Morgunblaðið - 19.10.1997, Page 2

Morgunblaðið - 19.10.1997, Page 2
2 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islenskar sjávarafurðir staðfesta kaup meirihluta í franska fyrirtækinu Gelmer Arsveltan sjö milljarðar króna og starfsmenn 360 Newport News. Morgunblaðið. ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. hafa staðfest fregnir um kaup á meirihluta í franska fyrirtæk- inu Gelmer SA. Fyrirtækið rekur umfangs- mikla starfsemi á sviði fiskvinnslu og sölu sjáv- arafurða. Það starfrækir nýja og vel útbúna fiskréttaverksmiðju í nágrenni Boulogne sur Mer. Gelmer rekur einnig ferskfiskdeild og endurpökkun á sjávarafurðum og stundar al- menn kaup og sölu sjávarafurða. Arsvelta fyrir- tækisins er um sjö milljarðar króna og starfs- menn um 360. „Markmiðið með kaupum ÍS á franska fyrir- tækinu er að styrkja okkur á mörkuðum Evr- ópusambandsins fyrir ferskar og fullunnar sjáv- arafurðir," segir Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍS. „Auk áherslu á franska markaðinn munum við efla útflutning Gelmer til annarra landa innan Evr- ópusambandsins. Þannig styrkjum við markaðs- starfsemi fyrirtækisins, en ÍS rekur sölufyrir- tæki í fjórum Evrópusambandslöndum, Frakk- landi, Bretlandi, Þýskalandi og Spáni,“ segir Höskuldur. Hann vill ekki gefa upp hvað mikið ÍS greiddi fyrir meirihlutann í franska fyrirtækinu, en segir þær tölur, sem nefndar hafi verið í íslensk- um fjölmiðlum, um 1.000 milljónir króna, alger- lega úr lausu lofti gripnar. Verðið sé mun lægra. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, segir að kaupin á franska fyrirtækinu gefi ÍS aukinn aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins, meðal annars fyrir ferskar sjávarafurðir og betri viðskiptasambönd, sem nýtast muni ÍS og íslenskum fiskframleiðendum vel í framtíð- inni. „Þessi kaup breyta ÍS í öflugt alhliða fyrir- tæki bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, þessum heimsálfum þar sem mikið er selt af sjávaraf- urðum," sagði hann. Ekkert að segja um viðbrögð SH Benedikt Sveinsson segist ekkert hafa um viðbrögð forustumanna SH vegna kaupa fyrir- tækisins að segja: „Við höfum verið erlendis og ekki fylgst með því, sem þeir hafa sagt. Það sem skiptir máli er að við teljum okkur hafa verið að vinna til heilla fyrir íslenskar sjávarafurðir, framleiðendur innan okkar vé- banda og hluthafa." Morgunblaðið/Ásdís Ægir siglir inn í Kópavogshöfn VARÐSKIPIÐ Ægir sigldi í gær inn í Kársnes- höfn í Kópavogi af því tilefni að þar hafa ný hafnarmannvirki verið tekin í notkun. Hingað til hafa aðailega smábátar lagst að bryggju á Kárs- nesi, en nú hefur verið reistur 90 metra langur viðlegukantur í höfninni og geta því skip, sem rista allt að átta metrum, lagst þar. Varðskipið sigldi inn í hafskipahöfnina í gær- morgun til þess að nýta stórstraumsflóð, en síð- degis voru nýju hafnarmannvirkin tekin formlega í notkun og gat almenningur skoðað varðskipið. Um helgina standa yfir Kópavogsdagar, sem haldnir eru til að kynna starfsemi bæjarins með ýmsum uppákomum. Ný stjórn Noregs dregur úr yfirlýsingum Bondevik vill ekki fiskistríð við grannríki Guðmundur Hallvarðsson um Sj ómannaskólann Engin rök fyrir flutningi „MÉR þykir vænt um að mennta- málaráðherra skuli sýna mínum gamla skóla og menntun sjómanna áhuga, en mér þykir hins vegar mið- ur ef sá áhugi beinist að því að flytja Sjómannaskólann til að leysa hús- næðisvanda Kennara- og uppeldis- háskóla. Ég sé engin rök fyrir því að flytja Sjómannaskólann úr glæsi- legu húsnæði sínu í aðþrengt, leiðin- legt landkrabbahverfi," sagði Guð- mundur Hallvarðsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur er ekki sammála flokksbróður sínum, menntamála- ráðherra, um hugsanlegan flutning Sjómannaskólans í húsnæði við Höfðabakka og finnst nær að end- urnýja núverandi húsnæði. Guðmundur rifjaði upp að á sjó- mannadaginn 1944, þegar lagður var hornsteinn hins nýja Sjómanna- skóla, hefði Sveinn Bjömsson ríkis- stjóri sagt að sjómenn fremur öðrum hefðu aflað þess fjár sem gerði rík- inu kleift að reisa þessa myndarlegu byggingu. „Faðir menntamálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, sagði við sama tækifæri að skólanum hefði verið fenginn sá byggingarreitur þaðan sem víðsýnast væri, sá staður sem hæst bæri og úr fjarlægð helst setti svip á bæinn.