Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON + Guðmundur Freyr Halldórs- son fæddist í Reykjavík 11. júní 1941. Hann lést 1. október siðastlið- inn og fór útför hans fram frá Víd- alínskirkju í Garðabæ 9. októ- ber. Kveðja frá gömlu glímufélögunum í Ármanni Horfínn er á brautu úr hópi okkar gömlu glímufélag- anna í Glímudeild Glímufélagsins Ármanns, Guðmundur Freyr Hall- dórsson, sá mæti kappi og góði félagi. Háði hann sína lokaglímu við þann vágest krabbamein af karlmennsku en eftir snarpa viður- eign var hann lagður að velli og lífsglíman flautuð af hinn fyrsta október síðastliðinn. Á kveðjustundu er margs að minnast og það því fremur sem samfylgdin hefur varað lengur en þriðjung aldar. Ekki munu hér taldir upp allir þeir titlar, sem Guðmundur Freyr Halldórsson glímukappi vann á ferli sínum en nefna má, að hann varð Reykja- víkurmeistari og íslandsmeistari margsinnis , hlaut fegurðarglímu- verðlaun oft og sigraði í Skjaldar- glímu Ármanns 1977 og hlaut þar með sæmdarheitið Skjaldarhafi Ármanns. Fjöldi glímumóta sem Guðmundur Freyr tók þátt í skipti hundruðum, bæði innan félagsins, í héraði og á landsvísu. Ávallt hlaut hann þá umsögn, að hann hefði framið góða glímu og fagra. Ekki er þess minnst að nokkur viðfangs- maður hafí gengið ósáttur frá glímuvelli eftir að hafa hlotið byltu af hans völdum, því engan mann níddi hann. Fyrstu kynni mín, er þetta skrif- ar, af Guðmundi Frey Halldórs- syni, voru þegar Guðmundur kom á glímuæfingu í Ármanni haustið 1960 þá nær tvítugu. Hann var vel meðal maður á hæð, grannvax- inn og fremur léttur, fimur og hraustur, bar sig vel og enginn veifiskati var hann. Hann tileink- aði sér fljótt eigindi glímunnar svo og brögð og varnir og varð liðtæk- ur glímumaður þegar á fyrsta vetri. Valdi ég hann þá í sýningar- flokk glímudeildarinnar, þar sem hann átti fastan sess æ síðan. Sjálfur lýsti Guðmundur Freyr sín- um fyrstu kynnum af glímu með þeim hætti, að hann hefði eftir miklar fortölur farið á æfingu hjá Ármanni með vinnufé- laga, sem var góður glímumaður. Þarna fékk hann fyrstu til- sögn í glímu og byltu að auki. Ekki tókst betur til en svo að brækur hans rifnuðu enda án glímubeltis. Hefði hann nærri lofað sjálfum sér að fara ekki á fleiri æfingar. Fljótlega skipti hann um skoðun og mætti á æfingu aftur í þeirri von að geta goldið líku líkt þó síðar yrði. Guð- mundur Freyr lauk frásögn sinni með því að segja, að þegar frá leið hafi hann komist að því að glíman væri ein ágætasta íþrótt, sem stunda mætti. Áður hefur verið nefnt, að Guð- mundur Freyr valdist í sýningar- flokk glímudeildarinnar eftir fýrsta veturinn og tilheyrði hann flokkn- um óslitið síðan. Um vorið 1961 voru haldnar glímusýningar innan- lands og um sumarið farið í sýn- ingaför til 5 Evrópulanda (Dan- mörk, Austur-Þýskaland, Austur- ríki, Tékkóslóvakía og Pólland). Varð þá þegar ljóst að þar var á ferð mikið glímumannsefni og sér- staklega góður sýningamaður. Enda fór svo að hann valdist í nær allar glímusýningar á því árabili fram á sumarið 1996 er hans síð- asta sýning var að Árbæ. Auk ferð- arinnar 1961 tók Guðmundur Freyr þátt í sýningaferðum Ár- menninga til Færeyja 1966, til Norður-Irlands 1968 og til Fær- eyja 1974. Lauslega áætlað munu þessar sýningar á glímu og ásamt fornum leikjum, sem glímudeildin tók upp á sína arma 1962, hafa orðið hátt á þriðja hundrað talsins undir minni stjórn, innanlands og utan, og ætla ég að telja megi á fingrum sér þau skipti sem Guðmundur Freyr átti ekki heimangengt. Til viðbótar því sem að framan er talið og hver maður gæti