Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ h Vandlifað er vantreystri stjórn Sérfræðingar skiptast í tvennt þegar spurt er hvort rússneskur efnahagur sé á uppleið eða standi höllum fæti. Jón Olafsson segir margar ástæður fyrir því að erfítt sé að meta raunverulega stöðu mála. ER ALLT á rífandi uppleið í Rússlandi um þessar mundir, eða hallar enn undan fæti? Er einungis tímaspurning hvenær harðstjórinn vondi tekur völdin (hver svo sem það nú verður) eða er sú hætta lið- in hjá? Tröllríður spilling enn öllu viðskiptalífí eða er það að komast í eitthvað sem mætti kalla eðlilegt horf? Það er svo einkennilegt að menn virðast skiptast alveg í tvo hópa um hvað sé rétt í þessum efnum. Fjöl- margir efnahagssérfræðingar hafa á síðustu misserum verið að spá Rússum efnahagsbata alveg sama þó að slíkir spádómar virðist í hróp- legu ósamræmi við það sem blasir við í landinu. Sárafá dæmi eru um að tekist hafi að koma atvinnulífí nokkurs staðar á réttan kjöl. Þjóðar- framleiðsla Rússa hefur minnkað um helming á síðustu tíu árum og þó að samdrátturinn virðist hægari nú en hann hefur verið er ekki enn- þá hægt að halda því fram að vöxt- ur sé kominn í atvinnulífið. Ein rökin fyrir því að uppsveifla í atvinnulífínu sé á næsta leiti eru þau að erlendar íjárfestingar hafa stóraukist á þessu ári frá því sem var í fyrra. En það er umdeilt hvort þessi aukning getur haldið áfram með sama hætti. Það er ekki nóg að hlutabréf séu seld og fjármagn skipti um hendur. Fyrirtæki verða líka að skila hagnaði og iðnaðar- framleiðsla að aukast. Aðeins lítill hluti þess fjár sem komið hefur inn á verðbréfamarkaðinn skilar sér í atvinnulífið enn sem komið er. Enn- þá eru það aðeins tiltölulega fá fyr- irtæki sem hafa boðið hlutabréf á almennum markaði. Og jafnvel þó að þeim íjölgaði merkir það ekkert fyrst í stað. Gífurlegs fjármagns er þörf til að reisa atvinnulífið úr rústum og það er ekkert sem segir til að hlutabréfamarkaður hljóti að skila fjármagni til slíkra hluta. Stór hluti þess fjár sem útlendingar hafa lagt í rússneska verðbréfamarkað- inn er baktryggður með ýmsum hætti og leið fjárfesta til baka því enn greið. Það er fullfljótt að fagna sigri, enn getur allt gerst. Pólitísk tvískipting enn við lýði Það er fleira sem bendir til að bjartsýni um framtíð efnahagsmála í Rússlandi sé fyrst og fremst ósk- hyggja. Eitt er að sífellt dregur í sundur með ríkum og fátækum á öllum sviðum. Örfáar borgir og héruð draga til sín fé og fáeinir AEG Uppþvottavélar Enuþærtil hlióðlátari? áverðilrá: 69.900,- • 43 db (re 1 pw) • Turbo þurrkun • HurSar bremsa • Sjólfvirk vatns- skömmtun • Vatnsöryggiskerfi Uppþvottavél á mynd 8180 TOö: 124.714,- Þýskt vörumerki þýskt hugvít þýsk framleiðsla ara | 8 Umboðsmenn: Vesturland: Mólnlngarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Quöni Hallgrírnsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Ðúöardal. Vestfiröir: Geirsoyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvik. Straumur.isafiröi.Norflurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöórkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA.Dalvfk. KEA, Siglufirði. KEA, Ólafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn.Lónið, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fóskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suflurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk. Reuters