Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Selfoss og nágrannasveitarfélög Akvörðun um sameiningu tekin fljótlega ÞAÐ ræðst á næstu tveimur vikum hvort lögð verður fram tillaga um sameiningu Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkurhrepps og greidd atkvæði um hana í haust. Fjögurra manna starfshópur hefur undirbúið slika tillögu og verður vinna hans lögð fyrir nefnd sveitarstjómar- manna í byrjun næsta mánaðar. Bæjarstjórinn á Selfossi, sveitar- •^tjórinn á Eyrarbakka og oddvitar Stokkseyrarhrepps og Sandvíkur- hrepps hafa undanfarnar vikur unnið að söfnun upplýsinga og mótun til- lagna um sameiningu þessara fjög- urra sveitarfélaga. Magnús Karel Hannesson, oddviti Stokkseyrarhrepps, sagði að vinna nefndarinnar væri að komast á loka- stig. Hún hefði einbeitt sér að því að gera samanburð á sveitarfélögunum, hvað varðar fjárhagslega stöðu, þjónustu og annað. A næstu dögum yrði nefnd sveitarstjómarmanna boðuð til fundar en hún tæki afstöðu til þess hvort tillaga um sameiningu yrði lögð fyrir íbúa sveitarfélaganna. 5.300 manna sveitarfélag Magnús Karel sagði erfitt að meta það á þessu stigi hvort líkur væru á að tillaga um sameiningu yrði borin undir atkvæði. Hann sagðist sjálfur styðja að það yrði gert. Það væri ávinningur af því fyrir íbúa á þessu svæði að menn sameinuðu krafta sína. í sveitarfélögunum fjóram búa í dag um 5.300 manns. Loðin kynjaskepna finnst í Flateyjardal KYNJASKEPNU rak á land á Flateyjardal við Skjálfanda fyrir nokkrum vikum. Skepnan er um sjö metrar á Iengd og vantar á hana hausinn. Tryggvi Stefáns- son bóndi á Hallgilsstöðum í Hálshreppi, sem hefur séð rek- ann, segir hann helst líkjast hval en á skrokknum er gulhvít, ullar- kennd ló. Tryggvi var í göngum þegar hann sá kynjaskepnuna. Hann er oft á ferð þarna en hefur aldrei séð hval rekinn þar. Fyrir tveim- ur vikum sá hann þúst við ströndina og sá í sjónauka að fugl var þar í æti. Hélt hann það vera dauðan sel. „Það vantar á skepnuna haus- inn og hún virðist vera hálfloðin. Meirihlutinn af skrokknum sést og líka sporður. Þetta Iíkist mest hval en þeir eru víst ekki loðnir. Það hefur enginn dýrafræðingur skoðað þetta en ég hringdi í Hjört Tryggvason í Húsavík sem er fróður um náttúrufræði,“ sagði Tryggvi. Sæskrímsli ekki óþekkt við Skjálfanda Tryggvi segir ómögulegt að segja til um hvernig hausinn hafi farið af skepnunni. Vargur hefur rifið í sundur hræið. „Hitt er annað mál að hvaltennur eru verðmætar. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað líkt tannhval en mér dettur það helst í hug að hausinn hafi verið tekinn af skepnunni svo hægt væri að hirða tennurnar," segir Tryggvi. Hjörtur Tryggvason, kirkju- garðsvörður á Húsavík, kveðst telja að þetta sé hvalur. Vandinn sé aðeins sá að loðnir hvalir hafi ekki þekkst til þessa. Hann segir að skepnan gæti verið 8-9 metrar ef hausinn væri á henni. „Ég talaði við Gísla Vilhjálms- son í Hafrannsóknarstofnun sem hefur unnið að hvalarannsókn- um. Hann sagði mér að enginn hvalur ætti að vera loðinn. Ég sagði honum að þarna væri þá líklega komið skrímsli eða hvala- tegund sem hefur ekki fundist áður,“ sagði Hjörtur. Hjörtur segir að sæskrímsli séu ekki óþekkt við Skjálfandann. Um þau mætti lesa í bókum sýslu- mannsins fyrir um 50 árum þar sem segir frá lögreglurannsókn á sæskrímslum við Laxamýri. „En þau voru á fjórum fótum og gengu á land,“ sagði Hjörtur. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík / » Þrír gefa ekki kost á sér áfram ÞRÍR borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri flokksins sem fram fer í október vegna borgar- stjómarkosninga næsta vor. Era það þau Guðrún Zoéga, Gunnar Jó- hann Birgisson og Hilmar Guð- laugsson. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kveðst styðja Árna Sigfússon í 1. 'vraReti listans og óskar sjálfur eftir stuðningi í 2. sæti sem hann skipar nú. Sextán manns, þar af sex konur, tilkynntu framboð sitt í gær og era níu þeirra ný nöfn. ■ Sextán manns/4 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hvirfílbylur olli tjóni á bátum og þyrlaði upp þakplötum á Akureyri Smábátar ‘tókust á loft HREIÐAR Ein'ksson skoðar verksummerki í smábátahöfninni við Skipatanga á Akureyri. Þessi plastbátur hafnaði á toppnum og skemmdist nokkuð. „ÉG HEF aldrei séð svona áður, en hef þó orðið vitni af mörgum veðrabrigðum," sagði Snæþór Vemharðsson vélstjóranemi við Verkmennaskólann á Akureyri, en hann var ásamt skólabræðrum sín- um um borð í Sólbak EA við Fiskihöfnina á Akureyri þegar þeir urðu vitni að því að hvirfilbyl- . jjr gekk yfir frá Tryggvabraut og áustur yfir Eyjafjörð síðdegis í gær. Á leið sinni austur yíír olli hvirf- ilbylurinn nokkrum skemmdum á þaki íþróttaskemmunnar, lausa- munir á skrifstofu aðstoðarslökkvi- liðsstjóra fóru af stað og tvær rúð- ur í bíl Siglingastofnunar Islands Örotnuðu. Þá tókust 6 smábátar sem stóðu upp á bakka við Skipa- tanga á loft og skemmdust mismik- ið. Einn hafnaði í sjónum, annar á hvolfi, tveir fóru á hliðina og aðrir tveir færðust úr stað. Plötur á þaki verbúða þeyttust af og lentu úti í sjó. Ingi Bjömsson framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar var úti í glugga og sá þegar ósköpin gengu yfír og bátarnir tókust á loft. „Það var hreint ótrúlegt að sjá þetta, strókurinn hélt svo áfram austur yfír fjörðinn og sjórinn hreinlega lyftist upp undan honum,“ sagði Ingi. Vélstjóranemamir stóðu aftan við brúna á Sólbak og um tíma fannst þeim bylurinn stefna á sig, en Snæþór sagði að engin hræðsla hefði gripið um sig í hópnum. „Þetta var ekki stór hvirfilbylur, en greinilega aflmikill. Það var skrýt- ið að horfa á þetta. Bátarnir lyftust upp og plötumar af húsunum rifn- uðu af og fylgdu bylnum og lentu út í sjó. Þetta var eiginlega bara eins og maður sér í bíó eða sjón- varpinu," sagði Snæþór. Lægðin sem gekk yfir landið á sunnudag og í gær er sú dýpsta sem hingað hefur komið í septem- ber síðan árið 1900, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Hún olli mikilli röskun á samgöngum í lofti, láði og á legi og víða um land varð tjón á eignum. ■ Dýpsta lægðin/6 Fyrsti snjórinn FYRSTI snjórinn féll á fsafirði í gær yngstu kynslóðinni til mikillar gleði. Davíð og Erla Sighvatsbörn drifu sig út og bjuggu til snjókarl með aðstoð mömmu sinnar. Drukknaði við Benidorm 39 ÁRA Reykvíkingur, Jónas Björnsson, drakknaði við strönd Benidorm á Spáni á sunnudag. Jónas, sem var tónlistarkenn- ari og starfaði um árabil í hljóm- sveitum, var á Spáni til að leika þai’ með íslenskri hljómsveit. Hann var að synda við strönd- ina þegar hann lenti í útsogi og barst frá landi. Þegai' björgun- armenn náðu til hans hófu þeir þegar lífgunartibaunir, sem bára ekki árangur. Jónas lætur efth' sig eigin- konu og fjögur börn. Björk beint í fjórða sæti SKIFA Bjarkar Guðmundsdóttur, Homogenic, fór beint í 4. sæti breska breiðskífulistans sem kynnt- ur var á sunnudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins seldist platan í 45-50.000 eintökum fyrstu vikuna. Að sögn umboðsaðila hér seldust um 4.000 eintök í liðinni viku. Síð- asta plata Bjarkar, Post, seldist í um 2.800 eintökum á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.