Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UPPRÉTT EÐA LÁRÉTT GLÍMULOK? ÞJÓÐARÍÞRÓTT íslendinga, glíman, hefur fylgt þjóðinni svo lengi sem sögur herma og hefur bæði átt sína frægðardaga og lægðarskeið eins og gengur. Eftir nokkra stöðnun hefur glíman risið upp síðasta áratuginn. Glíma á nú- tímavísu er talin hefjast með fyrstu Íslandsglímunni á Akureyri 1906 en hún var fyrsta kappglíman með sérstökum farandverðlaunum. Verðlaunin eru hið eftirsótta Grett- isbelti sem keppt er um enn í dag. 112 tegundir fangbragða Glíman er ein af miklum fjölda þjóðlegra fangbragða sem þróast hafa víða um heim. Hinn ágæti fræðimaður glímunnar, Þorsteinn Einarsson fyrrum íþróttafulltrúi, hefur talið saman ekki færri en 112 tegundir þjóðlegra fangbragða um víða veröld. Þar má nefna sumo fang í Japan, schirrum fangbrögðin í Kóreu, backhold í Skotlandi, gouren í Frakklandi og schwingen í Sviss. Allt eru þetta ásamt glímu á íslandi þekkt fangbrögð langt út fyrir sína heimabyggð. Ut frá ýms- um þjóðlegum fangbrögðum hafa þróast hin ólympísku fangbrögð og þau „grísk rómversku" sem keppt er í á Ólympíuleikum og svo einnig þeir amerísku látbragðsleikir sem sýndir eru í sjónvarpi undir nafn- inu „wrestling,“ sem þýðir fang eða fangbrögð. Margt eiga þessi fangbrögð sam- eiginlegt sem vænta má. Keppend- ur eru tveir og snúa fangi saman og reyna að ráða niðurlögum and- stæðingsins eftir þvi sem reglur og eðli hvers fangs gefa tilefni til. Byggt er á sérstökum brögðum handa eða fóta eða hvort tveggja og margs konar tök eru notuð. Fjölbreytnin er mikil. Öllum þykir sín íþrótt góð og margir telja fang- brögð sín hina göfugustu íþrótt. Þar eru glímumenn ekki undan- skildir. Þrennt er það þó sem greinir glímuna frá öllum öðrum fangbrögðum: Sérstaða glímunnar 1. Staða. I glímu er bannað að standa álútur og bola. Fangstaðan í flestum öðrum fangbrögðum minn- ir helst á vinkil og er góð og gild á þeim vettvangi enda upprétt staða ekki skilyrði. Bol þykir mikil lýti á glímu. 2. Stígandi. í glímu er stígandi. Stígandinn, þessi sviflétta hring- hreyfing sem líkust er list góðs dansara, hefur þann tilgang að við- halda léttleika glímunnar og skapa færi til sóknar og vamar. Góður stígandi er skilyrði fyrir góðri glímu. 3. Níð. í glímu má ekki níða. Sækjandi skal að loknu glímu- bragði halda jafnvægi en má ekki falla ofan á viðfangsmann eða fylgja honum eftir í gólfið. Það er níð, hið versta sem glímumönnum getur orðið á. Hugtakið níð er tæp- lega til í erlendum fangbrögðum. Hér skilur mikið á milli glímunn- ar og annarra fangbragða því hér er sækjanda gert að skyldu að losa sig við viðfangsmann í lok bragðs- ins í stað þess að keyra hann í völl- inn og fylgja sjálfur á eftir eins og sjá má í flestum öðrum fangbrögð- um. Það er hins vegar héma sem komið hefur í ljós helsta misræmið í viðhorfi manna til ghmunnar. Tvenns konar glíma Eftir fyrstu Íslandsglímuna 1906 spmttu upp deilur um mismunandi Allir velunnarar glím- unnar vilja varðveita hana í sinni bestu mynd. Jón M. Ivarsson segir glímuna glæsilega íþrótt snerpu, tækni, fími og léttleika. glímulag og byltureglur manna sem höfðu iðkað glímuna á ólíkan hátt. Þar áttust við Akureyringar sem vom þá margir nýlega farnir að iðka glímu og Þingeyingar sem byggðu á gamalli hefð kynslóðanna sem stundað höfðu glímu um aldaraðir. Þar hafði faðir kennt syni og jafnvel afarnir verið glímu- kennarar. Þessir menn töldu sig tæplega þekkja glímuna í meðfór- um hinna kappsömu Akureyringa. Þeim þótti kraftar ráða of mikið ferðinni en list glímunnar og létt- leiki fara forgörðum og vom óá- nægðir. Hámarki náðu þessar deil- ur í Íslandsglímunni 1908 þegar tíu keppendur af þrettán hættu í mót- inu sökum óánægju með bylturegl- ur og dómgæslu. Segja má að síðan kappglímur hófust í byrjun aldarinnar og allt til þessa dags hafi tvenns konar ghmulag