Morgunblaðið - 19.10.1997, Page 64

Morgunblaðið - 19.10.1997, Page 64
MOHG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5091181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@iMBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK dæmi um hve heilsuhraustur Tvist- ur var. Jón Tryggvason, bóndi í Artún- um, sagði að vissulega væri ákveð- inn söknuður þegar fjögurra ára- tuga samvistum lyki en bætti jafn- framt við að Tvistur hefði aldrei verið verulega hændur að mannin- um, alltaf styggur og aldrei hægt að ná honum nema 1 aðhaldi. Þrátt fyrir þessa eiginleika var Tvistur alltaf notaður sem barnahestur og reyndist vel. Um ættir Tvists er það að segja að hann var ættaður frá Holti í Torfalækjarhreppi og hét móðir hans Perla, ættuð úr Árnessýslu. Fimm aðilar til sam- starfs um vegalagnir Steypuna aftur í vegakerfíð STEINVEGUR ehf. er nafn á nýju ->íyrirtæki sem Björgun, steypustöðv- arnar BM Vallá og Steypustöðin, Is- lenskir aðalverktakar og Sements- verksmiðjan á Akranesi hafa stofn- að. „Við stefnum að því að koma steypunni aftur inn í vegakerfíð á Is- landi,“ sagði Guðmundur O. Guð- mundsson, stjórnarformaður Stein- vegar, í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur minnti á að vegir hefðu ekki verið steyptir á Islandi síðan Reykjanesbraut milli Reykja- víkur og Keflavíkur var steypt fyrir meira en 30 árum og vegurinn milli Reykjavíkur og Kollafjarðar fyrir aldarfjórðungi. „Síðan hefur steypan fallið út úr vegagerðinni en hugmynd okkar sem myndum þetta félag er að koma henni að á ný,“ seg- *rsíír Guðmundur, sem er fulltrúi Sem- entsverksmiðjunnar í stjóminni. Is- lenskir aðalverktakar sáu um fram- kvæmdir við steyptu vegina og hefur fyrirtækið nú fjárfest í nýrri vél tfl að leggja út steypu, sem þarf ekki að aka á braut eins og eldri búnaðurinn og leggur niður seigari steypu. Guðmundur segir að rætt hafl ver- ið við Vegagerðina sem sé að bera kostnað við lagningu varanlegs slit- lags með steypu saman við malbikið eða olíumöl. „Steypan er dýrari í stofnkostnaði en vinnur á þar sem hún er slitsterkari." ------------- Spá um losun gróðurhúsalofttegnnda á íslandi á næstu áratugnm Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips um þróun hlutabréfamarkaðarins Utblástur eykst um 16% frá 1990 til 2000 s Tvistur frá Artúnum felldur 39 vetra . Blönduósi. Morgunblaðið. ELSTI hestur á íslandi, hinn 39 vetra Tvistur frá Ártúnum, er all- ur. Hann var felldur í gær af þeirri ástæðu að senn er kominn vetur og fer að taka fyrir beit. Tvistur fóðraðist illa á heyi sl. vetur og eigendur hans vildu ekki sjá hinn aldna höfðingja dragast upp í vet- ur. Tvistur komst í fréttirnar þegar greint var frá því veturinn 1993 í Morgunblaðinu að hesturinn hefði fallið niður um vök á Svartá og lif- að af klukkustundar langa vist í kaldri vök í hörku frosti þá 35 vetra. Þótti það mikil hreysti að Iifa af þessa raun og er lýsandi V 40% aukning fram til 2025 verði ekkert að gert ÍSLAND mun ekki ná markmiðum rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kenndur er við Ríó, um að losun gróðurhúsalofttegunda verði ekki meiri á árinu 2000 en hún var árið 1990. Samkvæmt spá Hollustuverndar ríkisins, sem birt er í nýrri skýrslu umhverfísráðherra um Island og loftslags- breytingar af mannavöldum, mun útblástur koltvísýrings og ann- arra gróðurhúsalofttegunda aukast um 16% frá 1990 til 2000, eða úr sem svarar til 2.730 þúsundum tonna af koltvísýringi upp í 3.161 þúsund tonn. 635.000 tonna aukning vegna nýrrar stóriðju Fram kemur í greinargerð um- sjónarnefndar ráðuneyta með fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna rammasamnings SÞ, sem birt er sem viðauki við skýrslu ráðherra, að útstreymi gróðurhúsalofttegunda muni aukast verulega vegna þeirra ákvarðana, sem teknar hafi verið á síðustu misserum um stóriðju. Stækkun álversins í Straumsvík muni leiða til losunar sem svarar til um 125 þúsund tonna af koltvísýr- ingi. Fyrsti áfangi álvers Norðuráls á Grundartanga muni auka útblást- urinn um sama magn. Þá muni stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga leiða til