Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ AUÐLINDASKATTUR GEGN ALMANNAHAG LEKTOR við Háskóla íslands, ^Þórólfur Matthíasson, hefur nú með skömmu millibili birt tvær heilsíðu- greinar í Morgunblaðinu. Efni þeirra var annars vegar endurbirt- ing á grein hans í Fjármálatíðindum og hins vegar athugasemdir við athugasemdir undirritaðra. Til- gangur þessara greinaskrifa Þór- ólfs er að færa rök fyrir nauðsyn aukinnar skattheimtu á sjávarút- veg. Síðari grein hans má telja með skilmerkilegri skrifum um auðlinda- skattinn á síðum Morgunblaðsins. Hitt er, að það er mat okkar að nokkurs misskilnings gæti hjá lekt- omum þegar hann fjallar um rök- semdir undirritaðra. Grein þessi er skrifuð til að skerpa á því sem hon- ‘um kynni að hafa missýnst eða yfirsést við lestur síðustu greinar okkar félaganna. Slj órnmálamaður í Akademíunni? Eitt af einkennum akademískrar umræðu er að þeim sem hana stunda ber að velta upp kostum og göllum kenninga sinna. Þessi nálg- un á umræðuefni nýtur bæði virð- ingar og trausts, því persónulegar skoðanir einstaklingsins eru látnar .. lönd og leið og einskis leitað nema sannleikans. Það vekur því nokkra athygli að í grein sinni í því virta tímariti Fjármálatíðindum segir Þórólfur að hann muni telja upp rök fyrir auðlindaskatti. Ekki eru talin upp þau rök sem mæla á móti kenn- ingum hans. Ef lektorinn ætlast til þess að litið sé á umfjöllun hans sem innlegg fræðimanns á sviði hagfræði þá hefði það verið lág- markskurteisi við viskugyðjuna svo ekki sé nú talað um lesandann að geta bæði raka með og á móti. Sú nálgun sem Þórólfur velur er nálgun áróðursmannsins sem sveipar sig skikkju fræðimennskunnar. En þetta skulum við láta liggja á milli - hluta eins og Þórólfi er tamt að orða það. Þjóðin prettuð? í þeirri umræðu sem hér fer á eftir er nauðsynlegt að spyrja þeirr- ar grundvallarspumingar hvort auðlindaskattur sé nauðsynlegur til þess að þjóðin fái notið arðsins af fiskveiðiauðlindinni. Þórólfur og skoðanabræður hans telja að best sé að innheimta arðinn inn í ríkis- sjóð og fela síðan stjómmálamönn- um að dreifa honum á „réttlátan" hátt. Margir og þar á meðal undir- ritaðir eru hins vegar þeirrar skoð- unar að affarasælast fyrir þjóðina sé að láta sem mest af arðinum r verða eftir í fýrirtækjunum sem skapa hann. Þau sjá þá um að nýta hann sem best, m.a. með því að skapa ný atvinnutækifæri, með tryggari rekstri, hærri launum starfsmanna, ömggari byggðaþró- un o.s.frv. Það er einnig þarft að hafa í huga að skuldir sjávarútvegs- ins em nú yfír 100 milljarðar króna. Helstu lánardrottnar em opinberir aðilar - stór hluti fískveiðiarðsins mun renna beint til hins opinbera. Hitt er einnig að sölu- og rekstrar- hagnaður er skattskyldur og því * mun hið opinbera fá vemlegan hluta arðsins beint í sinn hlut með þeim hætti. Auk þess hefur hluthafafjöldi í sjávarútvegsfyrirtækjum marg- faldast á undanfömum ámm og taka tugir þúsunda íslendinga bein- an og óbeinan þátt í útgerð. Þessi atriði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar upphrópanir um að þjóðin sé t hlunnfarin glymja hvað hæst. Sterkur sjávarútvegur, segja Dlugi Gunnars- son og Orri Hauksson, er því ein meginfor- senda hagvaxtar á ís- landi, ekki hemill. Opinber sveiflujöfnun Þórólfur bendir á í báðum grein- um sínum að undirritaðir hafi ekki svarað öllum athugasemdum hans. Þetta er rétt hjá lektomum, en virða verður undirrituðum það til vor- kunnar að það em takmörk fyrir hvað greinar í Morgunblaðinu geta orðið langar. Reynt var að svara því sem bitastæðast þótti. í ljósi þessarar umkvörtunar er athyglis- vert að í tveimur ítarlegum greinum sínum gerir hann enga tilraun til að hnekkja