,
hvatti ráðherra til að beita áhrifum
sínum í kjaramálum lækna og lýsti
áhyggjum vegna dráttar sem orðið
hefði á niðurstöðu kjaranefndar varð-
andi laun heilsugæslulækna. Tómas
Zo' ega sagði blikur á lofti m.a. vegna
kjaramála. Hann sagði ekki standast
fullyrðingar um 520 ársverka sparnað
í skýrslu um sameiningu 6 sjúkra-
húsa á Suðvesturlandi og taldi það
undarlega hagræðingu. Hann sagði
að læknum fyndist fjölgun í heilbrigð-
iskerfmu aðallega vera í stjórnendum
og millistjórnendum og kerfið virtist
sífellt verða óskilvirkara. Sagði hann
lækna fyrst og fremst menntaða til að
lækna sjúklinga og eiga samskipti við
þá en með því starfi sínu hlytu þeir að
stjórna viðkomandi stofnunum.
Jóhannes Gunnarsson sagði skipu-
lagsmál heilbrigðiskerfisins tengjast
að vissu leyti kjaramálum lækna.
Kjaramálin væru orðin óskiljanleg
flækja og nú reyndi á að ná þeim út
úr öngstræti. Sagði hann vanta vit-
neskju frá heilbrigðisyfirvöldum um
að hverju skuli stefnt í þessum skipu-
lagsmálum og kallaði hann eftir
skoðun og stefnu ráðuneytisins í
launamálafrumskógi lækna. Þá sagði
hann oft ýmis smámál send til ráðu-
neytisins af hálfu starfsmanna
sjúkrastofnana og þannig virtu þeir
ekki stjórnskipulag. Ráðuneytið væri
of opið fyrir slíkum málum, gott væri
að hlera sjónarmið sem flestra en
virða yrði stjórnskipulag og boðleið-
ir.
Vantar heilbrigða skynsemi?
Stefán E. Matthíasson sagði að
vegna lágra framlaga til tækjakaupa
og endurnýjunar skorti verulega á
að sjúkrahús gætu nýtt þá hátækni
sem til væri. Hvatti hann ráðherra
til að beita sér fyrir auknu fjármagni
til tækjakaupa. Högni Óskarsson
sagði heilbrigðisyfirvöld
of oft vera í kreppustjórn,
ekki væri tekið á málum
fyrr en þau væru orðin
vandamál og bæta yrði
slík vinnubrögð. Arni
Réttur brotinn
á sjúklingum
með lokun
deilda
Björnsson rifjaði upp að fyrir rúm-
um aldarfjórðungi hefði verið tekin
saman skýrsla um sameiningu
sjúkrahúsa í svipuðum dúr og VSÓ
skýrslan nú. Sagði hann að fara yrði
varlega í sameiningu tveggja sjúkra-
húsa, í raun væri búið að sameina
með því að Landakot hefði verið
sameinað Borgarspítala, þá hefði
tapast það tækifæri sem menn hefðu
til að bera saman tvö kerfi í heil-
brigðiskerfinu. Árni kvaðst hafa
unnið í meira en fjóra áratugi í heil-
brigðisþjónustunni og sagðist stund-
um óska eftir því að hlutar þjónust-
unnar væru færðir aftur um 40 ár
því fyrir 40 árum hefði fyrst og
fremst verið hugsað um sjúklinginn í
heilbrigðisþjónustunni. „Hann hafði
algjöran forgang, yfir tíma okkar
læknanna, yfir öllu sem hét pening-
ar. Núna finnst mér að það sem hafi
forgang í heilbrigðisþjónustunni sé
tal um sparnað og um peninga. Þá
held ég að væri betra að fara aftur
um 40 ár.“ Sagði hann skipulags-
hyggjuna vera orðna svo mikla að
heilbrigð skynsemi kæmist ekki að. '
Lýsti hann eftir heilbrigðri skynsemi
í framtíðarskipulagi heilbrigðismála.
I máli Arna Björns Stefánssonar
kom fram að glákublinda hefði verið
algeng hérlendis á fyrri árum, um
1950 hefðu um 350 manns verið blind-
ir af hennar völdum. Væri sú tala
framreiknuð til dagsins í dag ættu
um 600 manns að vera blindir af völd-
um gláku en þeir væru ekki nema 50.
Hinir 550 hefðu greinst í tíma í augn-
lækningaferðum og skoðunum hjá
augnlæknum. Sagðist hann minnast á
þessi mál þar sem sjóntækjafræðing-
ar sæktu nú inn á svið augnlækna
vegna mælinga fyrir gleraugum en
þar með féíli út mæling vegna gláku
og sykursýki sem færi einungis fram •
hjá augnlæknum. Sagði hann augn-
lækna hérlendis hafa rekið gler-
augnabúðir en nú hefðu sjóntækja-
fræðingar tekið það að sér. Fengju
þeir aukin réttindi á sviði sjónmæl-
inga myndi hann óska eftir því að
augnlæknar fengju á ný að taka upp
rekstur gleraugnaverslana. Kvaðst
hann fagna aukinni menntun sjón-
tækjafræðinga en ekki væri sjálfgefið
að starfssvið þeirra gengi inn á svið
augnlækna.
Læknaskortur yfirvofandi?
Helgi Sigurðsson sagði rétt brot-
inn á sjúklingum þegar deildum væri
lokað og vista yrði þá á
göngum við ófullnægjandi'
aðstæður og þegar erfiðir
sjúklingar væru hafðir á
stofum með öðrum. Sagði
hann sjúkrastofnanir að
verða úreltar, þróunin hlyti að verða
sú að allir sjúklingar fengju að liggja
á eins manns stofum. Helgi H.
Helgason sagði aðstöðu ungra lækna
sem héldu til framhaldsnáms aðra en
var fyrir nokkrum árum. Ljóst væri
að margir þeirra myndu ekki snúa
heim að loknu námi vegna bágra
kjara. Staðhæfði hann að hér yrði al-
varlegur læknaskortur að 10 til 15 t
árum liðnum og sagði heilbrigðis-
ráðuneytið þurfa að skoða þennan
vanda og taka á honum. Sagði hann
framtíðarsýn sína þá að í Fossvogi
yrði bráðamóttaka og hjúkrunar-
heimili, á Grænuborgarlóðinni stórt
hjúkrunarheimili, að lækningar færu
að stórum hluta fram á einkastofum
og erfiðari tilfelli yrðu send til ríkis-.
spítala Norðurlandanna.