Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMDUNDUR GUÐJÓNSSON, bifreiðastjóri frá Þiðriksvöllum síðast til heimilis í Lönguhlíð 3, Reykjavík, (áður Fellsmúla 16), er andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 13. október sl., verður jarðsettur frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 23. október kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd, Sigurður Sverrir Guðmundsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Gylfi Guðmundsson, Svanhildur Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALTÝS HÁKONARSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Ingunn Eyjólfsdóttir, Elísabet Valtýsdóttir, Gísli Skúlason, Kristín Valtýsdóttir, Þórður D. Bergmann, Margrét Valtýsdóttir, Henrik Zachariassen, Anna María Valtýsdóttir, Tomasz R. Tomczyk Kári Hrafn, Skúli og Hákon, Valtýr, Þröstur og ingvi Björn, Alexander og Magnús og Snorri. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, INGIBJARGAR AUÐAR ÓSKARSDÓTTUR, Bárugötu 19, Reykjavík. Þórður Þórarínsson, Charles Fred Moser, Theresa Ellen Metzen, Díana Grace Soell, Mark Óskar Moser, tengdabörn, barnabörn og systkini. > t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför MARGRÉTAR EYRÚNAR HJÖRLEIFSDÓTTUR, Grettisgötu 20a, Reykjavík. Bernharð Guðnason, Hjörleifur Guðni Bernharðsson, Hugrún Þorsteinsdóttir, Ágústa Guðrún Bernharðsdóttir, Hákon Arnar Sigurbergsson, Bernharð Margeir Bernharðsson, Hrönn Bernharðsdóttir, Gunnar Levi Haraldsson, Guðmundur Hjörleifsson og barnabörn. * t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, JÓNASAR GEIRS JÓNSSONAR, Húsavík. Olga Jónasdóttir, Heimir Daníelsson, Gunnur Jónasdóttir, Guðjón Bjarnason, Bergsteinn Karlsson og barnabörn. HALLDOR S. PÉTURSSON + Halldór Péturs- son var fæddur 17. okt. 1921. Hann lést á Borgarspíta- lanum 10. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Katrínar Halldórs- dóttur og Péturs Magnússonar. Árið 1926 dó faðir hans og móðir hans veiktist af berklum um svipað leyti. Hann var því alinn upp af föðurfor- eldrum sínum Beníu Blugadóttur og Magnúsi Magnússyni í Hólmfastskoti í Nú er Halldór vinur okkar og mágur farinn í sína síðustu siglingu. Þær voru margar og langar því öll hans starfsævi var á sjó. Hann var alinn upp í Hólmfastskoti í Njarðvík hjá föðurforeldrum sínum því faðir hans dó 1926 og um svipað leyti missti móðir hans heilsuna. Ekki var langt í fjöruna frá bernsku- heimilinu og sjórinn heillaði. Ný- fermdur fór hann á sjóinn sem full- gildur háseti og sjómennskuna stundaði hann í 54 ár. Hann var vanur að segja að hann hefði róið á öllum tegundum skipa, frá smábát- um til togara og sigldi öll stríðsárin. Seinni árin var Dóri á Dísafellinu, samfellt þrem skipum með því nafni. Þeir eru orðnir margir sem byijuðu ungir til sjós með Dóra og hafa tal- að um hve góður hann var þeim, hjálpaði og leiðbeindi og tók þeirra svari ef á þá var hallað. Móðir hans fékk bata eftir lang- vinn veikindi og þá bjó hann hjá henni í Reykjavík þar til hann gift- ist Bergþóru og þau stofnuðu heim- ili. Þau eignuðust ekki börn, en voru bæði barngóð og hjartahlý og hlúðu vel að Ólafi yngsta bróður Beggu svo og Auði systurdóttur hennar sem þau litu á sem fósturdóttur sína. Hún var líka hjálparhellan þeirra þegar heilsan brást og á þurfti að halda. Yngsti sonur Auðar og Sæ- mundar, manns hennar, ber nafn þeirra hjónanna, Halldór Berg, og hann var þeim mikill gleðigjafi. Á Njarðvík. 