Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Björgvin Pálsson BÁÐIR bílarnir eru taldir Harður árekstur á Reykja- nesbraut ÞRENNT var flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Reykjanes- brautar og gamla Krísuvíkur- vegarins síðdegis á laugardag. Meiðsl fólksins voru minni en á horfðist, að sögn lögreglu, því aðkoman á vettvangi gaf tilefni til að ætla að um lífshættuleg meiðsl yrði að ræða. Báðir bílarnir voru á leið suður Reykjanesbraut. Annar ók að miðlínu og tók vinstri beygju inn á gatnamótin við gamla Krísuvíkurveginn. Þá ók inn í vinstri hlið hans bíll sem kom á eftir en var í fram- úrakstri á vinstri akrein. Aftari bíllinn valt við ÚTSENDING Bylgjunnar frá landsleik íslands og Sviss í Evr- ópukeppninni í handbolta síðastlið- inn laugardag var rofin án skýr- inga í um 20 mínútur. Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður segir að hann hafi ekki skýringar á því hvers vegna þetta var gert. „Ég hóf mína útsendingu kl. 15 eins og ráð var fyrir gert í dag- skrá og dagskrárkynningu. Það höfðu verið gerðar sérstakar dag- skrárkynningar um útsendinguna og þeim útvarpað alla vikuna á Bylgjunni. Þegar ég hafði lýst landsleiknum í um fimmtán mínút- ur var lækkað niður í mér og í staðinn leikin tónlist eftir Rolling Stones, sem er í sjálfu sér ágæt áreksturinn og stöðvaðist tölu- vert sunnan við gatnamótin. Meiðsl ökumanns þess bíls voru minni en á horfðist, að sögn lögreglu, en fólk úr fremri bíln- um var talsvert meitt og lemstr- að. hljómsveit. En ég fékk engar skýr- ingar. Þegar ég hringdi í hljóðver- ið og leitaði eftir þeim var mér sagt að dagskrárstjóri Bylgjunnar hefði tilkynnt dagskrárgerðar- manni að þetta væri leiðinlegt út- varpsefni. Auk þess væri verið að lýsa leiknum á Rás 2 og FM og hann vijdi fá þetta efni út. Aðrar skýringar fékk ég ekki,“ sagði Guðjón. Yfirstjórn íslenska útvarpsfé- lagsins, sem á Bylgjuna, tók þá ákvörðun að útsendingin skyldi halda áfram þannig að síðustu 25 mínútum leiksins var lýst á Bylgj- unni. Guðjón sagði að Sparisjóð- irnir hefðu kostað útsendinguna og því hefði málið verið ömurlegt ónýtir eftir áreksturinn. Báðir bílarnir eru ónýtir og þurfti tækjabíll slökkviliðs að klippa annan bílinn í sundur til að hægt yrði að ná fólki út úr honum. Reykjanesbrautin var lokuð á aðra klukkustund vegna óhappsins. í alla staði og með ólíkindum að slíkt gæti gerst. Misskilningur sem kom upp Hallur Helgason, dagskrárstjóri Bylgjunnar, segir að ákveðinn mis- skilningur hefði komið upp sem hefði síðan verið leiðréttur. „Við höfum verið að skerpa á því við íþróttadeildina að lýsingar frá íþróttaleikjum séu kynntar á ákveðinn hátt og að þeim staðið á ákveðinn hátt. Kynningin á þessari tilteknu útsendingu hafði farið fram hjá mér og ég taldi að þarna hefði farið lýsing i loftið sem ekki hefði verið staðið nægilega vel að. En það átti ekki við í þessu til- felli,“ sagði Hallur. Skagafjörður Lokað heimili fyr- ir unglinga VIÐRÆÐUR hafa undanfarið átt sér stað milli héraðsnefndar Skagafjarðar og Barnaverndar- stofu um að héraðsnefndin byggi sérhæft húsnæði með það í huga að reka í því lokað meðferðarheim- ili fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára. Áætlað er að byggja hús- næðið í landi Garðhúsa í Seylu- hreppi og er gert ráð fyrir að Barnaverndarstofa leigi það af héraðsnefndinni. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, ligg- ur fyrir uppkast að samningi um málið, en viðkomandi ráðuneyti eiga eftir að staðfesta hann. Um er að ræða 330 fermetra sérhæft húsnæði með dvalarrými fyrir sex unglinga, en starfsmenn yrðu 12-15 talsins. Heimilið yrði lokað þar sem þar yrðu vistaðir erfiðustu unglingarnir sem þurfa að dveljast á meðferðarheimilum. Áætlaður kostnaður við byggingu heimilisins er allt að 40 milljónir króna og er gert ráð fyrir að það verði tekið í notkun í september á næsta ári ef samningar um bygg- ingu þess takast. ----» ♦ ■*■ ■■.— Sendinefnd Norsk Hydro stödd hér SENDINEFND frá Norsk Hydro kannar aðstæður hér á landi í vik- unni og mun meðal annars heim- sækja Reyðarfjörð, en þetta er liður í könnun og undirbúningi þess að ráðist verði í byggingu og rekstur stóriðju í tengslum við byggingu orkuvers. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er nefndin hér til þess að afla grunnupplýsinga varðandi ýmis atriði sem tengjast þessum fyrirætlunum og þurfa að skýrast áður en kemur að ákvarðanatöku. Andlát KARL LÚÐVÍKS- SON LYF- SALI KARL Lúðvíksson apótekari er lát- inn, 89 ára að aldri. Hann stofnaði Apótek Austurbæjar og gegndi um árabil trúnaðarstörfum fyrir Apó- tekarafélag íslands. Karl fæddist á Norðfirði 27. september 1908. Faðir hans var Lúðvík Sigurður Sigurðsson út- gerðarmaður og Ingibjörg Þorláks- dóttir. Karl var gagnfræðingur frá MA og tók próf frá MR 1930. Þá hóf hann nám í lyfjafræði. Karl var aðstoðarlyfjafræðingur við Reykjavíkur Apótek 1933-35, lyfjafræðingur í Laugavegs Apó- teki 1937-39 og lyfjafræðingur við Reykjavíkur Apótek 1939-52. Hann stofnaði Apótek Austurbæj- ar 1953 og rak það til ársins 1985 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Karl var einn af stofnendum Pharmaco og sat í stjórn fyrir- tækisins í 9 ár. Hann var einnig þátttakandi í ýmsum fleiri fyrir- tækjum. Karl gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Lyfjafræðingafélag íslands og Apótekarafélag Islands. Hann sat í stjórn félaganna og var formaður þeirra í nokkur ár. Karl kvæntist Svanhildi Jó- hönnu Þorsteinsdóttur og eignuð- ust þau fjögur börn. Lýsing Bylgjunnar rofin án skýringa NOATUN Odýrt - og hlaðið bætiefnum! Innmatur úr haustslátrun: Nyru Hiörtu 100: 300: pp.kg. pr.kg. Lifur Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld NOATUN NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERH0LTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.