Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR WAAGE Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Mikið úrval af kvenskóm Verð: 7.995,- Tegund: Fiordeluna 2502 Svart leður í stærðum 36-41 ÚTSALA 20-40% AFSLATTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM 15% staðgreiðsluafsláttur af öllum flísum meðan á útsölunni stendur Einstakt tækifærí til að eignast góðar ílísar á góðu verði — margar tegundir. Nokkrar tegundir af 31x31 gólíflísum á kr. 1.290 m2. -4ip ■¥ 4 Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 567 4844. ÍDAG SKÁK llmsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á Najd- orf mótinu í Arg- entínu í vor í viður- eign tveggja af öflugustu skák- mönnum Argent- ínumanna: Pablo Ricardi (2.575) var með hvítt og átti leik, en Daniel Campora (2.555) hafði svart og lék síðast 17. — e6—e5. Sá eðlilegi leikur dugði ekki til vam- ar, því nú kom óvænt þmma: 18. Hxe5!! og Campora varð svo mikið um að hann gaf skákina. Lokin gætu orðið 18. — fxe5 19. Dh5+ - Bg6 20. Dxe5 - Hf8 21. Hel - Hf7 22. Bxf7+ - Kxf7 23. De6i— Kg7 24. Bxe7 og hvítur hefur gerunnið tafl. HVÍTUR leikur og vinnur. Hlutavelta Morgunblaðið/Jónas Erlen'dsson. ÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu til styrktar sund- laugarbyggingu i Vík í Mýrdal og söfnuðu þær kr. 2.200., F.v. Dagný Kristjánsdóttir, Erna Jónsdóttir, Sara Lind Kristinsdóttir. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurnir VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Fyrst er það spuming til skor- dýrafræðinga. Finnst ykkur það í lagi að toll- gæslan veiti krökkum leyfi til að flytja inn alls konar skordýr. Vora það kannski krakkar sem fluttu inn geitungana? Það brotnaði kannski kmkka hjá þeim og gei- tungamir sluppu út. Er enginn ábyrgur fyrir þessu uppátæki? Hafa krakkar ótakmarkað leyfi til að flytja inn alls konar eiturpöddur?" „Svo vildi ég minnast á fræðslumyndir sem em sýndar í sjónvarpinu eins og t.d. þættirnir Úr ríki náttúmnnar og Saga Norðurlandanna, en þetta em ótextaðar myndir. Mér er ekki ljóst hvað það em margir heyrarlausir og heyrnar- skertir í þessu landi, en þeir geta ekki notið þess- ara mynda. Það ætti að texta þessa myndir svo heymarskertir geti líka notið þeirra.“ Anna. Velvakanda barst eftirfarandi bréf: „LAUGARDAGINN 20. september fór ég með strætisvagni til Reykja- víkur frá Hafnarfirði kl. 11.15. Þegar ég kom til Reykjavíkur mundi ég að ég hafði gleymt að biðja um skiptimiða því ætlun- in var að taka næsta vagn heim. En strætis- vagnastjórinn neitaði mér um skiptimiða. Eg hafði bara svona eins og gengur gleymt að biðja um miðann. Svar hans var að ég átti að biðja um þennan skiptimiða um leið og ég rétti honum fargjaldið. Það liðu 15 mínútur frá því ég rétti vagnstjóranum miðann þar til ég bað um skip- timiða. Mér finnst þetta mikil ókurteisi gagnvart farþega. Þetta var ungur og frekar vel nærður vagnstjóri. Eg vona að guð launi honum á sama hátt og hann mér. Flestir vagn- stjórar em til fýrirmynd- ar en þessi ungi - svei! Marta Pétursdóttir. Dýrahald Páfagaukur týndist GRÆNN og gulur páfa- gaukur flaug út um glugga í Nökkvavogi 38 í hádeginu sl. föstudag. Hafi einhver orðið hans var er hann beðinn að hringja í síma 553-2188. Stjórntækniskóli íslands Bíldshöfða 18 • Símí 5671466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnaiífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tví- mælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason, Skýrr Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til