10. okt. 1948 kvæntist hann Bergþóru Jónsdótt- ur fæddri 22. okt. 1921. Hún lést 6. apríl 1993. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Halldór stundaði sjó frá fermingu og var sjómaður í 54 ár. Þau Bergþóra voru barnlaus. Útför Halldórs fer fram frá Ás- kirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. heimili þeirra Dóra og Beggu var alltaf gaman að koma og einhvern veginn var það alltaf í leiðinni, hvar sem þau bjuggu. Þegar Dóri var í landi var alltaf hátíð. Hann var viðlesinn og hafsjór af fróðleik enda stálminnugur. Hann hafði líka geysilega skemmtilega frásagnargáfu. Hversdagslegustu atvik gátu orðið að kostulegasta farsa í meðförum hans. Glettni og næmt auga fyrir því broslega ásamt mannlegri hlýju hans, gerðu það að verkum að sérkennilegustu karakt- erar urðu að skrautblómum í mann- lífsflórunni. Sögurnar hans meiddu aldrei neinn og oftar en ekki var grínið á hans eigin kostnað. í okkar huga eru það forréttindi að hafa átt Dóra að vini og fengið að njóta sam- fylgdar hans í nærri hálfa öld. Ver- öldin verður tómleg og grá þegar hugsað er til þess að nú er ekki leng- ur hægt að hafa símasamband oft á viku eða líta inn á Hrafnistu og spjalla. Elsku Dóri, þökk fyrir allt sem þú varst okkur, sonum okkar og ijölskyldum þeirra. Auði og fjöl- skyldu sendum við samúðarkveðjur, sömuleiðis Bjarna Pálssyni, tryggum vini hans og félaga á sjó og landi. Öll söknum við okkar elskulega vin- ar, en huggum okkur við að minning- arnar ylja um hjartað og það er gott að geta rifjað þær upp og bros- að. Guð blessi þig og leiði. Ólafur og Inga í Vogum. FRIMANN KRISTINN SIGMUNDSSON + Frímann Krist- inn Sigmunds- son fæddist 7. júlí 1947. Hann Iést 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafells- kirkju 16. október. Elsku Kiddi minn! Nú ertu farinn frá okkur eftir hetjulega baráttu sem bugaði þig aldrei. Það var sama hvenær við töluðum saman og hvenær ég spurði þig hvemig þér liði, þú barst þig alltaf vel og kvart- aðir aldrei. Nú þegar kveðjustundin er komin skil ég það betur og betur að þú varst aldrei bara tengdapabbi minn heldur líka minn besti vinur. Alltaf gat ég leitað til þín, sama hvað bját- aði á. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd. Það verður aldrei fyllt upp í það stóra skarð sem þú skilur eftir hjá okkur. Ég skil það líka betur hvað þú varst hjartahlýr maður og hvað þú varst krökkunum góður afi. Þú munt eiga stórt pláss í þeirra hjörtum um alla eilífð. Mér eru minnisstæðar allar stund- irnar sem við áttum saman, öl! ferða- lögin með fjölskyldunni, allir bíltúr- arnir með hin og þessi farartæki í eftirdragi og þegar við sátum og spjölluðum tímunum saman um bíla og far- artæki sem voru þitt áhugamál númer eitt, að ógleymdum þeim fróðleik sem þú gafst mér. Þegar við fórum saman á torfærukeppn- ina í Jósepsdal í sumar hvarflaði ekki að mér að það yrði okkar síð- asta ferð saman. Sá tími sem ég fékk að vera með þér og þekkja þig var alltof stuttur. Við áttum eftir að gera svo margt. Það var allt- af gott að vera nálægt þér og lífið á eftir að verða tómlegt án þín en innst í hjarta mínu veit ég að þú munt alltaf vera hjá okkur og það veitir mér styrk til að halda lífinu áfram. Sigurður Hansson. Þú sæla heimsins svalalind, ó silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt Ijós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, Látinn er Halldór S. Pétursson, félagi okkar í Sjómannafélagi Reykjavíkur til margra áratuga. Halldór var fæddur 1921 í Hólm- fastskoti í Innri-Njarðvík og átti þar heima til 13 ára aldurs. 