“ ♦ ♦ ♦---- * Urskurðað- irí lOdaga varðhald FJÓRIR menn voru á föstudags- kvöldið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. október vegna gruns um aðild þeirra að ránum í Reykjavík síðustu vikur. Héraðsdómur Reykjavíkur varð við kröfu lögreglunnar um 10 daga gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum vegna ráns í verslun við Sundlauga- veg á miðvikudagskvöld en fímm menn höfðu verið handteknir. Grun- ur lögreglunnar er að mennimir fjórir búi yfir vitneskju um önnur rán sem framin hafa verið síðustu vikur eða tengist þeim með ein- hveijum hætti. KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, lýsti yfir því í samtali, sem birtist í norska dag- blaðinu Aftenposten í gær að hann vildi ekki efna til ágreinings við nágranna Noregs vegna efnahags- lögsögu. Dró Bondevik úr yfirlýs- ingum Peters Angelsens sjávarút- vegsráðherra í samtalinu. I stjórnarsáttmála norsku stjórnarinnar, sem tók við völdum á föstudag, segir að hún muni beita sér fyrir því að færa land- helgi Noregs út í 250 mílur. „Það er ekki tilviljun að við leggjum áherslu á að þetta eigi að gerast innan ramma alþjóðlegra samninga,“ sagði Bondevik. „Við óskum ekki eftir einhliða útfærslu og við óskum heldur ekki eftir ágreiningi við grannríki." Angelsen hefur tjáð sig með allt öðrum hætti um þetta mál. í sam- tali við Aftenposten, sem birtist á föstudag, er haft eftir nýja sjáv- arútvegsráðherranum að stækkun norsku landhelginnar úr 200 sjómílum í 250 sjómílur sé leið til að stöðva veiðar íslendinga í Smugunni. Blaðið rekur viðbrögð á íslandi við þessum yfirlýsingum Angel- sens og stjórnarsáttmála norsku stjórnarinnar og vitnar meðal ann- ars í þau orð Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra að allt tal um að færa út norsku landhelgina í 250 mílur sé „þýðingarlaust og marklaust“. Slitið úr samhengi Halldór ræddi á föstudag við Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, í síma. Sagði Vollebæk að ummæli Angelsens hefðu verið slitin úr samhengi og staðfesti að ágreiningsmál þjóðanna yrði að leysa með viðræðum. Skerpum athyglina' og ábyrgðina ►Eimskip er að hrinda í fram- kvæmd ein umfangsmestu skipu- lagsbreytingum í sögu félagsins. /10 Hryllingssögur úr „skítuga stríðinu“ ►Fyrrum sjóliðsforingi í flota Argentínu hefur greint frá glæpa- verkum þeim sem herforingja- stjórnin í landinu lét fremja. /12 Slæmt - en gæti verið verra ►Kristjana Valdimarsdóttir er örkumla á hægri hendi eftir að- gerð sem allt bendir til að hafi mistekist. /26 Höfum aðlagast breyttum tímum ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Árna Gests- son og Börk Árnason í Glóbus. /30 B ► 1-24 í búri á hjólum ►Afríka með öllum sínum furðum hefur löngum heillað Vestur- landabúa. Nú sækir ný kynslóð ævintýrafólks inn í Afríku. /1,12-13 Áttu langa sam- leið í haf inu ►Gravelines á norðurströnd Frakklands ræktar sínar rætur, sem m.a. liggja til íslands. /4 Nautabani aldarinnar ► Antonio Ordóftez vakti snemma miklaaðdáun. /10 FERDALÖG ► 1-4 París ►Austurhluti Parísarer alþýðleg- ur og íbúarnir frá ýmsum heims- hornum. /2 Gistiheimili á gömlum merg ►Gamla Hótel Húsavík hefur fengið sitt upprunalega hlutverk. /4 BÍLAR_____________ ► 1-4 FÍB aðstoð og sér- kjör á farsímum ► Nýrri þjónustu við bíleigendur hefur verið hleypt af stokkunum. /3 Reynsluakstur ►Rösk dísilvél nú fáanleg í Fiat Marea Weekend /4 I ATVINNA/ “ RAÐ/SMÁ 1-16 Greiðendum hátekju- skatts fjölgar ►Hækkunin í krónutölu um 28%, og hefðbundinn tekjuskattur hækkar um nær 15%. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34,36 Fólk í fréttum 54 Minningar 38 Útv./sjónv. 52,62 Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 Bréftil blaðsins 48 Mannlífsstr. 16b Hugvekja 50 Dægurtónl. 22b INNLENDAR FI ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.