Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 199' MORGUNBLAÐIÐ VESTAN undir Kristínartindum í Skaftafelli. Ljósm/HG JAÐAR Sfðujökuls í framhlaupinu 24. febrúar 1994. DYRHAMAR LEYNDARDOMAR Vatnai ökuls STÓRBROTIN náttúra, eldgos og jökulhlaup, er undirtitill bókarinn- ar og fer ekki á milli mála þegar myndir eru skoðaðar. Ennfremur „Víðemi fjöll og byggðir". En í for; mála er gerð grein fyrir efhi: „f bók þessari er leitast við að sameina þrennt: Frásögn af stórviðburðum í Vatnajökli og á Skeiðarársandi haustið 1996, fræðslu um ástæður náttúruhamfara á þessu svæði fyrr og síðar og síðast en ekki síst leiðsögn meðfram jöklinum frá Dyngjuhálsi og Vonarskarði suð- ur um til Fljótshverfis og Öræfa.“ Varla er ástæða til að rifja hér upp eldgosið í Gjálp og stórhlaupið á Skeiðarársandi, svo nýleg og minnisstæð sem sú atburðarás er. En undir heitinu „Homsteinar landsins braka“ segir í upphafi texta: „Eldgosið í Vatnajökli og hlaupið á Skeiðarársandi haustið 1996 era við- burðir sem eiga eftir að minna lengi á sig. Jök- ullinn er að vísu fljótur að gróa og sandurinn jafnar sig á nokkram misserum. Vegir era byggðir upp, brýr styrktar og endurreistar. En sú þekldng sem aflaðist og sýn inn í nýtt og síbreytilegt samhengi verður það sem tengja mun framtíðina við þessa atburði. Og þó var hér byggt á vitneskju úr fortíðinni, al- þýðufræðum og fyrri rannsóknum lifandi manna og látinna." Og ennfremur: „Fátt sýnir betur þá óvissu sem fylgir nátt- úruöfium á íslandi en eldgosið á vatnaskilum norðan Gríms- vatna. Það réðst af því hvar eldurinn kom fyrst upp á gossprungunni hvort vatns- flaumurinn úr jöklinum rynni til norðurs eða suðurs og fólst í gerólíkri rás viðburða á hvorn veginn sem færi. Suður hafði vinninginn í þetta sinn eins og 1938 þegar hliðstæðir atburðir gerðust. Næst þegar regin- djúpin ræskja sig getur þetta snúist við; að ekki sé minnst á gos í öskju Bárðarbungu eða við Hamarinn." Þama sem víð- ar er ýjað að því að þessir ný- legu atburðir era þrátt fyrir allt aðeins hluti í gossögu, sem getur fram undið á fleiri vegu framtíðinni. í bókinni er m.a. vikið að því hve mjótt var á munum í þetta sinn hvort flóð- ið færi norður eða suður af undir mynd af Dyngjujökli við Urðarháls með Kverkfjöll í baksýn, þar sem segir: Hamfarahlaup hafa brotist undan jöklinum til norðurs, í farveg Jökulsár á Fjöllum. Ný og gömul reynsla Höfundarnir hafa báðir á að byggja lang- tíma reynslu af rannsóknum á þessu svæði. Hjörleifur Guttormsson er líffræðingur frá háskólanum í Leipzig 1963. Hann hefur síðan stundað náttúrurannsóknir á Austurlandi og m.a. skrifað um það svæði þrjár Árbækur FI. Hann komst fyrst í snertingu við Vatnajökul vestanverðan tvítugur að aldri í fyrsta leið- angrinum sem fór norður yfir Tungnaá til rannsókna sumarið 1966. Var svo við störf að landmælingum á Tungnaáröræfum og sunn- Náttúrufræðingarnir Hjör- leifur Guttormsson og Oddur Sigurðsson hafa sent frá sér bókina Leyndardómar Vatna- jökuls. Þeir fylgdust með eld- gosinu í Gjálp og jökulhlaup- inu á Skeiðarársandi og er þetta fyrsta ritið sem veitir heildstætt yfírlit yfír þá at- burði í máli og myndum. Auk þess miðla þeir af áratuga reynslu af Vatnajökli og um- hverfi hans. Elín Pálmadóttir fletti bókinni og ræddi við þá. Með þeirra leyfí birtast hér myndir úr bókinni. Ljósm/OS ÖRLAGAVALDURINN Bárðarbunga. Upphafsskjálftinn var í norður- brún öskjunnar og gosið kom svo í suðaustri, ofarlega á myndinni. anverðum Sprengisandi. Vatnajökli og skrið- jöklum hans hefúr hann kynnst á löngum ferli. Inn í þetta verk hafa nýst í sögulegu samhengi myndir frá þeim tíma. Flestar era myndirnar nýjar. „Ég hefi nálgast jökulinn mikið þannig að fara upp á jökul hér og þar á mörgum stöð- um,“ sagði Hjörleifur í stuttu spjalli við Morg- unblaðið. „Ekki eftir þessum hefðbundnu leið- um, heldur upp skriðjöklana. Gjarnan borið skíði á bakpokanum upp að snælínu, stigið þar á skíðin og gengið upp. Það finnst mér yndislegur ferðamáti. Þarna lenti ég 1988 í óveðri miklu. Við voram tvo sólarhringa í iðu- lausum byl á austurjöklinum í lok júlí. Bjarg- aði okkur að við voram nógu skynsöm til að byggja okkur snjóhús í tæka tíð og skríða þar í svefn- og álpoka. Þessi ferðamáti finnst mér mjög gefandi. Þá verður maður líka að hafa biðlund eftir heppilegu veðri.