13 ára fór hann fyrst á sjó, eins og svo margir jafnaldrar hans á þessum tíma. Halldór missti föður sinn aðeins 2-3 ára gamall og ólst upp hjá afa sínum og ömmu. Halldór var einn þeirra íslensku sjómanna sem sigldu öll stríðsárin, en þá vann hann um borð í togaranum Helgafelli. Fjöldi sjómanna týndi lífi í þeim mikla hild- arleik sem styrjöldin var til sjós. Að styijöldinni lokinni stundaði Halldór síldveiðar í áratug. Á seinni hluta starfsævinnar sigldi Halldór í 16 ár hjá Sambandinu og ávait um borð í Dísarfelli. Halldóri voru mjög hugleikin mál- efni sjómanna og tók hann virkan þátt í starfi Sjómannafélags Reykja- víkur um árabil. Sat m.a. í trúnaðar- ráði félagsins. Það er hverju félagi mikill sómi að slíkum trúnaðarmönn- um og góðum dreng á borð við Hall- dór heitinn. Ekki kom hann svo í land eða að hann ætti frí að hann liti ekki við á skrifstofu félagsins. Var það jafnan mikil upplyfting á kaffistofunni þegar Halldór leit við, margar sögur sagðar og jafnan mik- ið hlegið. Menn rifjuðu upp atburði liðinna ára, sem jafnan fá um sig ævintýraljóma eftir því sem lengra líður frá. Er okkur því mikil eftirsjá að góðum félaga. Allt fram til hins síðasta hvarflaði hugur Halldórs út á sjó, til liðins tíma og horfinna minninga. Hann hélt þó enn nánum tengslum við sjávarilminn, fór stöku sinnum suður í Voga til að fara „út í þarann“ eins og hann orðaði það sjálfur fyrir nokkrum árum í blaðaviðtali. Hann fór þá jafnan með mági sínum á fjög- urra manna skektu og renndi færi fyrir fisk í soðið, ýsu eða grásleppu. Hin síðari ár bjó hann ásamt konu sinni Bergþóru Jónsdóttur á Hrafn- istu og undu þau hag sínum vei. Fyrir nokkrum árum missti Halldór eiginkonu sina eftir 48 ára farsæit hjónaband. Vonandi liggja leiðir þeirra saman aftur handan við móð- una miklu. Við félagar hans og vinir í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur kveðjum góðan dreng og sendum öllum að- standendum hans innilegar samúð- arkveðjur. Jónas Garðarsson og Birgir Björgvinsson. því drottinn telur tárin mín, - ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Sofðu rótt, elsku afi minn. Arnór og Brynja Dís. I dag erum við glaðir. Glaðir vegna þeirrar lukku að hafa þekkt hann Kidda. Gleðin felst í minningu þeirra stunda sem við sátum saman í eldhúsinu á Álafossvegi og drukk- um kaffi, tókum við tækifæri sterkt útí og skeggræddum um lífið og til- veruna. Þeirra stunda sem við rák- umst á Kidda í sjoppunni á kvöldin og átum, misþreyttir, pylsu með öllu. Og allra þeirra stunda sem við óharðnaðir heimalningarnir áttum í vandræðum og Kiddi var til staðar. I Spámanninum stendur: „Sorgin er gríma gleðinnar. Og iindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Þeim mun dýpra sém sorg- in grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem vaidið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Hugur okkar er hjá fjölskyldunni; Herdísi, Öldu, Sigga, Arnóri, Brynju Dís, Helenu og Bjarna. Megi sorg ykkar með tímanum breytast í gleði og þakklæti fyrir að hafa átt hann Kidda. Þeir einir deyja sem gleym- ast. Kiddi lifir í minningunni. Hann fylgir okkur öllum sem urðum svo lánsöm að kynnast honum. Brynjar Órn, Davíð BaUlur, Högni, Ragnar, Snorri Geir og makar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.