Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FEÐGARNIR Börkur Árnason og Árni Gestsson. HOFUM AÐLAGAST BREYTTUM TÍMUM eftir Súsönnu Svavarsdóttur ÞAÐ hafa mörg vötn runn- ið til sjávar á þeim fimm- tíu árum sem Globus hf. hefur starfað, bæði í ís- lensku viðskiptalífi og hjá fyrir- tækinu sjálfu sem á árum áður var skilgreint sem heildsölu- og inn- flutningsfyrirtæki en í dag sem þjónustu- og markaðsskrifstofa. Globus var stofnað 11. janúar 1947 og var aðalhvatamaður að stofnun fyrirtækisins Einar Egilsson. Glob- us var rekið undir hans stjóm um nokkurt árabil og byggðist rekst- urinn fyrst og fremst á Gillette umboðinu og hefur Globus haft einkaumboð fyrir Gillette allar göt- ur síðan. Eftir að Einar hafði rek- ið fyrirtækið í nokkur ár fluttist hann búferlum til Suður-Ameríku og keypti þá heildverslunin Hekla hf. öll hlutabréf fyrirtækisins og rak það til ársins 1956. Þá keypti Árni Gestsson og fjölskylda hans öll bréfin og hætti þá Árni störfum fyrir Heklu, þar sem hann hafði starfað í átján ár og jafnframt slitna öll tengsl milli Globus og Heklu. En hvernig var sá aðskiln- aður? „Ég var aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá Heklu þegar við skildum að skiptum, Sigfús heitinn og ég,“ segir Ámi. „Sá aðskilnaður var í miklu bróðerni og það var alla tíð mikil vinátta á milli okkar. Ég átti orðið í fyrirtækinu og það varð að samkomulagi að ég tæki með mér Gillette umboðið auk landbúnaðar- tækja sem Globus var að þróa sig áfram með. Það var ómetanlegt fyrir ungan mann að hafa fengið tækifæri til að njóta fræðslu hjá afburðamanni í viðskiptum eins og Sigfús var.“ Nokkru áður en Árni hætti hjá Hekiu til að hefja rekstur Globus var landinn farinn að hugsa til innflutnings á búvélum. Árið 1955 var fyrsti gnýblásarinn fluttur inn VOSKIPn AIVINNUUF Á SUNIUUDEGI ^ Árni Gestsson, sljórnarformaður Globus hf., fæddist í Reykjavík 1920. Hann lauk unglingaprófi frá Miðbæjarskól- anum 1935 og stundaði síðan nám í kvöldskóla KFUM í einn og hálfan vetur, auk þess sem hann sótti jafnhliða og síðar einkatíma í ensku og bókfærslu. Foreldrum hans reyndist ógerlegt að koma honum í menntaskóla. Það höfðaði ekki til hans. Árið 1938 hóf hann störf hjá Heklu hf. þar sem hann starfaði fyrst sem skrifstofumaður og síðar sem hlut- hafi, aðstoðarframkvæmdastjóri til ársins 1956. Hann var einnig við störf í Bandaríkjunum árið 1944. Árni keypti Globus hf. ásamt fjölskyldu sinni árið 1956 og var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins til 1988 en hefur síðan verið sljórnarformaður fyrirtækisins og í stöðu framkvæmda- stjóra er sonur hans, Börkur Ámason. og sendur til prófunar til Verk- færanefndar ríkisins og var hlut- verk blásarans að blása þurrheyi í hlöðu. Annar blásari var svo flutt- ur inn ári seinna til að reyna hann við blástur á votheyi í turna. Báð- ir voru þessir blásarar reyndir í Gunnarsholti og reyndust mjög vel. Því var það að innflutningar hófust á þeim strax árið 1956 og nutu þeir mikilla vinsælda hjá bændum, svo mikilla að nú í ár hafa verið fluttir inn rúmlega 3.000 gnýblásarar. Árni segir blásarann sem Globus flutti inn frá Noregi það tæki sem