Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. Morgunblaðið/Knstmn Einhverjum umfangsmestu skipulagsbreytingum í sögu Eimskips hrint í framkvæmd Skerpum athyglina og ábyrgðina HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags- ins, hefur nú stýrt félaginu gegnum ólgusiói viðskipta- lífsins í nærfellt 19 ár. A því tímabili hefur orðið gjörbylting í rekstrinum og félagið breyst úr skipafélagi í al- hliða flutningafyrirtæki með rekstur á sjó og landi, beggja vegna Atlants- hafsins. Samhliða hefur félagið fjár- fest markvisst í öðrum rekstri og hefur veruleg ítök í mörgum af helstu stórfyrirtækjum landsmanna. Félagið hefur á þessum árum gert ýmsar breytingar á sínu skipulagi. Hins vegar kalla aukin umsvif, víð- tækari rekstur og samkeppnisað- stæður nú á enn frekari uppstokkun hjá félaginu. A morgun, mánudag, tekur gildi nýtt stjórnskipulag Eim- skipafélagsins, þar sem öll yfirstjórn hefur verið endurskipulögð. Eru þetta líklega mestu skipulagsbreyt- ingar sem oi'ðið hafa hjá félaginu frá árinu 1979. í stuttu máli sagt felst í þessu að horfið er frá hefðbundu starfaskipulagi og komið á fót svo- nefndum afkomueiningum sem hver um sig þarf að uppfylla ákveðin markmið um tekjur og gjöld. Fram- kvæmdastjórar eru gerðir ábyrgari en áður um leið og þjónustan gagn- vart viðskiptamönnum verður bætt. Til að auðvelda þessar breytingar Eimskip hefur horfíð frá hefðbundnu starfaskipulagi og sett upp svonefndar af- komueiningar í nýju stjórnskipulagi félags- ins. Kristinn Briem ræddi við Hörð Sigur- gestsson, forstjóra Eimskips, m.a. um þess- ar breytingar, framvinduna á flutninga- markaðnum og framtíðaráform félagsins. HÚS Eimskipafélagsins í Pósthússtræti var byggt árið 1921. fékk Eimskip til liðs við sig stórt al- þjóðlegt ráðgjafaríyrirtæki, Mercer Management Consultant, sem að- stoðað hefur erlend flutningafyi’ir- tæki við sambærilegar skipulags- breytingar. „Við höfum sett okkur mai’kmið um að gera þrennt á undanförnum árum,“ segir Hörður Sigurgestsson þegar hann er spurður um aðdrag: andann að þessum breytingum. „í fyrsta lagi höfum við endurskipulagt okkar sem alhliða flutningaþjónustu- fyrirtæki. Við byrjuðum sem skipa- félag og höfum breyst í alhliða fyrir- tæki með því að verða þátttakendur í fleiri flutningaþáttum en áður var. í öðru lagi höfum við lagt áherslu á starfsemi erlendis, sérstaklega á stöðnunarárunum hér áður, til að auka vöxtinn og höfum stefnt að því að starfsemin erlendis verði ekki minni en þriðjungur af heildarveltu fyi-irtækisins. I þriðja lagi hefur fyr- irtækið sett sér það markmið að verða virkur þátttakandi í öðrum gi-einum íslensks atvinnulífs en hefð- bundinni flutningastarf- semi. Það höfum við gert með fjárfestingum og hlutafjárkaupum í gegn- um Burðarás. Þetta eru þrjár meginstoðirnar í rekstrinum sem endurspeglast í skipulaginu." Hörður bendir á að félagið hafi lagt áherslu á samtvinnun flutninga- þátta, þ.e. að fylgja vörunni eftir alla leið frá framleiðanda eins langt til neytandans og hægt er eftir því sem viðskiptamennimir vilja. „Við erum því ekki eingöngu í siglingum, heldur flutningum bæði erlendis og innan- lands, fyrirgreiðslu