viðgengist í ghmu. Þetta er náttúrlega nokkur einfóldun og erfitt mun að draga suma glímu- menn í annan hvom dilkinn. Þó er Ijóst að mikið ber á milli. Annar hópurinn hefur talið rétt að sá glímumaður sem fellir hinn fái vinninginn þó fylgt sé eftir í gólfið og sókn- inni sé gert hærra undir höfði en vöm- inni. Talsmenn hóps- ins hafa sagt að ghm- an snúist um að finna sigurvegara og því eigi dómarar að dæma þeim sigurinn fljótt og vel sem ofan á verður. Hinn hópurinn sækist líka eftir sigri en er ekki sama hvernig hann er feng- inn. Þeir segja að menn eigi að leggja viðfangsmann sinn með vel útfærðum glímubrögðum og halda jafnvægi á eftir. Um þetta hefur slagurinn staðið alla öldina og gerir enn eins og allir þeir vita sem þekkja til ghmu. Skilgreining á eðli glímunnar Á tímabili hins „lögvemdaða níðs“ 1928 - 1950 var níðið reynd- ar viðurkennt í glímulögum þrátt fyrir harða andstöðu margra gegn því Þá var leyft að fylgja eftir í gólfið undir yfirskyni bræðrabyltu. Talsmenn þess töldu að „karl- mennska" glímunnar kæmi best í Ijós með þessum hætti. Reynsla síðustu áratuga hefur sýnt að þetta var fjarstæða. Níð á ekkert skylt við karlmennsku. Þrátt fyrir afnám „lögvemdaða níðsins“ 1951 var „átakaghman" svokallaða talsvert ríkjandi um og upp úr miðri öld- inni. Strax eftir stofnun Glímusam- bands íslands 1965 voru gerðar breytingar á byltu- reglum og búnaði sem miðuðu að því að gera glímuna léttari og voru til bóta. Margir telja hins vegar að átakaglíman hafi færst í aukana í full- orðinsflokkum á síð- ustu árum og þjálfar- ar og dómarar hafi sofnað á verðinum. Hér þarf að spyma við fótum. Ghmulög í núver- andi mynd voru sam- þykkt 1990 og lítið eitt endurbætt 1996. Akvæði þeirra um ghmulok eru skýr. Þau birtast í kaflanum Meginatriði ghmu, grein 16.6: „Glímumenn valdi byltu ein- ungis með leyfilegum glímubrögð- um á þann hátt að þeir haldi jafn- vægi þegar glímubragði er lokið. Að loknu glímubragði er sækjanda leyfilegt að styðja höndum á glímu- völl. Ekki er sækjanda leyfilegt að falla ofan á viðfangsmann sinn, þrýsta honum niður með handafli eða hrekja hann eftir glímuvellin- um eftir að hann hefur komist í handvöm. Níð er óleyfilegt í glímu.“ Yerkefni dómara Þessi ákvæði laganna em mjög skilmerkileg og að óreyndu mætti ætla að ekki væri vandi fyrir glímudómara að starfa eftir þeim. En þá kemur að framkvæmdinni. Staðreyndin er sú að við glímu- dómarar höfum verið allt of linir við að framfylgja þessum lögum. Allt of oft hefur verið dæmdur vinningur á þau glímulok þegar sækjandi liggur láréttur yfir verj- anda, jafnvel með báða lófa í gólfi hvorn sínu megin við hann. Þá er handvöm verjanda óhjákvæmilega brotin niður með hkamsþunga sækjanda. Glíma ætti aldrei að fá að vinnast á slíkan hátt. Bol og stífleiki og hliðstæð brot verðlaun- ast af dómumm með gulu spjaldi. Haldi menn uppteknum hætti geta gulu spjöldin orðið tvö og þar með eitt rautt og vítabylta. Hitt er al- gengara að menn sleppi með eitt spjald fyrir linkind dómara og þess vegna flýta menn sér hægt við að laga slæma stöðu í glímunni. Fyrir það að fylgja eftir, = níða, er oft dæmt að ghma skuli áfram án þess að spjald sé gefið. Og það sem verra er. Stundum er dæmd unnin glíma fyrir þann sem fylgir eftir. Þannig fær níðið sín verðlaun. Við dómarar verðum að taka höndum saman við að taka á þessari mein- semd glímunnar. Ef okkur tekst það með þeim árangri að níðið hverfi mun enginn skilja í því hvers vegna þetta var ekki gert löngu fyrr. Hin láréttu glímulok Stundum er sagt að þeir sem taka bragð og falla síðan endi- langir með viðfangsmanni í völl- inn séu togaðir niður. Um það eru auðvitað dæmi. Hitt gerist líka að sá sem tekur bragðið geri enga tilraun til að losa sig frá viðfangs- manni í lok bragðs. Hann ætlar að falla með honum í völlinn og tekur af sér fallið með beinum örmum. Oft er því