Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 53 FÓLK í FRÉTTUM i I í I í -J i i i i i i i Öflugt sjálf- boðaliðastarf eldri borgara Morgunblaðið/Árni Sæberg FREMST á myndinni fyrir miðju sitja Ragnar Jörundsson, framkvæmdastjóri FEB, og Páll Gíslason læknir, sem er formaður félagsins. ►í FÉLAGI eldri borgara í Reykjavík og nágrenni eru á sjöunda þúsund félagsmanna. Mikið sjálfboðaliðastarf fer fram í þágu félagsins og á haust- mánuðum ár hvert býður fram- kvæmdastjórn FEB sjálfboðalið- um til samverustundar einn eft- irmiðdag. Myndin hér að ofan var tekin í vikunni á slíkri stundu, en marga sjálfboðaliða vantar þó í hópinn. MYIMDBÖIMD Glæfraför til Grænlands Lesið I snjéinn_____ (Smilla’s Sense of Snow) -k-k'h Framleiðandi: Bernd Eichinger. Leikstjóri: Bille August. Handrits- höfundur: Ann Biderman eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Peter Hoeg. Kvikmyndataka: Jörgen Persson. Tónlist: Harry-Gregson Williams. Aðalhlutverk: Julia Ormond, Gabri- el Byrne og Richard Harris. 124 mín. Danmörk/Bandaríkin. 20th Century Fox/Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 13. október 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. SMILLA er hálfgrænlensk og er lærð stærðfræðingur og jöklafræð- ingur. Þegar grænlenski drengurinn Isaiah, sem er vinur hennar, deyr eftir að hafa stokk- ið fram af húsinu sem þau búa í fer Smilla að rannsaka málið. Hún kemst fljótt að því að málið er mjög flók- ið og brátt er setið um líf hennar. Þegar kvikmyndir eru gerðar eftir bókum er alltaf gerður samanburður. Það sem gerir þessa bók góða er mannlegi þáttur- ■nn. Glæpafléttan er samt marg- slungin og vel uppbyggð, en ekkert sérstök að öðru leyti. Hér hefur tek- ist vel til að einfalda þessa flóknu glæpasögu en því miður hefur mann- legi þátturinn orðið útundan. Smilla er í bókinni mjög sérstakur og aðlað- andi persónuleiki, en hér er hún köld og leiðinleg. Samband hennar við drenginn Isaiah er allt of yfir- borðskennt, og smiðurinn sem hér er leikinn af Gabriel Byrne er mun geðslegri en hann er í bókinni. Eini iifandi karakterinn er Nils, leikinn af Jurgen Vogel. Kvikmyndin ætti að fá að vera kvik- mynd í friði fyrir bókinni, en það er einfaldkega erfitt að horfa upp á hvernig frábært tækifæri til að gera sérstæða mynd er eyðilagt svo herfilega. Það hefði verið gaman að sjá heimspeki Smillu skila sér á einhvern hátt því hún er alveg ein- stæð ásamt athugunum hennar um snjó. Grænlensk menning gleymist að mestu, og er það miður því ég man ekki eftir að gerð hafi verið æynd um Grænlendinga í Dan- mörku og hvernig sú menning hefur liðið. Ef við lofum bókinni að hvíla í friði, verður að segjast að myndin er vel gerð tæknilega. Hún er vel kvik- mynduð og eru atriðin frá Græn- landi mjög falleg. Leikmyndin er flott og mikið stórvirki í því sem snýr að Grænlandi. Þannig verður myndin mjög ánægjuleg að horfa á. Það má því vel vera að þeir sem ekki hafa lesið bókina um Smillu í glæfraför geti notið hennar. Hildur Loftsdóttir TOYOTA Goðsögn meðal lyftara 1 - 1.8 tonn 2-3 tonn 1 -1.5 tonn 2-3 tonn FBESF 5FBE FBMF 6 FDF DISEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.