verið fullsæmdur af var Guðmundur Freyr valinn til sýningaferða á vegum Glímusambands íslands árið 1967 til Kanada og aftur í aðra för til Kanada árið 1975. Þá var hann sendur á vegum Glímu- sambandsins til Frakklands 1987 ásamt Siguijóni Leifssyni til að sýna og kynna glímu. Á nærfellt öllum sýningum og glímumótum Glímudeildar Ár- manns undir minni stjórn í hartnær fjörutíu ár hefur íslenski fáninn verið um hönd hafður og til þess valdir bestu menn og þjálfaðir sem t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN SIGURÐSSON, Snorrabraut 56, Reykjavík, sem lést að morgni mánudagsins 13. október sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 21. október kl. 15.00. Guðmundur Hermannsson, Adda Hermannsdóttir, Óli Jón Hermannsson, Sigurður G. Hermannsson, Hermann Hermansson, Katrín Hermannsdóttir, Eiríkur Á. Hermannsson, Valdimar O. Hermannsson, Snorri G. Hermannsson, Örn Hermannsson, Helgi Magnús Hermannsson, Gunnar Hermannsson, Auður Guðmundsdóttir, Ólafur Óskarsson, Kristín E. Jónsdóttir, Sigrún A. Ámundadóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Brynjar Stefánsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Pétursdóttir, Sjöfn Guðnadóttir, Guðlaug L. Brynjarsdóttir, Björk Baldursdóttir, Sigrún Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. fánaberar. Mikið iiggur við að þessu þjóðtákni íslendinga sé full- ur sómi sýndur og enginn vansi. Tók ég við þessari hefð í arf frá forverum mínum. Fljótlega eftir að Guðmundur Freyr kom í sýn- ingaflokkinn fól ég honum að vera til aðstoðar fánabera og tileinkaði hann sér starfið með slíkum ágæt- um að innan tíðar varð hann öðrum mönnum hæfari til starfans. í tæp- lega þrjátíu og fimm ár gegndi hann þessu verki með lotningu og bar ekki skugga á. Þótti fram- ganga hans öðrum fremri í þessu starfi og var hann því einnig að jafnaði til kallaður, þegar Glímufé- lagið Ármann efndi til hátíða. Einnig fékk Glímusamband íslands Guðmund Frey sem fánabera, þeg- ar mikið þótti liggja við, í utanferð- um eða á stórmótum. Það er ekki sársaukalaust fyrir okkur gömlu glímufélagana að kveðja Guðmund Frey Halldórsson félaga okkar og vin um áratuga skeið. En þetta er lífsins gangur og grisjast hópurinn örar en áður og telur vart fleiri en tylftina leng- ur. Innan tíðar og þegar frá líður mun endurminningin um góðan dreng merlast í hugum okkar og ekki kæmi mér á óvart að við grip- um á lofti fleygar tilvitnanir í Guð- mund Frey eða rifjuðum upp spaugileg atvik þar sem hann var aðalmaðurinn. Hann var að jafnaði léttur í lund, spaugsamur og stríð- inn og grunnt var á stákslegum galsa. Hann tók upp á því á sýning- um og þá sérstaklega á sýningum fornra leikja að kalla til áhorfenda: „Leggjum kallinn!" og æða síðan í skrokk á mér óviðbúnum og oft fór það svo að brækur mínar rifn- uðu eða ég lá flatur í vellinum því á stundum voru sýningar undir berum himni. Þótti þetta hin besta skemmtun og það því fremur að allt var þetta óundirbúið. Síðar fór ég að girða mig glímubelti innan klæða og varð þá meira jafnræði með mönnum. „Kallinn“ í hans munni átti ávallt við stjórnandann. Aldrei varð þess vart að alvara eða þykkjuþungi fylgdi með af hans hálfu. Er samfylgd lýkur þökkum við gömlu glímufélagarnir í Ármanni fyrir að hafa átt Guðmund Frey Halldórsson að glímubróður og fé- laga og söknum vinar í stað. Við vottum ekkju hans, Aagot Emils- dóttur, og fjölskyldu og ættingjum öðrum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd gömlu glímufélag- anna í Ármanni, Hörður Gunnarsson. Núna er frændi okkar búinn að kveðja þennan