Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 43 ELIN ÁRNADÓTTIR + Elin Árnadóttir fæddist 22. júlí 1961 í Vík í Mýrdal. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 11. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víkur- kirkju laugardag- inn 18. október. Það er sunnudags- morgunn, klukkan er rúmlega 10, síminn hringir og mér er tjáð að þú hafir dáið þá um nóttina. Það er eins og tíminn stöðvist eitt augnablik, augu mín fyllast af tárum og tárin renna af stað niður kinnarnar. Þessi tár eru tár sorgar og reiði vegna ótíma- bærs fráfalls þíns og kannski líka léttis yfir því að þjáningum sínum skuli vera lokið. Það kom kannski ekki mjög á óvart að heyra af and- láti þínu þar sem þú varst búin að vera mjög veik undanfarnar vikur. Oft er dauðinn ekki verstur þegar svona er komið. Maður getur hugg- að sig við að þér líði nú vel, laus úr þjáðum líkamanum og sért nú búin að hitta móður þína eftir að- eins fjögurra ára viðskilnað. Ellu kynntist ég haustið 1990 er hún hóf störf í Búnaðarbankanum á Selfossi. Klárari bankamanneskju hef ég ekki kynnst, allt er viðkom vinnunni var hægt að leita _með til þín og þú kunnir lausnina. Á heim- ili þínu var sami myndarskapurinn, sama hvenær maður leit inn. Einn vetur sóttum við Ella félagsskap suður til Reykjavíkur, allan vetur- inn var keyrt, einu sinni í viku í öllum veðrum ösluðum við áfram því suður skyldi ná. í þessum ferð- um var margt spjallað og kynnt- umst við hvor annarri að ég held alla leið inn að hjarta og þar fann ég mjög gott hjartalag. Þarna myndaðist svolítið sérstakt sam- band sem ég hef alltaf metið mik- ils. Höfðum við rætt það meira í gamni en alvöru að taka upp þráð- inn aftur er þú hefðir náð betri heilsu. En maðurinn með ljáinn hefur nú lagt til þín og haft betur. Ég er viss um að við munum hitt- ast á ný á öðrum og betri stað og gætum við þá kannski tekið upp þráðinn að nýju eins og við höfum talað um. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra samstarfsmanna okkar er ég segi að mætari manneskja er ekki auðfundin. Með virðingu og trega kveð ég þig nú og votta Brynjari, Sigrúnu Ornu og Böðvari Dór litla, svo og fjölskyldunni allri mína dýpstu sam- úð og bið algóðan Guð að styrkja ykkur og leiða í gegnum þessa miklu raun. Hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina sem hefði mátt vera miklu lengri. Minningin um mæta konu lifir. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt svo góð svo trygg og trú svo látlaus falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir. Hrund B. að ég kynntist Ellu og Binna sem allra fyrst. Ástæðan? Jú, þau væru svo góðir vinir. Það var því mjög fljótlega sem ég kom í Sílatjörnina í fyrsta sinn, og það var eins og við Ella hefðum alltaf þekkst. Hún var heilsteypt og opinská manneskja sem kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún sagði það sem henni bjó í brjósti og tók þátt í lífinu af full- um krafti. Það var sama hversu stórt eða smátt verk- efni hún tók að sér, allt var jafnvel unnið og þá var ekki kastað til höndunum, heldur unnið sleitulaust af fullum huga, uns verkið var búið. Lífið hafði ekki alltaf farið mild- um höndum um Ellu, hún hafði fengið að reyna ýmislegt og þurft að beijast til að öðlast það sem mörgum öðrum finnst sjálfsagt, og meta jafnvel ekki til fulls. En lífs- gleði hennar var ómæld og áhugi hennar á öllu sem lifði var ótvíræð- ur. Því varð maður aldrei var við biturð vegna þess sem hún hafði gengið í gegnum. Allir sem til hennar komu voru velkomnir, þar var alltaf til kaffi og húsið opið. Kunningjahópurinn var því stór, það var fjölskyldan líka, og vinátta Ellu og kærleikur til fjölskyldu og vina var mikill. Það var því ekki oft sem ekki voru gest- ir í Sílatjörn 12. Ella var vinur vina sinna og tók hún oft upp hanskann fyrir þá, fyndist henni á þá hallað í samræðum, og íjölskylduna varði hún með oddi og egg, fyndist henni þess