Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1997 25 Þegar horft er til næstu ára er hins vegar ljóst að halla mun undan fæti og markmið Ríó-samningsins um sama útblástur árið 2000 og árið 1990 munu ekki nást. Samkvæmt spá Hollustuverndar, sem birt er í skýrslu umhverfisráðherra, verður heildarútstreymi gróðurhúsaloftteg- unda árið 2000 3.161 þúsund tonn, mælt í ígildum koltvísýrings. Það er 16% aukning frá árinu 1990. ísland er auðvitað ekki eitt á báti í þessum efnum; búizt er við að losun Banda- ríkjamanna aukist um 13% á sama tímabili. 40% aukning fram til 2025 Samkvæmt sömu spá verður út- streymið 3.445 þúsund tonn árið 2010 (26% aukning), 3.675 þúsund tonn árið 2020 (35% aukning) og 3.821 þúsund tonn árið 2025 (40% aukning). Af síðastnefndu 40 pró- sentunum er talið að yfir 20 pró- sentustig muni koma frá fiskiskip- um, ekki sízt vegna aukinnar notk- unar vetniskolefna í kælikerfum, 10 prósentustig frá vegasamgöngum og 6% frá þegar staðfestri stóriðju. Þessi útstreymisspá gerir ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að draga úr útblæstri. Hún er byggð annars vegar á orkuspá og hins vegar á þeim ákvörðunum um nýja stóriðju, sem þegar hafa verið teknar, þ.e. stækkun álversins í Straumsvík, stækkun Járnblendiverksmiðjunnar og byggingu álvers Norðui'áls á Grundartanga. Þessar þrjár fram- kvæmdir munu auka útstreymi gróð- urhúsalofttegunda um sem svarar 385.000 tonnum koltvísýrings. í spánni er hins vegar ekki gert ráð fyrir stækkun Norðuráls í fulla stærð. Sú stækkun gæti aukið út- blásturinn um 250.000 tonn til við- bótar og þessi þrjú stóriðjuver því aukið losun gróðurhúsalofttegunda um 635.000 tonn, eða sem syarar til 23,6% af losun síðasta árs. í spánni er ekki heldur gert ráð fyrir fleiri stóriðjufi-amkvæmdum, svo sem magnesíumverksmiðju eða álveri Norsk Hydro eða Atlantsáls. Það er deginum ljósara að gangi þessi spá eftir verður ísland óra- langt fi’á því að uppfylla markmið á borð við það að halda útblæstri í sama horfi og 1990, hvað þá að hann dragist saman. Verði reist ný stór- iðja verður ísland enn lengra frá slíkum markmiðum, sem að öllum líkindum verða bindandi að þjóða- rétti. Þá má spyrja hvað sé til ráða. Framkvsemdaáætlun um að draga úr útblæstrinum I fyrsta lagi er hægt að gn'pa til aðgerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórn- in samþykkti í október 1995 fram- kvæmdaáætlun um slíkar aðgerðir. Þar á meðal er endurskoðun á skatt- lagningu eldsneytis og upptaka sér- staks koltvísýringsskatts, endur- skoðun á gjaldtöku af bifreiðum og eldsneyti með það að markmiði að auka hlutfall sparneytinna bifreiða, niðurfelling vörugjalda á rafbíla, efl- ing orkusparnaðar við fiskveiðar, efl- ing almenningssamgangna, bætt að- staða fyrir gangandi og hjólandi veg- farendur, aukin áherzla á vatnsafl og jarðvarma í stað jarðefnaeldsneytis og að auka bindingu koltvísýrings með landgræðslu og skógrækt. Settar hafa verið á stofn nefndir og starfshópar til að vinna að fram- gangi áætlunarinnar. í bréfi umsjón- arnefndar ráðuneyta með fram- kvæmdaáætluninni, sem sent var umhverfisráðherra í maí síðastliðn- um, kemur fram að mörg atriði áætl- unarinnar eru enn í skoðun eða unn- ið að þeim í ráðuneytum. Fá verkefni eru komin á nokkurn rekspöl. Þó hefur náðst takmarkaður árangur á nokkrum