heim. Freyr var sannur glímukóngur í huga okkar systra, honum var ætlað að glíma við þennan erfiða sjúkdóm, sem hann gerði með reisn, barátta hans var bæði stutt og erfið. Við erum sannfærðar um það að hann þurfti ekki að lúta í lægra haldi fyrir þessari baráttu heldur hafi Guð ætlað honum betra og erfiðara starf annars staðar í þess- ari veröld, eitthvað sem enginn annar en Freyr gæti glímt við. Freyr var mikill og merkur maður í huga okkar systra. Það var hann sem fann alltaf það jákvæða við allt og alltaf var stutt í bros. For- eldrar okkar og við áttum margar góðar stundir með þér og fjöl- skyldu þinni, við þökkum fyrir þær. Elsku Freyr, við munum geyma í hjarta okkar minningu þína. Við biðjum Guð um að vemda og vaka yfir eiginkonu þinni, börnum, barnabörnum og allri fjölskyld- unni. Þínar frænkur, Sigrún, Særún og Guðrún Jóhannsdætur og fjölsk. STEFANIA JÓHANNSDÓTTIR + Stefanía Jó- hannsdóttir fæddlst á Stokks- eyri 20. mars 1902. Hún andaðist í Skógarbæ í Reykja- vík 6. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Stefánsdóttir frá Miðskála, V-Eyja- fjöllum, og Jóhann Guðmundsson, Bakka, Landeyjum. Hún átti þrjá bræð- ur, þeir voru: Krist- mundur, fæddur 1899, Guðni, fæddur 1905, og Jóel, fæddur 1911. Þeir eru all- ir látnir. Eftirlifandi uppeldis- systir hennar er María Kon- ráðsdóttir, fædd 1916. Stefanía fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja árið 1910 og ólst þar upp. Hún fluttist frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur árið 1946. Fyrri maður Stefaníu var Sigurður Jónsson, fæddur 7. desem- ber 1897 á Selja- völlum, A-Eyjafjöll- um. Þau slitu sam- vistum. Seinni mað- ur hennar er Aðal- steinn Indriðason, fæddur 10. október 1906 á Patreks- firði. Börn Stefaníu eru: 1) Jóhanna Sigurðardóttir, fædd 25. maí 1924. 2) Leifur Á. Aðal- steinsson, fæddur 30. nóvember 1943. Eiginkona hans er Margrét Valgerðardóttir. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, fæddur 3. nóvember 1945. Eig- inkona hans er Ásdís Elín Júl- íusdóttir. Þau eiga einn son. Utför Stefaníu Jóhannsdótt- ur fer fram frá Fossvogskap- ellu á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Amma mín, Stefanía Jóhanns- dóttir, leið út af í svefni 95 ára gömul eins og kerti sem hefur brunnið niður og deyr hægt og hljóð- lega. Innilegt og kærleiksríkt sam- band hennar og afa, Aðalsteins Indriðasonar, fram á síðustu stundu snerti djúpt aila sem þekkja þau og hugur okkar er hjá honum núna þegar Stefanía er borin til hinstu hvílu. Amma var 65 ára gömul árið sem ég fæddist og ég þekkti hana því aðeins sem fullorðna konu. í hartnær þrjátíu ár voru sunnudags- heimsóknir til ömmu og afa fastur hluti af tilverunni. Amma bar fram veitingar eins og sá sem hefur alist upp við kröpp kjör og lifað þá tíma að ekki var nóg til að borða. Hún vildi fyrir alla muni tryggja að eng- inn stigi svangur upp frá borðum. Að lokinni hverri heimsókn voru barnabörnin leyst út með gjöfum og það var töluvert átak sem þurfti til að sannfæra ömmu um að bama- barnið sem nú var fullorðinn maður vanhagaði ekki um neitt. Amma hafði helst áhyggjur af því að hún hefði ekki nóg að gefa. Þær áhyggj- ur voru ástæðulausar. Börn læra af því sem þeim er sagt en þó öllu fremur af fordæmi þeirra sem þau líta upp til. Sá lær- dómur er ómeðvitaður og verður hluti af persónu barnsins smátt og smátt. Amma setti mér og öðrum sem þekktu hana fordæmi með þeirri væntumþykju og umhyggju sem hún sýndi okkur, gjafmildi, þolgæði og æðruleysi. En fyrst og fremst með þeirri ást og umhyggju sem hún bar til