ki. 22.00. ÞESSAR stúlkur héldu tombólu og söfnuðu til styrktar Rauða krossi íslands 1.127 kr. Þær heita Tinna Laxdal og Agnes Þóra Árnadóttir. ÞESSIR duglegu strákar söfnuðu til styrktar Rauða krossi íslands 2.550 kr. Þeir heita: Emil Þorvaldsson, Arnar Freyr Gunnsteinsson og Einar Árnason. Víkveiji skrifar... FORNLEIFAGRÖFTUR að Neðra-Ási i Hjaltadal, sem unnið var að í sumar, hefur leitt í ljós merkar fornminjar, kirkjurústir, sem taldar eru frá 10. öld. Gjósku- lag úr Heklugosi 1104 er ofan á rústunum, sem segir sitt um aldur minjanna. í Kristnisögu er greint frá kristniboði Þorvaldar víðförla sem og að bóndinn að Ási, Þorvarður Spak-Böðvarsson, hafi byggt kirkju 16 vetrum fyrir kristnitöku. Kirkjan hefur því trúlega verið byggð árið 983 eða 984. Vitað er og að nokkrir landn- ámsmenn voru kristnir: Ásólfur alskik, Auður djúpúðga, Ketill í Kirkjubæ og Örlygur gamli á Esju- bergi. Tveir þeir síðastnefndu eiga að hafa reist kirkjur á bæjum sín- um. Þrælar, sem landnámsmenn höfðu með sér frá Bretlandseyjum, voru og kristnir. Fyrir voru í land- inu, þegar norrænir menn námu það, keltneskir, kristnir einsetu- menn. Kristin trú er því jafngömul byggð í landinu. Það er hægt að lesa úr minjum í jörðu geymdum - og í skráðum heimildum. EYÐSLUHVÖT íslendinga ríður ekki við einteyming, stað- hæfði einn viðmælandi Víkveija á dögunum. Til marks um það hafði hann eftirfarandi að segja, efnis- lega eftir haft: Feiknmikill gjaldeyrir hlóðst upp i höndum íslendinga á heimsstyij- aldarárunum 1939 til 1945, þegar flestum Evrópuríkjum blæddi nánast út. Ofan í kaupið hélst verð á útflutn- ingsafurðum hátt fyrstu eftirstríðs- árin. En skjótur fengur skjótt upp gengur! Og svo mikið lá okkur á að sólunda stíðsgróðanum að við vorum komnir í þrot þegar árið 1947. Þá áskotnuðust okkur á hinn bóg- inn tveir feiknháir vinningar í lífsins lottói: Faxaflóasíldin og Marshallað- stoðin! Marshallaðstoðin var fyrst og fremst veitt til viðreisnar á efna- hag stríðshijáðra Evrópuþjóða. Hún kom okkur á hinn bóginn vel eftir eyðsluævintýri eftirstríðsáranna. Bandaríkjamenn björguðu lýð- ræðinu í Evrópu í tveimur heims- styijöldum á 20. öldinni. Þeir áttu síðan ríkan þátt í viðreisn evrópsks efnahags með Marshallaðstoðinni. Þessu áttu fyrri tíðar kaffihúsa- skrafskjóður, sem lengst af horfðu stjarfar af aðdáun til Sovétríkjanna sálugu um lausnir á heimsvandan- um, erfitt með að kyngja - þótt þær sporðrenndu Marshallaðstoð- inni mótþróalítið! ^ XXX IHEIMILDARRITI, sem Fram- kvæmdastofnun, áætlanadeild, gaf út árið 1981, segir m.a.: „Talið er, að landsmenn hafi verið allt að 70 til 80 þúsund frá landnámi og fram á 17. öld, en ekki er vitað um það með neinni vissu.“ En hvenær fór íbúatala landsins lengst niður? í sömu heimild segir: „Árið 1769 telst mannfjöldinn vera 46.201, en fækkar síðan í 40.623 árið 1785. Mikið harðinda- skeið ríkti um og eftir miðja öldina [þá átjándu], auk þess sem gosaska Skaftáreldanna árin 1783 barst víða um land, eyddi gróðri svo hey- fengur brást og búpeningur féll. Talið er, að um 9.000 manns hafi fallið á árunum 1783 til 1785 eða tæplega fimmtungur þjóðarinnar." Trúlega hafa Islendingar aldrei verið færri en á níunda tug átjándu aldar, rétt rúmlega 40 þúsund. Þeir sem í miðri velferð, sem við lifum, tönnlast á orðunum „á þess- um síðustu og verstu tímum“ þekkja lítt til íslands sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.