Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBBR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM í I i BIOIN I BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir BÍÓBORGIN Contact itkif 'á Zemeckis, Sagan og annað einvala- lið skapar foi-vitnilega, spennandi og íhugula afþreyingu sem kemur með sitt svar við eilíðarspurning- unni erum við ein? Foster, Zem- eckis og Silvestri í toppformi og leikhópurinn pottþéttur. Hollywood í viðhafnargallanum og í Oskarsverðlaunastellingum. Face/Off kkk ‘á Slíkur er atgangurinn í nýjasta trylli Woos að hann ætti að vera auðkenndur háspenna/lífshætta. Góð saga til grundvallar æsilegri og frumlegri atburðarás frá upp- hafi til enda. Vel leikin, forvitnileg- ir aukaleikarar, mögnuð framvinda en ekki laus við væmni undir lokin sem eru langdregin og nánast eini ljóðurinn á frábærri en ofbeldis- fullri skemmtun. Hefðarfrúin og umrenningur- inn ir'k'k Hugljúf teiknimynd frá Disney um rómantískt hundalíf. Prýðileg af- þreying fyrir alla fjölskylduna sem ber aldurinn vel, var frumsýnd árið 1955. Grosse Pointe Biank kkk'Á Þétt og vönduð skemmtun í dekkri kantinum þar sem söguhetjan (Cusack) er leigumorðingi sem heldur til heimaborgarinnar til að hitta æskuástina sína og dæla blýi í nýjasta fórnarlambið. Yndislega kaldhæðin, vel leikin og skrifuð. I hæsta máta óvenjuleg enda gerð af frumlegi-i hugsun sem er fágæt í Hollywood. Leðurblökumaðurinn flýgur lágt í fjórða innlegginu um ævintýri hans. Eini leikarinn sem virkilega nýtur sín er Uma Thurman sem náttúru- verndarsinni. George Clooney er hreint út sagt vonlaus í aðalhlut- verkinu. Menn í svörtu kkk'Á Sumarhasar sem stendur við öll lof- orð um grín og geimverur. Smith og Jones eru svalir og töff og D’Onofrio fer skelfilegum hamfór- Frumskógafjör kk Endurgerð á franskri gamanmynd sem hefði heppnast ef hún hefði verið um allt annað en lítinn indjánastrák í heimsókn í stórborg- KRINGLUBÍÓ Contact kkk 'á Sjá Bíóborgina. Brúðkaup besta vinar míns k** Ástralinn J.P. Hogan heldur áfram að hugleiða gildi giftinga í lífi nútímakvenna. Þægileg grín- mynd sem leyfir Juliu Roberts að skína í hlutverki óskammfeilins og eigingjams matargagmýnanda. Hefðarfrúin og umrenning- urinn kkk Sjá Bíóborgina. Addicted to Love kk'Á Sjá Sambióin, Álfabakka. Face/Off kkk'Æ Sjá Bíóborgina. Batman & Robink Sjá Sambíóin, Álfabakka. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Contact krkk'k SJ6 Bíóborglna. Breakdown kkk Pottþétt spennumynd í flesta staði með óslitinni afbragðs framvindu, fagmannlegu yfirbragði, fínum leik og mikilfenglegu umhverfi. Face/Off kkk'/z Sjá Bíóborgina. Hefðarfrúin og umrenningur- inn kkk Sjá Bíóborgina. Addicted to Love kk'/ Ovenjuleg og öðruvísi ástarsaga sem á sínar góðu, gamansömu stundir. Speed 2 kk Framhaldið kemst ekki með stefn- ið þar sem Speed hafði stuðarana. Batman & Robin k HÁSKÓLABÍÓ Sjálfstæðar stelpur kkk Mike Leigh heldur áfram að skoða hvunndaginn og sérkennileg hegð- unarmynstur með aðstoð Katrin Cartridge og Lyndu Steadman. Þær standa sig frábærlega sem vin- konur sem eyða helgi saman eftir langan aðskilnað. Funi kkk Skemmtilega gerð og vel leikin gamanmynd um forfallinn Arsenal- aðdáanda. Morðsaga Rykið dustað af tvítugri morðsögu sem er að líkindum minnisstæðust fyrir stöðu sína í íslenskri kvik- myndasögu (síðasta einstaklings- framtakið á undan Kvikmyndasjóði og „vorinu") en innihald og efnis- tök. Hefur elst skemmtilega og gaman að virða fyrir sér svipi for- tíðar. Skuggar fortíðar kk Myndin er byggð á raunverulegum atburðum og aðstandendur hennar vilja greinilega fjalla um kynþátta- misrétti í Suðurríkjum Bandaríkj- anna af