Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 23 |i ■ vestan í Öræfajökli. Ljósm/HG Ljósm/HG. SPRUNGUMYNSTUR nyrst í Grímsvötnum aö afstöðnu hlaupi 7. nóv. Ljósm/OS EYRARRÓS og hvönn í Morsárdal. Bæjarstaðaskógur í baksýn. Ljósm/OS ^ Ljósm/HG ÍSÞILIÐ þar sem Gígjukvísl braut sér byrgi inn í jökulinn og flóð- PLÓÐIÐ að bijótast fram að morgni 5. nóv. 1996 og fellur yfir ið braust úr á Skeiðarársand. varnargarðana. Oddur tók myndina á flótta. ast um að þessar eldstöðvar eru ekki sofnaðar og það á eins við í vestanverðum jöklinum eins og með Öræfajökul sjálfan. í bókinni er greint frá gosum hans á sögulegum tíma.“ Hjörleifur segir alltaf spumingu hvar eigi að stoppa. En niðurstaðan var sú að taka Öræfin með í þetta verk. Farið austur að Jök- ulsá á Breiðamerkursandi en ekki lengra. Endað á slóðum Kára Sölmundarsonar, eins og segir í lokaorðunum „Á hlaðinu á Breiðá" þar sem stóð blómleg byggð fram eftir öldum og skírskotað til þessarar ótrúlegu þróunar og breytinga sem orðið hafa allt frá landnámi og til þessa daga:“ Hér á hlaðinu á Breiðá, sem nú liggur undir jökulurð, lýkur ferð sem hófst undir Bárðarbungu nyrst í Vonarskarði. Vestur af blundar stærsta eldfjall íslands sem í einu vetfangi breytti Ingólfshöfðahverfi í ör- æfi. í samaburði við þau stórmerki voru þeir atburðir sem síðast urðu í Vatnajökli með gosi í Gjálp og vatnsflóði á Skeiðarársandi hreinir smámunir. Þó vöktu þeir athygli á Islandi víða um álfur og urðu tilefni þessarar bókar. Gjálp er senn gróin og gígur hennar hulinn líkt og Kárahella undir fótum okkar. Þannig gætir Vatnajökull leyndardóma sinna sem fjölgar við það að vér dauðlegir reynum að skyggnast eftir þeim.“ Vatnajökull vestanverður En þeim mun rækilegar hafa þeir tekið vestanverðan jökulinn og tilheyrandi svæði. „Það hefur ekki verið ritað í neinni samfellu um þennan boga vestanmegin við Vatnajök- ul,“ útskýrir Hjörleifur. „Menn hafa farið mikið upp á jökul frá Jökulheimum. En svæð- inu frá Dyngjuhálsi og vestur og suður um á Skeiðarársand, hafa ekki verið gerð mikil skil í samfellu síðan Haraldur M atthíasson _ gekk Bárðargötu og skrifað um í Árbók FI. Við tökum allt svæðið vestanvert samfellt og tengjum það við framhlaupin á skriðjöklunum og sögu þeirra. Fléttum saman kragann með- fram jöklinum. Og reyndar talsvert út frá honum. Við tökum sprungureinarnar sem tengjast eldstöðvunum, sem eru með hjartað uppi í Vatnajökli, eins og gosrein Bárðar- bungu sem nær suður í Veiðivötn og gosrein Grímsvatna sem nær suður í Lakagíga. Þetta eru semsagt æðarnar sem dæla þarna hrauni úr kvikuþrónni undir Vatnajökli. Því er auð- vitað gott að hafa með í þessu jarðfræðing eins og Odd til að halda utan um þau atriði." Rétt er að geta þess að Hjörleifur hafði í þremur Árbókum FÍ skrifað um Austfjarða- fjöll sem tengdust þá austurkanti Vatnajök- uls, Lónsöræfum og frá Hornafirði norður eftir, síðan um Norðausturland frá Vatnajökli og norður á Melrakkasléttu, þai- sem falla inn í Snæfellssvæðið og Kverkfjöll og þriðja bókin Við rætur