Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 53

Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 53 FÓLK í FRÉTTUM i I í I í -J i i i i i i i Öflugt sjálf- boðaliðastarf eldri borgara Morgunblaðið/Árni Sæberg FREMST á myndinni fyrir miðju sitja Ragnar Jörundsson, framkvæmdastjóri FEB, og Páll Gíslason læknir, sem er formaður félagsins. ►í FÉLAGI eldri borgara í Reykjavík og nágrenni eru á sjöunda þúsund félagsmanna. Mikið sjálfboðaliðastarf fer fram í þágu félagsins og á haust- mánuðum ár hvert býður fram- kvæmdastjórn FEB sjálfboðalið- um til samverustundar einn eft- irmiðdag. Myndin hér að ofan var tekin í vikunni á slíkri stundu, en marga sjálfboðaliða vantar þó í hópinn. MYIMDBÖIMD Glæfraför til Grænlands Lesið I snjéinn_____ (Smilla’s Sense of Snow) -k-k'h Framleiðandi: Bernd Eichinger. Leikstjóri: Bille August. Handrits- höfundur: Ann Biderman eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Peter Hoeg. Kvikmyndataka: Jörgen Persson. Tónlist: Harry-Gregson Williams. Aðalhlutverk: Julia Ormond, Gabri- el Byrne og Richard Harris. 124 mín. Danmörk/Bandaríkin. 20th Century Fox/Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 13. október 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. SMILLA er hálfgrænlensk og er lærð stærðfræðingur og jöklafræð- ingur. Þegar grænlenski drengurinn Isaiah, sem er vinur hennar, deyr eftir að hafa stokk- ið fram af húsinu sem þau búa í fer Smilla að rannsaka málið. Hún kemst fljótt að því að málið er mjög flók- ið og brátt er setið um líf hennar. Þegar kvikmyndir eru gerðar eftir bókum er alltaf gerður samanburður. Það sem gerir þessa bók góða er mannlegi þáttur- ■nn. Glæpafléttan er samt marg- slungin og vel uppbyggð, en ekkert sérstök að öðru leyti. Hér hefur tek- ist vel til að einfalda þessa flóknu glæpasögu en því miður hefur mann- legi þátturinn orðið útundan. Smilla er í bókinni mjög sérstakur og aðlað- andi persónuleiki, en hér er hún köld og leiðinleg. Samband hennar við drenginn Isaiah er allt of yfir- borðskennt, og smiðurinn sem hér er leikinn af Gabriel Byrne er mun geðslegri en hann er í bókinni. Eini iifandi karakterinn er Nils, leikinn af Jurgen Vogel. Kvikmyndin ætti að fá að vera kvik- mynd í friði fyrir bókinni, en það er einfaldkega erfitt að horfa upp á hvernig frábært tækifæri til að gera sérstæða mynd er eyðilagt svo herfilega. Það hefði verið gaman að sjá heimspeki Smillu skila sér á einhvern hátt því hún er alveg ein- stæð ásamt athugunum hennar um snjó. Grænlensk menning gleymist að mestu, og er það miður því ég man ekki eftir að gerð hafi verið æynd um Grænlendinga í Dan- mörku og hvernig sú menning hefur liðið. Ef við lofum bókinni að hvíla í friði, verður að segjast að myndin er vel gerð tæknilega. Hún er vel kvik- mynduð og eru atriðin frá Græn- landi mjög falleg. Leikmyndin er flott og mikið stórvirki í því sem snýr að Grænlandi. Þannig verður myndin mjög ánægjuleg að horfa á. Það má því vel vera að þeir sem ekki hafa lesið bókina um Smillu í glæfraför geti notið hennar. Hildur Loftsdóttir TOYOTA Goðsögn meðal lyftara 1 - 1.8 tonn 2-3 tonn 1 -1.5 tonn 2-3 tonn FBESF 5FBE FBMF 6 FDF DISEL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.