afa. Það var hvetjum manni hollt að verða vitni að inni- legu sambandi þeirra. Þegar amma slasaðist og þurfti að fara á spítala um tíma fylgdi ég stundum afa í heimsóknir til hennar. Það er ógleymanlegt hvernig afi hálfhljóp eftir ganginum til að hitta ömmu, eins og unnusti að hitta unnustu sína, og hvernig þau urðu bæði stærri og sterkari við að haldast í hendur. Megi Guð gefa honum styrk þann tíma sem líður þar til þau hitt- ast aftur. Það hlýtur að teljast náð að mega lifa heilsuhraust í næstum heila öld, fá að reyna misjafna tíma, eiga ástríkan maka og eignast böm, barnabörn og barnabarnabörn og deyja drottni sínum í sátt við Guð og menn. Við hljótum að þakka Guði fyrir Stefaníu og gleðjast yfir því að sál hennar hafi yfirgefið lúin líkama_ og tekið sér bólfestu hjá Guði. Á sama tíma er mikill söknuð- ur nú þegar góð eiginkona, mamma, Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins ( bréfasíma 6691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni ( bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. tengdamanna, amma, langamma og vinkona er fallin frá. Aðalsteinn Leifsson. Tuttugasta öldin verður jafnan talið eitt merkilegasta tímabil ís- landssögunnar: Fram til þess hafði þjóðlíf hér tæpast tekið neinum grundvallarbreytingum. Hér hafði allar liðnar aldir þróast bændasam- félag, sem byggðist á nýtingu gæða landsins, gróðursamfélag moldar og vatns. Vegna legu landsins þróaðist hér siglingaþjóð, sem lærði að nytja sér afurðir lands og sjávar. Hér varð til starfsheitið útvegsbóndi, sem talar skýru máli: allir voru bændur, hvert sem þeir sóttu lífs- björg sína og hvar sem þeir bjuggu. Sérstaða kvenna var allar aldir í grundvallaratriðum hin sama: Vett- vangur þeirra var heimilið; vinnu- svæðið við matargerð, klæðaþjón- ustu og aðhlynningu fyrir unga sem aidna, fullfríska og farlama. En svo gengur tuttugasta öldin í garð og flytur íslendinga í nýjan heim, skipt- ir þjóðinni í margar og ólíkar starfs- stéttir, skapar nýtt samfélag, byltir öllu og gerbreytir. Við kveðjum í dag verðugan full- trúa þessa breytingasamfélags, glæsikonuna Stefaníu Jóhannsdótt- ur, sem fæddist inn í kvenhlutverk hins foma samfélags og gegndi því með sóma alla ævi, kattþrifin, gest- risin og samviskusöm. Meðfæddir og áunnir hæfileikar gerðu henni einnig létt að tileinka sér kosti hins nýja tíma. í draumsýn sé ég því hversu vel henni hefði farið forstaða heima- vistarskóla, að vera leiðbeinandi og fyrirmynd verðandi húsmæðra, stjómsöm, vandvirk og vakandi fyrir velferð þeirra sem leituðu skjóls hjá henni eða sóttu hana heim. Þannig sé ég hana einnig fyrir mér sem forstöðukonu veglegs gist'heimilis, nærri ólgandi jökulfljóti og ægisönd- um. Hröktum og hijáðum skipbrots- mönnum eða lúnum vegfarendum hefði hún búið gott húsaskjól, veitt næringu og aðra aðhlynningu. Þaðan hefði enginn horfið kaldur og hungr- aður; slík var skapgerð hennar, skiln- ingur og nærgætni. En hér eru önnur þáttaskil, tut- tugasta öldin er að kveðja með öllum byltingum sínum og breytingum; og verðugur fulltrúi þessa tímaskeiðs, Stefanía Jóhannsdóttir er horfin til æðri heima. Við kveðjum hana, þökkum allt líf hennar og starf, biðjum eftirlifandi maka hennar, bömum hennar og öðrum niðjum og vinum allrar bless- unar. Þakkarorðin felum við að lok- um í verðugri lýsingu Matthíasar: Fósturlandsins Freyja, fagra Vanadís, móðir, kona, meyja meðtak lof og prís! Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár: Þú ert lands og lýða Ijós í þúsund ár! Helgi Þorláksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.