þeim röksemdum sem undirritaðir hafa ásamt mörgum öðrum fært gegn opinberri sveiflu- jöfnun. Þetta er enn áhugaverðara í ljósi þess að rökin um opinbera miðstýrða sveiflujöfnun hafa verið þungamiðja í rökum ýmissa skatt- lagningarsinna. í þeirri umræðu lýstur saman annars vegar þeirri skoðun að best sé að fela fyrirtækj- unum sjálfum að kljást við sveifl- urnar og nýta þar með þekkingu allra til að takast á við vandann. Hins vegar er sú skoðun að réttast sé að fást við þessar sveiflur með því að góður hópur valinkunnra manna (t.d. hagfræðinga og verk- fræðinga) setjist niður og fínni út heppilegan skatt hveiju sinni á sjáv- arútveginn sem á að koma í veg fyrir sveiflur. Fijálslyndir menn hafa flestir komist að þeirri niður- stöðu að betra sé að treysta á lausn- ir markaðarins, þar sem vit og ábyrgð margra nýtist í stað lausna miðstýrðs ríkisvalds sem hefur tak- markað vit og enn takmarkaðri ábyrgð. Þetta ætti ekki að vera hagfræðilektornum nýlunda. Hús lektorsins Einkar áhugavert var að kynnast skoðunum Þórólfs um hvernig nýt- ingarréttur á auðlind myndast. Undirritaðir settu fram þá staðhæf- ingu að verðmæti auðlindar væri sá mismunur sem væri á milli þess kostnaðar sem félli til við nýtingu hennar og þeirra tekna sem mætti hafa af nýtingunni. Sú tækni sem gerir okkur nú kleift að nýta fisk- veiðiauðlindina með ábata hefur ekki alltaf verið til. Hún varð til í viðleitni útgerðarmanna til að nýta auðlindina með hagnaði. Án þessar- ar tækni væri auðlindin verðlaus. En þessu er lektorinn ekki sam- mála. Fullur ákveðni segir hann að „það sé fískveíðistjórnunarkerfið sem geri aflahlutdeild að verð- mæti“. í framhaldinu segir Þórólfur að þar með hefði átt að úthluta Gylfa Þ. Gíslasyni og öðrum vís- indamönnum aflahlutdeild á undan öllum öðrum. Þessi skoðun Þórólfs er frumleg og allrar athygli verð. Það er rétt hjá honum að atbeina ríkisvaldsins þarf til þess að við- halda kerfi séreignarréttar og að séreignarkerfí er nauðsynlegt til að hafa megi varanlegan hagnað af nýtingu takmarkaðra náttúruauð- linda. En að halda því fram að verð- mæti fiskveiðiauðlindarinnar felist í því að komið sé á sérstöku físk- veiðistjómunarkerfí er mjög djörf ályktun. Fáránleikann má best sjá með því að beita þessari „rök- færslu" á öðrum sviðum samfélags- ins. Það má t.d. auðveldlega færa fram þau rök að jafn jarðneskir hlutir og hús manna sæki verð- mæti sitt að nokkru í það að ríkis- valdið hefur komið á því kerfí að hús skuli vera í séreign. Híbýli lekt- orsins myndu missa nokkurs verð- mætis ef hann gæti ekki bannað öðrum að búa þar og notið til þess fulltingis hins opinbera. Væri sú krafa gerð á lektorinn að hann væri sjálfum sér samkvæmur þyrfti hann að játast undir þá skoðun að þar sem ríkisvaldið verði sérstakan eignarrétt hans á húsinu, ættu þeir einstaklingar, sem komu slíku kerfi á eða stæðu kostnað af því, hlut- deild í húsi lektorsins. A.m.k. hefðu þeir rétt á að gista eina og eina nótt. Það að ríkisvaldið telji að þjóð- arhagsmunum sé best borgið með því að koma á séreignarkerfi í sjáv- arútvegi er ekki tilefni þess að Gylfí Þ. og Bjami Bragi fái úthlut- að aflaheimildum. Og spyija má þá til gamans: Hvers hefði þá Adam Smith mátt vænta. Út og suður með lektornum Þórólfur les úr síðustu grein und- irritaðra að þeir hafí rætt „út og suður um að eðlilegt sé að fýrirferð sjávarútvegs sé mikil þegar sú at- vinnugrein verður fyrir búhnykk". Nú má vera að undirritaðir hafí ekki einfaldað mál sitt nóg eða að Þórólfur hafí lesið greinina full hratt yfír. í greininni ræddu höf- undar um að hlutfallslegir yfírburð- ir íslendinga gagnvart öðrum þjóð- um í sjávarútvegi væru síður en svo þjóðarógæfa