Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 21 Malarastúlk- anfagra TONLIST íslcnska ópcran LJÓÐATÓNLEIKAR Andreas Schmidt og Helmut Deutsch fluttu Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Laugardagurinn 27. sept- ember, 1997. ÞEGAR Schubert samdi Vetrarferðina við ljóð Wilhelms Miillers, var hann orðinn veikur og sagði vinum sínum að gerð laganna hefði reynt mjög mikið á hann. Þegar hann svo flutti vinum sínum þetta meistaraverk, voru þeir auðvitað ekki í standi til að geta metið það að verðleikum. Síðasta verk Schuberts var að leiðrétta prófarkir af seinni bók Vetr- arferðarinnar og þremur dögum síðar, 19. nóvember 1828, lést hann. Flutningur þeirra félaga, Andreasar Schmidt og Hel- mut Deutsch, í íslensku óperunni sl. laugardag á meistaraverkinu Vetrarferð- inni eftir Schubert var sann- arlega stór viðburður. Fram- burður texta, túlkun og söngur Andreasar Schmidt á tónklæðum Schuberts var hrein snilld og samleikur hans og Helmut Deutsch var eins og túlkun eins manns. Fyrsta lagið, Gute Nacht, sem hefur reynst mörgum erfið byijun var sérstaklega látlaust og þegar lagið færist yfir í dúr og sungið er (í þýðingu Þórðar Kristleifsson- ar) „Njót ljúfra drauma, ljúfa" var flutningurinn sérlega fallegur og sannfærandi. í lagi nr. 2, Vind- hananum, sem vindurinn leikur með eins og tilfinningar manna, er mikil vá og er sveiflum vindhan- ans lýst með snöggu millistefi, sem heyrist í forspilinu. Þarna mátti heyra þá hvellnákvæmu túlkun, sem oft einkenndi leik píanistans og var eins og ofinn inn í sársaukafullan sönginn. í Frosin tár (nr. 3) er undirspil- Vetrar- ferðin ið sérkennilegt samspil stakkato tónferlis og sárrar áherslu á öðrum takhluta, á móti líðandi laglínunni og í fjórða laginu er sérkennilegt hvernig Schubert notar bassann. Allt það sem gerist í píanóundir- leiknum hefur ákveðna merkingu og tengist bæði lagferli og túikun textans eins og t.d. í hinu fræga lagi Linditréð (nr. 5), en þar er píanóleikurinn nánast sjálfstæð tónsmíð. Mörgum píanóleikaranum hættir til gera smá sýningu með sexundarleikinn en hjá Deutsch var undirspilið ofið saman við lagið. í laginu (nr. 6) um táraflóð hins vonsvikna farandsveins var flutn- ingur söngvara og píanóleikara frábær en hápunktur þessa lags er þegar „snærinn þorsta sínum svalar, sorgar lindum mínum af“ (Þ.K.). Eitt af meistaraverkum þessa lagaflokks er nr. 7, Við ána, stórbrotið listaverk sem var glæsi- lega flutt. Þannig mætti lengi telja, því hvert lag hefur sinn svip og sér gerð, eins t.d. Irrlicht, sem er sér- lega frumlegt og engin furða, að vinir hans gætu ekki fylgt flugi snillingsins, sem þó er í raun furðulegt varðandi ellefta lagið, Vordraumur, sem er einstaklega ljúf tónsmíð. Líklegt má telja, að í söng meistarans, eins veikur og hann var, hafi skort þann hljóm, sem gerir söng svo nálægan hverj- um manni og þau orð Scuberts, að hann ætlaði að „syngja þeim nokkra sérlega dapra söngva", hafi vakið neikvæð viðbrögð vin- anna. En einmitt síðasta lag- ið í fyrra heftinu heitir Ein- semd (nr. tólf), sem á margt sameiginlegt með nokkrum af þeim stórkostlegu söngv- um, sem ganga undir nafn- inu Svanasöngvar. í Hinsta vonin (nr. 16) leikur Schubert sér með stakkaterað undirspil og breytist svo yfir í legato, sem þeir félagar léku sér með á einstaklega fallegan máta. Eitt af einfaldari lögunum í Vetrarferðinni er Der Weg- weiser, nr. 20, og var það svo vel flutt að vart verður betur gert og sama má segja um lokasöng þessa meistara- verks, Der Leiermann, þar sem hinn lúni ferðamaður finnur félagsskap hjá betlara og spyr hann: „Viitu ljóð mín leika, líru þín á?“ Þarna er þó vonin veik og vinsemdin túlkuð og var söngur Andreasar Schimdt eitthvað sem ekki er hægt að lýsa í orðum, aðeins tárast yfir. Söngur Andreasar Schmidt og píanóleikur Helm'ut Deutsch var mikill listviðburður og dýrmætt að fá slíka listamenn til að flytja þann dýra gimstein, Vetrarferðina eftir Franz Schubert, og eins og oft áður um þá listamenn sem heimsækja ísland, viljum við eiga i þeim, og geyma það sem þeir gáfu með list sinni. TÓNLIST í slcnska ópcran LJÓÐATÓNLEIKAR Andreas Schmidt og Helmut Deutsch fluttu lagaflokkinn Malarastúlkuna fögru, eftir Franz Schubert. Sunnu- dagurinn 28. september, 1997. TIL er saga um það, er Schubert kemst yfir ljóðasafn það sem Wil- helm Múller gaf út 1821 í Berlín. Wilhelm Múller var á árunum 1816 til 17 félagi í listamannaklúbbi ungra skálda, er komu saman í húsi Fr. Aug. von