Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 ÞJÓÐLEIKHÚSB sími 551 1200 Stóra sóiSiS kt. 20.00: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof 6. sýn. fim. 2/10 nokkur sæti laus — 7. sýn. sun. 5/10 nokkur sæti laus — 8. syn. lau. 11/10 nokkur sæti laus — 9. sýn. sun. 12/10 — 10. sýn. fös. 17/10 f — 11. sýn. sun. 19/10. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 3/10 - lau. 4/10 - fös. 10/10 - lau. 17/10. Litta st/iSiS kt. 20.30: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Á morgun mið. 1/10 uppselt — fös. 3/10 uppseft — lau. 4/10 uppselt — mið. 15/10 uppselt — fim. 16/10 uppselt — lau. 18/10 uppselt. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YRR Miðasalan er opin alla daga í september kl. 13-20 Símapantanir frá kl. 10 virka daga. ÍSLENSKA ÓPERAN SÍITIÍ 551 1475 COSI FAN TUTTE „Svona eru þær allar“ eftir WA Mozart. Frumsýning föstudaginn 10. okt., hátíðarsýning laugardaginn 11. okt., 3. sýn. fös. 17. okt., 4 sýn. lau. 18. okt. Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðasalan er opin alla daga nema máriudaga frá kl. 15—19, sýningardaga kl. 15—20, sími 551 1475, bréfsími 552 7382. Greiðslukortaþjónusta. Nýjung: Hóptilboð íslensku óperunnar og Sólon islandus í Sölvasal. Lau. 4. okt. kl. 23.30 örfá sæti laus IfflslflBnii "SB? Þrtréttuð Veðmáls- máltið á 1800 kr. Afsláttur af akstri á Veðmálið. *■—IIIIIIII II■ bi| Jl Fös. 3. okt. kl. 20. uppselt Lau. 4. okt. laus saeti. „Snilldarlegir kómískir taktar leikaranna. Þau voru satt að segja morðfyndin."(SA.DV) „Þama er loksins kominn sumarsmellurinn í ár“. (GS.DTJ KRINGLUKRAIN ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS I MAT EÐA DRYKK LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD á góðri stund Loftkastalinn, Seljavegi 2. Miðasaia s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasalan opin frá 10:00—18:00 fös. 3.10 kl.23.30 örfá sæti laus mið. 8. okt. kl. 20 örfá sæti laus lau. 11.10. kl.23.30 Ath. aöeins örfáar sýningar._____________ 4. sýn. mið. 1. okt. kl. 20 5. sýn. sun. 5. okt. kl. 20 sun. 5. okt. kl. 14 örfá sæti laus sun. 12. okt. kl. 14 örfá sæti laus sun. 19.10 kl. 14 Takmarkaður sýningafjöldi VÍÖ veg |[nr 3741 Hvammurj> § f Ölfusi GarÖyrkjufólk I Sterkrzr víöiplöntur í pottum fyrir fm ustgróö ursetningar. i Hagstætt verð. Sfmi 4834840] Laugavegi 4, sími 551 4473 /VVRIEL-JO . /\///‘/'^///sé///)///" /j/^í/p/?/ys/$t/f)/s/ Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM Söngprufa fyrir Bugsy Malone GUÐRÚNU Árnýju Karlsdóttur finnst gaman að „ft'flast“ uppi á sviði. Eins og fleirum. SIGRÚN Birna Hafsteinsdóttir hefur ekki séð Bugsy Malone, en mætti í söngprufu vegna þess hve gaman henni flnnst að leika og syngja. FREYDÍS Kristófersdóttir er 12 ára og fer með annað aðalhlutverka í Stikkfrí, sem frumsýnd verður á næstunni. Hún spreytti sig í söngprufu í gær. SARA Hauksdóttir, 13 ára, Ólöf Erla Hauksdóttir, 11 ára, og Sigríður Elísa Eggertsdóttir, 13 ára, höfðu aldrei séð Bugsy Malone. Þær Iang- aði hins vegar að syngja og leika á sviði og voru ekkert taugastrekkt- ar. „Við hlökkum bara til,“ sögðu þær. Fíflast uppi á sviði „HVERNIG gekk?“ spyr ung stúlka og gengur teinrétt af sviðinu. „Al- veg rosalega vel,“ svarar Baltasar Kormákur uppörvandi. „Gott,“ seg- ir hún. „Þið hringið þá bara í mig.“ Svo er hún rokin. Við erum stödd á söngprufu fyrir söngleikinn Bugsy Malone sem færður verður upp í Loftkastalan- um í janúar. Jón Ólafsson situr við hljómborð uppi á sviði og önnur stúlka tekur lagið. „Ofar regnbog- ans geislum,“ syngur hún. „Þar er allt sem þú kannt að óska þér.