hjartans einlægni en tekst hvorki að skapa dramatíska spennu né hrífandi persónur. Bean kkk Agætlega hefur tekist til að flytja Bean af skjánum á tjaldið. Rowan Atkinson er stórkostlegur kómiker, Herra Bean einstakt sköpunarverk. Horfinn heimur kk'/ Steven Spielberg býður uppá end- urtekið efni. Það nýjasta í tækni- brellum og nokkrir brandarar ná ekki að breiða yfir algeran skort á skemmtilegri frásögn. LAUGARÁSBÍÓ Spawn kk Heilarýr, flott útlítandi brellu- mynd sem sækir mikið í skugga- heim Tim Burtons. The Shadow Conspiracy ‘A Óspennandi samsæristryllh- með meðaljónunum Charlie Sheen og Lindu Hamilton. Nær aldrei að skapa hraða og spennu þó mikið sé hlaupið um og skotið á mann og annan. Trufluð veröld kk’/ Lynch fetar troðnar slóðir í nýj- ustu mynd sinni um týndar sálir í leit að einhverskonar sannleika. REGNBOGINN María kkk Lítil og ánægjuleg mynd sem tekst í aðalatriðum að segja hálf- gleymda sögu þýsku flóttakvenn- anna sem komu til landsins eftir seinna stríð. Breakdown kkk Sjá Sambíóin, Alfabakka. The Spitfire Grill kk Ósköp hefðbundin en ágætlega leikin grátópera sem féll í kramið hjá áhorfendum á Sundance kvik- myndahátíðinni. Tvíeykið kk Vöðvabúnt leika við tær og fingur í hressilegri B-mynd. Ótrúlegur dagur kk Michelle Pfeiffer leikur vel og Ge- orge Clooney er sætur í þessari ósköp snyrtilegu mynd. STJÖRNUBÍÓ Brúðkaup besta vinar míns kkk Sjá Kringlubíó. Blossi kkk Menn í svörtu kkk'/ Sjá Sambíóin, Álfabakka.s 7 góðir frá EPSON Stvlus Color 800 Stylus Color 600 Frábær litprentari fyrir skrifstofuna - afkastamikill, allt að 8 bls. á mfn. f sv/hv. og 7 bls. í lit. Allt að 1440 punkta upplausn. Tenging við Windows 95, Windows 3.x og Macintosh. PostScripf möguleiki. Stylus Color 400 Stylus Color 300 Verðlaunaprentari fyrir heimilið og skrifstofuna. Prentar allt að 6 bls. á mín. f sv/hv. og 4 I lit. Allt að 1440 punkta upplausn. Tenging við Windows 95 og Windows 3.x. Vandaður heimlisprentari. Prentar allt að 4 bls. á mfn. f sv/hv. og 3 í lit. Allt að 720x720 punkta upplausn. Tenging við Windows 95 og Windows 3.x. Hentugur prentari fyrir heimilið og skólafólk. Prentar allt að 3 bls. á mfn. f sv/hv. og 1,2 f lit. Allt að 720x360 punkta upplausn. Tenging við Windows 95 og Windows 3.x. Stylus Co ___ Color 3000 Afkastamikill litaprentari fyrir teiknistofuna, skrifstofuna eða graffska hönnuðinn. Tekur pappfrsstærð A3+. Upplausn allt að 1440 punktar. Tenging við Windows 95, Windows 3.x og Macintosh. PostScript fáanlegt sem aukabúnaður. Prentarinn fyrir atvinnu- og áhugaljósmyndarann. Tenging við Windows og Macintosh umhverfi. Frábær Ijósmyndagæðl. 6 lita prentun. Litaprentari fyrir verkfræðistofur, teiknistofur og listafólk. Tekur papplrsstærð A2. Söhj- og dreitingaraöili fyrir EPSON á Islandi: TOLVUDEILD ÞOR HF Ármúla 1*1 - Sími 568-1500 SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Apple-umboðið, Boðeind, Digital á Islandi, Heimilistæki, Hugver, Nýmark, Tölvubær, Tölvulistinn, Tölvusetriö. Borgarnes: Tölvubóndinn. ísafjöröur: Bókaverslun Jónasar Tómassonar. Sauöárkrókur: Stuöull Tölvuþjónusta. Akureyrf: Akurstjaman, EST. Egilsstaöir: Brokkur ERLENDAR Atli Heimir Sveinsson tónskáld fjallar um „Bridges to Babylon"með Rolling Stones sem kemur út í dag. 0 Sjarminn horfínn HAPPY new ears,“ sagði John Cage. Ég hlustaði á nýja Rolling Stones-diskinn. Ekki er mögulegt að nota hugtök fagurtónlistar, eða beita aðferðum listrýni á poppið. í poppinu gilda önnur lögmál. Poppið er hvorki verra né betra er fagurtónlistin, það er bara öðruvísi. Rolling Stones búa ekki til neins konar list heldur vöru, „product“ á amerísku. Listrænn mælikvarði á ekki við um