erlendis, vöm- húsarekstri innanlands, flutnings- miðlun og margvislegi-i dreifingu er- lendis. Ahersla hefur verið lögð á flutningastarfseminna erlendis og innanlandsflutninga." Veltuaukning yfir 50% síðustu 2-3 ár Umsvif Eimskips hafa aukist veralega á undanförnum árum og segir Hörður að veltan hafi t.d. auk- ist yfir 50% á tveimur til þremur ár- um. „Veltan á sl. ári var rétt tæpir 12 milljarðar króna í Eimskipssam- steypunni og við gerum ráð fyrir að veltan verði nálægt 16 milljörðum á árinu 1997. í öðra lagi hefur efna- hagsreikningurinn stækkað á fimm ára tímabili. Hann var 9,8 milljarðar í árslok 1993 en var á miðju þessu ári orðinn 17,8 milljarðar. Síðan hefur dótturfélögum fjölgað hér á landi og erlendis. Við höfum náð því á fimm ára tímabili frá 1993 til miðs árs 1997 að hlutdeild þeirrar starfsemi er- lendis, sem ekki tengist íslandsflutn- ingunum beint, er orðin 27% af heildarveltu. Ef til vill höfum við náð upphaflegu markmiði okkar því veltuaukningin hér innanlands hefur einnig orðið töluverð. Síðan hefur félagið tekið upp nýja þjónustu hér innanlands og lagt meiri áherslu á landflutningana, flutningsmiðlun o.s.frv. Við keyptum akstursfyrirtækið Dreka árið 1991 og höfum smám saman verið að bæta við þá landflutninga. Árleg velta akstursfyrirtækjanna er orðin á bil- inu 500-600 milljónir. Þá hafa eignh- Burðaráss aukist verulega, en mark- aðsvirði hlutabréfaeignarinnar hefur aukist úr 1,5 milljarði í árslok 1993 í 8,7 milljarða núna í lok september." Aukin ábyrgð af- komueininga „Skipulagið sem við erum að taka upp núna felur í sér grundvallar- breytingar," segir Hörður. „I stað- inn fyrir að reka fyrirtækið með hefðbundnu starfafyrirkomulagi verða settar upp afkomueiningar. Allri okkar starfsemi verður skipt í flutningasvið, innanlandssvið, utan- landssvið og Burðarás. Þar til við- bótar eru hefðbundin stoðsvið, þ.e. fjármálasvið og þróunarsvið. Með því að taka upp afkomueiningar ein- blínum við á höfuðatriðin í fyrirtæk- inu, afmörkum þau skýrar og betur og leggjum meiri áherslu á nýjung- ar. Þá verða framkvæmdastjórarnir ábyrgari fyrir afkomu rekstursins en var í gamla kerfinu. Þeir fá meiri völd innan ákveðins ramma. Einnig gefst meiri tími fyrir framkvæmda- stjóra og forstjóra til að sinna stærri stefnumarkandi verkefnum, einbeita sér að þrengra starfssviði og horfa fram í tímann. Við gerðum breytingar árið 1986, 1989 og 1993 sem fólu í sér uppstokk- un eftir gamla skipulaginu. Núna er- um við að taka upp skýrara afkomu- skipulag og skerpa athyglina og ábyi’gðina. Einnig erum við að ráðast í þessar breytingar vegna þess að samkeppnin allsstaðar í kringum okkur er meii'i en áður. Að sumu leyti eru breytingarnai- ekki ósvipað- ar og orðið hafa víðs vegar í erlend- um fyrirtækjum, hvort sem það eru flutningafyrirtæki eða önnur fyrir- tæki. Afkomueiningarnar bera ábyrgð á ákveðnum tekjum og gjöld- um. í skipulaginu verðui- sérstök þjón- ustudeild í Sundahöfn sem mun sinna viðskiptamönnum okkar með virkari hætti en áður, sérstaklega á íslandi. Þeir fá meiri fyrirgreiðslu en áður var og mest allt á einum stað. Einnig verður Iögð áhersla á sölu, bæði