Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HÆGRI hönd fólks er ákaflega mikils virt og það er ekki að ófyrirsynju, með henni heyja rétthend- ir lífsbaráttuna að verulegu leyti. Þessarar staðreynd- ar sér stað í málinu, oft heyrist t.d. talað um að þessi eða hinn sé „hægri hönd“ einhvers, sé eitthvað fólki hugleiknara en allt annað segist það stundum vilja „gefa hægri hönd sína“ til að öðlast það og ekki má gleyma þeirri virðingu sem felst í því að skipa manni sér til hægri handar. Kristjana Valdi- marsdóttir hefur orðið fyrir því óláni að hægri höndin er henni algerlega ónýt og veldur henni að auki oft verulegum þjáningum, þótt ekki sé hún lengur sárkvalin eins og fyrst eftir aðgerð sem hún gekkst undir fyrir röskum tveimur árum. „Eg var nánast heilbrigð þegar ég fór í þessa aðgerð en er örkumla núna, ég hefði betur aldr- ei látið gera þetta,“ segir hún þeg- ar rætt er um ástand hennar fyrr og nú. En hvers vegna fór hún í þessa aðgerð? „Ég var með verki í hægri hendi, ég var mikil handavinnukona og þótti þetta því bagalegt og fór því til bæklunarlæknis á Sólvangi í Hafnarfirði. Hann sendi mig í myndatöku. Niðurstaðan reyndist sú að ég væri með rifinn liðþófa og gera þyrfti litla aðgerð. Læknir- inn sagði að þessi aðgerð væri svipuð því að taka „stein úr skó- hæl“, og myndi ég jafna mig á fáeinum dögum og yrði þá aftur farin að pijóna á fullu,“ svarar Kristjana. „Því miður reyndist læknirinn ekki sannspár því aðgerð þessi olli mér ótrúlegum þjáningum og eyðilagði á mér höndina." Kristjana Valdimarsdóttir er fædd á ísafirði árið 1939 og þar bjó hún til ársins 1971, er hún flutti suður til Hafnarfjarðar. Hún lauk skyldunámi og stundaði alls konar vinnu sem til féll, bæði fyrir vestan og eins eftir að suður kom. Hún giftist snemma og eignaðist þrjú börn en hún og maður hennar skildu fyrir tíu árum. Hún tók rík- an þátt í atvinnulífinu með því að stunda alls kyns vinnu, svo sem við fiskverkun, í bakaríi, barna- gæslu, sjómennsku og margt fleira tók hún sér fyrir hendur til þess að vinna fyrir sér og sínum. Hún átti þó við ýmis vandkvæði að etja, svo sem þráláta bakveiki sem ásamt fleiru olli þvi að hún var úrskurðuð öryrki nokkrum árum fyrir hina örlagaríku aðgerð. Eftir að hún var orðin einstæð með öryr- kjalaun til viðurværis gat hún drýgt tekjur sínar með því að prjóna, bæði til gjafa og eins fyrir fólk sem pantaði hjá henni flíkur. Þótt tekjur af þessari starfsemi væru aldrei umtalsverðar voru þær þó viðbót sem munaði aðeins um. Ótalin er einnig sú ánægja sem hún kveðst hafa haft af þessari starfsemi og einnig var hún henni leið til kunningsskapar og um- gengni við annað fólk. „Eg pijónaði alla tíð mikið, bæði á börn mín, barnabörnin, sjálfa mig og svo fyrir annað fólk. Eg saumaði líka mikið út, heilu myndirnar. Handavinnan var mitt hálfa líf og það er mér mikið áfall að geta ekki lengur gert neitt í höndunum, ég get ekki einu sinni pijónað á barnabörnin, það yngsta hef ég aldrei getað pijónað neitt á og það fínnst mér mjög leiðinlegt," segir hún. „Fyrir aðgerðina var ég aum í úlnliðnum og fór til læknis eins og fyrr sagði. Eftir að ég fór í myndatökuna gerðist það að ég lenti í bflslysi, ég var að koma úr jarðarför og var farþegi aftur í eigin bíl. Það var ekið aftan á okk- ur og ég kastaðist fram og bar auðvitað fyrir mig hendurnar. Ég sagði lækninum frá þessu en hann lét ekki mynda höndina á ný held- ur ákvað að gera aðgerðina með tilliti til þeirrar myndar sem tekin hafði verið fyrir slysið. Síðan var aðgerðin framkvæmd og ég fór heim daginn eftir. Ég var send HÖNDIN á Krisljönu eftir að fingurnir féllu inn ÖNNUR spelkan sem smíðuð var eftir aðgerðina í hana eftir aðra aðgerð bæklunarlæknisins á sem bæklunarlæknirinn á Sjúkrahúsi Reykjavík- Sólvangi. ur gerði til m.a. að rétta úr fingrum Krisljönu. Slæmt - en gæti verið verra Mikil umræða hefur að undanfömu verið um læknamistök, hver sé réttur fómarlamba í slíkum tilvikum og hvemig komast megi að sanngjamri niður- stöðu. Kristjana Valdi- marsdóttir hefur síð- ustu tvö ár gengið í gegnum miklar þján- ingar og er örkumla á hægri hendi eftir að- gerð sem allt bendir til að hafí mistekist og sumir telj a j afnvel að lítil þörf hafí verið á. Guðrán Guðlaugs- dóttir fékk að heyra sögu Kristjönu, skoða myndir tengdar aðgerð- inni og lesa