olli hvað mestri byltingu við hirð- ingu á heyi og hafi létt bændum störfin ótrúlega mikið. Vélvæðing landbúnaðarins Þær miklu vinsældir sem blásar- inn naut ýtti undir Áma að kanna notagildi annarra heyvinnuvéla frá Noregi og náði hann í umboðið fyrir Kvernelands verksmiðjurnar sem framleiddu heykvíslar og hey- greipar. Einnig fékk hann umboð fyrir Lien moksturstæki og skömmu síðar fyrir Vicon Lely múga- og rekstrarvélar. „Það má segja að þau tæki sem við fluttum inn, hafi valdið bylt- ingu,“ segir Árni. „Við vorum rétt- ir menn á réttum stað á réttum tíma. Landbúnaðurinn hér var að vélvæðast og fyrir utan Gillette vörumar voru það Iandbúnaðar- tækin sem urðu til þess að við gátum haslað fyrirtækinu völl og úr því varð heilmikið bákn. Við leiddum markaðinn hvað nýjungar snertir.“ Ámi telur að þróun í vélvæðingu landbúnaðarins hafi farið fram í þremur þrepum. Fyrsta þrepið í vélvæðingunni hafí verið þegar Globus hóf innflutning á þeim hey- vinnuvélum sem þegar hafa verið nefndar en næsta þrepið þegar fýrirtækið hóf innflutning á nýjum hjólarakstrar- og múgavélum frá Vicon Lely, fjölfætlum, snúnings- vélum frá Fella, heybindivélum frá New Holland og heyhleðsluvögn- um frá Fella. Með tilkomu þeirra hafi hraðinn aukist við heyskapinn auk þess sem tækin léttu bændum mjög störfin. Margir voru svart- sýnir á að hjólarakstrarvélarnar myndu henta hér á landi og spáðu því að þær myndu fara illa með túnin og grassvörðinn. Allt reynd- ust þetta falsspár og flutti Globus inn mörg þúsund vélar frá verk- smiðjunni. Þriðja og síðasta þrepið í þróun vélvæðingar hjá bændum segir Árni hafa verið þegar inn- flutningur hófst á rúllubaggatækn- inni og á hann þá bæði við bindivél- arnar og pökkunarvélarnar. „Við hjá Gobus kepptumst alltaf við að hafa fullkomið úrval tækja og áhalda á boðstólum," segir Ámi. „Og ég efast um að þann bæ megi finna á landinu sem ekki hefur keypt eitt eða fleiri tæki frá okk- ur, enda var það svo að sum tæki var ekki hægt að kaupa annars staðar, til dæmis keðjudreifarana fyrir mykju frá Howard. Sumir bændur keyptu öll sín tæki hjá okkur.“ Á byijunartíma rekstursins var allt smærra í sniðum. Stöðugildi í Globus voru tvö og hálft en þegar mest lét voru starfsmenn um eitt hundrað. Árni sá sjálfur um að panta vélamar, selja þær og inn- heimta andvirðið. „Enda er það svo,“ segir hann, „að þegar ég lít yfir farinn veg, finnst mér þetta hafa verið skemmtilegasta tímabil- ið í minni verslunarsögu. Ég hafði persónulegt samband við bændur og viðskiptin við þá stétt voru ein- staklega ánægjuleg. Það heyrði til sérstakra undantekninga ef bænd- ur stóðu ekki við skuldbindingar sínar.“ Ekki var það þó neinn dans á rósum að leggja stund á viðskipti hér fyrr á árum. Innflutningshöft í formi gjaldeyris- og innflutnings- leyfa settu mönnum skorður, auk annarra þátta sem í dag vekja okkur meira en litla furðu og gerði vinnuna í því 50 fm húsnæði sem Globus hafði við Hverfisgötuna, ærið flókna. „Þá voru Innflutnings- skrifstofa og Fjárhagsráð sem hétu svo eitthvað allt annað þegar nýjar stjórnir tóku við,“ segir Árni og bætir við: „Þetta var skelfilegt; örugglega eitthvert mesta