Stágemann, er var borgarráðsmaður í Berlín. Þar í hópi var tónskáld, Ludwig Berg- er, sem hafði tónklætt, á undan Schubert, nokkur ljóðanna. Múller gaf út þau ljóð sem þarna höfðu safnast saman undir heitinu „Sjötíu og sjö söngvar eftirlátnir af flakk- andi hornleikara", sem minnir á skyldleika ljóðanna við Des Knaben Wunderhorn. Félagarnir munu á ýmsan hátt hafa tekið þátt í gerð íjóðanna en Wilhelm, sem var þeirra fremstur í flokki, haft einn með endanlega gerð þeirra að gera. Sagt er að Schubert hafi eitt sinn, er hann heimsótti vin sinn Seczenyi greifa, séð hjá honum Ijóðasafn Múllers og hnuplað því, en daginn eftir flutt honum til mikillar undr- unar fyrsta „Malaralagið", líkast til þá Das Wandern. Das Wandem er, eins og fyrsta lagið í Vetrarferðinni, sérlega vanda- samt sem upphafasatriði og setur jafnframt tóninn fyrir allt verkið. Vísurnar við lagið eru sex og þær mótuðu flytjendur á mjög sannfær- andi máta og eins og á fyrri tónleik- unum var píanistinn ekki að sýna sig, eins og t.d. með því að „pikka“ út lagtón í millispilunum, sem frá hendi Schuberts eru ekki sérstaklega merktir. En margir píanistar láta „glymja hátt við slagið". Mörg laganna í Malarastúlkunni eru vinsæl sem stök viðfangsefni, eins og t.d. Wohin, Halt, Ungeduld og Morgengruss, er öll voru glæsi- lega flutt., Þau lög sem minna eru kunn eins Der Neugierige, Des Múllers Blum- en, Pause, Mit dem grúnen Lauten- bande og Die Liebe Farbe eru, ásamt Morgengruss, sérlega fínlega unnar tónsmíðar og þar var flutn- ingur flytjenda aldeilis ótrúlega fagur, eins t.d. í Des Múllers Blum- en og Die Liebe Farbe sérstaklega. Það þarf vart að taka það fram að leikur Helmut Deutsch var einn- ig afburðagóður þar sem reyndi á tækni, eins og t.d. í Die böse Farbe, Der Jáger, Mein og Ungeduld og samvinna hans við Andreas Schmidt var eitthvað sem ekki verð- ur vel lýst í orðum. Andreas Schmidt er frábær lista- maður er lék sér undurfallega með ýmis sérlega viðkvæm blæbrigði og þegar til átakanna kom, var söngur hans glæsilegur. Þrátt fyrir að hvergi bæri á skugga var söngurinn og píanóleikurinn í síðasta laginu, Vögguvísu lækjarins, ótrúlega sár og fagur og í raun hápunktur tón- leikanna, sem voru i heild einstakur listviðburður. P.S.: Sú ákvörðun að klæða af baksviðið með leiktjöldum gerði það að verkum að það vantaði alla end- uróman af sviðinu. Þrátt fyrir að syngja umvafinn teppi sé ekki ákjósanleg aðstaða, virtist það ekki hafa háð flytjendum og salurinn hlustaði ef til vill af meiri einbeitni fyrir vikið. Jón Ásgeirsson Andreas Schmidt Nýjar bækur • Par avion er eftir Jóhann árelíuz. Par avion er fjórða ljóða- bók höfundar. Jóhann árelíuz er Akureyringur af vopnfirskum ættum og hefur búið í Svíþjóð í tæpan aldar- fjórðung. Fyrri ljóðabækur Jó- hanns eru blátt áfram (1983), Söngleikur fyrir fiska (1987) og Tehús ágústmánans (1992). Fyrir síðastnefndu bókina hlaut höfund- urinn fyrstu verðlaun í bókmennta- samkeppni á vegum Almenna bókafélagsins. Síðust fimm árin hefur Jóhann árelíuz ritstýrt tímaritinu íslands- póstinum/Islándskt Forum á veg- um Landssambands íslendinga í Svíþjóð. íslandspósturinn kemur út reglulega og er tvítyngdur - skrifaður bæði á íslensku og sænsku. Nú síðast voru Jóni úr Vör gerð greinargóð skil á áttræð- isafmælinu. í kynningu segir: „í Par avion má finna ijóð um uppruna skálds- ins og ættjörð þess sem og ást- kæra ylhýra málið, en einnig kveð- skap um Island nútímans. Sænskt umhverfi og andrúmsloft setja auk þess mark sitt á bókina. Það er ekki öllum gefið að yrkja á hreinni og tærri íslensku fjarri heima- strönd og fagurri hlíð en á þetta lætur þó skáldið og ritstjórinn Jó- hann árelíuz reyna.“ Jóhann árelíuz ogAlbeii Berg- marin sáu um útlit og umbrot. Alprent á Akureyri annaðist prent- verkið. Útgefandi er Ormstunga. Þessari tölvu fylgir góður prentari - ásamt mótaldi og 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun 8HBB • 32 MB EDO minni • 15" flatur lággeisla skjár • ATI 3D booster 2 MB skjákort • 2.6 GB harður diskur • 20 hraða geisladrif • Soundblaster 16 • 50w hátalarar • 33.6 bás mótald m/faxi og símsvara MEST FYRIR MINNST 4ra mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun Kynningarnámskeið um Internetið fylgir Windows 95 CD. Win95 lyklaborð + mús Epson Stylus 400 prentari - 720 dpi 6 íslenskir leikir fylgja með mmm m sa sm Tolvur Grensásvegi 3 • Sími 588 5900 • Fax 588 5905

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.