Vatnajökuls tekur yfir Austur- Skaftafellssýsluna og aðeins í Núpsstað og austur í Lón. „En nú er búið að loka hringn- um. Og því þykir mér mjög vænt um að hafa komið í verk í þessari bók,“ segir hann. Villur leiðréttar í bókinni er víða komið við, skotið inn í gömlum frásögnum og vísað í ljóð og komið að dýrmætum leiðréttingum. Nokkrar þeirra voru ræddar við Hjörleif, m.a. um ranga stað- setningu Köldukvíslarbotna, sem hann þykist vita að er einhver ágreiningur um. „En við lögðum verulega vinnu í að átta okkur á elstu heimildum frá fyrri öld, frá Birni Gunnlaugs- syni og langafa mínum Sigurði Gunnarssyni, sem var með honum,“ segir hann. Annað dæmi er örnefnið Færnes í Skaftafellsfjöllum, sem alla öldina hefur verið kallað Færines og komið þannig inn í ömefnaskrár og á landa- bréf. Hann kveðst af tilviljun hafa náð þessu Færnesnafni hjá Ragnari í Skaftafelli er hann var að vinna að Árbókinni 1992. Heimamenn hafa aldrei kallað það annað en Færnes og kveður Hjörleifur það hina skaftfellsku hóg- værð að þeir hafi ekki staðið í leiðréttingum. „Það er skemmtilegt að geta leiðrétt og komið á framfæri réttum örnefnum og verulegt menningarsögulegt atriði". Þriðji þátturinn í þessu samhengi er hellrar, fleirtalan af hellir, sem á þessu svæði er alls staðar, allt frá Rangárþingi og austur á firði, málvenja þótt málbótamenn á þessari öld hafi verið að reyna að snúa því hver í kapp við annan yfir í hellar, svo sem Rauðhellrar í Morsárdal og hellrar undir Lómagnúp. Þá var heilmikil stúdía gerð í sambandi við Tungnajökulsorðmynd Jónasar Hallgríms- sonar í Tómasarhaga. Með rannsóknum bók- menntafræðinga og nýjustu útgáfu af ritverk- um Jónasar er leitt í ljós að hann notar „Tindrar úr Tungnajökli.“ Það er fyrst í út- gáfu Matthíasar Þórðarsonar upp úr 1920 sem þessu er breytt í Tungnafellsjökul. Þannig lendir þetta inn í Skólaljóðin sem við lærðum. Þetta er í stíl við það að hafa það sem sannara reynist, þótt það falli ekki að því sem við lærðum eða kunnum. Segir Hjörleifur að þeir hafi farið vel ofan í svona hluti sem auð- vitað sé einboðið að gera. Víða er komið við, þótt enginn sé óþarfa texti en upplýsing í öllu. Samt komu þeir fé- lagar þessari bók með stórum myndum, text- um og mikilli heimilda-, örnefna- og nafna- skrá út á hálfu ári. Byrjað var í vor og jafnvel hugsað til þess í upphafi að koma bókinni út fyrir sumarið, en það reyndist ekki raunsætt. „Ég vona að ritið hafi orðið traustara fyrir bragðið," segir Hjörleifur. Það er útgáfan Fjöll og firningi sem gefur það út, yngsta bókaútgáfa á landinu, sem Hjörleifur upplýsir að sé þeir félagar. Umsjá með útgáfunni hafði Þjóðsaga e.h.f., en prentun og umbrot er unn- ið í Odda. „Það hefur verið æfintýri að fylgj- ast með prentun bókarinnar, kynnast þein'i tækni sem nú er beitt í prentun og afar ánægjulegt samstarf við alla á þeim bæ. Það er mikilsvert að við skulum hafa hér prent- smiðju sem stendur því besta á sporði sem gerist í heiminum," segja höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.