þurfa. Ég var svo lánsöm að kynnast Ellu vel og tel mig hafa öðlast vin- áttu hennar. Af því er ég bæði stolt og þakklát. Þær voru ófáar stund- irnar sem við settumst niður saman og spjölluðum, ogþað var ekki eftir- sjá að þeim stundum. Þá var margt skrafað og mikið hlegið. Þegar Ella veiktist í febrúar á þessu ári, var ég alveg viss um að hún myndi ná sér. Hún var búin að hafa of mikið fyrir lífinu, til að eiga það skilið að láta í minni pok- ann fyrir veikindunum. Svo hafði hún alltaf verið svo hraust og lífs- löngunin mikil, enda nýkomin með Böðvar litla inn á heimilið. En Ellu var ekki ætlað að lifa lengur og nú spyr maður sig; af hveiju og til hvers. Svörin eru ekki komin og koma kannski ekki, en manni fínnst þetta afar óréttlátt. Nú er Ella kom- in til mömmu sinnar, bestu vinkon- unnar sem hún nokkru sinni átti, og ég veit að þær hafa báðar glaðst yfir endurfundunum. En ég veit líka að henni þykir sárt að horfa niður á fjölskylduna sína hérna megin og geta ekki stutt þau og styrkt, glaðst með þeim og auðsýnt þeim þann kærleika sem hún bar til þeirra. Ella mín, það voru forréttindi að fá að þekkja þig og ég tel mig ríka að hafa átt þig sem vin, þó í stutt- an tíma væri. Ég lærði margt af okkur kynnum og minning þín er mér dýrmæt. Hafðu þökk fyrir. Guð blessi Brynjar, Sigrúnu og Böðvar og styrki þau í sorginni yfir missi sínum og til að minnast góðrar konu. Hulda. Ég vil senda henni Ellu æskuvin- konu minni mína síðustu kveðju. Ég vil þakka þér fyrir þær æsku- minningar sem ég á með þér úr Víkinni. Ég sendi þér, Binni, og börnunum ykkar tveimur samúðar- kveðjur og megi Guð vera með ykkur á þessari erfiðu stundu. Steinunn Helga Sigurðardóttir. Seinni hluta árs 1981 var stofnað útibú Samvinnubanka íslands hf. á Selfossi. Starfsmenn voru fáir en með þeim tókst sérstakt traust og vinátta, nánast að kalla mátti fjöl- skyldubönd. Ella var ein úr þessari fjölskyldu. Ella hafði þann einstaka eiginleika að hrífa fólk með sér í leik og starfi en föst var hún fyrir ef hún fann einhvern órétti beittann eða á sig gengið. í um áratug unnum við saman og áttum gott og farsælt samstarf. Fyrir það og vináttu í gegnum árin vil ég þakka af heilum hug. Ung móðir í blóma lífsins er fall- in frá eftir hetjulega en stutta bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Brynjar, Sigrún Arna, Böðvar og aðrir ástvinir. Við Anna sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Garðar Eiríksson, Selfossi. Elín hóf störf hjá Búnaðarbanka íslands á Selfossi árið 1990, en hafði áður starfað hjá Samvinnu- banka íslands, Selfossi og hjá Bún- aðarbankanum í Hveragerði. í fáum orðum viljum við starfsfélagar Elín- ar minnast hennar. Ella var hreinskilin og heiðarleg manneskja sem gott var að starfa með. Við minnumst allra samveru- stundanna í leik og starfí, árshátíð- anna og bankapartýjanna þar sem við skemmtum okkur öll saman og hvíldum okkur á hinum daglega erli. í mars á þessu ári átti Elín að koma til starfa eftir fæðingaror- lof en um sama leyti greindist hún með þann sjúkdóm sem hún barðist við. Okkur var það öllum mikið áfall er Ella veikist en minnumst þess hve full af bjartsýni og baráttumóð hún var. í störfum sínum hér í bankanum var hún virt og dáð. Bæði hafði hún mikla þekkingu á öllu verklagi sem lýtur að bankastörfum og eins hafði hún mannlegt innsæi til að glæða bankaviðskipti mannlegri hlýju. Síðustu árin starfaði hún sem heimilislínuráðgjafi og fann sig vel í því starfi sem gengur að mestu út á samskipti við fólki. Á því hafði hún góð tök og gat auðveldlega skapað traust og skilning sem þurfti til að leiða mál farsællega til lykta. Kammerkór Langkoltskirkju - Jón Stefánsson Listrænn metnaður í hverri athöín - Sími 894 1600 Ávallt var hún tilbúin að aðstoða fólk og ráða því heilt. Fyrir sina einstöku eiginleika var hún vel liðin af samstarfsfólki sem og viðskipta- vinum sem kunnu vel að meta ráð hennar og