líkast að menn stingi sér til sunds á eftir þeim sem er að falla. Stundum sjást hin ágæt- ustu glímubrögð tekin, það er að segja til að byrja með. Fæti er brugðið, viðfangsmanni er sveifl- RÉTT glímulok eru það að hlaupa yfir verjanda að loknu bragði og ef hann hangir þá í belti verður afleiðingin sú að hann togar sig sjálf- ur í völlinn og tapar á því. ÞETTA eru hin láréttu glímulok sem eru í hrópandi andstöðu við eðli glímunnar. Jón M. ívarsson að til falls og jafnvægi hans rask- að. Allt eins og vera ber. En svo þegar að því kemur að losa sjg við manninn er það ekki gert. I stað þess að stíga fram og taka fallið af sjálfum sér og stíga síðan yfir manninn gerist annað: Fætur sækjanda gróa skyndilega fastir við gólfið. Hann fellur endilangur með viðfangsmann undir sér og báðir eru í láréttri stöðu þegar byltan verður. Þetta eru hin lá- réttu glímulok sem eru í hrópandi andstöðu við eðli glímunnar. Og allt of oft hefur mönnum tekist að sækja vinning út á slíka aðferð. Þeir menn sem þannig glíma hafa vanrækt að æfa þá vandasömu hlið glímunnar að ljúka brögðum í jafnvægi. Þeir taka brögðin að- eins til hálfs. Slíkt ætti ekki að verðlaunast með sigri. Þessu glímulagi til réttlætingar er stundum sagt: Sjáið, verjand- inn heldur tökum. Hann togar manninn niður. Það er rétt, verj- andinn heldur stundum taki allt niður í gólf en það skiptir ekki máli. Fjarlægðin milh manna er engin svo ekki er um tog að ræða. Togið kemur fyrst til skjalanna þegar sækjandi reynir að losa sig frá verjanda. Þá gerist annað af tvennu: Sækjanda tekst að losa sig og hleypur yfir verjanda. Eða að sækjandi er togaður niður og það kemur skýrt í ljós þegar hann reynir að losa sig. Þá kemur hnykkur á hann sem fer ekki fram hjá neinum og stundum sleppur hann við byltu en togið er greini- legt. Rétt glímulok eru það að hlaupa yfir verjanda að loknu bragði og ef hann hangir þá í belti verður afleiðingin sú að hann tog- ar sig sjálfur í völlinn og tapar á því. fþrótt hins upprétta manns Allt ber þetta að einum brunni. Okkur þjálfurum og dómurum í glímu ber skylda til að lagfæra glímulag okkar manna svo þessir leiðinlegu hlutir hverfi. Glíman er íþrótt hins upprétta manns. Hún er ágætlega sldlgreind í glímulögum svo ekki verður betur gert. Hins vegar er nauðsynlegt að taka á þessum málum til þess að íþróttin fái að njóta sín. Þá munu enn fleiri ganga til hðs við glímuna og hún mun hljóta auknar vinsældir. Við glímuþjálfarar höfum ekki brýnt nægilega fyrir nemendum okkar að sýna góða og drengilega glímu. Handtak glímunnar, ein- kennismerki okkar, á að vera trygging fyrir því að aldrei sé brot- ið viljandi á viðfangsmanni. Við glímudómarar höfum ekki haft nógan metnað að undanfórnu til að taka á dómsmálum glímunn- ar. Við höfum ekki stundað endur- menntun og skipulag og eftirlit með störfum okkar hefur verið í molum. Starfið hefur fyrst og fremst miðast við að útvega dóm- ara á mótin en dómgæslan sjálf hefur lent utan garðs. Hvernig ú glíman að vera? Það er hinsvegar kominn tími til að menn geri upp við sig hvernig þeir vilja hafa glímuna. Hvort vilja þeir sjá að brögðum sé lokið í jafn- vægi og sækjandinn standi á fótum að þeim loknúm eða þykir þeim í lagi að sjá sækjandann á fjórum fótum eða liggjandi láréttan yfir verjanda eftir brögð? Svo ekki sé talað um lipurð og léttleika fram yfir linnulaus átök án afgerandi bragða og úrslita. Alhr velunnarar glímunnar vilja varðveita hana í sinni bestu mynd og glímumenn, dómarar og þjálfarar eiga að taka höndum saman til þess að svo megi verða. í sinni réttu mynd er glíman glæsileg íþrótt snerpu, tækni, fimi og léttleika, sannkölluð hst, þegar vel tekst til. Það er í okkar höndum að gera hana slíka. Það skulum við gera og útrýma hinum láréttu glímulokum. Höfundur er formaður Glfmusiun- bands fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.