og að aðlögun hag- kerfisins að þeirri staðreynd væri ekki vandamál. Lektorinn bendir í þessu sambandi réttilega á í Fjár- málatíðindum að s.k. „hollensk veiki“ komi einungis upp þar sem tekjur af nýtingu náttúruauðlinda væru einungis tímabundnar. Þessi veiki á því ekki við um íslenska hagkerfíð. Öllu fremur býður sterk staða íslensks sjávarútvegs á al- þjóðavettvangi upp á margvísleg sóknarfæri íslensks iðnaðar. Fram- sækin fyrirtæki eins og Marel, Sæplast og Hampiðjan eru gott dæmi þar um. Einnig röktu undirrit- aðir að „lausn“ hins meinta vanda, þ.e. breytt skattkerfi með auðlinda- skatti ásamt gengisfellingu, fæli í sér atburðarás sem nýttist ekki þeim iðngreinum sem búa ekki við hagstæða samkeppnisstöðu hér- lendis. Vitnað var í tölulegar stað- reyndir í þessu sambandi, bent var á þá nauðsyn að mismuna ekki at- vinnuvegum og sérstaklega var rætt hvemig fyrmefnd „lausn" kæmi harðast niður á tekjulægstu einstaklingunum. Lektorinn ákvað að leiða þessa um- ræðu hjá sér og af- greiða hana sem „út og suður“. Dauðagildra Chile Fróðlegt er að kynna sér skrif í nýj- asta hefti The Ec- onomist. Þar er sagt frá stöðu mála í Chile um þessar mundir. Fram kemur að síðan landið var opnað fyr- irverslun 1976 hefur hlutur iðnaðar í þjóðarframleiðslu dregist saman úr 27% árið 1973 í 16,8% árið 1995. í staðinn hefur landbúnaður og sjávarútvegur vax- ið. Þessi þróun byggist á því að Chilebúar hafa hlutfallslega yfír- burði í þessum greinum og land þeirra og mið eru gjöful. í tengslum við landbúnað og sjávarútveg hafa nýjar framleiðslugreinar sprottið upp og nú er svo komið að t.d. vin frá Chile eru heimskunn og fískeldi fer vaxandi í landinu. Margur auð- lindagjaldsmaðurinn myndi segja að hér væri komin hin versta dauða- gildra. En öðru nær. Hagvöxtur á ári í Chile hefur verið 7,2% að meðaltali síðan 1987, langt umfram meðaltalshagvöxt innan OECD. Þessi niðurstaða þarf ekki að koma okkur íslendingum á óvart. Við höfum hlutfallslega yfírburði í sjáv- arútvegi. Iðnaður hefur þar með sóknarfæri og aukið viðskiptafrelsi samfara skynsamlegri stjóm opin- berra fjármála er grunnurinn að hagvexti landsins. Sterkur sjávar- útvegur er því ein meginforsenda hagvaxtar á íslandi, ekki hemill. Það eru engin ný sannindi að við- skiptafrelsi er forsenda velmegun- ar; opinber stýring atvinnulífsins hvaða nafni sem hún kann að nefn- ast er óhagkvæm og þar með skað- vænleg. Sértækt réttlæti Þórólfí er nokkuð niðri fyrir er hann ræðst til atlögu við þá skoðun að skattlagning mismuni útgerðar- mönnum. Hann telur að þar sem afskrifa hafi mátt keyptar afla- heimildir, sé réttlátt og sanngjarnt að leggja sama skatt á þá sem í upphafi voru fest veiðiréttindi og þá sem keyptu slík réttindi fullu verði - þeir séu jafn vel staddir. Við þetta er fyrst að athuga, að þessi fullyrðing Þórólfs er í nokkru ósamræmi við þá almennu skoðun að ekki sé gerlegt fyrir nýliða að hefja útgerð. Of dýrt sé að kaupa kvóta og þar með einskorðist út- gerð við þá sem fengu kvóta „gef- ins“ í upphafi eða þá sem eiga góða að. Þórólfur telur aftur á móti að þeir séu jafnt settir; þeir sem fengu festan kvóta í upphafi og þeir sem keyptu sig inn. En látum þetta liggja milli hluta. Hitt dregur úr réttlæti lektorsins að margir þeirra sem fest voru rétt- indi í upphafi hafa nú selt þau. Á þá verður ekki lagður skattur úr þessu. Eins er að ef skatturinn væri lagður á, t.d. á næsta ári, myndi það mismuna freklega þeim sem keyptu kvóta fyrir svo sem ljórum árum og þeim sem keyptu hann rétt áður en skattheimtan mun koma til framkvæmda. En öllu máli skiptir að Þórólfur virðist hafa misskilið hvemig afskriftir á aflaheimildum verka í skattalegu