ÓVISST efnahagsástand í Rússlandi gerir að verkum að verkafólk þorir ekki að gera kröfur um öryggi á vinnustað. Sariye Nadírsjína, er starfar í verksmiðju í Úralsfjöllum, hvílir asbestsrúllur á höfði sinu áður en þeim er komið fyrir á úreltum snældum. Hún segist vita að asbest geti vald- ið krabbameini en að hún sé fegin því að hafa vinnu. auðkýfíngar ráða yfír stærstum hluta einkageirans. Þetta ástand dregur ekki úr þeirri pólitísku tví- skiptingu sem hefur einkennt Rúss- land eftir að dögum Sovétríkjanna lauk. Það sem er verra er að stjórn- in er undir hæl sterkustu auðmann- anna. Jeltsín gat í fyrra þakkað kosningasigur sinn meðal annars stuðningi þessara máttarstólpa. Nú hafa nokkrir þeirra einkum, Borís Berezovskíj og Vladimir Gusinin sem eiga banka, sjónvarpsstöðvar og fleira nánast lýst yfir stríði á hendur ríkisstjórninni eftir að keppinautur þeirra Vladimir Potan- in hreppti risasímafyrirtækið Svjaz- invest þegar ríkið seldi það á upp- boði fyrir skömmu. Þó að það sé ekki nýtt í sögunni að fjársterkir aðilar geti gripið til ýmissa ráða til að ná sér niður á stjórnvöldum er athyglisvert hvaða meðulum þykir sjálfsagt að beita í Rússlandi. Þeir sem mest ber á í ríkisstjórn Rússlands um þessar mundir eru Anatolíj Tsjúbajs og Boris Nemtsov. Það þykir ekki í frásögur færandi þó að þessir ráð- herrar veki andúð ýmissa afla á SNYRTISTOFAN GUERLAl N REYKjAVÍ K Óðinsgata 1 • 101 Reykjavík Sími 562 3220 • Fax 552 2320 - kjarni málsins! þinginu, einkum kommúnista, en nú hafa þeir bakað sér óvild þeirra stórforstjóra sem misstu Svjazin- vest út úr höndunum á sér. Og það kann að reynast þeim erfiðara við- fangs. Það merkir til dæmis að tvær af þremur stærstu sjónvarpsstöðv- unum í Rússlandi kosta kapps um að sverta mannorð þeirra, þeir eru bomir ýmsum sökum, misalvarleg- um og skyndilega hefur ríkissak- sóknari áhuga á margvíslegum framkvæmdum þeirra. Allt valdakerfið í Rússlandi er enn miklu sveigjanlegra og þar með ófyrirsegjanlegra heldur en tíðkast í nokkru vestrænu ríki. Hvorki al- menningur í landinu né þeir sem vilja láta til sín taka í viðskiptum eða atvinnulífí hefur nokkra trygg- ingu fyrir því hveijar leikreglumar eru eða að eftir þeim sé farið. Þess vegna ríkir í raun og vera upplausn- arástand í þjóðfélaginu ennþá. Þótt á stöku stað, einkum í Moskvu, séu umsvif mikil og þar sé hægt að mæla áhrifín í auknum almennum lífsgæðum þá er ekkert samræmi á milli þess og ástandsins í landinu í heild. Ennþá býr meirihluti þjóðar- innar við hrakleg lífskjör og sér ekki þá uppsveifiu sem alltaf er verið að lofa. Eitt af meginvandamálunum er einfaldlega hve erfíðlega ríkinu gengur að afla fjár til að standa straum af lágmarksútgjöldum. Stjómvöldum hefur enn ekki tekist að koma neinu lagi á skattheimtu. Lítill hluti þeirra skatta sem ríkinu bar að fá lögum samkvæmt af at- vinnurekstri var innheimtur á síð- asta ári og sárafáir greiddu tekju- skatt. Fyrstu þijá fjórðunga þessa árs tókst ekki að innheimta nema um helming þess sem ríkið hafði sett sér að ná inn. Þessu valda klaufaleg lög og reglugerðir sem erfítt reynist að framfylgja og það almenna viðhorf í landinu að skatt- heimta sé ekkert annað en kúgun. Síðasta tilraun skattayfírvalda til að fá fólk til að telja fram fólst í því að nauða í frægu fólki og