spill- ingartímabilið í íslenskri verslunar- sögu. Á þessum tíma var í gildi hin svonefnda helmingaskiptaregla sem byggðist á því að þegar leyfð- ur var innflutningur á t.d. 200 eplakössum til heildsala; skyldi sama magn koma í hlut SIS. Þessi regla var byggð á því að Samband- ið hefði svo og svo margt fólk í kringum kaupfélögin úti á landi, alveg burtséð frá því hvort það verslaði þar eða ekki. En þetta er nú sem betur fer allt breytt til hins betra. Öll þessi höft þýddu að í staðinn fyrir að fara niður í banka og opna ábyrgðir eins og kallað var á þeim tíma, varð maður að fara upp í Gjaldeyris- og innflutningsnefnd til þess að afla þeirra leyfa sem til þurfti til að flytja vöruna inn. Síðan lá leiðin niður í banka til þess að fá gjaldeyri, sem oft tók marga daga, og að lokum þurfti maður að fara í tollinn. Það er ekkert hægt að mótmæla því að á þessum tíma var ekkert lítið atriði að geta fært sönnur á að maður hefði örugga sölu á því sem verið var að flytja inn. Því var það að þegar maður fékk leyfi til að leysa vöruna út, var búið að selja hana. Það var nánast enginn með lager í þá daga, en því miður, það var langt frá því að maður fengi að flytja nóg inn til að fullnægja eftir- spurn. Við hefðum getað annað miklu, miklu meiri sölu. Oft heyrð- ist þess getið að þeir sem höfðu fengið gjaldeyris- og innflutnings- leyfi hafi oft selt þau öðrum rétt eins og gert er í dag með veiðikvót- ann hjá útgerðinni. En þetta var ekki bara bundið við Globus, heldur voru verslunar- hættir almennt svona á þessum tíma. En þetta breyttist smám saman og með viðreisnarstjóminni var þetta allt lagt niður og inn- flutningur var gefinn fijáls. Það gerðist þó ekki á einum degi, því þótt þú þyrftir ekki leyfi, varðstu að fara í banka til að sækja um gjaldeyri og það var oft hörgull á honum. Þá fór maður í bankann, fékk leyfi fyrir gjaldeyri en gat ekki fengið vöruna fyrr en maður hafði greitt hana, annaðhvort út í hönd eða með víxli. Bankann þurfti maður alltaf sem milligöngumann. Það má segja að þetta hafi ver- ið alíslenskt fyrirbæri, því við vor- um miklir eftirbátar annarra þjóða í að leyfa verslunina fijálsa og það leið langur tími þangað til fyrir- tækin í landinu þurftu ekki á þeim stofnunum að halda sem sögðu hvað ætti að flytja inn og hvað ekki.“ Efnahagslægð á íslandi Árið 1988 gekk mikil efnahags- lægð yfir landið, sem stóð til ársins 1994 að tveimur árum undanskild- um. „í byijun þessarar efnahags- lægðar stóð rekstur Globus í mikl- um blóma. Við höfðum á boðstólum búvélar, Citroen og Saab bíla, skurðgröfur, rákum verkstæði og varahlutasölu. Síðar bættist Ford við umboðin. „Á þessum tíma fór kaupgeta almennings þó þverrandi og svart- ar skýrslur Hafrannsóknastofnun- ar drógu kjarkinn úr almenningi og þetta ástand kom illa við marga, sérstaklega þá sem voru í innflutn- ingi á fjárfestingarvörum, eins og bílum, vinnuvélum og dýrum tækj- um. Árið 1988 var ég farinn að nálg- ast sjötugsaldurinn og vildi draga mig út úr daglegum rekstri fyrir- tækisins. Ég hafði ýmis áhugamál sem ég vildi vinna að eins og t.d. landgræðslumál, auk þess sem ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.