sviðum, til dæmis í því að skip taki rafmagn í höfnum í stað þess að keyra ljósavélar, að fiski- mjölsverksmiðjur noti ótryggt raf- magn til að koma sér upp rafskauta- kötlum, og að metangas sé brennt í Sorpu. Samtals minnkar þetta þó út- blásturinn aðeins um brotabrot af því, sem til þyrfti. Framhaldið verður áreiðanlega erfitt. Ætla má að í ýmsum tiifellum séu umhverfisvænir orkugjafar dýr- ari en þeir, sem við notum í dag. Einnig vakna spurningar á borð við þá hvort íslenzkur almenningur sé reiðubúinn að breyta lífsstíl sínum og nota einkabílinn í mun minna mæli. Verulegar framkvæmdir era hafn- ar við skógrækt og landgræðslu. Markmið ríkisstjórnarinnar er að ár- ið 2000 verði árleg binding koltvísýr- ings í gróðri 100.000 tonnum meiri en árið 1990. Miðað við fram- kvæmdahraðann það sem af er ára- tugnum hefur verið talið að tækist að auka bindinguna um 78.000 tonn. Því var talin þörf á 450 milljóna króna aukafjárveitingu á áiunum 1997 til 2000 til að binda 22.000 tonn til við- bótar. Það er innan við 1% af heild- arútblæstri gróðurhúsategunda á landinu. Þetta sýnir hvað aðgerðir til að vinna á móti losun gróðurhúsa- lofttegunda geta verið dýrar og það sýnir líka að hugmyndir um að land- græðsla og skógrækt hér á landi geti gleypt aukningu útblásturs frá stór- iðju eru ekki sérlega raunhæfar. I öðru lagi væri auðvitað hægt að sleppa því að gerast aðili að Kyoto- bókuninni. En það er varla raunhæf- ur kostur. Bent hefur verið á að Is- land eigi, sem matvælaframleiðslu- og ferðamannaland, mikið undir ímynd hreinleika á alþjóðlegum vett- vangi. Það myndi ekki hjálpa þeirri ímynd að standa utan umhverfis- verndarsáttmála á borð við Kyoto- bókunina. Og þótt Island sé lítið getur þjóðin varla komið sér hjá að axla sinn hluta af sameiginlegri ábyrgð jarðai’- búa á framtíð plánetunnar. í nýlegri skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að þótt losun Islands skipti auðvitað sáralitlu máli í heildarútblæstri heimsins sé ólíklegt að Islandi líðist að skjóta sér undan þátttöku í samn- ingnum eða að uppfylla ekki skuld- bindingar sínar án gagnaðgerða ann- arra ríkja, sem kynnu að skaða hags- muni íslands. Hugmyndir um „sameigin- lega framkvæmd" eg los- unarkvóta Þriðja leiðin er að reyna að stuðla að því að í Kyoto-bókuninni verði einhverjar undankomuleiðir fyrii’ Is- land og önnur ríki, sem álíka er ástatt um. Þegar ríkisstjórnin ákvað að taka þátt í samningaviðræðum á grundvelli Berlínarumboðsins var ákveðið að leggja áherzlu á eftirfar- andi atriði: • að nýjar skuldbindingar [um los- un] taki til allra gróðurhúsaloftteg- unda og aðgerðir til að binda kolefni í jörðu og gróðri verði metnar jafn- gildar aðgerðum til að draga úr los- un, • að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna einstakra ríkja, sérstak- lega ríkja sem mæta orkuþörf sinni að verulegu leyti með endurnýjan- legum orkugjöfum, • að nýjar skuldbindingar takmarki ekki möguleika aðildarríkja til að auka notkun endumýjanlegra orku- gjafa vegna iðnframleiðslu jafnvel þó framleiðsluferlin auki losun stað- bundið. Hugsunin á bak við síðasta áherzluatriðið er í raun sú að Island þurfi ekki að reikna útblástur frá nýrri stóriðju með, þegar landið leit- ast við að halda sig innan losunar- marka, sem verða ákveðin í Kyoto- bókuninni. Rökin era þau að það sé