Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 58
)8 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Ág’úst stígur dans ✓ Agúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri mun hefja upptökur á mynd sinni Dansinum eftir helgi. Hildur Loftsdóttir fékk að fræðast um vont veður og færeyska lífssýn. SÍÐASTA kvikmynd Ágústs Guð- mundssonar var Gullsandur sem frumsýnd var árið 1984. Síðan hef- ur hann unnið við sjónvarp bæði á íslandi og í Bretandi. Nú hefur hann hafíst handa að nýju ásamt eiginkonu sinni, Krist- ínu Atladóttur, sem er fram- kvæmdastjóri nýju kvikmyndar- innar. Dansinn er byggð á sam- nefndri smásögu eftir færeyska skáldið William Heinesen. Heinesen í uppáhaldi „í Dansinum segir frá brúð- kaupi í nóvembermánuði 1913 sem haldið er í Færeyjum. Áætlanir standast ekki og allt fer úrskeiðis. Mér finnst sagan almennt ná yfir það sem er íslenskt þvi ég sé ekki mikinn mun á þessum þjóðum. Færeyski dansinn gerir myndina mjög færeyska. Það er töluð ís- lenska í myndinni og þótt við séum búin að þýða færeysku danskvæð- EINN af áætluðum tökustöðum í Færeyjum. BLAÐAUKI INNAN YBGGJA HEIMILISINS í blaðaukaiium verður komið víða við og heimilinu gerð góð skil á liflegan og skemmtilegan hátl. Rætt verður m.a. við fólk sem gert. hefitr upp eldra liúsnæði og húsgögn, innanhússarkitekta og lesendum gefin góð ráð í máli og myndum. Meðal efhis: Baraaherbergið Upi>setning gluggatjalda InnanhússskreyUngar Hugmyndir á netinu Ný lína í cldunartækjuni Sérsmíðuð eldhúsinnréttlng Hvemig á að leggja á borð Oryggi á heimilum Flísaliign Lýsing Upphælckað hjónarúm Barbic-diiklíuhús á tvcimiu- liæðum Viðtöl o.m.fl. Sunnudagiim 26. október Skilafrestur auglýsingapantana er til ld. 12.00 mánudaginn 20. október. Allar nánari upplýsingar veita stari'sinenn auglýsingadeildar í sima 569 1111. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Símbréf 569 1110 • Netfang: a in þá hljóma þau furðu færeysk. Fyrst var ég reyndar að skoða aðra sögu eftir Heinesen og spá í að koma henni í kvikmyndaform. Við Kristín fórum að lesa allt eftir hann aftur. Þegar hún benti mér á þessa sögu sá ég strax að þetta yrði tilvalið efni í kvikmynd. Síðan unnum við Kristín handritið sam- an, með aðstoð bresks rithöfundar. Við fengum hana inn til að fá sterkara kvikmyndahandrit en fólk er stundum með hér á landi. Sögurnar hans Heinesens hafa alltaf höfðað til mín, og það er kannski vegna þess að það er svo mikill Vest- mannaeyingur í mér, og mér hefur alltaf fundist sögurn- ar hans geta gerst þar. Fjölþjóðleg kvik- mynd Það er miklu meiri undirbúningur fyrir þessa mynd en fyrri myndir mínar, en þá fékk maður styrkinn og fór strax að hringja í leikar- ana. Undirbúningurinn hefur verið á listræna svið- inu og einnig því fjárhags- lega. Hugmyndin að Dansinum kom árið 1994, og við vildum gefa handritsþróuninni góðan tíma og líka vera búin að tryggja fjármagn í myndina áður en farið yrði af stað. Þetta er með fjölþjóðlegri ís- lenskum kvikmyndum sem gerðar hafa verið, því við erum með þrjá framleiðendur frá Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku, og við notum starfsfólk frá öllum þessum löndum. Klipparinn er danskur og öll eftirvinnsla verður í Danmörku. Frá Þýskalandi erum við bæði með tónskáld og hljóðmann, og kvik- myndatökumann frá Bretlandi. Rok og rigning Það sem mun ráða stílnum á myndinni verður sjálfsagt vonda veðrið sem á að ríkja alla þá þrjá daga sem myndin gerist. Það er mjög erfitt að kvikmynda í roki, og það er reyndar það sem helst hamlar kvikmyndatökum á Is- landi, ekki rigningin eða snjókom- an eins og halda mætti. Við mun- Ljósmynd/Ágúst Guðmundsson um reyna að notfæra okkur það rok sem fæst frá náttúrunnar hendi, en erum líka með vindvélar og dálítið regn. Að öðru leyti gerist sagan í lágreistum færeyskum húsum sem eiga eftir að setja sinn svip á myndina. Við erum búin að taka á leigu húsnæði í Garðabæ og þar er komin upp innileikmyndin eftir ungan hæfileikamann Tonie Jan Zetterström. Upptökurnar hefjast svo á mánudaginn í Baráttumann í borgarstjórn! ÁGÚST Guðmundsson leggur f ann eftir helgi. Dyrhólaey. Snemma í myndinni strandar skip við eyna og við verð- um fyrstu vikuna að kvikmynda björgunaraðgerðirnar. Við eyðum tveimur vikum í Færeyjum, en megnið af myndinni er tekið í stúdíóinu í Garðabæ. Lífsins dans Brúðhjónin leika Pálína Jóns- dóttir og Dofri Hermannsson. Gunnar Helgason leikur líklega stærsta hlutverkið, og Baldur Trausti Hreinsson sem margir sáu í Evítu leikur líka stórt hlutverk. Af eldri leikurum er það Gísli Hall- dórsson sem leikur kveðarann eða forsöngvarann í dansinum. For- söngvarinn heldur taktinum og leiðir sönginn þar sem þetta eru alltaf afskaplega margar vísur. Æfingarnar ganga mjög vel og undanfarið höfum við verið að leggja áherslu á færeyska dansinn. I því tilefni kom Árni Dahl frá Færeyjum. Hann er þekktur fræðimaður á þessu sviði, og er lík- lega þekktastur forsöngvara þeirra. I myndinni gengur mikið út á það hvort rétt sé við þær að- stæður sem skapast í brúðkaupinu að halda áfram dansinum eða ekki. Eyjaskeggjar skiptast þá í tvö horn; þá sem vilja dansa og þá sem ekki vilja dansa. En þannig er það einmitt í lífinu. Sígaunakuöld í IMorræna húsinu Heimsmeistarinn 1996 í harmoníkuleik Lelo l\lika leikur ásamt félögum sínum tónlist frá Balkanskaga og nágrenni í kvöld kl. 21.30. Missið ekki af einstöku tækifæri, þetta er jú heims- meistarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.