úrlausnir sem voru sniðn- ar að þörfum hvers og eins. Starfsfólk Búnaðarbankans á Selfossi sendir Brynjari Jóni og börnum þeirra, Sigrúnu Örnu og Böðvari Dór, innilegar samúðar- kveðjur. Samstarfsfólk, Búnaðar- bankanum á Selfossi. Hún Ella föðursystir er látin. Það eru tíðindi sem engu okkar hefði dottið í hug fyrir hálfu ári og í dag þegar Ella verður borin til grafar trúir maður því vart hvað hefur í raun og veru gerst. Það er búið að höggva stórt skarð í stóra og sam- heldna ætt okkar og það skarð sem Ella skilur eftir sig er vandfyllt. Ella var einfaldlega stórkostleg manneskja. Það var alltaf stutt í brosið hjá henni og hún var alltaf reiðubúin að rétta öllum hjálpar- hönd. Hvar sem Ella kom var hún jafnan miðpunkturinn og jafnvel núna síðustu mánuðina þegar hún var þjökuð af sjúkdómi sínum var húmorinn og léttleikinn aldrei langt undan hjá henni. Það var alltaf gaman að heim- sækja Ellu og Binna á Selfoss og undantekningalaust var litið við þar þegar leiðin lá austur í Vík. En því miður hittum við ekki Ellu aftur fyrr en ævi okkar sjálfra er öll og það er staðreynd sem erfitt er að sætta sig við. Það sem mun ylja okkur í framtíðinni eru minningarn- ar um Ellu og þær eru ófáar. Ein sú síðasta í mínum huga er frá ferð okkar í sumarbústað á Akurhól í ágúst sl. Þar höfðu foreldrar mínir dvalið vikulangt og þangað var Ella einnig komin. Með henni í för var Böðvar Dór, litli augasteinninn hennar, og daginn eftir komu Binni eiginmaður hennar og Sigrún Arna, stóra stelpan hennar. Ég sá á Ellu að hún naut þess að vera með fjöl- skyldunni þó svo að það tæki sinn * toll að ferðast því að veikindin voru orðin alvarleg. Eitt af því sem Ella sagði við mig í þessari ferð var að það fyrsta sem hún myndi gera þegar hún væri búin að jafna sig á veikindunum væri að fara á hestbak en Ella hafði gífurlegan áhuga á hestum og hestamennsku allri, rétt eins og svo margir í fjölskyldunni. En nú hefur Ella tölt síðasta sjiölinn. Hún situr ásamt ömmu Ástu og öllum þeim ástvinum sínum sem farnir eru og fylgist með okkur úr fjarlægð, sem þó er nær en okk- 4 ur grunar, og ég veit að hún heldur áfram að rétta okkur hjálparhönd eins og hún mögulega getur. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga þvi er ver. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður, verða betri en ég er. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifumar. * Ég reyndar sé þig allstaðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Jóh. Helgason/Vilhj. Vilhjálmsson.) Elsku Binni, Sigrún Arna og Böddi. Söknuður okkar er mikill en söknuður ykkar er meiri. Við kveðj- um einstaka konu sem barðist hetjulega fram á síðustu stundu við óvinnandi vígi. Guð blessi Ellu frænku. Árni Sigurjónsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR frá íbishóli, tl heimilis í Skólagerði 55, Kópavogl, andaðist á Landspitalanum 17. október. Útförin auglýst slðar. Benedikt Valberg, Lilja Sigurðardóttlr, Guðmann Valberg, Herborg Stefánsdóttir, Jóhanna Valberg, Jón Gestsson og fjölskyldur. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR GUÐNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. október kl. 13.30. Skúli Halldórsson, Magnús Skúiason, Svava Björnsdóttir, Unnur Skúladóttir, Kristján Sigurjónsson og barnabörn. Þegar við Þórður hófum samband okkar, þá taldi hann það mjög brýnt Sérfræðingar 1 hlóniaskrevtiiijium við oll tækil'airi I blómaverkstæði I I iSlNNA I Skólav örðuslíg 12. a liorni Bergslaðastradis. sími 551 9090 Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK B + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður og ömmu, ÁSTU KRISTRÚNAR SKÚLADÓTTUR frá Stykkishólmi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir Ijúft viðmót og frábæra umönnun. Lovfsa Kristjánsdóttir, Mfmir Arnórsson, Kristján Mímisson, Zulema Sullca-Porta, Sunna Mlmlsdóttir, Kári Mímisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.