Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 17 __________________________________ERLENT___________________________________ Ólíklegt talið að slæmt skyggni vegna skógarelda hafi valdið flugslysinu í Indónesíu Sjónum beint að áhrifum flugmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Þáverandi starfsmaður banda- rísku flugvélaverksmiðjanna Boeing Co. sagði frá því á ráð- stefnu, sem haldin var 1991 um hættur þess að fljúga gegnum gosmökk, að flugvélar hafi oft lent í hættu vegna þess að flogið væri í gegnum mekki, þrátt fyrir að sérfræðingar hefðu ítrekað sagt að slíkt bæri að forðast. Fyrirtæk- ið hefði skipt um tíu hreyfla sem hefðu verið á flugvélum sem flogið hafi verið inni í gosmekkinum frá eldfjallinu Pinatubo á Filippseyjum árið áður. Loftmengunin sem nú liggur yfir Suðaustur Asíu er öðru vísi en eld- fjallaaska, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á ögnunum í reyknum og hugsanlegum áhrifum þeirra á flugvélar, að því er Aoki segir. Nú sé beðið eftir niðurstöðum rannsókna á blöðum hreyfla Air- busvélarinnar, og athugunum á flugritum hennar. loflmengiin- ar á hreyfla Tókýó. Reuter. SERFRÆÐINGAR í flugmálum telja ekki líklegt að slæmt skyggni af völdum þykkrar loftmengunar hafi verið orsök flugslyssins í Indó- nesíu sl. föstudag, en segja mögu- legt að hreyflar vélarinnar hafí bil- að vegna þess að reykur frá skógar- eldum hafi valdið skemmdum á þeim. Airbus A-300-B4 þota indónes- íska flugfélagsins Garuda fórst skömmu fyrir lendingu og með henni allir sem um borð voru, 234 farþegar og flugliðar. Vélin átti um það bil 45 km ófarna að flugvellin- um við borgina Medan á eynni Súmötru, og var að koma frá höfuðborginni, Jakarta. Flogið í reykjarkófi Á leiðinni var yfirleitt flogið í reykjarkófi, sem legið hefur yfír miklum hluta Indónesíu og Malasíu undanfarnar vikur vegna gífur- legra skógarelda. Haft hefur verið eftir mörgum flugmönnum og flug- málasérfræðingum að ólíklegt sé að takmarkað skyggni hafi valdið slysinu. Flugmenn hafi þjálfun í blindflugi, og reiði sig á leiðsögu- tæki, sem séu mjög fullkomin í nýjum vélum. Japanskir flugmálasérfræðingar hafa sagt að loftmengunin kunni að hafa haft áhrif með öðrum hætti. Yasutomo Aoki, flugmálaskýrandi og fyrrum ritstjóri tímaritsins Aviation Journal, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að það væri vel þekkt að þotuhreyflar og skrúfuhverflar geti bilað þegar þeir fari gegnum gosmökk. Annar japanskur flugmálasér- fræðingur, Haruro Terao, fyrrum prófessor í loftsiglingafræði við Tokaiháskóla, sagði í grein í dag- blaðinu Asahi Shimbun að áhrif loftmengunarinnar á flugvélina sjálfa, fremur en hæfileika flug- manna, gæti verið ein af orsökum slyssins. Frekari rannsókna þörf Aoki segir að rannsaka þurfi áhrif loftmengunar á flugvéla- hreyfla, sérstaklega í langflugi. Athyglin beinist sérstaklega að áhrifum reykagna sem setjast á hreyfilblöð. Aoki segir að agnir, áþekkar sandkornum, sem séu í gosmekki, geti valdið vélarbilunum. Agnirnar stífla örsmá loftgöt á yfir- borði hreyfilblaðanna og leiðir það til ofhitunar, og blöð geta brotnað af vegna hitaþenslu og brotin vald- ið skemmdum á innviðum hreyfils- ins. Reuters hefur hins vegar eftir flugmanni í Singapore, með 20 ára reynslu, að reykagnir frá skógar- eldum séu of litlar til þess að valda skemmdum á hreyflum og vængj- um nýjustu gerða flugvéla. „Eld- íjallaaska er það versta sem hugs- ast getur, og ef flugvélar þola hana þá er reykur ekkert stórmál," sagði Talebanar tóku Emmu Bonino fasta í Kabúl FJÁRMÖGNUN LVSINGAR HF Brussel. Reuter. STJÓRN Taleban-hreyfingarinnar, sem fer með völd í Afghanistan, baðst í gær afsökunar á því, að Emma Bonino, mannúðarmálafull- trúi Evrópusambandsins (ESB), skyldi handtekin í Kabúl í gærmorg- un. Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB sagði á fréttamannafundi í Brussel í gær að atvikið hefði ekki haft teljandi áhrif á för Bonino í Afghanistan. Ráðamenn í Afghanistan tilheyra hreyfingu Talebana, sem eru bók- stafstrúaðir múslímar. í gærmorg- unn var Bonino, og fylgdarlið henn- ar, sem í eru hjálparstarfsmenn og fjölmiðlafólk, handtekin eftir að myndir höfðu verið teknar á kvenna- sjúkrahúsi í höfuðborginni. Reuter LEITARMENN við hluta úr flaki Airbus A-300 þotu Garuda. Flugrita vélarinnar, svarta kassans svonefnda, var enn leitað í gær. Lík flestra er fórust með vélinni hafa verið fjarlægð úr flakinu, og í gær voru lík 48 þeirra lögð í eina gröf skammt frá slysstaðnum. Voru líkin svo illa brunnin að ekki var unnt að bera kennsl á þau. Að sögn fréttamanns bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CNN brugðust afghanskir lögreglumenn „ókvæða við því að sjónvarpsupp- tökuvélar skyldu vera með í förinni." Hafði CNN eftir Bonino að allir lögreglumennirnir hefðu verið vopnaðir sjálfvirkum rifflum og lamið með þeim fólk í fylgdarliði hennar. „Þeir voru æpandi og ég fékk á tilfinninguna að eng- inn réði ferðinni," sagði Bonino við CNN. Talsmaður Talebana Emma Bonino sagði að fólkið hefði verið handtekið vegna þess að það var að taka myndir af konum, og hefðu ekki haft nauð- synlega pappíra frá yf- irvöldum. Talebanar segja það stefnu stjórn- ar sinnar að menn megi ekki taka myndir af konum sem þeir eru ótengdir. Myndir af lif- andi verum eru af bók- stafstrúuðum múslím- um álitnar andstæðar bókstaf íslam. För Boninos og fylgdarliðs hennar til Áfghanistan lauk í gær. KEMUR HREYFINQU Á HLUTINA SUÐUDLANDSBRAUT 22 SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505 þiq í síma 550 3000 ö VAKA- HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.