Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 48

Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 48
"It8 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Dýraglens Grettir ../eVINTýR.1 BA RPAfiA M OSA R - INN-AR..' esvona ad þESJAR RAFHLbeuR Tommi og Jenni Ljóska Heyrðu, Kátur! Ég er kominn til að i hjálpa þér að flýja ... Ég get ekki | •Tlúið ... ég er bundinn við tré! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Aðalástæða tíðra geðtruflana Frá Oddi Möller: FYRIR stuttu fékk ég bækling frá Geðhjálp, sem reyndar var ekki stór en sæmilegur. Um orsakir geðtrufl- ana er þar aðeins minnst á umhverf- isþætti og þeir sem taldir eru upp eru ijarri því að vera eins algengir og sjónvarpsgláp og í mörgum þeim bókum sem ég hef lesið um sál- fræði er aldrei minnst orði á sjón- varpið sem aðalorsakavald geð- rænna vandamála. í þessum fyrrnefnda bæklingi er það gefið sterklega í skyn að ástvinamissir sé orsakavaldur en ég veit ekki betur en afi og amma séu oft komin á gamalmennaheim- ili þegar barnabörnin fæðast, að minnsta kosti oft, hafi foreldrar þeirra gengið í háskóla, að minnsta kosti eftir að afi og amma missa heilsuna. Frá örófi alda hafa afar og ömm- ur dáið en ég hef aldrei heyrt að 20% ungmenna eigi við geðræn vandamál að stríða fyrr en seint á tuttugustu öldinni. Þegar ég var lítill gáfu foreldrar mínir sér óskiptan tíma til að tala við okkur systkinin. Það eru aðrir tímar nú, nú safnast fjölskyldan saman í kringum sjónvarpið og börnunum er oft sagt að þegja þegar þau spyija um skýringar á efni sjónvarpsins eða um annað. En foreldrar mættu hafa í huga að þeir lifa til að börnin geti bætt við þá þekkingu sem skólinn færir þeim svo þau geti orðið þroskaðir einstaklingar. En á meðan fjölskyldan eyðir öllum frístundum fyrir framan sjónvarp eða myndband og foreldr- ar segja börnunum sínum að þegja þegar þau biðja um útskýringar eða þurfa að tala við foreldra sína, þá er ekki von á góðu. Sjónvarpið kom ekki fyrr en árið 1966 og fljótlega upp úr því byij- aði þessi sorgarsaga. Foreldrar! Gefið börnunum ykk- ar færri leikföng en meira af ykk- ar eigin tíma og þið munuð finna muninn, því barnið þráir og þarfn- ast samneytis við foreldrana meira en nokkurs annars, og það mun tryggja barninu betri geðheilsu á öllum stigum ævinnar. Við lifum í hörðum heimi og stuðningur fjölskyldunnar er nauð- synlegri nú en oft áður. ODDUR MÖLLER, Efstasundi 62,104 Rvík. Framtíð barnanna okkar í skólanum Frá Sigrúnu Jónsdóttur: AÐ UNDANFÖRNU hafa verið uppi fréttir um að kennarar boði til verkfalls hinn 27. október næst- komandi. Mér er spurn, eins og eflaust mörgum öðrum foreldrum, hvernig standi á að til þessa þurfi að koma. Stjómvöld vita ósköp vel hve- nær samningar eru lausir, hvers vegna er ekki gripið í taumana áður en slíkt hendir? Eftir því sem ég best veit hefur ríkissátta- semjari vald til að skylda samningafólk til funda. Af hveiju er fólk ekki hreinlega lokað inni þar til samið er? Það fengi ekki heimferðarleyfi eða að hitta utanaðkomandi aðila, búið væri vel að því, en skilyrði yrði að ekki slyppi það út fyrr en búið væri að semja. Kennarar hlúa sameiginlega, með foreldrum, að námsþroska barna okkar. Það er oftast nær al- veg sérstakt fólk sem gefur sig í þetta starf og að mínum dómi ættu kennarar að vera á meðal hærra launaðra starfsmanna ríkis og bæja, þar sem þeir takast á hendur ábyrgð sem ekki er á allra færi. Kennarar eru ekki öfundsverðir af því að standa einir uppi með 23-30 nemendur í bekk, sumir með færri, aðrir fleiri. Ef betur væri búið að þessari stétt þá væri auðveldara að fá og halda í fagfólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að börnin okkar megi njóta góðs af. Það vita allir að ef vinnan okkar er einhvers metin, þ.e.a.s. ef við finnum að hún er einhvers metin, í launum eða á annan hátt, þá erum við alltaf tilbú- in að leggja meira á okkur í stað- inn. Það vill oft gleymast að kennar- ar þurfa oftast að taka með sér verkefni heim eftir kennsludaginn og er honum því ekki lokið þó að skóladagurinn sé liðinn. Það sem fær mig til að setjast niður og skrifa þessar línur er af- skiptaleysi allra sem að málinu koma, stjórnvalda og foreldra. Hefur þjóðin engar áhyggjur af velferð barna sinna? Væri betur búið að kennurum og nemendum, sparað á réttum stöðum, þá væri þjóðfélagið vafalítið betur í stakk búið að takast á við þau vandamál sem steðja að. Ég skora á foreldra og forráða- menn að láta í sér heyra, framtíðin er barnanna okkar og viljum við ekki að það sé almennilega búið að þeim? SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, foreldri og söngvari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.