“ Þau hundruð stúlkna sem lögðu leið sína í Loftkastalann siðdegis í gær eiga sér sjálfsagt enga ósk heitari en að komast að í skopleikn- um Bugsy Malone sem fjallar um bannáriu í Bandaríkjunum, enda er hann sérstakur fyrir þá sök að börn eru í öllum hlutverkum. Margar urðu frá að hverfa Gert hafði verið ráð fyrir um 500 stúlkum, en snemma varð Ijóst, að eftirspum eftir hlutverki í söng- leiknum var mun meiri en það, enda áætlar Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Loftkastalans, að um þúsund stúlkur hafl Iagt þangað leið sína í gær. Urðu fjölmargar frá að hverfa vegna þess að ekki voru til eyðublöð eða mannskapur til að sinna öllum. Að sögn talsmanna Loftkastalans kemur í ljós í dag hvort söngprufa verður auglýst fyr- ir þær sem ekki komust að í gær. Blaðamaður komst fljótlega að því að ekki höfðu margar stúlkur séð Bugsy Malone af þeim sem fengu að spreyta sig í Loftkastalan- um í gær. Enda kvikmyndin gerð löngu fyrir þeirra tíma. Nokkrar höfðu þó reynt að útvega sér mynd- ina á myndbandaleigum, en það hafði gengið illa. Enda hefur eftir- spurn eftir myndinni verið gífurleg, að sögn Guðnýjar Gústafsdóttur í Videohöllinni. „Það hafa fimm til tíu manns spurt um hana á dag undanfama viku.“ Titraði pínulítið Sigdís Þóra Sigþórsdóttir er 13 ára og var ein þeirra sem ekki höfðu séð söngleikinn. „Mamma ætl- aði að taka hana á leigu fyrir mig, en hún var ófáanleg,“ segir hún og brosir. Sigdfs syngur í skólakór Kársnesskúla og hefur auk þess tek- ið þátt í maraþontónleikum á hveiju ári þar sem hún hefur sungið ein- söng. Svo hefur hún leikið í skóla- leikritum. En var hún taugaóstyrk? „Já, kannski svolítið,“ segir hún. „Ég titraði pínulítið.11 Hún var ekki ein um það. „Ég er orðin þurr í hálsinum af taugaó- styrk,“ segir Sigrún Bima Haf- steinsdóttir sem er 15 ára. Hún seg- ist hafa búið í Bandaríkjunum í 5 ár og m.a. sungið einsöng í Athens, Ohio. Núna syngur hún í kór Ölduselsskóla. Hún segist hafa far- ið í prufuna vegna þess að hún hafi gaman af að syngja. „Maður gefur svo mikið af sér,“ segir hún. En var ekki erfitt að standa uppi á sviði fyrir framan allt þetta fólk og syngja? „Fyrst er það mjög taugastrekkjandi, en svo verður það minna mál,“ svarar hún. Er bara svona Katrín Jónsdóttir er 13 ára og í kór Öldutúnsskóla. „Ég var svolítið feimin fyrst vegna þess að ég vissi ekki hvernig prufan yrði,“ segir hún. Katrín er ein fárra viðmæl- enda blaðamanns sem séð hafa söngleikinn. Það er þó svo langt sfðan að hún man lítið eftir því, - „nema hvað það var flott“. En hvað flnnst henni um að allt þetta félk ætlaði í prufuna? „Ég bjóst alveg við að það kæmu svona rnargir," segir hún. „Til dæmis ætluðu allar vinkonur mfnar að fara.“ Guðrún Árný Karlsdóttir, 15 ára, stendur uppi á sviði. „Hefurðu leik- ið áður?“ spyr Baltasar Kormákur. „Bara fíflast,“ svarar hún og hlær. Jón Ólafsson hlær líka og kallar til Baltasars: „Alveg eins og þú, Balti!“ Guðrún Arný varð íslands- meistari í karaoke í keppni félags- miðstöðva á þessu ári, skrifar blaðamaður hjá sér. Hún raular lagstúf á meðan. Erfitt? „Nei, ég er taugaóstyrk áður en ég fer upp á svið en svo hverfur það,“ svarar hún. Hún seg- ir ást á söng ástæðuna fyrir því að hana langi til að taka þátt í Bugsy Malone. „Ég hef sungið alla mína ævi,“ segir hún. „Um daginn átti ég að þegja heilan dag og gat það ekki. Það var ekki hægt, - ég er bara svona.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.