Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stafrænt afmælisrit Brautarholtsskóla Hraðlestur í Tjamarskóla Á HEIMASÍÐU Brautarholtsskóla http://rvik.is./5rautarh/ er m.a. stafrænt afmælisrit. Greinarhöfund- ar skrifuðu þessar greinar í tilefni af 60 ára afmæli skólans árið 1993. Efni afmælisritsins er í máli og myndum. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Elsta ljósmyndin er frá árinu 1935 og sýnir hún Klemens Þórleifsson, þáverandi skólastjóra, ásamt nem- endum sínum. I ritinu birtist einnig ræða Klemensar sem hann flutti við vígslu skólans árið 1933. Þá er grein eftir Jón Eiríksson fv. oddvita í Vorsabæ, Ólaf Jónsson fv. kennara í Skeiðháholti, Ingvar Þórðarson bónda í Reykjahlíð, Pálmar Guðjóns- son fv. skólastjóra, Bernharð Guð- mundsson fv. sóknarprest á Skeið- um, Þorstein Hjartarson skólastjóra og loks er að finna ágrip af sögu Kvenfélags Skeiðahrepps sem þær Kristín Bjarnadóttir, Syðri-Brúna- völlum, og Emelía Kristbjörnsdóttir, Vorsabæ, tóku saman. Ljósmyndir eru frá ýmsum tíma- skeiðum skólans en nýjustu mynd- irnar eru frá september sl. Þegar eru komnar ýmsar upplýs- ingar um skólann og starfið í vetur en bæði nemendur og kennarar tóku þátt í gerð heimasíðunnar. Elstu nemendur á síðasta skólaári gerðu t.d. allir eigin heimasíður. Yfirsíðu- meistari eru Axel Árnason sóknar- prestur og Þorsteinn Hjartarson skólastjóri." NEMENDUR 8. ST í Tjarnar- skóla byrjuðu skólann í haust með því að bretta upp ermar og fara á hraðlestrarnámskeið sem haldið var í skólanum. All- ir nemendur bekkjarins tóku þátt í námskeiðinu enda um skyldugrein að ræða. Lesturinn var þjálfaður þrisvar sinnum í viku, í fimm vikur og árangur- inn lét ekki á sér standa. I upp- hafi las hópurinn að meðaltali 290 orð á mínútu en í lokin var meðaltalið komið upp í 3.406 orð á mínútu, þökk sé áhuga- sömum krökkum. Svo er bara að halda sér í góðu Iestrarformi og muna að æfingin skapar meistarann - líka í lestri. A myndinni eru ánægðir nemend- ur 8. ST Tjarnarskóla með við- urkenningarskjölin sín vegna þátttöku á hraðlestrarnám- skeiði. Kópavogur 24 kenn- arar hafa sagt upp störfum ALLS hafa 24 kennarar sagt upp störfum við grunnskóla Kópavogs. Bæjarstjórn skorar á kennara og launanefnd sveitarfélaga að freista þess nú að ná samningum svo ekki komi til verkfalls. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þ. 14. október sl. „Bæjarstjórn Kópavogs hafa bor- ist uppsagnir frá 24 kennurum við grunnskóla Kópavogs og áskorun formanna foreldrafélaga við 7 grunnskóla í Kópavogi vegna yfir- vofandi verkfalla kennara í grunn- skólum landsins. Bæjarstjórn Kópa- vogs lýsir áhyggjum af þessari þró- un og skorar á samninganefndir launanefndar sveitarfélaga og launanefnda grunnskólakennara að freista þess nú að ná samningum svo koma megi í veg fyrir röskun skólastarfs. Jafnframt hvetur bæjarstjórn Kópavogs þá kennara sem sagt hafa upp störfum að draga upp- sagnir sínar til baka.“ STEINAR WAAGE SKOVERSLUN 551 8519 568 9212 1 mi Nýkomin hausttískan frá BRUNO MAGLI Hvöt með kynningar- fund vegna prófkjörs HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, efnir til kynningarfund- ar í Valhöll mánudaginn 20. októ- ber kl. 20 með öllum frambjóðend- um í prófkjöri til borgarstjórnar- kosninga næsta vor. í frétt frá Hvöt segir: „Það er nýjung hjá félaginu að bjóða körlum einnig til kynningarfundar en í komandi prófkjöri leggjum við áherslu á samvinnu karla og kvenna. Við treystum á stuðning karla, enda kominn tími til, því að hingað til hafa konur ætíð stutt við bakið á körlum, en bestur árangur næsti með góðri samvinnu. Við fögnum því að konur hafa gefið kost á sér til prófkjörs til jafns við karla og með því afsanna þær að áhugaleysi þeirra sé um að kenna hversu lítt sýnilegar þær hafa verið í þjóðmála- og sveitarstjórnarmál- um til þessa. Við höfum sterkum og dugmiklum konum á að skipa til að mæta kröfum dagsins í dag um að konur taki jafnan þátt í allri ákvarðanatöku þjóðfélagsins á við karla. Þegar þessu jafnvægi er náð erum við og flokkurinn tilbúin að taka á móti nýrri öld.“ -------♦ ♦ ♦------ Námskeið í notkun GPS-tækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands stend- ur fyrir námskeiði í notkun GPS- gervihnattastaðsetningartækja fyr- ir almenning í Reykjavík dagana 27. og 28. október nk. Námskeiðið verður haldið í húsnæði skólans í Stangarhyl 1, Reykjavík. Námskeiðið samanstendur af grunnfræðslu í notkun GPS-tækja, sem hafa notið aukinna vinsælda við ferðalög um óbyggðir. Tíma- setning námskeiðsins nú er valin með það í huga að nú er nýhafin ijúpnavertíð. Námskeiðsgjald er 1.800 kr. og eru námskeiðsgögn innifalin. Til- kynna þarf þátttöku eigi síðar en fyrir hádegi föstudaginn 24. októ- ber. SVANHILDI /8. sæti! Framboðslisti Sjálfstæðismanna í borginni þarf að Svanhildur Hólm Valsdóttir er verðugur fulltrúi >L BL V • v 3 endurspegla breiðan hóp stuðningsmanna flokksins. á þcim iista. Stuðningsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.