“ Oddur Sigurðsson er jarðfræðingur og efnafræðingur frá háskólanum í Uppsölum 1969. Hann kynntist snemma miðhálendinu og umhverfi jökulfljóta sem falla frá Vatna- jökli. Frá því hann hóf störf hjá Orkustofnun 1971 hefur hann unnið við undirbúningsrann- sóknir vegna virkjana og frá 1987 veitt jökla- rannsóknum forstöðu sem starfsmaður Vatnamælinga Orkustofunar. Einnig sér hann um mælingar á jöklabreytingum á vegum Jöklarannsóknafélags íslands. Hann hefur verið viðriðinn rannsóknir og mælingar á Skeiðarárhlaupum allt frá 1982. Náttúruljós- myndir era eitt helsta áhugamál Odds og er hann löngu þekktur fyrir þær myndir sínar. Þeir félagar leyfa sér líka í framhjáhlaupi að minna svolítið með myndum á jurtirnar af sviði Hjörleifs og skordýrin, mikið áhugamál Odds, sem á stórt skordýramyndasafn. Að sjálfsögðu fylgdust báðir höfundamir með atburðunum í Vatnajökli og á Skeiðarár- sandi frá upphafi til enda. En hvemig kom það til að þeir réðust í að gefa út þetta mikla verk svona fljótt? Hjörleifur kveðst hafa orðið vitni að gosinu að hluta og fylgt Skeiðarárhlaupinu eftir allt frá fyrsta degi og til 7. nóvember í haust er leið. Fór m.a. inn að upptökunum og að Gígju. Þá var að fæðast sú hug- mynd að gera þessu einhver skil í bók. Raunar hafði kunningi hans stungið upp á því milli goss og hlaups. Hugmyndin þróaðist og þegar hún fór að vera alvara leitaði hann eftir samstarfi við Odd. Strax gekk saman með þeim og segir hann samstarf þeirra við vinnslu á þessu verM hafa verið einstaklega ánægjulegt. Og bætir við: Þetta er bara komið „KannsM tengdi það okkur Odd að þegar ég frétti að hlaupsins væri von og ætlaði að hringja í Vatnamælingar á Orkustofnun kl. 9 að morgni fékk ég beint sam- band austur á Sand við Arna Snorrason, sem þar stóð við Skeiðarárbrú ásamt Oddi Sigurðs- syni. Ég spyr: Er þetta orðið hlaup? Og þeir svara: Þetta er bara komið! Það er komið fram! Ég dreif mig í flýti í ferðagallann og komst í flug austur yfir og lenti í Skafta- felli. Átti þar pantaða aðra litla flugvél og flaug norður yfir Grímsvötn. Tveim dögum seinna fór ég svo í annan leiðangur í þyrlu norður yfir jökulinn." Báðir skrifuðu þeir Hjörleifúr og Oddur texta og lögðu til ljósmyndir, 80-90% eigin myndir. Oddur auðvitað meira af jöklamynd- um og yfirlitsmyndum af jöMum, en Hjörieifur meira frá umhverfi jökulsins. Báðir eiga þeir svo í Skeiðarárhlaupinu. Hefur þeim teMst að tvinna efni sitt mjög vel saman svo ekM er of eða van. Frá ágætum ljósmynduram fengu þeir nokkrar myndir til að nýta á völdum stöð- um. ;,Þetta hefur verið geysilega miMl upp- lifun. Ég hefi í rauninni aldrei komist í snert- ingu við neitt viðlíka og Skeiðarárhlaupið,“ segir Hjörleifur. „Tengslin við þetta liggja býsna djúpt í sálinni, því móðir mín sem er frá Ljósm/OS JÖKULLINN teiknar söguna. Jarðfræði- lega þætti eins og gossöguna má lesa í jökli þegar flogið er yfir þetta mynstur. Með öskulögunum í Tungnaárjökli má tengja við gos síðustu 7 aldir. Öræfajök- ulslagið frá 1362 er á niðurleið að nálgast jaðarinn á Tungnaáijökli. Þykkvabæ í Landbroti, slapp naumlega undan miMu Skeiðarárhlaupi haustið 1922. Þá ein á ferð með Hannesi á Núpsstað. Hún sagði okk- ur bömunum frá þessum atburði. Hannes skrifaði svo um þetta og ég tók þann kafla upp í frásögnina af Skeiðarársandi," segir Hjörleif- ur. Móðir hans, Guðrún Margrét Pálsdóttir, var þá 18 vetra á leið austur í Eiðaskóla. Oddur tekur undir að þetta hafa verið alveg ógleymanlegt úr því allt fór svona vel þrátt fyrir allt. Það hefði hæglega getað farið verr. „Hlaupið varð með meiri ósköpum en við vatnamælingamenn áttum von á. Við vorum samt ekM í rónni. Sumum þótti nóg um varúð- arráðstafanirnar, en þar reyndist ekkert of- gert. Þetta er atburður sem maður á ekki von á að sjá aftur, en býst þó allt eins við. Eitt er ég viss um, að náttúran kemur manni alltaf á óvart. Enda til lítils að vera náttúrafræðingur ef maður vissi allt fyrirfram." En hamfarir í Vatnajökli era ekM búnar eða hvað? „Nei, vafalaust heldur þetta áfram. Það er bara hinn jarðfræðilegi tímakvarði sem tek- ur stundum á þolinmæðina. Enginn þarf að ef-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.