þess að los- un gi’óðurhúsalofttegunda aukist um 135.000 tonn. Verði verksmiðja Norðuráls stækkuð í fulla stærð auk- ist losun enn um 250.000 tonn. „Sam- tals er þetta aukning um 635 þúsund tonn í koltvíoxíðsígildum, sem er um 23,6% af áætlaðri losun síðasta árs,“ segir í bréfinu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HINN 39 vetra hestur , Tvistur frá Ártúnum, á næstsíðasta degi lífs sfns. Jón bóndi Tryggvason virðir fyrir sér hinn langlífa og trausta hest sem var felldur í gær. í spá Hollustuverndar er gert ráð fyrir að árið 2010 verði útstreymi gróðurhúsalofttegunda orðið 26% meira en 1990 og árið 2025 40% meira eða 3.821 þúsund tonn. í þess- ari spá er miðað við að ekki verði gripið til neinna aðgerða til að draga úr útblæstri og aðeins er miðað við þá stóriðju, sem þegar hefur verið staðfest, þ.e. stækkun Isal og Járn- blendiverksmiðjunnar og fyrsta áfanga verksmiðju Norðuráls. I samningaviðræðum aðildarríkja Ríó-samningsins hafa verið settai' fram tillögur sem sumar hverjar gera ráð fyrir að í bókun við samn- inginn, sem á að undirrita í Kyoto í Japan í desember, verði bindandi ákvæði um að halda skuli losun gróð- urhúsalofttegunda óbreyttri miðað við árið 1990. Tillaga Evrópusam- bandsins gerir ráð fyrir að útblástur þessara lofttegunda verði 15% minni árið 2010 en árið 1990. ■ Beðið eftir Kyoto/24-25 Deilt um laga- ~gildi ákvæðis frá 1281 IsafírOi. Morgiinbladið. HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða kvað upp dóm í allsérstöku máli á fimmtu- dag. Málsatvik voru þau að eigandi jarðarinnar Hellu í Kaldrananes- hreppi á Ströndum krafðist þess fyr- ir dómi að ógiltur yrði kaupsamning- ur og afsal fyrir öðrum hluta jarðar- innar sem sameigandi hans að jörð- inni hafði gert við þriðja aðila. Það "*em vekur athygli er að eigandinn bar fyrir sig lagaákvæði frá árinu 1281 sem hann taldi veita sér for- kaupsrétt að jörðinni. Dómurinn féllst ekki á röksemdir mannsins og synjaði um ógildingu kaupsamningsins. Jafnframt var eig- andanum gert að greiða gagnaðila sínum í málinu 300 þúsund krónur í •málskostnað. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Ráðgjöf verðbréfafyrir- tækja er takmörkuð HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir það áhyggjuefni hversu ráðgjöf verðbréfa- fyrirtækja sé takmörkuð og að efling þessara fyr- irtækja með meiri þekkingu þurfi að koma til. Þetta kemur fram í viðtali við Hörð í Morgun- blaðinu í dag í tilefni af umfangsmiklum skipu- lagsbreytingum sem eru að verða hjá Eimskip um þessar mundir. Hörður er þar spurður álits á þróuninni á hlutabréfamarkaðnum og þeim lækkunum sem orðið hafa á hlutabréfum að undanförnu. Hann segir að lækkanir á hlutabréfamarkaðnum hafi ekki komið sér á óvart. „Hlutabréf hækkuðu mjög ört á mjög skömm- um tíma á síðari hluta síðasta árs og fyrri hluta þessa árs sem hefur e.t.v. mótast af innlendum kringumstæðum. Það var ekki um marga fjár- festingarkosti að ræða miðað við talsvert aukna eftirspurn og eftirvænting var ríkjandi á mark- aðnum. Hins vegar finnst mér það nokkurt áhyggjuefni hversu markaðurinn er grunnur. Ég hef áhyggjur af því hversu ráðgjöf þeirra fyrir- tækja, sem veita aðstoð á þessu sviði, er takmörk- uð. Mér sýnist að hún byggist ekki á miklum rannsóknum, íhugunum og íhygli. Þegar verð- bréfasalar tala um að afkoma fyrirtækja sé lakari en væntingar stóðu til þá er spurning hver bjó til væntingar og á hvaða forsendum." Hörður segist telja nauðsynlegt að horfa mjög alvarlega á það hvert sé hlutverk verðbréfafyrir- tækja þegar verið er að ræða um félög sem eru skráð á verðbréfamarkaðnum. Verðbréfafyrirtæki kaupa og selja fyrir sig sjálf „Ég held að þessi fyrirtæki geti ekki stefnt að öðru en gera hlutina betur en þau eru að gera í dag. Það er einn vandi í þessum fyrirtækjum að þau eru einnig að kaupa og selja fyrir sig sjálf eða sjóði sem tengjast þeim náið. Þetta er ekki aðeins áhyggjuefni hér á landi. Efling þessara fyrir- tækja með meiri þekkingu og íhygli ætti að vera sameiginlegt markmið.“ ■ Skerpum athyglina/10-11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.