tilliti. Skattur á hagnað fyrirtækja er 33%. Það er því ljóst að fyrir- tæki getur aldrei sparað sér skatt- greiðslur nema sem nemur 33% af virði veiðiheimildar - ekki 100% eins og lektorinn lætur að liggja. Fullyrðing Þórólfs, um að skatt- leggja megi alla jafnt, stenst því engan veginn. Innanjaðarshagnaðarnefndin í kafla sem ber hið tilkomumikla nafn „Rentuaðgreiningarrökin" fjallar lektorinn um hugtakið “inn- anjaðarshagnað". Lái nú lesandan- um hver sem vill, en það er ekki laust við að hann fái eilítið í hnén þegar hann er laminn með slíkum orðum. Til að róa lesandann tekur lektorinn fram að hann þekki ekki nokkum talsmann veiðigjalds sem myndi vilja innheimta s.k. innan- jaðarshagnað. Nú er það ekki und- irritaðra að leggja mat á hveija lektorinn þekkir og hveija ekki, en greinilegt er að hann hefur misskil- ið röksemdafærslu undirritaðra. Þess vegna er nauðsynlegt að skýra nánar hvað við var átt. Ljóst má vera að ef auðlind gefur engan arð sökum þess að kostnaður við að nýta hana er jafn tekjum af henni, þá er hún verðlaus og ber því engan skatt. Sá skattur sem lektorinn berst fyrir kemur til vegna þess að auðlindin er verð- mæt - kostnaður er lægri en tekj- ur. Til að einfalda nú málið enn frekar skulum við ímynda okkur að þessi hagnaður sé 10 kr. á kíló. Til að „koma þessum hagnaði til þjóðarinnar" er nú ákveðið að leggja á einnar krónu skatt - auð- lindaskatt. Setjum nú svo að út- gerðarmenn þrói síðan svo snjalla leið til að sækja fískinn að hagnað- urinn verði 100 kr. Verður skattur- inn áfram ein króna eða verður þeim „rökum“ beitt að þessi nýja aðferð til að sækja aflann verði sjálkrafa þjóðareign og því tilefni aukinnar skattheimtu. M.ö.o. verð- ur skatturinn óháður hagnaði veið- anna? Og hvemig ætlar lektorinn að skilgreina innanjaðarshagnað- inn sinn? Gaman væri að fá upplýs- ingar um hversu hár hann er nú um þessar mundir. Hver er t.d. innanjaðarshagnaðurinn í loðnu- veiðum, í ufsaveiðum, í síld eða þorski? Er hann ef til vill alls stað- ar sá sami? Hér er þarft verk fyrir stóra nefnd verkfræðinga og hag- fræðinga. Hrun jaðarskatta Undirritaðir og lektorinn eru sammála um að það hlýst minna óhagræði svo sem vegna jaðar- áhrifa, þegar lagður er skattur á aflaheimildir en þegar hefðbundn- um sköttum er beitt. í fyrri grein okkar bentum við hins vegar á að skoða þarf stærðargráðu slíks hag- ræðis í samhengi við annað óhag- ræði sem skapast á móti, eigi þessi röksemd að vera meira en frískleg kappræðuæfíng. Fræðimenn hafa nefnt að við bestu hugsanlegu að- stæður gæti mögulegt hagræði af þessari skattbreytingu orðið á bil- inu 0,4 til 1 milljarður. Undirritað- ir gerðu það að hugmynd sinni að Þórólfur velti samhliða þessu upp þeim kostnaði sem af þessari breyt- ingu hlytist, vægi síðan og mæti áður en hann kæmist að niður- stöðu. Að hann tæki með í reikn- inginn áhrif byggðaröskunar sem óumflýjanlega fylgir í kjölfarið, því skatturinn leggst þyngst á þær byggðir þar sem sjávarútvegur hefur mest vægi. Að hann liti til versnandi samkeppnishæfni ís- lensks sjávarútvegs gagnvart ríkis- styrktum sjávarútvegi erlendis og að hann legði mat á sóunina sem fylgdi rentusókn þrýstihópa á ríkis- sjóð þegar hagnaðurinn af grein- inni væri kominn í kistur fjármála- ráðherra. Ekki er nóg að líta ein- ungis á tekjuhliðina, huga verður að kostnaðinum líka. Mestur verð- ur arnsúgurinn af máli lektorsins þegar hann fullur vandlætingar spyr hvort ungum sjálfstæðis- mönnum fínnist lækkun jaðar- skatta úr 41% í 28% lítilræði. Und- irritaðir hafa ekki umboð til að svara fyrir unga sjálfstæðismenn. En í ljósi þess kostnaðar sem óumf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.