Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 45 , FÓLK í FRÉTTUM þessu,“ sagði Olivier sem segir lík- amsástand fólks mjög mismunandi eftii’ löndum. Hann er þeiiTar skoðunar að fólk hugsi ekki nóg um heilsuna. Fyrirsætum, sem ætla að hafa lík- ama sinn og andlit að atvinnu, er nauðsynlegt að hugsa vel um mataræði og hreyfíngu. „Ef þú ert atvinnubílstjóri hugsarðu vel um bílinn. Og ef þú ert fyrirsæta hugsarðu vel um líkamann og besta leiðin til þess er ekki að stinga fingrinum niður í kok eða hætta að borða. Ég þekki fyrirsæt- ur sem slepptu því að borða allan daginn en fengu sér súkkulaði eða skyndibita um kvöldið. Lausnin er að borða reglulega hollan mat og hreyfa sig.“ Olivier hitti íslensku fyrirsæt- una Röggu en þau kynntust þegar Ragga tók þátt í Elite-keppninni í Frakklandi. En hvað vekur áhuga Oliviers á Röggu? „Hún hefur fal- legan líkama og heilbrigða húð sem er mjög mikilvægt. Hún er sæt og hefur heilbrigt útlit og mikla orku. Auk þess er hún ekki of stór fyrir Japan og hefur náð að safna í góða möppu,“ sagði Olivier en Ragga er 172 sentímetrar á hæð. Ferð Oliviers er næst heitið til Króatíu en að hans sögn er falleg- asta kvenfólkið að finna í Argent- ínu. „Ég hef séð svo mikið af fal- legum stúlkum þar en þær hafa mjög takmarkaðan áhuga á að ferðast og eru oftast komnar með heimþrá í flugvélinni frá Argent- ínu. Kanadískar stúlkur eru and- stæðan við þær argentínsku. Þær geta ekki beðið eftir því að komast í burtu og ferðast um heiminn," sagði Olivier og kvaddi með brosi. Fyrirsætan Ragga ► RAGNHEIÐUR Guðfinna Guðnadóttir er sautján ára Vestmanna- eyingur sem í síðustu viku gekk um sýningarpall í London fyrir framleiðendur hins vinsæla Diesel-fatnaðar. Þetta er stór áfangi á ferli fyrirsætunnar sem í sömu ferð sat einnig fyrir Now Magasine auk þess sem hún sýndi fatnað fyrir breskan hönnuð, allt í sömu vikunni. HÍín er þekkt undir nafninu Ragga „muffin" og gerir það gott úti í hinum stóra heimi sem fyrirsæta. Hún var að hitta Olivier sem ætlar að kynna hana fyrir umboðsskrifstofunni Forza í Japan. „Kolla fann mig þegar ég var fjórtán ára og ég fór til Mflanó sumarið þegar ég var fimmtán," sagði Ragga um upphaf ferils síns sem fyrirsætu. Hún vann Elite-fyrirsætukeppnina hér heima í fyrra og fór ásamt Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur í aðalkeppnina í Nice í Frakklandi sama ár. Ragga hefur áliuga á ýmsu öðru en fyrirsætustörfum og hefur fullan hug á að reyna fyrir sér á einhverju öðru sviði þegar fyrirsætuferillinn er á enda. „Eg er búin með tvö ár í framhaldsskóla en ég ætla að nýta mér öll tækifæri sem mér bjóðast sem fyrirsæta. Ég get alltaf farið í skóla seinna. Mig langar að læra förðun, hárgreiðslu eða jafnvel arkitektúr." Kærasti Röggu er Bjarnólfur Lárusson sem varð íslandsmeistari í fótbolta með ÍBV um síðustu helgi. „Hann er hefur alltaf stutt mig og verið jákvæður gagnvart fyrirsætuferlinum. Auðvitað er erfitt að vera svona mikið í burtu hvort frá öðru en draumurinn er að geta verið saman erlendis í einhvern tíma,“ sagði Ragga á hlaupum enda viðburðarík vika framundan hjá einni efnilegustu fyrirsætu landins. Margir hafa líkt Röggu við leikkonuna Britt Ekland þegar hún sýnir þessa mynd af sér RAGGA hefur safnað í veglega myndamöppu og var þessi fengin að láni úr henni. haft áhrif á hentugleika viðkom- andi. „Ég verð að segja að íslensk- ar fyrirsætur eru of þybbnar. Ég hitti margar stúlkur í morgun og það var aðeins ein þeirra sem var ekki of feit. Við getum ekki unnið með stúlku sem er of feit, jafnvel þótt hún sé falleg því samkeppnin er svo mikil. Ef ein af tíu fyrirsæt- um er of feit velur viðskiptavinur- inn allar nema hana.“ En hvernig er þybbin eða of feit stúlka í augum Oliviers? Þurfa fyr- irsæturnar af vera svo horaðar að þær eigi við vandamál að stríða? „Nei, nei, nei. Þær umboðskrifstof- ur sem ég vinn fyrir nota ekki fyr- irsætur sem eru með megrunar- sjúkdóma eða taka eiturlyf. Þær vilja fólk sem er náttúrlegt og heil- brigt í útliti. Ég hitti mjög unga og fallega stúlku í gær sem var með of mikinn maga. Lausnin felst ekki í því að hún fari í megrun heldur sú að þegar maður er sextán ára er mjög auðvelt að þjálfa lík- amann. Þessi stúlka var hávaxin og grönn að öðru leyti en það var augljóst að hún stundaði enga hreyfingu. Ég veit ekki hvort þetta tengist kuldanum eða hvað en ég varð hissa þegar ég tók eftir S V * RUNSTEIN FINLAND 4 PEISINN MJÖG FLOTTIR PELSFÓÐU R- JAKKAR Teg. BOCAS Teg. GORDON Teg. BOLERO Mikið úval af breiðum Lloyd skóm PONTUS LLOYII SKÓR FYRIR KARLMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.