þekktum ríkisbubbum að sýna almúganum gott fordæmi með því að telja fram tekjur sínar. Vart þarf að taka fram að sárafáir létu tilleiðast. Rík- isstjórnin hefur gripið til þess að nota einkavæðingu stórra fyrirtækja til að afla nauðsynlegs eyðslufjár. Gert er ráð fyrir að sala fyrirtækja skili sem svarar fjórum milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári. En þetta er auðvitað algjört neyðarúrræði auk þess sem einkavæðingunni fylgja engin skilyrði. Engin trygging er fyrir því að rekstur fyrirtækja verði almenningi til meiri hagsbóta eftir að þau hafa verið einkavædd heldur en var fyrir. Þetta gildir auðvitað einkum um þjónustufyrirtæki. Það er í raun ekkert skrítið við óánægju þingsins með frammistöðu stjórnarinnar eins og sakir standa og því ekki við öðru að búast en einhvers konar aðgerðum á borð við vantrauststillöguna sem átti að koma til umræðu í þessari viku. Umræðum um hana var frestað í fáeina daga eftir að Jeltsín sendi þinginu elskulegt bréf og lagði til að fjárlög næsta árs yrðu rædd betur. Þingið hafði áður hafnað fjárlagatillögu ríkisstjómarinnar. Hins vegar er vandséð að þingið geti fengið nokkru áorkað með því að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina því að stjórnarskráin gefur forset- anum alltaf síðasta orðið. Þingið getur í mesta lagi knúið Jeltsín til að boða til nýrra kosninga en eng- um dettur í hug að það mundi leysa nokkurn vanda. Soros bjartsýnn Heillaspár margra um að nú fari Rússar loksins að rétta úr kútnum og það sé bara tímaspursmál hve- nær fjármagn fari að skila sér inn í atvinnulífið og valda lífskjarabylt- ingu í öllu Rússlandi eru merkilegar fyrir það að þær virðast ekki byggja á öðru en óljósri tilfinningu um að úr því að frjáls markaður og kapítal- ismi hefur náð fótfestu í Rússlandi, þá hljóti hitt að fylgja í kjölfarið: Bætt lífskjör, opinbert réttlæti, skil- virkara stjómkerfi og svo framveg- is. Slíkar hugmyndir ráðast af trú á kenningum um löggengi nútíma- menningar. Auðkýfingurinn Georg Soros, sem hefur látið mikið fé renna til menntastofnana í Austur- Evrópu og beitt sér mjög til að stuðla að siðvæðingu kapítalismans í fyrrum kommúnistaríkjum, er einn þeirra sem nýlega hafa látið í ljós efasemdir um að þjóðfélagsþróun af þessu tagi komi af sjálfu sér. Engu að síður sagðist hann afar bjartsýnn á framtíð mála í Rúss- landi, þegar hann var í Moskvu fyrir nokkrum dögum og hitti þar annan bjartsýnan vestrænan auð- mann, Bill Gates, forstjóra Micro- soft. En kannski Soros sé svona bjartsýnn vegna þess að Svjazinvest var keypt fyrir peninga frá honum. Hver veit nema hann ætli að fylgja efasemdum sínum eftir með því að hafa bein afskipti af því hvernig hlutunum er stjórnað í Rússlandi. Síðastliðin fímm ár hafa komm- únistar og þjóðemissinnar í Rúss- landi spáð „heitu hausti“ árlega. Þeir eiga alltaf von á því að nú rísi þjóðin upp og segi hingað og ekki lengra við óheillaþróuninni í landinu. Þeir spáðu heitu hausti aftur núna, en sem fyrr virðist hitinn ekki ætla að nægja til að kynda undir öðmm en þeim sjálfum. Samt er vitlaust að vera of viss. Það er of útbreidd tilfínning meðal Rússa að núverandi ástand sé i einhveijum skilningi tímabundið án þess að menn skynji glögglega hvernig það muni enda. I i I l i I i I I t » i I » u § A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.