sjúkradag- bók hennar. Morgunblaðið/Þorkell KRISTJANA Valdimarsdóttir í stól sem hún sjálf saumaði yfir. KRISTJANA á Sjúkrahúsi Akureyrar. heim með reifaða hönd, dóttir mín spurði hvort ekki ætti að setja gifs á höndina en var sagt að slíkt væri ónauðsynlegt. Ég var sæmi- leg rétt fyrst eftir aðgerðina en svo fór ég að fá mikla verki í hönd- ina og í framhaldi af því gerðist nokkuð skrítið: kúlan sem er til hliðar á úlnliðnum færðist upp á miðjan úlnlið. Ég fór til bæklunar- læknisins og hann sagði mér að liðhlaup hefði orðið í hendinni og þess vegna þyrfti hann að hefla af kúlunni. „Það er ekkert mál,“ sagði læknirinn. Hann gerði svo þá aðgerð um miðjan desember. Ég var strax á eftir mjög kvalin en læknirinn tók umbúðirnar af og sagði mér að ég skyldi vera dugleg að hreyfa höndina en ég gat það ekki, það var svo hryllilega sárt. Ég ætla ekki að reyna að lýsa í orðum hvernig jólin mín árið 1995 voru. Ég lifði á verkjalyfjum og gat ekkert sofið fyrir kvölum. Heimilislækninum mínum leist ekki á blikuna og vissi ekki hvað var að gerast með höndina á mér og ekki vissi ég það. Svo fór ég 2. janúar til nýs heimilislæknis, þess sem ég hafði áður hætt hjá um áramót, sá nýi gerði of seint eitthvað í málinu að mér fannst. Svo gerðist það að litli fingur hægri handar féll alveg inn í lóf- ann og á sama tíma minnkuðu verkirnir, svo kaldhæðnislega sem það hljómar. Þegar ég kom til bæklunarlæknisins vegna þessa með dóttur minni, sem staðið hefur þétt við hlið mér í öllum þessum erfiðleikum, þá segir hann: „Þetta er allt í lagi, límdu bara litla putt- ann fastan með límbandi við hina fingurna og reyndu svo að snúa hendinni eins og þú sért að skrúfa ljósaperu." Ekki kom þetta góða ráð að miklu haldi, það jók aðeins á kvalir mínar að reyna þetta. Smátt og smátt, eftir mikil kvala- köst, duttu allir fjórir fingurnir máttlausir inn í lófann og ég gat með engu móti hreyft þá eða rétt úr þeim. Um þetta leyti komst ég að hjá mjög góðum lækni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Því miður hafði ég þurft að bíða of lengi og nú var um seinan að bjarga hreyfí- getu fingranna. Ég var þá búin að bíða nokkurn tíma eftir að kom- ast að annaðhvort hjá þessum lækni eða lækni á Akureyri, ég þurfti að bíða það lengi að skaðinn var skeður og allir fingumir voru orðnir máttlausir og ég fæ aldrei mátt í þá aftur. Það sem hafði gerst var að bæklunarlæknirinn á Sólvangi hafði sagað um 2 senti- metra af beininu og skildi það eft- ir ófóðrað, jafnframt því að hann heflaði af úlnliðskúlunni. Beinend- inn hafði nuddað í sundur hægt en örugglega sinar og taugar sem lágu niður í fingurna, þess vegna urðu þeir algerlega máttlausir og duttu inn í lófann. Þegar hins veg- ar allir fingurnir fjórir voru orðnir máttlausir þá minnkuðu kvalimar. Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta hefði handarsérfræðingur skoðað mig áður en seinni aðgerð- in var gerð eða áður en ófóðraði beinendinn náði að sarga sundur taugar og sinar. Þótt ekki tækist að koma í veg fyrir að ég missti máttinn í fingrunum þá gerði læknirinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eigi að síð- ur hálfgert kraftaverk á hendinni á mér, hann gerði aðgerð á henni 15. mars 1996 og hún gekk að vissu leyti mjög vel, hann gat m.a. rétt fingurna og losað mig við verstu verkina. I kjölfar þeirrar aðgerðar fékk ég miklar spelkur, eina til að nota á daginn og aðra til að nota á næturnar. Eg var með spelkurnar í sex vikur og varð jafnan að fá dóttur mína til að hjálpa mér að koma mér í þær. Þrátt fyrir að kvalirnar minnkuðu nú til muna varð niðurstaðan eigi að síður sú að ég kem aldrei til með að hafa hreyfígetu í fingrun- um fjórum, höndin er mér er ónýt, ég get ekki einu sinni greitt mér, hef ekki neitt grip með henni. Síðar þurfti ég að fara í aðra aðgerð til þess að laga beinendann sem hringlaði laus. Sú aðgerð var gerð af lækni á Sjúkrahúsi Akur- eyrar. Sett var sin í beinendann og hann festur, ég var í gifsi upp að öxlum fyrst en síðan var það minnkað í áföngum. Ég þurfti að fara nokkrum sinnum norður til eftirlits og í framhaldi af því sótti ég um greiðslu úr Slysatryggingar- sjóði og fékk 500 þúsund krónur. Það eru einu peningarnir sem ég hef fengið vegna alls þessa. Nú er búið að sækja um annað mat á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.