andrúmsloftinu hagstætt að orku- frekur iðnaður sé staðsettur á Is- landi, vegna þess að orkan sé um- hverfisvæn. Þá er væntanlega geng- ið út frá því að bygging verksmiðju, sem notar vatnsorku á íslandi, leiði til þess að hætt verði við byggingu verksmiðju annars staðar eða þá verksmiðjum lokað, sem nota „óhreina" orku, til dæmis frá kola- kyntum orkuveram. Niðurstaðan í þessu máli skiptir auðvitað mjög miklu máli fyrir stór- iðjudrauma Islendinga. Segja má að í því efni sé nú beðið eftir Kyoto; Guðmundur Bjarnason umhverfis- ráðherra hefur sagt að ekki sé skyn- samlegt að taka ákvarðanir nú um byggingu fleiri stóriðjuvera, sem gætu bundið hendur islenzkra stjórnvalda langt fram á næstu öld. Bíða verði með slíkar ákvarðanir þar til ljóst verður hvaða skuldbindingar verði í Kyoto-bókuninni. Eitt helzta ágreiningsefni lofts- lagssamningaviðræðnanna er einmitt hversu mikið tillit eigi að taka til sérstakra aðstæðna í ein- stökum ríkjum. Bandai’íkin, ESB og ýmis þróunarríki hafa lagzt gegn slíkum ákvæðum og viþa flatan nið- urskurð í öllum iðnríkjunum. Island, Noregur, Japan, Sviss, Ástralía og fleiri iðnríki hafa hins vegar lagt til að losunarmörk verði mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins, þannig að riki sem eigi erfitt með að draga úr losun fái meira svigrúm en þau sem eigi auðvelt með það. Settar hafa verið fram hugmyndir, t.d. í japönsku tillögunni, um að taka tillit til fólksfjölgunar, útblásturs miðað við fólksfjölda, útblásturs á hverja framleiðslueiningu og árangurs í að draga úr útblæstri fyrir árið 1990, sem er það viðmiðunarár, sem oftast er nefnt. Komið hafa fram hugmyndir í samningaviðræðunum um að hægt verði að verzla með losunarkvóta gi-óðurhúsalofttegunda. Þannig gæti t.d. fyrirtæki, sem hygðist reisa ál- verksmiðju á íslandi, keypt útblást- urskvóta í sínu heimalandi og flutt hann til íslands, væntanlega að því gefnu að ódýrara væri fýrir fyrir- tækið að kaupa losunarkvóta fyrir verksmiðju á Islandi en í heimaland- inu vegna þess að íslenzka orkan væri framleidd með umhverfisvænni hætti. Bandaríkjastjórn er hlynnt kvótakerfi af þessu tagi og einnig Nýja-Sjáland, Noregur, Astralía og fleiri ríki. Þá era uppi hugmyndir um „sam- eiginlega framkvæmd" markmiða samningsins, þ.e. að iðnríki geti haft samstarf við annað iðnríki eða ríki í þriðja heiminum um að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda og árangurinn teldist báðum til tekna. Dæmi, sem nefnt hefur verið, er að Island ætti samstarf við t.d. Holland um flutning rafmagns til Hollands um sæstreng og að sú minnkun út- blásturs, sem yrði til við það að raf- magnið kæmi í stað óhreinni orku- gjafa, yrði færð í útblástursbókhald beggja ríkja. Enn er allt í óvissu um niðurstöð- una í Kyoto og ljóst er að afstaða Bandaríkjanna, sem skýrist að öllum líkindum síðar í þessari viku, ef marka má fréttir bandarískra blaða, mun skipta miklu máli. Hitt er víst að gífurlegir hagsmunir era í húfi og fleiri en Islendingar bíða spenntir eftir Kyoto. fundur með Ágústu Johnson a morgun Fundurinn verður frá kl. 12.00 - 13.00 í Kosningamiðstöðinni í Austurstræti. Boðið verður upp á súpu og brauð. Allir velkomnir Stuðningsmenn Kosningamiðstöðin Austurstræti Súnar: 561 9599 / 561 9526 / 561 9527 Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.