söluvöru. Afurðin sker sig ekki úr þeim 99% síbyljunnar sem úðað er um borgarumhverfi velferðarbeltisins. Og textamir lúta ekki lögmálum ljóðagerðar og bók- mennta. Þeir standa nær auglýsinga- gerð. Karl Marx segir einhvers stað- ar að kapítalistar búi ekki til „die wa- hre Kunst sondern die Ware Kunst“ - ekki hina sönnu list heldur vöruna list. tilfinningunni að hin frekjulega áreitni og plebbalegi ruddaskapur, sem þó var sauðmeinlaus, sé horf- inn. Og þar með fór sjarminn. Markhópurinn hefur líka breyst og spekst. Gervihipparnir eru orðnir skallapopparar og pempíulegir millistéttarborgarar í garðabæjum alheimsþorpsins, rétt eins og bítla- vinafélögin hér og sextíu-og-átta- gengið. En þetta er ekki aðalatriðið. Rolling Stones era bara Rolling Stones, öflugt bisnessveldi með yf- irþyrmandi auðlýsingaapparat á bak við sig. Og á bak við fjórmenn- ingana er mikill skari aðstoðar- manna: tón- og textahöfundar, út- setjarar, hljóðmenn, ljósamenn, hreyf- ingameistarar, bún- ingahönnuðir, tísku- tæknar, rótarar, auglýsingastj órar, sálfræðingar, lög- menn, grúpís og svo framvegis. Mick Jagger, Keith Ric- hards og hinir eru hvorki góðir né vondir listamenn, þeir eru bara Gervihipparnir eru orðnir skallapopparar og pempíulegir millistéttarborgarar í garðabæjum alheimsþorpsins Engar grípandi laglínur er að finna, útsetningar staðlaðar, sándið hið sama og alltaf, flutningur grófur og blæbrigðalaus. Og ekki er hægt að segja að þeir spili vel, hafa senni- lega aldrei reynt það. Þeir eru ekki virtúósar. Lögunum er raðað niður á diskinn eftir pottþéttum formúl- um lyftutónlistar. Ekki er hægt að fá fullkomna mynd af Rollingunum, því ljósasjóið vantar, og sviðstilburðina. Þetta tvennt er óaðskiljanlegur hluti poppsins. Diskurinn er aðeins hluti af stærri heild. Hann auglýsir konsertana og konsertarnir auglýsa hann. Og allt auglýsir stjörnurnar í fjölmiðladansinum. Ég veit ekki hvort grúppan hefur breyst frá því í gamla daga. Kannski hafði hún þá þetta „eitt- hvað“, sem er óskilgreinanlegt og ósegjanlegt. Það var frumstætt, dýrslegt og sexý. Svo var töluvert um vímuefnaauglýsingar. Ég hef á stjörnur, afsprengi markvissrar, fagmannlegrar sölumennsku. Og það er hægt að selja þá meðan þeir hafa þetta „eitthvað". Poppið sem vantar þetta „eitthvað“ selst ekki, og þá er það ekkert popp. Rolling Stones eru eins og kókið. Það er hvorki gott né vont, hollt né óhollt. „Coca cola is the real thing“ og „you can’t beat the feeling". Hvort þú vilt kók fremur en pepsí hefur ekkert með vitsmunalega ákvörðun að gera. Það fer eftir því hvort þú fílar fremur rauða eða bláa litinn. Og þannig er það líka með Rolling Stones, þú fílar þá eða fílar þá ekki. Þeir eru hvorki góðir né slæmir, skemmtilegir né leiðinlegir. Þeir eru bara Rolling Stones. Umræða er ónauðsynleg. í hennar stað kemur síendurtekið slagorð auglýsingarinnar. Sagt er að takmark kóksins sé að verða vinsælla en vatn. Það mætti líka segja að takmark síbyljunnar sé að útiýma þögninni. Það finnst mér slæmt. Ég fíla ekki disk Rolling Stones. Kannski hafði ég græjurnar ekki í botni, og ekki var ég fullur eða dóp- aður. En þegar poppið fer inn í merg og bein, þá kemur kannski einhver fílingur. Ég þarf ekki að rökstyðja neitt, ég bara fíla diskinn ekki. Þar með er ekki sagt að ég sé á móti poppinu. Ég fíla í botn það sem Björk er nýbúin að gera og ég er mjög hrifinn af nýja disknum hans Kjartans Ólafssonar sem heitir Þrír heimar í einum. K,jartan er tón- skáld, segist vera poppari, og hann poppar í framúrstefnu, tölvum, raf- tónlist með penum og vel menntuð- um popptónlistamönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.