á flutningasviði, utanlandssviði og innanlandssviði. Mai'kaðs- og sölustarfið verður aðgreint frá dag- legri þjónustu við viðskiptamennina þannig að hægt verði að ná fram meiri sérhæfingu. Hvert afkomusvið verð- ur með sérstaka hagdeild vegna þess að nú ber framkvæmdastjóri við- komandi sviðs meiri ábyrgð en áður á markaðmiðsáætlun og rekstraráætlun fyrir sína einingu. Hagdeildirnar verða augu og eyi'u framkvæmdastjórans til að fylgja efth' þeim markmiðum og afkomutöl- um sem að er stefnt. Þrátt fyrir þessa uppstokkun gerum við ekki ráð fyrir fjölgun starfsmanna að neinu marki skipulagsbreytinganna vegna.“ Leggja til breyting- ar í miðbænum Nokkur uppstokkun verður á stað- setningu einstakra deilda því ýmsir þættir sem tengjast innanlandsflutn- ingunum og viðskiptaþjónustunni flytjast inn í Sundahöfn. Húsnæðið í Sundakletti er hins vegar uppurið og segir Hörður að verið sé að undirbúa stækkun á húsnæðinu þar um 750 fermetra í fyrsta áfanga. Höfuðstöðv- ar félagsins verða áfram í Pósthús- stræti 2 eins og þær hafa verið fi'á árinu 1921 þegar húsið var byggt. Forráðamenn félagsins era þó ekki allskostar sáttir við umhverfi höfuð- stöðvanna og hafa lagt fram ákveðn- ar hugmyndir fyrir borgaryfirvöld um breytingar á því svæði sem unnai' vora af tveimur arkitektum. „Okkur finnst að styrkja megi tengsl hafnarinnar við aðra hluti Kvosarinnar. Húsið tengist sögu Reykjavíkur á ýmsan hátt og fegra þarf þennan sögulega stað. Eim- skipafélagshúsið var eitt fyrsta sér- byggða skrifstofuhúsnæðið í Reykja- vík. Á efstu hæð þess er hinn svo- kallaði Kaupþingssalur, sem var einn aðalfunda- og samkomustaðurinn í borginni um árabil. Árið 1884 var ráðist í fyrstu bryggjusmíð á vegum bæjarins þegar Bæjarbryggjan eða steinbryggja reis framundan Póst- hússtræti. Bryggjan var aðalbryggja bæjarins næstu áratugina og mót- tökustaður vöra, farþega og er- lendra gesta." Góð ávöxtun íjár - Nú hefur þú talið afkomu Eim- skipafélagsins óviðunandi undanfar- ið eitt og hálft ár. Má draga þá álykt- un að verið sé að bregðast við slaki'i afkomu með þessum skipulagsbreyt- ingum? „Það er ekki hægt að segja að ver- ið sé að bregðast við afkomunni held- ur erum við að bregðast við breyt- ingum í rekstri fyrirtækisins og í umhverfinu. Félagið hefur stækkað, áherslur hafa breyst og viðfangsefn- in verið víkkuð út. Hins vegar er það eitt markmiðið með þessum breyt- ingum að ná betri tökum á því að stýra fyrirtækinu. Við sögðum síðast þegar þessi mál vora rædd opinber- lega að afkoman á fyiTÍ hluta ársins hefði verið lakari en gert var ráð fyr- ir og afkoman af flutningastarfsem- inni verið óviðunandi. Margt annað kom mjög vel út. Afkoma af ávöxtun fjár hefur verið mjög góð, ávöxtun af hlutabréfaeigninni hefur verið mjög góð og almennt jákvæð niðurstaða af starfseminni erlendis. Við höfum verið að vinna að því að bæta afkomu félagsins af fiutningastarfseminni. Það er ekki víst að afkoman af fjárá- vöxtuninni haldi áfram að batna, en það fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni.“ „Samkeppni mikilvæg í flutningum“ 1 í I I 1 C (: 0 C í í < M c I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.